Óhemjuskapur og ótímabært upphlaup

Stjórnarandstaðan varð sér til skammar á Alþingi í gær með ótímabæru upphlaupi og ásökunum um landráð. Tilefnið var samkomulag það sem íslensk stjórnvöld hafa nú náð í Ice-save deilunni. Samkomulag sem er liður í því að endurheimta traust Íslands í alþjóðlegum viðskiptum. Samkomulag sem felur í sér lán frá Hollendingum og Bretum til 15 ára með 7 ára greiðslufresti. Lán sem góðar líkur eru á að muni að langmestu leyti greiðast með eignum Landsbankans (75-95%). Samkomulag sem felur í sér að Ísland getur hvenær sem er fengið að greiða upp þetta lán ef svo ólíklega skyldi vilja til að okkur byðist betra lán annarsstaðar á hagstæðari kjörum.

Þetta er besta niðurstaðan sem orðið gat af málinu. Fyrir lá fyrr í vetur að samkomulag af þessu tagi væri forsenda þess að við Íslendingar gætum átt lána von hjá nágrannalönd okkar. Eins og menn muna vafalaust stefndi í að 27 Evrópuþjóðir myndu loka á alla lánafyrirgreiðslu til okkar að öðrum kosti.

Þannig er þetta samkomulag forsenda þess að efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga og að við getum notið lánafyrirgreiðslu nágranna og vinaþjóða til að efla gjaldeyrisforðann.

Fyrstu áhrif þessa samkomulags eru þegar að koma í ljós. Bretar hafa ákveðið að aflétta frystingu á eignum Landsbankans þar í landi 15. júní n.k.

Þetta eru m.ö.o. góðar fréttir  miðað við allar aðstæður.

 

 

 

 


mbl.is 50 milljarðar á reikningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Semsagt lán til að geta tekið fleiri lán. Eftir sjö ár er garanterað að hvorki þú né þínir mátar verði í stjórn, svo það verður annarra verk að glíma við föðurlandsvikin ykkar. Þú hefur greinilega ekki græna glóru um hvað þú ert búin að kalla yfir okkur. Megir þú eiga eilífa skömm fyrir.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.6.2009 kl. 20:13

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sú var tíðin Jón Steinar að við skiptumst á vingjarnlegum orðum hér á blogginu enda bloggvinir og "sveitungar". Ég hafði gaman af að lesa færslurnar þínar sem oft voru skemmtilegar og vel skrifaðar - enda hagvön á þínum æskuslóðum.

Svo gerðist eitthvað. Tónninn í athugasemdum þínum breyttist. Húmorinn hvarf. Vinskapurinn gufaði upp.  Þannig hefur það verið um nokkra hríð.

Kannski var það bankahrunið. Kannski eru skoðanir mínar þér svo ógeðfelldar. Kannski gerðist eitthvað annað sem hefur ekkert með mig að gera.

Mér þykir leitt að ég skuli ekki lengur vera bloggvinur og velunnari í þínum augum, heldur föðurlandssvikari  sem á skilið ævarandi skömm. Þú sparar mér að minnsta kosti ekki kveðjurnar.

Svona breytast tímarnir - og mennirnir með. Það sem í gær var dátt og hlýtt verður napurt og hryssingslegt á morgun.

Ég óska þér alls hins besta - en bið þig að koma ekki oftar hingað inn á síðuna mína.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.6.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Kristinn Árnason

Það voru Geir H  Haarde og Ingibjörg sem sömdu um þennan gjörning ég er ekki að mæla honum bót en bara að minna á þetta undirskriftin í dag var bara framhald af því sem fyrri ríkisstjórn samdi um

Kristinn Árnason, 6.6.2009 kl. 20:54

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert seinþreytt til illynda, gott hvernig þú svarar Jóni Steinari.  Gangi ykkur vel í ríkisstjórn, þetta eru allt erfið mál og það er nú einu sinni þannig að stjórnarandstaðan, hver sem hún er, er á móti því sem gert er þó svo þeir hinir sömu hefðu gert slíkt hið sama.  Við erum í erfiðum málum og það þarf að fra fórnir til að laga hlutina. Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 6.6.2009 kl. 21:39

5 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Það er alveg með ólíkindum að sjá hvernig þú bregst við athugasemdum frá þeim sem eru ekki sammála þér. Ef þeim er ekki eytt út hið snarasta þá er fólk beðið um að koma ekki inn á þessa síðu aftur. Það er kominn tími hjá þér Ólína til að átta þig á að þú ert ekki stóri sannleikur og verður aldrei, og jafnframt gerir fólk sér grein fyrir því að þú og þínir félagar munið ekki bjarga neinu. Fólk mun alltaf verða til sem er ekki sammála þér. Reyndar segir mér eitthvað að þeim muni stöðugt fjölga. Það sýnir fylgi þitt á Vestfjörðum okkur best.

Því fyrr sem þú gerir þér það ljóst og hættir þessum hroka, því betra fyrir þitt pólitíska líf.

Ingólfur H Þorleifsson, 6.6.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Hvernig stendur á því - að öll loforðin sem voru sögð fyrir kosningar ,eru gleymd núna.
Það virðist vera að gamla máltælkið eigi við núna.
ef bankanum gengur vel - þá fá hluthafar arð -
ef bankanum gengur illa - þá borgar litla fólkið.
er það stefna ykkar að fá sem flesta út úr landinu?
Yðar ráðherra - hr. Árni ,félagsmálaráðherra ,hefur fagnað brottför fólks ,og sagt - " þá kemur það til baka með meiri reynslu og menntun "
Dettur yður virkilega að fólkið komi aftur ,eftir þessa meðferð sem það hefur fengið frá núverandi stjórnvöldum ?

Halldór Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 22:40

7 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Ólína. Þetta er heigulsháttur hjá SF að hafa ekki fyrr gert neitt í málunum! ISG hafði tækifærið...sama á Við Jóhönnu, en þær þorðu engu. Valdaplottið og upplausnin hjá ykkur í SF var svo mikið að þið svafuð á vaktinni. Íhaldið fór bakvið ykkur og þið skelltuð Björgvin í puntudúkkuvinnuna í Iðnó.

Þetta er algjör martröð ef þetta gerist að skuldsetja þjóðina eins og núverandi ríkisstjórn dauðlangar að gera.

Eitt að lokum! Þið eruð EKKI að redda neinu. Þið höfðuð tækifærin en valdapotið hjá ISG var svo mikið og kappið að ráða öllu, að þjóðin sat á hakanum. Alveg eins og nú...jafnvel félagsmálaráðherrann hvetur fólk að flýja land.

Þetta er heigulsháttur! Skammist ykkar!!

Sveinn Hjörtur , 7.6.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Guðmundur Þór Kristjánsson

Ósköp minnir kommentið hans Ingólfs á tóma tunnu..

Ingólfur sem manna harðastur er að hreinsa út af sinni bloggsíðu það sem honum hentar ekki. 

Talandi um hroka.... segir hver !

Það er með hreinum ólíkindum að sjá hvernig stuttbuxngengið úr FL-okknum hefur ræst mykjudreyfarann af miklum krafti núna, jafnvel svo að drullan slettist ótæpilega á þá sjálfa..

Eða... hver setti leikreglurnar sem var spilað eftir ?

Við erum núna að eiga við afleiðingar þess að einkavinavæðing SjálfstæðisFL-okksis og Framsóknar klikkaði gersamlega. Nýkapitalismi Hannesar Hólmsteins reyndist ónýtur frá upphafi til enda.

Hvernig stendur á því að stuttbuxnagengið kann ekki að skammast sín ?

Guðmundur Þór Kristjánsson, 7.6.2009 kl. 00:43

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég er nú enginn aðdáandi og hef svarið þess eið að kjósa aldrei Samfylkinguna aftur, en svona framkomu sem fókið hér að ofan sýnir þér á enginn skilið.

Hafðu það gott og gangi okkur vel að borga þetta rugl..... því ábyrg erum við sem lítið höfðum um þetta að segja nema kjósa stjórnmálaflokka sem rústuðu landinu með fulltingi sjúkra bisnissmanna.

Ég veit ekki hvað fók vill með svona, ætlum við í stríð við Bretland? Viljum við að 27 þjóðir í Evrópu skrúfi fyrir allt fjármagn til landsins og alla lánafyrirgreiðslu? Hvaða hugmyndir eru menn með um lausnir? Nýja kennitölu.

Æi ég gefst upp.

Góða nótt Ólína.

Einhver Ágúst, 7.6.2009 kl. 00:47

10 identicon

Fólk verður að fara að vakna upp, það hefur sjaldan verið jafn lífsnauðsynlegt og einmitt nú. Og þetta er alls engin hystería. Það er augljóst að Bretar og ESB löndin vilja láta okkur borga svona háa upphæð eingöngu til þess að þeir geti hirt auðlindir okkar þegar það kemur í ljós sem mun gera að við getum ekki staðið við undirritaðan samning.
Það er algjört glapræði að loka augunum fyrir því augljósa.
Og það er vitað mál að þegar auðlindirnar fara í hendurnar á erlendum auðhringjum þá fer ekki bara allt fjármagn úr landi heldur öll framleiðsla líka. Svona hefur verið gert í öllum þeim löndum sem IMF hefur komið nálægt. Við megum EKKI láta þetta gerast. Við bara megum það ekki. !!

Björg F (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:47

11 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Skuldbindingin er í kringum 6 milljónir á hvern vinnandi mann. vextirnir eru 100 milljónir á dag,  líka á sunnudögum.

Kæru Alþingismenn

Hafnið ríkisábyrgð á þennan Icesave samning og þjóðin mun vaða eld og brennistein með ykkur með gleði í hjarta.

Því þá er von

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.6.2009 kl. 02:07

12 identicon

Sennilega er þetta ágætis niðurstaða miðað við það sem var s.l. haust. En nú er komið sumar og við semjum um 5,5% vexti þegar Bretar sjálfir eru með 1% stýrivexti!

Betri niðurstaða hefði verið sú að vaxtaprósentan hefði verið t.d. 2,5%.

Það sem stendur aðeins í mér er sú staðreynd að þingmenn SF hafa sagt að þeir hafi viljað slíta ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn vegna "vanhæfrar" ríkisstjórnar. Að ekki sé minnst hástemmdra yfirlýsinga SJS um að ríkisstjórnin vanhæfa ætlaði að leggja allar byrðarnar á komandi kynslóðir og þótti það hábölvað.

En við fáum ekki allt fyrir ekkert og getum huggað okkur við það að við vinnum Breta alveg pottþétt í handbolta.

Sofðu vel og dreymi þig fallega drauma um ESB.

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 02:36

13 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ríkisstjórnin ætlar að láta Íslendinga borga skuldir sem þeir skulda ekki til fá fá inngöngu í ESB. Það kalla ég landráð. Skammist ykkar.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.6.2009 kl. 03:01

14 identicon

Ég vil fá að bæta við það sem ég sagði hérna á annari síðu og Ólína þú verður að afsaka málfar mitt, það er ekki persónulegt í þinn garð en ég er bara búin að fá algjörlega upp í kok... Ég er eiginlega búin að fá ógeð.. og ekkert bara eiginlega.. á stjórnarháttum núverandi Ríkisstjórnar sem ég kaus í enfeldni minni til að þrífa upp ósóman eftir áralangt sukk. En ég bið þig Ólína, á hnjánum, um að taka aðeins niður hinn dökku pólitísku gleraugu og skoða málin frá fleiri hliðum. Þú ert ein af þeim fáu í Samfylkingu sem ég hef trú á að gætu séð kannski ljósið. Því hér eru alvarleg mál á ferð og þið megið EKKI gera lítið úr því og væna okkur um hysteríu og óhemjuskap. Mundu að það voru einmitt þeir sakaðir um sem vöruðu við bankahruninu og því óhemju ástandi sem ríkti hér í góðærinu. Þið verðið að hlusta ! 

Ég læt innleggið að þessu sinni koma hér inn óklippt:

Nú er dropinn búinn að hola steininn Hrannar B. Arnarson.

Nú er ég alveg búin að fá gjörsamlega nóg. Algjört ógeð á því hvernig þið farið með þjóðina.

 Þú Hrannar sem ert valdamesti maður Íslands í dag. Hvað ertu að gera þjóð þinni? Hvað eruð þið Samfylkingarfólk eiginlega að hugsa????  Við kusum YKKUR til að breyta spillingunni sem var hér og hvað gerið þið?  

Fólk verður að fara að vakna upp, það hefur sjaldan verið jafn lífsnauðsynlegt og einmitt nú. Og þetta er alls engin hystería. Það er augljóst að Bretar og ESB löndin vilja láta okkur borga svona háa upphæð eingönu til þess að þeir geti hirt auðlindir okkar þegar það kemur í ljós sem mun gera að við getum ekki staðið við undirritaðan samning.
Það er algjört glapræði að loka augunum fyrir því augljósa.
Og það er vitað mál að þegar auðlindirnar fara í hendurnar á erlendum auðhringjum þá fer ekki bara allt fjármagn úr landi heldur öll framleiðsla líka. Svona hefur verið gert í öllum þeim löndum sem IMF hefur komið nálægt. Við megum EKKI láta þetta gerast. Við bara megum það ekki.

Ég verð svo reið þegar fólk er að halda því fram að við getum ekki bjargað okkur sjálf og verðurm að stóla á alþjóðasamfélagið af því að við erum einhver afdalaþjóð sem kann ekki að bjarga sér sjálf og þess vegna verðum við að borga og ganga í ESB! Að hér munu allir annað hvort svelta eða flytja úr landi. Þegar við eigum eitt það fallegasta og gjöfulasta land sem til er, hámenntað fólk og einstakan vinndugnað, fiskinn í sjónum, heitt og kalt vatn og besta fucking lambakjöt í heimi!!!! Að ég tali nú ekki um að við lifum í alþjóðlegu vestrænu samfélagi þar sem almenningsálitið er farið að þykja einangrunarstefna meira en lítið hallærislegt og meira að segja Kúba er farin að opnast. Og eigum land sem þykir vera einstaklega flott að hafa komið til og séð. Hér blómstrar ferðamannaiðnaðurinn sem aldrei fyrr!!! Hvernig væri nú að fara að andsk*** til að hafa trú á sjálfum ykkur og þjóð !!

Hver er ástæðan fyrir því að vel menntað og að virðist vel meinandi fólk hafi gjörsamlega tapað glórunni hér á landi? Eða eru þetta allt einstaklingar sem hafa aldrei migið í saltan sjó og kunna ekkert annað en að sitja fyrir aftan skrifborð sem vilja selja landið í hendurnar á helstu auðhringjum heimsins svo hægt sé að halda áfram einhverjum fáránlegum lifistandard sem er gjörsamlega úr takti við allan raunveruleika og hefur ekkert gert annað fyrir heiminn en að ganga á auðlindir jarðarinnar??


Við verðum andskotans ekki neitt að borga þessar skuldir óreiðumanna. Við neyðumst ekki til neins... Punktur!

Það skulu engir Útrásarglæpamenn, Samfylkingarfólk eða aðrir dirfast að stela líka kjarkinum frá þessari þjóð!

VÉR MÓTMÆLUM ÖLL !!! (sem ekki erum algjörlega blinduð af flokkapóltík XS)

Björg F (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 03:17

15 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Ekki er ég nú viss um hvað Mummi Þór er að tala um. Ég hef aldrei eitt athugasemd út af mínu bloggi. Ég setti hinsvegar skilyrði um að fólk sem kemur inn á mína síðu skrifi undir nafni.

Mummi er aftur á móti helsti stuðningsmaður Ólínu í hennar pólitík. Hann hefur þó ekki haft fyrir því að skrá sig úr Sjálfstæðisflokknum. Það er fyndið að sjá fólk tala um að allt sem illa hefur farið sé Sjálfstæðisflokknum að kenna. Hvað er þá með allt sem hefur verið vel gert. Er það þá líka Sjálfstæðisflokknum að þakka.

Allt sem ég hef haft við þig Mummi Þór að sælda tel ég mig hafa gert vel. Ég veit ekki til að þú hafir ástæðu til að bendla mig við einhverja illa gerða hluti. Það félag sem við höfum komið að sameiginlega er bara að standa sig þokkalega. Þegar þú segir að ég sé að hreinsa af síðunni minni þá er það kjaftæði sem er þér ekki samboðið.

Ingólfur H Þorleifsson, 7.6.2009 kl. 04:30

16 identicon

Mig langar að taka eftirfarandi fram: ég þekki Ólínu akkúrat ekki neitt og ég myndi sennilega skilgreina mig á þann hátt að við eigum ekki samleið í pólitík, en ég vil taka undir sjónarmiðum Ólínu.  Mér fannst Jón Steinar dónalegur og skil vel ákvörðunina hennar.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 09:40

17 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína hér með lýsi ég vantrausti á þig og aðra þá þingmenn sem ætla að auka á vandamál okkar vegna Icesave og áskil mér rétt til að sækja ykkur´og/eða niðja ykkar til ábyrðar fyrir því tjóni sem þið eruð að valda hvenær sem tækifæri til þess gefst og beita til þess afturvirkri lagasetningu ef þarf. 

Og bara svo þú segir ekki að núna sé verið hengja þá sem eru að þrífa þá hef ég sagt þetta áður um þá sem komu okkur í skítinn, en það er óþarfi að draga okkur lengra á kaf.

Alþinginsmenn pereat!

Einar Þór Strand, 7.6.2009 kl. 09:50

18 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Opinn vettvangur eins og bloggið bjóða öllu heim - og reynir á hvern og einn að halda viðeigandi mörk þegar fólki er heitt í hamsi.

Á sama tíma og ég er ofsalega reið út í þá hópa og einstaklinga sem komu okkur á þennan kalda klaka held ég að verst af öllu hefði verið að loka landinu - neita að semja og verða útlagar í samfélagi þjóða.

Reiði mín dreifist jafnt á þau stjórnvöld sem í heimsku og einfeldni töldu best að losa um reglugerðir til að hafa hér frjálsasta fjármálamarkað í heimi - án þess að taka inn í myndina þá græðgisvæðingu sem hlyti að fylgja. Auðvitað er ég líka öskureið við þá hákarla sem með köldu blóði nýttu sér þetta frelsi til fulls - og til helv... með land og þjóð.

Halldóra Halldórsdóttir, 7.6.2009 kl. 10:37

19 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Við þurfum öll að átta okkur á því að tímarnir framundan verða ekki jafn skemmtilegir og árið 2007.  Þetta er hinn kaldi veruleiki sem við blasir.  Og þar er EKKI við núverandi stjórnvöld að sakast!

Við munum öll finna sársauka á okkar eigin skinni.  Vonandi mun þó birta til aftur sem fyrst, ef til vill á næstu misserum.  Þó vona ég sjálfur að neysluæðið verði aldrei, aldrei eins og það var árið 2007!

Við sitjum öll í þeirri súpu sem útrásarvíkingar og fyrri ríkisstjórnir elduðu.  Enginn er undan skilinn.  Hin íslenska þjóð, hvert og eitt okkar, verður að bera birðarnarl.  Þann veruleika er ekki hægt að forðast.  Nú reynir á.  Hversu sterk erum við í raun?

Samningur ríkisstjórnar um ICESAVE er mikilvægt skref í átt til endurreisnar.  Ríkið hefur lagalegar, pólitískar og efnahagslegar skyldur til að ábyrgjast greiðslurnar.  Það þýðir EKKI að við sem einstaklingar og þjóðfélag ætlum að greiða þetta beint úr vösum okkar!!  Nú er það verkefnið að reyna að hámarka virði eigna bankanna ytra og láta þær ganga upp í skuldina við sparifjáreigendur og viðskiptavini ICESAVE.  Með þessu vinnst margt; deilunni um ICESAVE lýkur, Íslendingar taka að ávinna sér mikilvægt traust á ný, hryðjuverkalagaákvæðum verður létt af eignum bankanna ytra, seðlabankinn styrkir varaforða sinn, viðskipti taka að fara í eðlilegri farveg, athafnalífið hér eygir von um að komast í gang og krónan gæti styrkst á næstu misserum .  Ef krónan styrkist munu ábyrgðin gagnvart ICESAVE lækka í réttu hlutfalli!

Það er ekki eftir neinu að bíða.  Nú er endurreisnin hafin.  Ekkert af því sem verður að gera verður án sársauka.  Núverandi stjórnvöld standa frammi fyrir mjög erfiðu verkefni.  Þau þurfa á trausti að halda.  Ríkið á sér ekki tilvist í tómarúmi.  Ríkið er við.  Engin ástæða er til að ætla annað en að fólk starfi að heilindum að því að vinna sem best má úr hlutunum.

Mikilvægast er að koma hér athafnalífi í gang og að sem fæstir missi atvinnu sína.  Þetta hafa núverandi stjórnvöld að leiðarljósi.  Ennfremur að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins og styðja þá sem standa höllustum fæti.

Strax á næsta ári trúi ég að við byrjum að sjá verulegan árangur af störfum núverandi stjórnvalda - þ.e. að hér komist á stöðugleiki sem blása ætti okkur von í brjóst.

Munum þenna sannleika: Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér.

Eiríkur Sjóberg, 7.6.2009 kl. 11:06

20 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Þessi "samningur" er greinilega unninn undir mikilli pressu frá ESB þjóðum.  Þrýstingurinn frá ESB á Íslendinga um að undirrita samninginn kom greinilega í veg fyrir að við ættum nema þann eina möguleika að skrifa undir það sem þeim þóknaðist.  Íslendingar voru greinilega settir upp við vegg.

Hrikalega stöðu þjóðarinnar á að hefja langt upp yfir pólitískt þras.  Staða þjóðarinnar verður ekki leyst með "flokksaga" og pólitískum einleik manna.  Hér þarf 100 % samstöðu allra þingmanna sem ég óttast að verði aldrei sköpuð vegna getuleysis um annað en pólitískt þras.

Páll A. Þorgeirsson, 7.6.2009 kl. 11:30

21 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Tek undir orð Páls Þ.   Þess vegna tel ég að það þurfi þjóðstjórn svo sátt náist í þessum málum. Sama hvað þau heita. 

Marinó Már Marinósson, 7.6.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband