Hvað er málið?

Það er einkennilegt að fylgjast með sterkum yfirlýsingum einstakra þingmanna VG  undanfarinn sólarhring meðan formenn flokkanna eru að reyna að mynda ríkisstjórn. Það er eins og stjórnmarmyndunarviðræðurnar séu á tveimur vígstöðvum - við samningsborð forystumanna flokkanna og í fjölmiðlum.

VG samþykkti á landsfundi sínum ekki alls fyrir löngu að aðildarumsókn að ESB skyldi útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er einmitt það sem Samfylkingin hefur lagt til. VG hefur lagt áherslu á það að stór og þýðingarmikil mál verði útkljáð með þjóðaratkvæði.

Hvað er málið?

Þjóðin var rétt í þessu að færa ráðamönnum þau skilaboð upp úr kjörkössunum að a) hún vildi félagshyggjustjórn. og b) að hún vildi aðildarumsókn að ESB.

Þetta eru skýr skilaboð. Það er skylda þessara tveggja flokka að svara þessu kalli.


mbl.is Enn ósætti um ESB-málið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Ólína,hvað er málið,??afhverfu er ekki búið að koma saman ríkisstjórn,??það bráð liggur á,okkur finnst þið leggja alltof mikinn tíma í viðræður varðandi ESB,það bráð liggur á að leysa vanda málin hér á fróni,efnahagsmálin,hjálpa heimilaðu,koma atvinnufyrirtækjum til hjálpar,setja bankakerfið í gang,lækka vexti og verðbólgu,hvað gengur vinstri-grænum eigulega til,??afhverfu samþykkja þeir ekki strax viðræður um kosti og galla þess að ganga í ESB,nú að endingu er það svo þjóðin sem velur,vinstri-grænir eru þá ekki að svíkja nein loforð,þetta eru bara könnunarviðræður,athuga hvað er í pakkanum,??ekki satt,þjóðin tekur svo á skarðið,nei ég er farin að hallast að því,að vinstri-grænir þori ekki að fara í ríkisstjórn,sé ekki nógu sterkur til að taka á þeim mikla vanda sem framunda er,þeir hafi bara ekki getu til þess,því miður,en ef þið verði ekki búnir að ná saman fyrir 30.04,Þá finnst mér að þið eigi að snúa ykkur að framsóknarflokknum og borgarhreyfinguna,við höfum ekki svona langan tíma,til að reyna að semja um ESB,ég var reyndar hneykslaður á orðum vinar míns Össurar Skarphéðinssonar,okkur liggur ekkert á,höfum nógan tíma,???halló halló,er Össur ekki í sama landi og ég,???greinilega ekki,hér á landi er allt í kalda ösku,og Össu liggur ekkert á,nei Ólína mín,ég bið þig að sparka hressilega í Össu og þinn flokk,REYNI ÞIÐ Í GUÐNA BÆNUM AÐ FLÝTA YKKUR!!!! Kær kveðja,frá stór - kratanum.

Jóhannes Guðnason, 28.4.2009 kl. 09:36

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Til hamingju með kosninguna Ólína.

Þetta er alveg rétt hjá þér en stjórnin þarf að fara að snúa sér að verki því mörg brýn úrlausnarefni bíða. Margar skoðanakannanir sýna að marktækur meirihluti Íslendinga er á móti ESB aðild og því er óskiljanlegt að Samfylkingin skuli böðlast á þessu máli núna þó hún hafi aukið fylgi sitt um 2%.

Sigurður Þórðarson, 28.4.2009 kl. 09:49

3 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Sæl Ólína

Til hamingju með þingmannsembættið.

Þú segir að þjóðin hafi kosið aðildarumsókn að ESB. Ég verð nú að segja að þá hafa einhverjir vitlausir kjörseðlar komið hingað til Bolungarvíkur, ég sá hvergi að maður ætti að krossa við það, snérust þessar kosningar um það? nei það hélt ég ekki. Samfylkingin fékk tæp 30% atkvæða. Þú ætlar að halda áfram með gullsetningu samflokkskonu þinnar með að restin sé ekki þjóðin eða hvað?

Hinir flokkarnir meta svo að aðildarumsókn að ESB sé ekki AÐALMÁLIÐ heldur þurfi að skoða það þegar um hægist og því eru 70% þeirra sammála sem kusu, ekki rétt?

Vonandi komist þið niður á jörðina með þetta og látið annað í forgang heldur en "árans Evrópusambandið" eins og ein góð kona sagði.

Annars óska ég ykkur alls góðs, við krefjandi verkefni sem framundan eru.

Halla Signý Kristjánsdóttir, 28.4.2009 kl. 10:00

4 Smámynd: Þórður Runólfsson

Til hamingju Ólína!

30% kaus að stefna á ESB með hraðferð Samfylkingar.

52% Kaus vinstristjórn Samfylkingar og VG.

Þetta með % virðist hafa skolast eitthvað til.

Þórður Runólfsson, 28.4.2009 kl. 10:48

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Förum aðeins yfir þetta með kosningaúrslitin:

Sjálfstæðisflokkur: ESB sinnarnir yfirgáfu flokkinn og fóru annað.

 

Frjálslyndi flokkurinn sem var algjörlega mótfallinn ESB hvarf í kosningunum.

 

Framsóknarflokkurinn sem hafði opnað á aðildarumsókn til ESB bætti við sig fylgi – þó svo að útkoman sé sú önnur versta í sögu flokksins þá hafa þeir hjarnað við frá síðustu kosningum.

 

Samfylkingin – sem frá upphafi hefur haft ótvíræða sérstöðu í Evrópumálum  – vinnur góðan kosningasigur.

 

VG lagði áherslu á þjóðaratkvæði um veigamikil mál. ESB sinnar hafa því ekki enn haft ástæðu til að yfirgefa flokkinn.

Þetta er það sem kom upp úr kjörkössunum.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.4.2009 kl. 11:05

6 Smámynd: Halla Signý Kristjánsdóttir

Ég skil ekki þessa tölfræði Samfylkingarinnar. Þeir voru aðeins að auka við sig um 2% og fengu tæp 30%. 

Hinir flokkarnir voru ekki með þetta sem kosningamál en ef að fólk hefði litið á þetta sem AÐALMÁLIÐ hefðu þeir kosið XS

70% þeirra sem kusu, eru tilbúnir að skoða aðild og/eða á móti ESB. En eru sannarlega ekki á því að þetta sé MÁLIÐ til að bjarga þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin er í þessa mánuðina.

Ekki flókið

Halla Signý Kristjánsdóttir, 28.4.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Sæl Ólína, og til hamingju með þingsætið. Mér finnst að þið Samfylkingarmenn ættuð að líta í eigin rann. Eða hvers vegna lýstuð þið fyrst yfir, án skilyrða, að þið vilduð félagshyggjustjórn eftir kosningar? En svo nokkrum dögum fyrir kosningar ruddust þið fram undir herópinu:  ESB algjört skilyrði.  Eru þetta heiðarlegar aðferðir?

María Kristjánsdóttir, 28.4.2009 kl. 11:35

8 Smámynd: Fannar frá Rifi

ertu kominn á þá línu að kjósa eigi í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við förum í aðildarviðræður?

Fannar frá Rifi, 28.4.2009 kl. 11:47

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólína það voru allt aðrar ástæður fyrir brotthvarfi FF en ESB þetta hefur öllum verið ljóst sem fylgst hafa vel með í fjölmiðlum.

Framsókn hefur opnað á aðildaviðræður með svo ströngum skilyrðum að það er beinlínis rangt að setja hann undir sama hatt og Samfylkinguna, sem virðist vilja fórna hverju sem er.  

Sigurður Þórðarson, 28.4.2009 kl. 12:06

10 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Förum aðeins aftur yfir þetta með kosningaúrslitin:

 

 

Sjálfstæðisflokkur: Þjóðin var að refsa Sjálfstæðisflokknum þar sem honum var nánast eingöngu kennt um efnahagshrunið! Fékk samt sem áður næstum 1/4 atkvæða þjóðarinnar.

 

 

Frjálslyndi flokkurin:  var eins máls flokkur en núna voru komnir aðrir flokkar með sama stefnumál.

 

 

Framsóknarflokkurinn fór að kröfum þjóðarinnar og endurnýjaði sig algerlega. Er til í að skoða aðildarumsókn með svo ströngum skilyrðum að samningur mun aldrei nást!

 

 

Samfylkingin bætti við sig 2 % frá síðustu kosningum en náði samt ekki sínu mesta fylgi, þrátt fyrir að Íslandshreyfingin hafi bæst við ásamt þeirra fylgi!

 

 

VG lagði áherslu á þjóðaratkvæði en hefur samt gefið skýrt til kynna að hann sé á móti ESB aðild, því AFAR ólíklegt að ESB sinnar myndu kjósa þann flokk, bætti samt við sig lang mestu fylgi af öllum!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 28.4.2009 kl. 12:09

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

"VG samþykkti á landsfundi sínum ekki alls fyrir löngu að aðildarumsókn að ESB skyldi útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er einmitt það sem Samfylkingin hefur lagt til. VG hefur lagt áherslu á það að stór og þýðingarmikil mál verði útkljáð með þjóðaratkvæði."

Það er þá kúvending því hingað til hafið þið í Samfylkingunni krafist þess að sækja um aðild að ESB án þjóðaratkvæðagreiðslu og látið ykkur nægja að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn sem kemur út úr viðræðunum sem fara fram eftir að búið er að sækja um aðild.

Sem þingmaður held ég að þú ættir að venja þig á að ræða við félaga þína á þingi áður en þú heldur fram kúvendingu á stefnu flokksins, sérstaklega mitt í stjórnarmyndunarviðræðum. 

Héðinn Björnsson, 28.4.2009 kl. 12:16

12 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Á kosninganóttina var ég geysi ánægður með kosningaúrslitin . Það byggðist á tölunum og svo hinu að ég hafði alltaf skilið Vg eins og þú talar um í pistlinum. Þetta breyttist allt á sunnudaginn þegar flestir talsmenn SF og VG höfðu allt á hornum sér og það leit helst út fyrir að ekki yrði neitt úr samstarfi. (Ég var tilbúinn með kenningu um að "gamla fólkið" (Skallagrímur og Jóka) kynni ekkert nema að grafa skotgrafir og að við þyrftum nýja talsmenn.)

Vonandi eru menn búnir að ná áttum. Annað væri hrein svik.

Guðl. Gauti Jónsson, 28.4.2009 kl. 15:32

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Kæri Henry - ég er í ljómandi góðu skapi þakka þér fyrir og ræði þetta fullkomlega reiðilaust. Skil ekki alveg hvað þú ert að fara núna.

Við Héðinn vil ég bara segja þetta - þó svo að Samfylkingin hafi lengi verið hlynnt aðild að ESB þá höfum við líka sagt að þjóðin eigi sjálf að taka afstöðu til inngöngunnar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er alveg skýrt.

Við höfum hinsvegar ekki séð ástæðu til að taka undir kröfuna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e, að fara fyrst í þjóðaratkvæði um það hvort sækja eigi um aðild. Slíkt er að mínu mati fráleitt, enda myndu þjóðin þá ekkert hafa í höndunum varðandi það hvað í aðildinni fælist.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.4.2009 kl. 15:36

14 Smámynd: ThoR-E

Það að Frjálslyndiflokkurinn hafi dottið út af þingi tengist varla stefnu flokksins í Evrópumálunum.

Flokkurinn hefur haft þessa skoðun lengi og ekki hefur hún komið honum út af þingi áður.

Það eru nokkrir einstaklingar innan Frjálslyndaflokksins sem eyðilögðu flokkinn á aðeins 2 árum, hálfu kjörtímabili með erjum sem leituðu ítrekað í fjölmiðla .. og ýmsum öðrum leðindum hreinlega.

Einnig  er gengi flokksins forystu hans að kenna. Þeir aðilar hugsuðu meira um launatékkann en að byggja flokkinn upp.

Dapurlegt, en satt.

ThoR-E, 28.4.2009 kl. 15:44

15 Smámynd: ThoR-E

Og já .. til hamingju með árangurinn :)

ThoR-E, 28.4.2009 kl. 15:45

16 identicon

"Slíkt er að mínu mati fráleitt, enda myndu þjóðin þá ekkert hafa í höndunum varðandi það hvað í aðildinni fælist."

Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður er nú samt sem áður stefna VG og eru þeir sigurvegarar kosninganna.

Ég á erfitt með að skilja ótta Samfylkingafólks við lýðræðislega atkvæðagreiðslu um málið í þinginu, í stað þess að svínbeygja Atla Gíslason í málinu og fleiri góða menn.

Varla viljið þið ganga gegn vilja þjóðarinnar?

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 15:54

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Svona svona ... verum nú ekki að tala um svínbeygjur. Þetta mál er svo stórt að það má ekki ræða á þeim nótum að stolt einstaklinga  hafi þar vægi andspænis afdrifum málsins.

En að greiða atkvæði um það hvort rétt sé að greiða atkvæði um mál, ....  Við gætum haldið lengi áfram með þá keðju.

Til þess að fá fram skýran þjóðarvilja er mikilvægt að fara í þessar blessuðu aðildarviðræður, fá þannig fram hvað í samningnum felst, kynna það vel fyrir þjoðinn og kjósa svo.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.4.2009 kl. 16:09

18 identicon

Er málið svo stórt að það sé hafið yfir lýðræðið í landinu?

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 16:28

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er erfitt að sjá að þessi pistill þinn sé til þess fallinn að greiða götuna í samningarviðræðum SF og VG.

Fyrirgefðu illgirnina. Þú bara sensorar mig ef þetta er of mean....

hilmar jónsson, 28.4.2009 kl. 17:30

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir hamingjuóskir Sódóma - en eitthvað hafa tölurnar skolast til hjá þér.

Samfylkingin er með meira fylgi nú en í síðustu kosningum. Hún jók við sig 3% á landsvísu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.4.2009 kl. 17:39

21 identicon

Samfylkingin jók nú ekkert við sig heldur rétt náði að halda sínum hlut og innlimaði síðan atkvæði annarra:) og það með þvílíku PR.

Borgarahreifingin og Vinstri Grænir tóku þetta. Þið náðuð ekki einu sinni 30%:).

sandkassi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 17:49

22 Smámynd: Sigmar Þormar

Til hamingju með þingsætið Ólína frá gömlum samstarfsfélaga þínum í Félagi vinstri manna (gamal nemendafélag við Háskólann).

Jú. Evrópusambandið. Æææi.... Samfylkingarfólk hefur ætt út í þetta af meiri kappi en forsjá. Ekki eru allir úr atvinnulífinu hrifnir af inngöngu. Grein Stefáns Guðjónssonar viðskiptafræðings og fyrrum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Mbl í dag þriðjudag sýnir það.

En við vinstra fólk vinnum nú saman og finnum eitthvað út úr þessu vissulega erfiða máli.

Aftur til hamingju virkilega flott að fá þig á þing.

Sigmar Þormar, 28.4.2009 kl. 18:55

23 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Sammála þér Ólína . Fólkið í landinu verður  að  vita um hvað verið er að kjósa. Það getur ekki vitað það nema að undangengnum aðildarviðræðum. Því miður virðist manni tvöfaldri kosningu ekki ætlað neitt annað en að tefja málið.

Til hamingju með þingsætið . 

Guðrún Katrín Árnadóttir, 28.4.2009 kl. 21:19

24 Smámynd: Fannar frá Rifi

við vitum nákvæmlega hvað við fáum. við fáum sama og allir aðrir og kannski aðlögunartíma í mikilvægum málum í nokkur ár.

eða heldur þú Ólína og fleiri aðildar sinnar að við Íslendingar myndum fá varanlegar undaþágur og sérstaka samninga sem engin önnur þjóð hefur fengið? 

ég sem hélt að óbilandi blinda útrásarinnar um að Íslendingar gætu sigrað allan heiminn og það fyrir hádegi á morgun, hefði horfið með bankahruninu? eða er kannski ekkert skrítið að samfylkingin sé ennþá haldin 2007 heilkeninu um að geta sigrað heiminn? útrásarvíkingarnir voru jú allir hlyntir inngöngu í ESB. 

Fannar frá Rifi, 28.4.2009 kl. 21:25

25 Smámynd: Þórður Runólfsson

Það að fara ekki í tvövaldar kosningar um ESB aðild er náttúrulega til þess fallin að neyða þjóðina í ESB. Það er augljós herkænska af hálfu Samfylkingar. Það að vera laus undan ofríki Sjálfstæðisflokksins er heilbrigt en að lenda svo undir ofríki Samfylkingar er ótrúlegt

Þórður Runólfsson, 28.4.2009 kl. 23:07

26 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ólína til hamingju með kjörið á Alþingi. Það er alveg ljóst að áherslur Samfylkingar og VG eru ólíkar hvað varðar ESB. Í búsáhaldabyltingunni var krafan um virkara lýðræði, það snýst væntanlega um að virða þær skoðanir sem í gangi eru. Samkvæmt skoðanakönnunum er meirihluti þjóðarinnar fylgjandi að láta reyna á aðildarviðræður við ESB, en jafnframt telur meirihlutinn að ásættanlegar niðurstöður fáist ekki.

Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarferils Evrópusambandsins, vonast til að Ísland gangi í sambandið innan skamms. Hann útilokar hins vegar hvers konar frávik frá aðildarskilyrðum Evrópusambandsins, einkum í ljósi kreppunnar.

Þetta koma fram í samtali Rehn við fréttamenn þýska viðskiptatímaritsins Handelsblatt og fréttastofa Ríkisútvarpsins greinir frá. Þar kemur fram að Ísland geti ekki vænst þess að fá sérmeðferð.

Hvað er málið? Málið snýst ekki um að hægt sé að skipta þjóðinni í góða fólkið, sem fylgir þinni sýn og vonda fólkið sem ekki gerir það. Lýðræðisleg rökræða verður að fara á hærra stig. Til þess þarf virðingu fyrir skoðunum annarra. Framganga þingmanna VG er fyllilega eðlileg í ljósi þess.

Sigurður Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 00:05

27 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Auðvitað vann Samfylkingin kosningarnar. Hún hlaut flest atkvæði. Að mæla sigur í breytingu frá síðustu kosningum er eins og að segja að Fulham sé sigurvegari ensku deildarinnar.

Páll Geir Bjarnason, 29.4.2009 kl. 04:10

28 Smámynd: Einar Þór Strand

Ólína núna verður þú að læra að það standa ekki allir og sitja eins og þú villt, og þó að Samfylkingunni þyki ESB mikilvægt þá er það smá mál sem má bíða í augnablikinu, það sem þarf að gera núna er að bjarga heimilunum.  Og bara til að benda ykkur á það að líklega hafið þið ekki nem 30 daga til að til að takast á við það mál, eftir það myndi ég ef ég væri stjórnmálamaður láta mig hverfa af vettvangi.

Einar Þór Strand, 29.4.2009 kl. 08:59

29 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Til hamingju með nýja starfið Ólína.  En ég held þú verðir nú að reikna þetta dæmi upp á nýtt.  Vegna misvægi atkvæða máttu ekki gefa þér að 30% fylgi í alþingiskosningum þýði 30% fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem 1 maður= 1 atkvæði.  Ég veit að jafn greind kona og þú skilur þetta og gætir kannski róað umræðuna svolítið.  Við megum ekki við að kljúfa þjóðina í með eða móti kosningum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.4.2009 kl. 09:07

30 Smámynd: Fannar frá Rifi

í ljósi ummæla Oli Rhen sem er í fullu samræmi við allt það sem komið hefur frá Brussel trekk í trekk að við fáum ekki neina varanlega undanþágu. þá verður að spyrja: Ólína veist þú og aðrir ESB sinnar ekki betur eða ert þú og aðrir vísvitandi að ljúga að þjóðinni?

Fannar frá Rifi, 29.4.2009 kl. 09:59

31 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er tilgangslaust að pexa hér um það hvað muni koma út úr aðildarviðræðum við ESB fyrr en þær hafa átt sér stað.

Mér dettur ekki í hug að telja fólki trú um að við Íslendingar myndum fá sérmeðhöndlun hjá ESB umfram það sem aðrar þjóðir hafa fengið. En við höfum góða von um að hljóta a.m.k. það sem nágrannar okkar (t.d. Finnar og Svíar) hafa fengið út úr slíkum viðræðum.

Ég skil ekki alveg þessa endalausu umræðu um sérmeðhöndlun - málið snýst ekki um það, heldur hitt að hvernig við föllum inn í regluverk og áætlanir ESB og hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.4.2009 kl. 11:03

32 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað ertu að tala um Ólína? annað hvort göngum við inn í ESB og tökum upp öll lög, reglur og stofnsáttmála ESB eða förum ekki inn. það er skilyrðin frá ESB. allir undir sömu lög og sömu stjórn.

að halda öðru fram er útúrsnúningur. 

Gott að loksins viðurkenni einhver ESB sinni að við tökum upp alla sjávarútvegsstefnu ESB. þar verður engin sérmeðferð. 

Ólína. við komust ekki inn nema eftir að Lissabon sáttmálin hefur verið samþykktur.  farðu nú og kynntu þér Lissabon sáttmálan áður en þú sest á þing. spáðu svo í því hvaða áhrif hann muni hafa á stjórnkerfi íslands. sérstaklega í ljósi þess að hann mun verða hafin yfir stjórnarskrá landsins og þar með mun allt það sem stendur í Stjórnarskránni vera ómerkt og í raun staðlausir stafir. 

Fannar frá Rifi, 29.4.2009 kl. 11:22

33 Smámynd: Katrín

Á meðan karpað er um hver er sigurvegari kosninganna og hvort þjóðin hafi kosið með ESB aðild eða ekki, fjölgar þeim sem bætast í röðina hjá Mæðrastyrksnefnd og börnum bíða í ofvæni eftir að komast að hjá tannlæknum sem veita fría þjónustu.   Er nú ekki komið nóg af þessu ábyrgðarlausa tali um ESB og komin tími til að snúa sér að heimilum landsins og fyrirtækjum? 

Verst þykir mér að því er haldið að fólki að ef Ísland ákveður að ganga til samninga ( sem eru náttúrlega engir samningar) þá muni hin útrétta hönd ESB og leggja til peninga til að styrkja efnahag landsins.  Þetta er í besta falli lýðskrum og í versta falli mútur

Svo kæra Ólína, til hamingju með nýja starfið þigg, einhentu þér að því að leysa vandan sem sem snýr að almenningi, ég treysti þér vel til þess.......en hristu af þér þetta ESB heilkenni og þá verður þú enn betri til verka landi og þjóð til heilla !

Katrín, 29.4.2009 kl. 11:30

34 Smámynd: ThoR-E

Hvað þessi ESB mál varðar að þá finnst mér skrítið að sömu reglur eigi að ganga yfir Ísland sem hefur í kringum landið 200 sjómílur af fiskimiðum (gullkistu í hafinu) og síðan lönd sem kannski hafa engan sjó í kringum landið sitt.. semsagt að sömu reglur eigi virkilega að ganga yfir þessi tvö lönd í sjávarútvegsmálum. Og ekkert endilega að þá ekkert haf sé í kringum landið.. að þá eru lönd sem hafa mjög takmörkuð veiðimið ..og í mörgum tilvikum búið að ganga algjörlega á auðlindirnar. 

Las einhverstaðar að ESB væru búin að ganga 70 eða 80% á auðlindir sínar....

Það er kannski ekki skrítið miðað við það .. hvað ESB liggur á að fá okkur í sambandið. ..

Það er nú alveg lágmark að gefa Íslandi einhvern fyrirvara og sangjarnan samning um veiðimiðin ... áður en togarar ESB landanna leggja af stað á íslandsmiðin með botnvörpurnar og netin .. og hvað sem þetta heitir nú allt saman.

ThoR-E, 29.4.2009 kl. 14:44

35 Smámynd: Héðinn Björnsson

Í bloggfærslunni segir þú:

"VG samþykkti á landsfundi sínum ekki alls fyrir löngu að aðildarumsókn að ESB skyldi útkljáð í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er einmitt það sem Samfylkingin hefur lagt til."

í athugasemd segir þú:

"Við höfum hinsvegar ekki séð ástæðu til að taka undir kröfuna um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu, þ.e, að fara fyrst í þjóðaratkvæði um það hvort sækja eigi um aðild. Slíkt er að mínu mati fráleitt, enda myndu þjóðin þá ekkert hafa í höndunum varðandi það hvað í aðildinni fælist."

Gott væri ef þú héreftir reyndir að halda því aðskildu hvort þú talar um aðildarumsókn eða aðildarsamning eftir aðildarumsókn og aðildarviðræður. Nógur er ruglingurinn á hugtökum í þessarri umræðu þó þingmenn blandi nú ekki öllu saman.

Að lokum vil ég benda Ólínu á að  þingmenn eru bundnir af stjórnarskrá til að kjósa eftir sannvisku sinni. Er ekki eðlilegast að leggja þetta mál bara fyrir þingið og sjá hvað kemur upp úr atkvæðagreiðslunni. Hvort sem þingið velur að hafna, samþykkja eða vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu er það þarmeð úr sögunni sem vandamál milli stjórnarflokkanna.

Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 17:05

36 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, satt segir þú Héðinn - nógur er nú ruglingurinn. Ég hef skilið landsfundarsamþykkt VG svo að þjóðin eigi að taka afstöðu til þess hvort við göngum í ESB.

Hvað um það - þú nefnir þann möguleika að þingið taki ómakið af þjóðinni varðandi það hvort sækja beri um aðild - síðan kjós þjóðin um sjálfa aðildina.

Ég get tekið undir þetta - og því sýnist mér að við séum nú sammála eftir allt saman.  

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 30.4.2009 kl. 19:35

37 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vinstri grænir sýna þá forsjálni að vilja skoða ESB málið ítarlega og upplýsa þjóðina um hvað er í húfi áður en ráðist er í aðildarviðræður eða þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samfylking og V-G hafa komið með þá tillögu í kvótabraskið hérlendis að innkalla 5% af eignarkvóta á ári. Þetta er afbragslausn en núna er þessi lausn í hættu. ESB hefur í hyggju að leyfa brask með kvóta, sem beinir þá íslenskum kvótaeigendum þá leið að við inngöngu í ESB selji þeir úr landi sinn kvóta hæstbjóðandi áður en hann er innkallaður af íslenska ríkinu. Og það munu þeir gera!

Og hver hefur gefið Samfylkingunni leyfi til að "gambla" með framtíð Akureyrar, Selfoss, Borgarness, Hellu, Hveragerðis, Hvolsvalar og fleiri staða?   Flestir íbúar þessara staða tengjast landbúnaði beint eða óbeint. Ýmist með að vinna sjálf við hann eða þjónusta fyrirtækin og fólkið sem tengist honum.  Og með aðildarinngöngu í ESB myndu störf við mjólkurframleiðslu ostagerð jógúrtgerð pylsu og áleggsgerð og ýmiss konar kjötvinnslu vera í hættu. Samfylkingin gamblar líka með mörg störf hér á höfuðborgarsvæðinu, fórnarlömbin þeirra hérna eru þeir sem vinna á kjúklinga og eggjabúum og Svínakjötsbúum, sem og allir þeir sem vinna við sölu og dreifingu á öllum þessum vörum.

Rök ESB sinna við að ógna landbúnaðinum og öllum þeim iðnaði og þjónustustörfum sem honum tengjast eru þau að ESB styrki landbúnaðinn sem er norðar en 62 gráður. íslensku bændurnir munu  fá ESB styrki til að endurheimta mýrlendi og kannski planta trjám.  Nú og svo segja ESB sinnar að íslenskar landbúnaðarvörur munu þá eiga greiðan aðgang að mörkuðum ESB og þar sem þær séu svo ómengaðar og góðar, þó svo að þær yrðu dýrari á mörkuðum ESB ríkjanna.

Það virðist gjörsamlega hafa farið fram hjá Samfylkingunni að það er kreppa í ESB ríkjunum, dýr matvæli einsog landbúnaðarvörurnar okkar eiga engan séns á þessum mörkuðum í krepputíð. Það sjáum við meðal annars á því að fiskurinn okkar selst ekki núna á þessum mörkuðum vegna þess að neitendur þar sækja nánast eingöngu í ódýran mat.

Kreppan leiðir til þess að tekjur ESB eru að snarminnka sem þýðir að minna verður um styrki. Hvernig skyldi 5 íslenskum þingmönnum meðal 750 manna þings ESB ganga að fá styrki til okkar bænda í hratt rýrnandi ESB sjóði? Ætli Bretar, frakkar, Belgar, Spánverjar, þjóðverjar og Ítalir beiti sér sérstaklega fyrir því að íslenskur landbúnaður fái sitt?

Guðrún Sæmundsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband