Veðurteppt á Ísafirði >:-(

snjor9feb08 Nú sit ég veðurteppt á Ísafirði - kemst ekki á þingflokksfund. Horfi út á úfinn og hvítfyssandi fjörðinn á meðan hryssingslegt hvassviðrið hamast á glugganum.  Grrr ....

Í morgun var meinleysisveður hér fyrir vestan með hægum andvara. Þá fóru þeir að fresta fluginu vegna "óhagstæðrar áttar" við flugvöllinn. Þeir frestuðu því nógu lengi til að stormurinn næði hingað vestur. Nú er ekkert ferðaveður.

Ætli maður taki ekki bílaleigubíl á morgun - þeir eru að spá áframhaldandi hvassviðri.

Jamm ... svona eru nú samgöngumálin hér á þessum slóðum. Ef ekki er flogið, þá er það 7 klst keyrsla suður til Reykjavíkur.

En ég anda með nefinu - orðin vön. Cool

Þingflokkurinn bjargar sér án mín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já við verðum að sætta okkur við ýmislegt hér á landsbyggðinni.Vonandi kemstu suður og keyrðu þá varlega ef að sú leið verður farin.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 14:15

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þakkaðu fyrir, Ólína, að vera ekki teppt undir lóð eins og strákanginn hann Álfgrímur Hansson þegar fallega stúlkan bauð honum heim til sín, sællar minningar.

Jóhannes Ragnarsson, 11.5.2009 kl. 14:22

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta bjargast, hugsa til þín hvernig sem þú ferðast.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.5.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef áhersla hefði verið á fyrir meira en 30 árum að tengja frá Ísafirði um Breiðafjörð til Reykjavíkur í stað þess að fara austur um Strandir væri þetta hugsanlega ekki svona núna.

Þá hefði áherslan legið um vestanverða Vestfirði og komin göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Ég er búinn að horfa úr lofti á Dynjandisheiði í hálfa öld og þetta eru alltaf sömu kaflarnir sem eru ófærir.

Ég sýndi fyrir áratug hvernig mætti lagfæra veginn og byggja yfir hann á allra verstu köflunum fyrir miklu minni pening en þyrfti í jarðgöng yfir í Vatnsfjörð. Þá væri komin heilsársleið frá Ísafirði suður á Barðaströnd.

Meðan á "gróðærinu" stóð hefði mátt henda 1,5 milljarði í flugvöll við Brjánslæk eða Haga og hvernig hefði þetta þá litið út fyrir þig í dag:

Þú hefðir brunað á einum og hálfum tíma yfir á flugvöllinn á Barðaströndinni og verið komin 20 mínútum síðar til Reykjavíkur.

P. S. Þegar Hannibal vann sigur 1971 og hafði nýja ríkisstjórn í hendi sér flaug Flugfélagið ekki vestur vegna "óhagstæðrar vindáttar." Umræðuþáttur um kvöldið var í uppnámi því að án hans hafði hann engan tilgang.

Ég sótti karlinn með því fljúga vestur og nota syðri brautarendann. (Flugfélagið þurfti alla brautina)

Bjallaðu í mig, Ólína, ef þér liggur lítið við.

Ómar Ragnarsson, 11.5.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband