Frjálshyggjumenn undir fölsku flaggi

 Hópur sem nefnir sig Félag ungs fólks í sjávarútvegi hefur sent hefur frá sér ályktunina "Fyrning aflaheimilda er aðför að 32.000 fjölskyldum". Glöggir menn hafa veitt því athygli hvað þessi ályktun er keimlík blaðagrein bæjarstjóranna þriggja sem ég hef áður gert að umtalsefni hér. Tilgangur ályktunarinnar er augljóslega sá að hræða fólk frá því að kjósa Samfylkingu og Vinstri græn með hræðsluáróðri og heimsendaspám nái tillögur þessara flokka fram að ganga um leiðréttingu á óréttlæti kvótakerfisins. Ekki í fyrsta sinn sem gripið er til slíkra aðferða rétt fyrir kosningar.

Grunsemdir um að ætt og uppruna ályktunarinnar megi rekja til Sjálfstæðisflokksins fá byr undir báða vængi þegar farið er inn á heimasíðu félagsins http://www.fufs.is/ . Þá kemur nefnilega í ljós að stjórnin er skipuð tveimur stjórnarmönnum og einum fyrrverandi stjórnarmanni Frjálshyggjufélagsins http://www.frjalshyggja.is/ 

Einar H. Björnsson bloggari hefur veitt þessu athygli. Hann veltir fyrir sér í þessari bloggfærslu hvaða hagsmuna sumir stjórnarmanna FUFS hafi að gæta í sjávarútvegi. Þar er um að ræða:

  • Friðbjörn Orra Ketilsson, eiganda Vefmiðlunar ehf, og einn helsti talsmann frjálshyggjufélagsins; 
  • Gísla Frey Valdórsson, eigandi Viðskiptablaðsins, talsmann frjálshyggjufélagsins og kosningastjóra í prófkjörum Birgis Ármannssonar;  og
  • Fannar Hjálmarsson, framkvæmdastjóra kjördæmisráðs og kosningastjóra Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi. Það var Fannar sem var að svara fyrir auglýsingar Sjálfstæðismanna í garð Steingríms J. Sigfússonar sem VG hefur kært í NV-kjördæmi. Shocking

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er til einhver heiðarlegur sjálfstæðismaður á landinu.? Maður spyr sig og svarið er alltaf að birtast manni betur og betur.NEI.Kveðja frá mesta íhaldsbæli norðan Alpafjalla

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 22:30

2 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Það lítur út fyrir að sjálfstæðisflokkurinn slái öll sín fyrri Íslandsmet í auðvirðilegri kosningarbaráttu. 

Engin málefni, engar vitrænar tillögur, engin stefna, þetta er flokkur sem er í mikilli tilvistarkreppu.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 23.4.2009 kl. 23:24

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég heyrði um kosningatrikk íhaldsmanna í Eyjum, það sem þeir stipptu upp ferðatöskum, með áletrun um að nú væri mála að pakka saman.

Þetta kosningabragð fékk annan blæ í huga mér í dag er ég heyrði að nún væru útgerðarmenn hættir að borga af lánum sínum, ekki vegna þess að þeir gætu það ekki, heldur af því að þeir sæu sér hag í að geyma peningana erlendis.

Og eru þetta mennirnir sem vilja alls ekki leggja af íslensku krónuna? Eru kannski á leið úr landinu þar sem evrurnar þeirra bíða?

Jón Halldór Guðmundsson, 23.4.2009 kl. 23:35

4 identicon

Örvæntingin hjá flokksmönnum er mikil enda full ástæða til.

Er ekki hægt að banna SUS rétt eins og Nasistaflokkin?

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

" Friðbjörn Orri Ketilsson " er þetta sami maðurinn og stóð fyrir styrkjasöfnun fyrir ríkisstarfmanninn Hannes Hólmstein Gissurarson þegar einhver "vondur" auðmaður fór í mál við hann.

Tjörvi Dýrfjörð, 24.4.2009 kl. 02:46

6 Smámynd: Einar Sigvaldason

Að fyrna EKKI aflaheimildir er aðför að minni fjölskyldu og cirka 60þús öðrum fjölskyldum.

Hér er af hverju (birt úr bloggi sem ég var aðskrifa rétt áðan :)

Kvótaaukningin í janúar upp á 30þús tonn kostaði íslenska ríkið (mig og þig) líklega um 100 milljarða króna. Þ.e. það að þessi aukning var gefin að gjöf en ekki leigð/seld og rentan látin renna til okkar allra sem með réttu erum eigendur auðlindarinnar. Þetta eru gríðarlegar upphæðir. Hver sá stjórnmálamaður sem er ekki að reyna að leiðrétta þessa dellu er ekki að vinna fyrir mig heldur einhverja aðra. Ég tek það til mín persónulega og finnst að þú ættir að gera það líka.

Reiknum þetta aðeins lengra. 100 milljarðar á 320þús manns gera 300 ÞÚS KRÓNUR á hvert mannsbarn. Það er markaðsverðið á þeim verðmætum sem var haft af mér, persónulega, í janúar.

Og til að klára reiknisdæmið. Þessi aukning var cirka einn sjötti af heildarkvótanum. Ef dellan væri leiðrétt alveg (t.d. í áföngum á 20 árum, sem átti að vera löngu byrjað að gera) þá er heildarverðmætið sem ég fengi út úr því, persónulega, sex sinnum 300 ÞÚS KRÓNUR eða 1,8 milljón króna. Það tekur venjulegan mann með venjuleg laun sem getur lagt fyrir segjum 30þús kr á mánuði heil 5 ÁR að vinna sér inn slíka upphæð.

Þess vegna tek ég þetta persónulega.

Einar Sigvaldason, 24.4.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Þórður Már Jónsson

Góð færsla Ólína. Lokabardaginn um kvótann er framundan hjá okkur. Ég tel að þjóðin sigri í þetta skiptið en ekki sérhagsmunir fárra.

http://www.herdubreid.is/?p=766

Þórður Már Jónsson, 24.4.2009 kl. 12:09

8 Smámynd: AK-72

Það má kannski benda á að Geir Ágústsson, er einnig í stjórn Frjálshyggjufélagsins og er búsettur í Danmörku þar sem hann vinnur sem verkfræðingur. Hvað hann gerir í sjávarútvegi hér á landi, verður hann að útskýra sjálfur.

Magnús Sigurðsson er að ég held, tengdur einhverri stórkvótafjölskyldu. Veit ekki hvort hann sé í Frjálshyggjufélaginu en miðað við félagskapinn í stjórn FUFS, þá hlýtur svo að vera.

AK-72, 24.4.2009 kl. 12:45

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sigurður. Af hverju ætti ríkið að kaupa eitthvað af útgerðarmönnum, sem þeir eiga ekki. Það kemur skýrt fram í lögum um stjórn fiskveiða að það er þjóðin, sem á kvótan.

Þó einhverjir hafi keypt eitthvað af einhverjum öðrum, sem þeir áttu ekki þá myndar það ekki eign þeirra á því.

Sigurður M Grétarsson, 24.4.2009 kl. 17:45

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jú útgerðamenn hafa verið að fara eftir lögum, sem heimilar þeim fiskveiðar án þess að það myndi einhvern eignarrétt á veitðirétti. Það eru því hvorti afturvirk lög né upptaka á eignarrétti að breyta aðferðafræðinni við útlhlutun veiðiréttar í framtíðinni með öðrum hætti.

Það hefur alla tíð verið ljóst að útgerðarmenn eiga ekki veiðiheimildirnar. Það felst því engin menntaskóla orðaleikur í því að þeir, sem hafa verið að kaupa veiðiheimildir af öðrum útgerðamönnum hafa verið að kaupa af þeim eitthvað, sem ljóst var að þeir ættu ekki. Þeir hafa farið út í þessi kaup í því trausti að verulega umdeilt kerfi verði áfram í óbreyttri eða lítt breyttri mynd og mátti vera ljóst að vegna þess hve umdeilt kerfið er þá var lítið á það að treysta.

Sigurður M Grétarsson, 25.4.2009 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband