Sjálfstæðisflokkur í panik

fúlgurfjár Ætlaði virkilega einhver að gleypa við þeirri barbabrellu Sjálfstæðisflokksins að við Íslendingar ættum að taka upp evru með milligöngu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins?

Sú hugmynd að taka upp evru með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er algerlega óraunhæf enda varpað fram undir lok kosningabaráttunnar til þess eins að breiða yfir innbyrðis klofning Sjálfstæðisflokksins og andstöðu hans við áherslur stærstu samtaka launafólks og atvinnurekenda sem vilja hefja samningaviðræður um aðild að ESB og upptöku evru strax eftir kosningar.

Í frétt sem birtist í Financial Times 7. apríl var þessari leið í raun hafnað af Evrópusambandinu sem óraunhæfri. Sama hefur evrópski seðlabankinn gert. Auk þess hafa sérfræðingar í alþjóðamálum bent á að það sé ekki hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að hlutast til um samningaviðræður fullvalda ríkis og yfirþjóðlegs valds.

Sjálfstæðisflokkurinn er í einhverri panik þessa dagana. Það kemur bara ekkert af viti frá honum.


mbl.is AGS getur ekki haft milligöngu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Björn Bjarnason fer á kostum vegna ummæla starfsmanna ESB, taugarnar að gefa sig. Vonandi halda sjálfstæðismenn áfram á þessari braut, það léttir kosningarbaráttuna hjá okkur.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 20.4.2009 kl. 23:33

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Björn virðist draga vagninn þessa dagana, svo gæfulegt sem það nú er.

Sjálfstæðisflokkurinn reið ekki feitum hesti frá Borgarstjórnarkosningunum, þegar Birni Bjarnasyni var teflt fram til að endurheimta meirihlutann í Borginni. Flokknum virðist fyrirmunað að læra af reynslunni.

Hvar er vonarstjarnan Bjarni Ben?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.4.2009 kl. 00:16

3 identicon

Ef VG ætla að taka það frá þjóðinni að fá að ákveða hvort hún vill fara í EB eða ekki, þeir eru að gera stór mistök. Ég skora á alla sem vilja fara í ESB að kjósa Samfylkinguna, það er ekkert sem heitir annað en hreinn meirihluti. Þjóðin hefur ekki efni á því að fara eftir skussunum sem með ákvörðunum sínum eru að setja þjóðina í þá stöðu að geta orðið fyrir hruni nr. 2.

Skoðið þetta myndband og sannfærist, þeir sem ekki eru vissir=> http://vimeo.com/4189836

Valsól (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 01:00

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Viðhorf stjórnmálaflokkana til ESB er að Samfylkingin er eini flokkurinn sem stefnir í ESB, þó samningsmarkmið hafi ekki komið skýrt fram. VG, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur vilja kanna hug kjósenda til aðildarumsókn og ljóst er að allir flokkar munu setja stífar kröfur í samningum. Í skoðanakönnunum kemur fram að meirihluti þjóðarinnar vill láta reyna á aðildarumsókn, en jafnframt að við munum ekki ná ásættanlegum árangri í þeim viðræðum.

Ljóst er að trú á krónunni sem gjaldmiðli er mjög lítil, og því skoða menn þær leiðir sem færar eru fari svo að aðildarumsón verði hafnað. Helstu gjaldmiðlar sem nefndir hafa verið eru dollar, norsk króna og evran. Samkvæmt fréttum hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komið fram með þá hugmynd að þjóðum eins og Íslendingum verði gefinn kostur á að taka upp evru. Það er alveg ljóst að AGS hefur ekki ákvörðunarvald hvað það varðar, en sannarlega tillögurétt.

Mér finnst það miður í umræðu eins og þessari, að hlusta á eða lesa að menn séu fífl, ef menn hafa ekki sömu skoðanir og þeir sjálfir. Að einhver sé kallaður fábjáni og brjálæðingur eins og Víðir Ingvason hér að ofan fær mann til þess að efast um þann málstað sem verja þarf.

Sigurður Þorsteinsson, 21.4.2009 kl. 07:49

5 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Sigurður það er nú svo að í bloggheimi eru margir nokkuð dómharðir og nota sterk orð.

Þingmenn sem vilja láta taka mark á sér nota ekki svona sterk orð

Björn Bjarnason fer hörðum orðum um mann sem eingöngu sagði sannleikann og talar um dólgslega framkomu.

Ekki beint til að auka virðingu manna á BB.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 21.4.2009 kl. 09:00

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Eina athugasemd fjarlægði ég héðan þar of sterk orð og neikvæð voru notuð um einstakling. Ég bið menn að gæta hófs í framsetningu skoðana sinna hér um menn og málefni - einkum um menn.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.4.2009 kl. 11:27

7 identicon

Ég bið Björn afsökunar Þarna gekk ég of langt.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 13:09

8 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sjálfstæðisflokkurinn er nakinn í málinu, en varðandi evru- upptöku, þá skyldist mér að AGS ætti við þær þjóðir sem gengnar eru nú þegar í Sambandið, en ekki væru búnar að taka upp evruna, ef ég hef misskilið þetta þá vinsamlegast leiðréttið það.

Ingimundur Bergmann, 21.4.2009 kl. 17:10

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var mikið hlegið að Valgerði Sverrisdóttur, þáverandi ráðherra, þegar hún nefndi einhliða upptöku erlends gjaldmiðils. Hver "Besservisserinn" af öðrum skaut þessa hugmynd í kaf sem heimska hugsun úr höfði ljóskunnar. Í dag er ekkert hlegið, þó margir séu þessu enn ósammála.

Það er sjálfsagt mál að skoða aðildarviðræður um inngöngu í ESB, en ég hef enn ekki verið sannfærður um ágæti þess. Mér finnst það reyndar einkennileg afstaða til málsinns að vera "harður á móti" eða "harður með" í þessari umræðu. Ég hef ekki ennþá séð neitt, a.m.k. í fjölmiðlum, sem réttlætir slíkan rétttrúnað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 18:03

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.....en ég hef enn ekki verið sannfærður um ágæti þess að við ættum að ganga í bandalagið...

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.4.2009 kl. 18:04

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er hress og kát. Ekkert panikk í gangi hér hjá okkur í suðurkjördæmi.

Ásdís Sigurðardóttir, 21.4.2009 kl. 18:27

12 Smámynd: Helga

Þú ættir nú að vita Ólína að það er ekkert minna óöryggi að láta reyna á að taka upp evru með stuðningi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins heldur en að halda það að við   fáum einhverja  flotta sérmeðferð  á auðlindunum okkar....   Þið viljið láta reyna á að fá sérmeðferð með auðlindirnar  og mér finnst flott hjá Sjálfstæðisflokknum að vilja láta reyna á  það að taka upp  einhliða evru með stuðningi  Alþjóðagjaldeyrisjóðsins.....   Mér finnst fíflalegt hjá ykkur sem viljið "láta reyna á hluti"  að gefa þessu ekki séns.  Ef er glufa þessa leiðina  eigum við að sjálfsögðu að láta reyna á hana.

Helga , 21.4.2009 kl. 19:07

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég vil benda ykkur á þessa vefsíðu um Evrópusambandið -  þar er mörgum spurningum svarað, ekki síst varðandi Ísland og ESB.

Kynnið ykkur málin.

www.evropa.is

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.4.2009 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband