Ennþá veðurteppt ... skapið þyngist

Ég er enn þá veðurteppt á Ísafirði - vindinn ætlar seint að lægja.

En þessi færsla er helguð blogg-ósið einum sem lengi hefur farið í taugarnar á mér. Það er hvernig fólk misnotar skilaboðadálkinn sem opnaður hefur verið fyrir bloggvini í stjórnkerfinu.

orðsendingar Í fyrstu var gaman að kíkja á þessa skilaboðaskjóðu, því þangað komu kveðjur og orðsendingar frá öðrum bloggvinum sem ætlaðar voru manni persónulega, eða þröngum hópi bloggvina. Svo fór að bera á því að menn sendu inn tilkynningar um bloggfærslur sínar, ef þeim lá mikið á hjarta. Gott og vel, þá hópuðust bloggvinirnir inn á síðuna hjá viðkomandi. Þetta sumsé svínvirkaði. Og fleiri gengu á lagið. Svo varð þetta of mikið. Nú rignir daglega inn hvimleiðum skilaboðum frá fólki sem er að vekja athygli á eigin bloggfærslum - og hinar orðsendingarnar, þessar persónulegu, drukkna í öllu saman.

Skilaboðaskjóðan er ekkert skemmtileg lengur. Hún er bara smáauglýsingadálkur fyrir athyglisækna bloggara, þar sem hver keppist við að ota sínum tota.

Mjamm .... það verður sjálfsagt ekkert flogið í dag. Whistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er þér nokkuð sammála með bloggauglýsingarnar í skilaboðakerfinu.

En ég tek æðruleysið á þetta og fer yfirleitt ekki inn á auglýsta síðu.

Og brosi framan í heiminn.

Knús og baráttukveðjur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.5.2009 kl. 10:17

2 Smámynd: Sævar Helgason

Eftir veðurkortum að dæma verður komin rjómablíða yfir Ísafjarðardjúpinu á fimmtudag- þannig að framtíðin er björt .

En það er hollt fyrir okkur hér sunnan heiða að vera minnt á ástandið í samgöngumálum á Vestfjörðum.  Mæli með því að nýbakaður annar þingmaður Samfylkingarinnar í NV - verði gerður hið fyrsta að samgömgumálaráðherra- ég meina það....

Vonandi tekst þér að komast til þings hið fyrsta. Mikilvæg mál eru framundan...

Sævar Helgason, 12.5.2009 kl. 11:02

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Vertu bara fegin Ólína mín, þú þarft þá ekki að taka þátt í Akureyrardellunni; svo er nú bara fallegt á Ísafirði.

Ingimundur Bergmann, 12.5.2009 kl. 13:55

4 Smámynd: Ragnheiður

Jæja, ég hef tapað þér út eins og fleirum...ansans fiktið

En ég er sammála með þetta skilaboðadót, fyrir löngu fékk ég upplýsingar hjá bloggstjórn hvernig ég gæti lokað á þetta og gerði það. Ég get samt sent (komst að því um daginn eftir tilraun) en enginn getur sent mér.

Drífðu þig suður á þingið kona !

Ragnheiður , 12.5.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Fyndið. Veðrið og kvefpest hafa verið að þyngja mitt skap. Svo var ég byrjaður að ergja mig á þessum skilaboðum. Skólafélagar mínir Þórhallur Heimisson og Bjarni Harðarson eru þar harðastir í meldingum á alla línuna um að þeir hafi gert ritstykkin sín. Var að hugsa um að skamma þá fyrir þetta og hvetja þá til skaftfellskrar hógværðar. En hef ekki alveg hugrekki í það ... já og svo er spáð skánandi veðri. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.5.2009 kl. 00:32

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Alveg sammála þér Ólína. Bloggstjórnin ætti að setja skýrar reglur um hvernig nota megi skilaboðaskjóðuna. Þetta er orðið ansi hvimleitt.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband