Málþófið sigraði - lýðræðið tapaði

althingishusid_01 Með málþófi og fundatæknilegum bolabrögðum hefur Sjálfstæðismönnum tekist að ýta stjórnlagaþinginu út af borðinu. Málinu sem vakti vonarneistann með þjóðinni um að nú væri hægt að byrja eitthvað frá grunni: Semja nýjar leikreglur, veita fólkinu vald til þess að koma að samningu nýrrar stjórnarskrár - virkja lýðræðið í reynd. Já, málinu sem var til vitnis um það - að því er virtist - að stjórnvöld, þar á meðal Alþingi, hefðu séð að sér; að þau vildu raunverulega sátt við þjóð sína, fyrirgefningu og nýtt upphaf.

Það var auðvitað allt of gott til að geta verið satt. Og auðvitað var það Sjálfstæðisflokkurinn sem þumbaðist og rótaðist um eins og naut í flagi til að stöðva málið. Til þess þurftu þeir að skrumskæla leikreglur lýðræðisins og málfrelsið sem því fylgir; halda uppi málþófi og tefja störf þingsins. 

Það var þeim líkt.


mbl.is Stjórnarskráin áfram á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, það var þeim líkt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.4.2009 kl. 00:28

2 Smámynd: Atli Víðir Arason

Sæl Ólína.

Það kemur dagur á eftir þessum degi og sá dagur er án efa betri til að velta sér upp úr svona breytingum, það er mun mikilvægara að taka fyrst fyrir mál sem skipta atvinnulífið máli, stjórnarskráin gerir það ekki, einnig er arfavitlaust að nota stjórnaskránna sem einhverja afsökun því ríkisstjórnin veit ekkert hvað hún á að gera og notar þetta sem skjöld. Ekki skil ég bjánaskapinn í að drífa af einhverjar "lýðræðisbreytingar" í einum hvelli án ígrundaðs máls.

Bendi á að 2 af 27 fagaðilum voru sammála þessum breytingum.

Bendi einnig á að þegar sjálfstæðismenn reyndu að breyta stjórnarskránni árið 2007 þá voru núverandi stjórnarflokkar harðlega á móti því.

Ég sá þessar stjórnarskrárbreytingar ekki sem neina von, meiri von sé ég í Helguvíkurmálinu, að mínu mati á að bíða með stjórnarskrárbreytingar þangað til eftir kosningar.

Atli Víðir Arason, 15.4.2009 kl. 00:32

3 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Já þetta virkaði hjá þeim,stjórnarastæðingar geta þá lært af þessu,og nota þessa tækni í framtíðinni,en það er svolítið skondið að sjálfstæðisflokkurinn noti þessa tækni,það var nú þetta sem Davíð Oddsson var að gagnrýna samfylkinguna og vinstrigræna fyrir að tefja mál með svona skrumi og löngum ræðum,en svo notar sjálfsstæðisflokkurinn sömu brögð þegar þeim hentar,skrýtið,þið megið ekki en við megum,verða næstu slagorð þeirra.

Jóhannes Guðnason, 15.4.2009 kl. 08:33

4 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Það kemur dagur eftir þennan dag. Við höfum alveg þolinmæði til að bíða eftir honum.

Guðl. Gauti Jónsson, 15.4.2009 kl. 11:46

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Já lýðræðið tapaði þessum hálfleik EN málþófið hefur ekki sigrað. Það liggur í okkar höndum hvert framhaldið verður. Það er allavega alveg ljóst að þú ert komin inná völlinn. Og það var gott. Styrkir liðsheildina í næsta hálfleik:)

Ásgeir Rúnar Helgason, 15.4.2009 kl. 12:48

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hefði það verið sigur lýðræðisins ef minnihlutastjórn hefði gert breytingar á stjórnarskránni í óþökk annars flokks

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.4.2009 kl. 19:36

7 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það hefði verið í anda lýðræðisins ef meirihluti Alþingis hefði fengið að gera þessar lýðræðisumbætur eins og til stóð. Það var meirihluti fyrir þessu í þinginu - en Sjálfstæðismenn knúðu fram vilja minnihlutahóps með málþófi.

Ömurlegt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.4.2009 kl. 20:38

8 Smámynd: Einar Solheim

Ólína,

Hér er ekki við sjálfstæðismenn að sakast.  Flest allt í þessu frumvarpi mátti bíða fram yfir kosningar.  Það eina sem þoldi enga við var að hægt væri að breyta  stjórnarskrá með þjóðaratkvæðagreiðslu til að einfalda ferlið inn í ESB.  Þetta tókst ykkur í Samfylkingunni ekki að koma í gegn, og því miður er þetta enn eitt skiptið sem þið bregðist þessum málstað sem á að vera ykkur svo mikilvægur.  Þið áttuð að halda BB og félögum allt til kosninga við málþóf ef þess hefði þurft, en þið lúffuðuð... eins og venjulega.

Ég er búinn að kjósa utankjörstaðar og kaus ykkur í Samfylkingunni þar sem ég treysti ykkur best til þess að koma okkur í ESB.  Nú sé ég hins vegar eftir atkvæðinu og mér finnst ég svikinn.  Það er ekki Sjálfstæðisflokknum að kenna.  Þeir eru sjálfum sér trúir og haga sér eins og hægt var að búast við.  Þið eruð hins vegar að bregðast bæði ykkar málstað og þeim kjósendum sem kjósa ykkur í trausti þess að þið setjið ESB raunverulega á oddinn.

Einar Solheim, 17.4.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband