Enga sérmeðhöndlun, takk

ESBÉg fyrirverð mig hálfpartinn fyrir það að íslenskir fréttamenn skuli hafa spurt Olli Rehn hvort Íslendingar myndu fá sérmeðhöndlun hjá Evrópusambandinu, eins og það væru væntingar  íslenskra stjórnvalda. Ég átta mig heldur ekki á því hvers vegna alið hefur verið á þessari umræðu um sérmeðhöndlun fyrir okkur umfram það sem aðrar þjóðir hafa fengið. 

Í mínum huga snýst málið um allt annað. 

Málið snýst um það hvernig Ísland getur fallið inn í regluverk, stefnumótun og áætlanir ESB. Ég er þá t.d. að tala um byggðaáætlunina, landbúnaðarstefnuna, sjávarútvegsstefnuna og umhverfisstefnuna. Hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur, lífskjör okkar, efnahagsástand, atvinnu- og viðskiptaumhverfi að ganga inn í þessar áætlanir.

Við Íslendingar höfum góða von um að geta náð fram því sem nágrannar okkar (t.d. Finnar og Svíar) hafa fengið út úr slíkum viðræðum. Í því er fólginn hinn hugsanlegi ávinningur fyrir okkur - en ekki hinu að koma eins og beiningamaður að dyrum ESB og biðja um "sérmeðhöndlun".

Í þessum viðræðum þarf að skilgreina vel samningsmarkmið okkar Íslendinga gagnvart landbúnaði, sjávarútvegi og auðlindum. Að loknum aðildarviðræðum kemur það svo í ljós hvernig dæmið lítur út, og þá fyrst veit þjóðin til fulls hvað er í húfi og um hvað hún er að kjósa.

Málið er ekki flóknara.

Hér er svo ágæt vefsíða www.evropa.is - þar er núna uppi grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson sem sem er vel þess virði að lesa.


mbl.is Þarf ekki einhug um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er ólíkt ESB ríkjum að því leiti að eiga mikið undir fiskveiðum. Málflutningur aðildarsinna og Samfylkingar hefur alltaf verið á þá leið að leita eftir því að yfirráðin yfir fiskimiðunum haldist í höndum Íslendinga eða í það minnsta að nýtingarrétturinn sé tryggður til framtíðar.

Það er ekki hægt án þess að fá fyrirvara við Rómar- og Lissabonsáttmála.

Samfylkingin hefur einnig talað fyrir því að Ísland reyni að fá að taka upp blessaða evruna án þess að uppfylla Maastricht skilyrðin að fullu. Það er vitaskuld ekki hægt án undanþágu frá Maastricht-sáttmálanum.

Það er bara ekki hægt að tala sig frá þessu. 

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:35

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

gott að samfylkingarliðar eru að koma úr felum með það að þeir vilji sækja um aðild að ESB án allra fyrirvara um að vernda hagsmuni lands og þjóðar. verst að þið höfðuð ekki dug í ykkur til að segja þetta fyrir kosningar.

Fannar frá Rifi, 29.4.2009 kl. 12:17

3 Smámynd: Offari

Sæl Ólína minn gamli kennari. Ég var því fylgjandi að skoða aðildarviðræður fyrir óstandstímabilið. Í dag er ég andvígur aðildarviðræðum þar sem ég tel það álitshnekk fyrir þjóðina að óska eftir aðild með allt niðrum okkur.

Samningsstaða okkar er veik þannig að áhrif okkar verða lítil innan Esb. Eins og þú segir þá getum við ekkert ætlast til þess að fá einhvern sérsamning fram yfir aðrar þjóðir. Ég tel líka ólíklegt að þessi litla þjóð fái einhverju breytt innan Esb frekar en aðrar smáþjóðir.

Það á því ekki að þurfa að fara í aðildarviðræður til að vita hvað slíkur samningur innheldur því inihaldið er einfaldlega vitað því Ísland fær ekkert annað en það sem öðrum þjóðum hefur verið boðið. Þjóðin getur því valið hvort við viljum fara í aðildarviðræður núna eður ei.

Mesta andstaða mín við Esb er sú ógn sem Esb ógnar okkar fæðuöryggi. Helstu rök Esb sinna fyrir tíma óstandsins að ganga í Esb var lækkun matvælaverðs. Sú lækkin byggðist á því að íslenskir bændur færu að keppa við Evrópskan landbúnað.

Íslenskur landbúnaður er og verður alltaf dýrari en Evrópskur landbúnaður því Sumrin eru ekki jafn löng hér og þar. Það mun heldur ekkert jafnast þótt við göngum í Esb. Fari svo að íslenskur landbúnaður leggist af mun verð á matvælum fylgja olíuverðshækkunum.

Verði uppskerubrestur í Evrópu er ekkert víst að Evrópa eigi eitthvað afgangs handa sveltandi skeri út í ballarhafi. Þú nefnir hér að við eigum að skoða hvernig aðrar þjóðir hafi komið út úr kreppum með því að ganga í Esb. Finnland er dæmi sem þú nefnir. Þar tóku Finnskir bændur á sig 70% kjaraskerðingu er þeir gengu í Esb.

Mér finnst það líka vera vitlaus forgangsröðun að fara í aðildarviðræður þegar allt er hér í kalda kolum. Forgangsverkefnið á að vera að bjarga heimilum landsins. Heimili landsins eru þjóðin. Án þjóðar getum við ekki byggt hér upp aftur.

Við getum ekki byggtu upp hér atvinnulífið ef heimilin eru gjaldþrota. Við getum ekki endurvakið bankakerfið meðan heimilin eru gjaldþrota. Ég veit ekki hvort sá illi bifur sem ég hef á Esb er réttur, mig langar hinsvegar ekkert til að prófa hvort hann sé rangur.

Til hamingju með Þingsætið og ég vona að þú hugsir um hag þjóðarinar þegar þú vinnur fyrir hana. Ég veit vel að þú telur Esb aðild vera þjóðini fyrir bestu og fylgir þinni sannfæringu. Ég get ekki fullyrt að þú hafir rangt fyrir þér heldur bara tel það.

Þú átt hinsvegar að fara eftir þinni eigin sannfæringu eftir að hafa skoðað bæði með og mótrök. Ég vill líka biðja þig að skoða hvernig sameiningar útgrðarfyritækja hafi reynst minni útgerðum og Hvernig sameiningar sveitarfélaga hafa reynst minni sveitarfélögum. Áður en þú segir að hagkvæmni sameiningarinar geri Evrópu sterka.

Offari, 29.4.2009 kl. 12:43

4 Smámynd: Sævar Helgason

Til hamingju með þingmennskuna,Ólína.  Góður pistill hjá þér og hann staðfestir að við höfum fengið verðugan þingmann á löggjafarþingið okkar.

Sævar Helgason, 29.4.2009 kl. 13:17

5 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Til hamingju með þingmennskuna!

Svíum er legið á hálsi að biðja um miklar fyrirgreiðslur vegna sérákvæða í samningum um undanþágur frá regluverki Evrópusambandsins. Sambandið er ekki nema hálfvirkt þegar margar þjóðir eru ekki með 100%, heldur eru að biðja um sérákvæði vegna sérstakra aðstæðna heimafyrir.  Svíar hafa MARGAR svona undanþágur. Þeir eru sömuleiðis afskaplega óáhugasamir um sambandið og hinum almenna Svenson á götunni er ókunnugt um flest það sem gert er í sambandsmálum. Hræðsluáróður er helst í frammi hafður þegar líður að Evrópuþingskosningum, eins og nú.  

Að ætla að maður geti lengi verið á undanþágu frá stórum hluta regluverksins er grunnhyggni. Það er ljóst að sambandsríkjunum er ætlað að vera með í öllu - annars reynist sambandið sér sundurþykkt. Nokkuð sem komið hefur á daginn núna þegar efnahagskreppan er að sverfa að Baltnesku löndunum, nýjustu aðildarlöndunum í austri.  Þessi lönd eru látin reka á reiðanum nú þegar allt er að fara niður í vaskinn hjá stofnríkjunum í efnahagsmálum þeirra.  Nóg um það! 

En að ætla að vera með í ESB og hafa fyrirvara um ALLT (sérstaklega það sem sambandið vill njóta best hjá okkur - fiskimiðin, landgrunnið) er náttúrulega alveg út í hött!   Ég segi NEI TAKK og vil vera Íslendingur áfram, ekki Evrópubandalagsþegn.

Bestu kveðjur inn á Alþingi. 

Baldur Gautur Baldursson, 29.4.2009 kl. 13:37

6 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Ég tel að við eigum ekki að fá neina sérmeðferð í sambandinu en þó tel ég mikilvægt að við leggjum ákveðnar kröfur fram í aðildarviðræðum okkar. Þegar samið hefur verið við sambandið tel ég svo æskilegt að samningurinn verði lagður í hönd þjóðarinnar og boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hilmar Gunnlaugsson, 29.4.2009 kl. 14:09

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Til hamingju Ólína. Vonandi verður þetta framkvæmda þing sem þú situr. ESB málið er þar ekkert undanskilið.

Það er grátt gaman að svona köllum einsog Baldri sem telja þjóðina vera þorsk í sjó. Að sjálfsögðu megum við ekki selja þessa þjóð í sjó undir ok erlendrar íhlutunar eða er lífið á Íslandi saltfiskur og verður aldrei annað?

 'Imyndunaraflið er fjötrað við fisk og ál. Það verður ansi snúið að selja mörlandanaum ESB fyrst þeir lofa okkur ekki fleiri tonnum uppúr sjó og álver í hvern fjörð. Minnimáttarkenndin er slík að við eigum aldrei neitt erindi í samstarf við aðra og ef við fáum að vera með þá verða af okkur tekin öll ráð. Hvernig er hægt að ræða við fullorðið fólk eftir þessum nótum? Þú hefur verk að vinna! Gangi þér vel.

Gísli Ingvarsson, 29.4.2009 kl. 14:19

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er lýðskrum að halda því fram að Ísland sem fengi 3 fulltrúa af 580 gæti haf einhver áhrif. Þess utan eru þúsundir lobbyista sem ætlað er að hafa áhrif á nefndarmenn.  Þá hafa Norðurlöndin engin áhrif á sjávarútvegsmál í sambandinu og hafa aldrei haft. Ég ætla rétt að vona að  VG haldi aftur af ykkur.

Sigurður Þórðarson, 29.4.2009 kl. 15:02

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Samfylking og V-G hafa komið með þá tillögu í kvótabraskið hérlendis að innkalla 5% af eignarkvóta á ári. Þetta er afbragslausn en núna er þessi lausn í hættu. ESB hefur í hyggju að leyfa brask með kvóta, sem beinir þá íslenskum kvótaeigendum þá leið að við inngöngu í ESB selji þeir úr landi sinn kvóta hæstbjóðandi áður en hann er innkallaður af íslenska ríkinu.

Hver er þín skoðun á þessu Ólína?

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 17:39

10 Smámynd: Guðbergur Egill Eyjólfsson

Komdu sæl

Þetta er einmitt ástæða þess að ég vil ekki sækja um aðild að ESB. Þetta er líka ástæða þess að ég vil alls ekki fara í aðildarviðræður og alls ekki með Samfylkinguna í fararbroddi. Það er ofboðsleg grunnhyggni að vilja undirgangast efnahagsbandalag sem kemur í veg fyrir að þjóðin geti verið sjálfu sér næg um mat. Um leið og markaðir okkar opnast við inngöngu þá leggst stór hluti okkar matvælaframleiðslu af. Að halda öðru fram er heimska eða visvítandi blekking. Nú í dag erum við jafnvel langt frá því að vera sjálfum okkur nóg um mat og erum háð innfluttningi. hvað þá ef við förum í ESB. Fyrir utan öll störfin sem tapast. Reyndu að átta þig á raunveruleikanum og hættu að styðja þetta ESB þvaður.

Kveðja Guðbergur

Guðbergur Egill Eyjólfsson, 29.4.2009 kl. 20:24

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Og hver hefur gefið Samfylkingunni leyfi til að "gambla" með framtíð Akureyrar, Selfoss, Borgarness, Hellu, Hveragerðis, Hvolsvalar og fleiri staða?   Flestir íbúar þessara staða tengjast landbúnaði beint eða óbeint. Ýmist með að vinna sjálf við hann eða þjónusta fyrirtækin og fólkið sem tengist honum.  Og með aðildarinngöngu í ESB myndu störf við mjólkurframleiðslu ostagerð jógúrtgerð pylsu og áleggsgerð og ýmiss konar kjötvinnslu vera í hættu. Samfylkingin gamblar líka með mörg störf hér á höfuðborgarsvæðinu, fórnarlömbin þeirra hérna eru þeir sem vinna á kjúklinga og eggjabúum og Svínakjötsbúum, sem og allir þeir sem vinna við sölu og dreifingu á öllum þessum vörum.

Rök ESB sinna við að ógna landbúnaðinum og öllum þeim iðnaði og þjónustustörfum sem honum tengjast eru þau að ESB styrki landbúnaðinn sem er norðar en 62 gráður. íslensku bændurnir munu  fá ESB styrki til að endurheimta mýrlendi og kannski planta trjám.  Nú og svo segja ESB sinnar að íslenskar landbúnaðarvörur munu þá eiga greiðan aðgang að mörkuðum ESB og þar sem þær séu svo ómengaðar og góðar, þó svo að þær yrðu dýrari á mörkuðum ESB ríkjanna.

Það virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá Samfylkingunni að það er kreppa í ESB ríkjunum, dýr matvæli einsog landbúnaðarvörurnar okkar eiga engan séns á þessum mörkuðum í krepputíð. Það sjáum við meðal annars á því að fiskurinn okkar selst ekki núna á þessum mörkuðum vegna þess að neitendur þar sækja nánast eingöngu í ódýran mat.

Kreppan leiðir til þess að tekjur ESB eru að snarminnka sem þýðir að minna verður um styrki. Hvernig skyldi 3 íslenskum þingmönnum meðal ríflega 700 manna þings ESB ganga að fá styrki til okkar bænda í hratt rýrnandi ESB sjóði? Ætli Bretar, frakkar, Belgar, Spánverjar, þjóðverjar og Ítalir beiti sér sérstaklega fyrir því að íslenskur landbúnaður fái sitt? 

Ég spyr Ólínu, hvernig ætlið þið að bæta Akureyri Selfoss Blönduósi Hvolsvelli Hellu og Borgarnesi upp þær tekjur sem þessir staðir hafa hingað til haft af atvinnustarfseminni tengdri landbúnaði? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2009 kl. 22:20

12 Smámynd: Ólafur Tryggvason Þorsteinsson

Hér eru settar fram alls kyns fullyrðingar, misgáfulegar. Áttið ykkur bara á því að það hefur ekkert uppá sig að leggja spurningar fyrir Olínu. Hún hefur ekki svörin. Hún veit ekkert um þessa hluti. Ekkert. Eins og má sjá á því að hún hefur allra náðarsamlegast ekki reynt að svara neinu.

Ólafur Tryggvason Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 23:38

13 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Það er allt í lagi samkv minni bók að fréttamenn spyrji svona spurninga. Hitt er verra þegar málsmetandi stjórnmálamenn telja að við þurfum á Olli Rehn og sænskri formennsku í ESB að halda til þess að ná sæmilegum samningi. Svona smáborgara- og klíkuhugsunarháttur er til þess fallinn að gera lítið úr málstað okkar sem viljum ganga til samninga.

Guðl. Gauti Jónsson, 30.4.2009 kl. 00:17

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þið verðið að fyrirgefa - en þessi athugasemdadálkur er vettvangur skoðanaskipta fyrir þá sem lesa bloggfærslur mínar en ekki yfirheyrsluherbergi.

Ég kem hér inn þegar vel stendur á  og þegar mig langar til þess að blanda mér í umræðurnar. En þegar mikið er um að vera í umræðunum hér getið þið ekki búist við að ég sitji sveitt við að svara öllum sem tjá sig í athugasemdum. 

Svörin við velflestu sem spurt hefur verið um hér hef ég þegar veitt og/eða vísað á frekari upplýsingar t.d. á vefsíðunni www.evropa.is  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.4.2009 kl. 00:21

15 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Einsog ég hef sagt áður burt með Jóhönnu og burt með sossana þeir hafa enga stefnu og hvað þá meira eina sem þeir sjá er ESB.Svo að voga sér að benda á síðuna hjá stór EBS sinnanum sem tróð okkur í EES ánþess sð spurja þjóðina og sama ætla sossarnir að gera,ekki furða að Ólina bendi á síðuna hjá Jóni Baldvin,skammist ykkar......

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 15:58

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Marteinn Unnar, þú misskilur þetta. Umrædd síða er ekki síða Jóns Baldvins, hann hefur hinsvegar skrifað grein og fengið hana birta á vefsíðunni.

Anda með nefinu

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.4.2009 kl. 16:14

17 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég anda með nefinu og lýður bara nokkuð vel

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:28

18 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég fékk þetta af bloggsíðu Halldóru Hjaltadóttir

Heillar mig Eistland?

Eistland er lítið land í N-Evrópu sem margir kannast eflaust við úr umræðunni um Evrópumál. Mikill fjöldi Íslendinga hefur einnig sótt landið heim, jafnvel í árshátíðarferðum.

Þá er förinni yfirleitt heitið til Tallinn höfuðborgar Eistlands, gist á fínum hótelum, farið í skoðunar og verslunarferðir og almennt njóta Íslendingar þess að skoða athyglisverðar byggingar í fallegu veðri.

Aðal atvinnugrein Eista er einmitt ferðaþjónusta en fast á hæla hennar koma vændi og dópsala. Landbúnaðurinn á undir högg að sækja.

Eistland gekk í Evrópusambandið og Atlantshafsbandalagið árið 2004 og höfðu íbúar landsins ákveðnar væntingar og vissu um jákvæðar breytingar í kjölfar aðildar. Menn bundu vonir sínar á að skipaflotinn myndi endurnýjast og fiskveiðar aukast.

Mörgum manninum var brugðið þegar ekkert gerðist, engin endurnýjun varð í skipaflotanum og fiskveiðar lögðust að mestu af.

Atvinnuleysi jókst í kjölfarið, vændi varð umfangsmeira, fíkniefnasala blómstraði og svartamarkaðsbrask er mjög algengt. 

Sumir hverjir sem ekki njóta þess að vera á meðal 40% þjóðarinnar sem rétt hefur ofan í sig og á, ganga svo langt að óska þess að vera ennþá undir oki Sovétríkjanna sálugu en Þá gátu Eistar selt sinn fisk til Rússlands og haft út úr því a.m.k. einhverjar tekjur.

Atvinnuleysi í Eistlandi var 9% árið 2004, en sú prósenta hefur undið upp á sig á síðustu misserum og þrátt fyrir alla uppsveifluna í efnahag þjóðanna.

Hagstofa Evrópu EUROSTAT getur birt tölur um atvinnuleysi sem ekki standast ,til að mynda mældist atvinnuleysi í Eistlandi 5,9% árið 2006 og 4,7% árið 2007.

Nú er atvinnuleysi komið upp í 15 % og er mikið áhyggjuefni af þróun atvinnumála.

Það má með sanni taka það skýrt fram að þessar tölur eru langt frá raunveruleikanum, þar sem kerfið er meingallað. Maður sem missir vinnuna sína getur farið á atvinnuleysisbætur sem eru yfirleitt 50% af fyrri launum í 6 mánuði, en eftir þann tíma dettur sá hinn sami maður af bótum og af skrá. Raunverulegt atvinnuleysi gæti því verið nærri 30% í Eistlandi.

Skólakerfið er einnig gallað, þar sem 70 % nema þurfa að greiða að fullu sinn námskostnað, en um 30 % fær fullan styrk frá ríkinu. Unga fólkið leggur mikið að sjálfsögðu mikið á sig til þess að vera hluti af þeim sem fá nám sitt ríkisstyrkt.

Unga fólkið sem nær ekki settu marki varðandi námið, nýtur ekki tækifæris til þess að mennta sig, fær ekki vinnu og hefur ekki hug á að selja líkama sinn eða fíkniefni flyst úr landi.

Ungur maður býr hér á Íslandi. Hann telur að Íslendingar hafi ekki hugmynd um hvernig ástandið er almennt í Eystrasalts löndunum.

Að hans sögn er gott að búa á Íslandi, þrátt fyrir mikla erfiðleika sem fylgja hruni bankanna.

Hann getur núna kostað mjólkina sem amma hans vill fá á hjúkrunarheimilinu í Eistlandi, en öll umfram mjólk getur kostað aukalega þar í landi.

Hann elskar landið sitt og óskar þess að geta búið þar, en hann hefur enga vinnu og engin tækifæri.

,,Þið vitið ekki hvað þið hafið það gott " Sagði hann af mikilli einlægni.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:28

19 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ólína þú ættir að lesa þetta vel!!!! þetta er sannleikurinn sem er að ske innan ESB en ekki má tala um vegna ESB elítunar.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.4.2009 kl. 21:30

20 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Það er greynilegt að Ólína kann ekki að lesa eða vill ekki lesa það sem hentar ekki einsog aðrir sannir samfylkingar og ESB sinnar.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.5.2009 kl. 22:38

21 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB rétt-trúnaðurinn og sífelld þjónkunn Samfylkingarinnar við ESB er óþolandi og gjaldfellir þann flokk meira en nokkuð annað.

Ég óska hér með eftir því að einn eða tveir þingmenn í flokknum taki sig nú til og breyti um skoðun á þessum ESB rétt-trúnaði og andæfi kröftulega þessari ESB landráðastefnu flokksforustunar.

Kanski frú Ólína verði einn af þeim. 

Vonandi, það verður lengi von á einum ! 

Gunnlaugur I., 2.5.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband