Bensínhækkun og ESB

Mér var bent á það í athugasemd hér á blogginu, að tiltekin bensínstöð hafi verið búin að hækka verð á bensíni kl. 23 í gærkvöldi - hálftíma áður en lögin um hækkun á olíu og bensíni voru samþykkt á Alþingi.

Þetta er ósvífni - svo ekki sé meira sagt.

Hvað um það: Í dag heldur ESB umræðan áfram í þinginu. Málflutningurinn í morgun var málefnalegur og yfirvegaður. Því miður hefur orðið  nokkur breyting á yfirbragði umræðunnar nú eftir hádegið - en við því er ekkert að segja. Menn hafa málfrelsi.

Ég tók til máls fyrr í dag og ræddi málið út frá lýðræðishugtakinu. Þeir sem áhuga hafa geta skoðað innlegg mitt hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Lagafrumvarp öðlast ekki lagagildi við samþykkt á Alþingi, sbr. 26. gr. stjórnarskrárinnar. Svo spurningin er: Hvenær var það staðfest með undirskrift forseta? 

Haraldur Hansson, 29.5.2009 kl. 14:51

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Nákvæmlega. Nú er hugsanlegt að forseti hafi undirritað lögin strax - eða fáum mínútum eftir samþykkt þeirra - en það er ekki fræðilegur möguleiki að það hafi getað átt sér stað fyrir kl. 23.28 í gærkvöldi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.5.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Er það nú "samstaða" við eigin þjóð, sem þessi bensínstöð sýnir!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...flott ræðan þín! Snertir marga fleti og ætti að vera skylduhlustun í efri bekkjum grunnskóla!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:24

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Þetta er vissulega ósvífni á bensínstöðinni, en skítt með það. Það er öllu meiri ósvífni að við hækkun á brennivíni, bensíni og tóbaki, skuli greiðslubyrði lántakenda þyngjast vegna hækkunar á lánum sem bundin eru fjandans verðtryggingunni. Hvernig væri að taka á þeim ósóma og eyða aðeins minna púðri í þessa fjárans ESB umræðu, sem engu bjargar NÚNA! Gangi þér annars allt í haginn á nýja vinnustaðnum 

Halldór Egill Guðnason, 30.5.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband