Strandveiðarnar tóku daginn

StykkisholmurÞað var þaulseta í þinginu í dag. Eftir óundirbúinn fyrirspurnartíma sem tók 40 mínútur, og svo drjúga (en óverðskuldaða) törn um fundarstjórn forseta, kom loks röðin að aðalmáli dagsins: Sjálfu Strandveiðifrumvarpinu.

Margir hafa beðið í óþreyju eftir lyktum þess máls - þær eru raunar ekki ráðnar til fulls, en verða það vonandi á morgun.

En sumsé: Ég sem starfandi formaður Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þingsins mælti fyrir nefndaráliti meirihluta nefndarinnar. Því virðulega hlutverki fylgir sú skylda að vakta umræðuna frá upphafi til enda, veita andsvör (t.d. hér, hér, hér og hér ) og taka þátt í málflutningnum.

Að lokinn þessari törn - sem tók lungann úr deginum - kom það í minn hlut að mæla fyrir meirihlutaáliti um nýgerðan búvörusamning. Ég var snögg að því - en gerði það svikalaust, enda var mér það bæði ljúft og skylt. Sauðfjár- og kúabændur að þessu sinni sýnt samningsvilja og samábyrgð í þessari samningsgerð sem er þeim til sóma og öðrum til eftirbreytni á erfiðum tímum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú segir að umræðurnar hafi tekið lungann úr deginum, en ég var einmitt staddur á Austurvelli í dag og gat ekki betur skilið en að þingfundurinn hefði hafist kl. 15.

Ég sakna þess að þú talir efnislega um strandveiðifrumvarpið hér á blogginu, en þeim sjómönnum sem ég tala við finnst eins og útfærslan verði hvorki fugl né fiskur. Þeir kvíða sömuleiðis fáránlegum niðurskurði á þorskveiðiheimildum þar sem allt stefnir í að aflaheimildir í harðnandi kreppu verði skornar um 17.000 tonn. Mér finnst það sjálfum sýna að ríkisstjórnina skortir heilbrigða skynsemi.

Sigurjón Þórðarson, 15.6.2009 kl. 23:59

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er rétt hjá þér að þingfundur hófst kl. 15. Hann stóð til kl. 21:00.

Strandveiðarnar tóku hinsvegar mestan hluta dagsins hjá mér. Fyrst var auðvitað undirbúningur málflutnings. Síðan hófst fundurinn, og hann fór að mestu leyti í þetta mál.

Ef þú vilt sjá sánari umfjöllun af minni hálfu um strandveiðifrumvarpið, Sigurjón, þá smellir þú einfaldlega á tenglana sem ég hef nú þegar virkjað inni í sjálfri bloggfærslunni. Það er ekki flókið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.6.2009 kl. 01:15

3 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Er það virkilega svo að Samfylkingin ætli að mæla fyrir frumvarpi um strandveiðar þegar að bæði sjávarútvegurinn sem og fiskistofnar svo sem þorksur, ufsi og ýsa standa höllum fæti? Og hvað sjá menn fyrir sér að það veiðast mörg tonn af fiski með þessum strandveiðum eða er það svo að menn hafa ekki hugmynd um það? Er það ábyrg stjórnun á fiskveiðum að leyfa frjálsar veiðar þar sem að enginn hefur hugmynd um hve mikið heildarmagnið verður? Er þetta ábyrgi stjórnmálaflokkurinn Samfylkingin?

Jóhann Pétur Pétursson, 16.6.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband