Jóhanna bar af

JohannaDV

Jóhanna Sigurðardóttir flutti þá albestu ræðu sem ég hef heyrt hana flytja lengi, í eldhúsdagsumræðunum á Alþingi í gær. Hún stóð upp úr sem málsverjandi íslensks almennings. Gjörsamlega laus við lýðskrum, yfirboð  eða upphrópanir flutti hún mál sitt og gerði grein fyrir þeim verkefnum sem unnið er að og fyrir liggja af tilhlýðilegri festu og ábyrgð.

Þau verkefni eru mörg og stór:

 

  • Endurreisn efnahagslífsins,
  • endurskipulagning stjórnsýslunnar,
  • að verja velferðina og heimilin,
  • byggja upp atvinnulífið og
  • reisa við banka- og fjármálakerfið.

 Þá er ónefnf eitt veigamesta viðreisnarstarfið sem er

  •  að endurheimta traust okkar á alþjóðavettvangi og ennfremur
  • að endurvinna traust almennings á leikreglum samfélagsins og framgöngu þeirra sem þar ráða málum.

Það leynir sér ekki að síðustu vikur hafa verkin verið drifin áfram í stjórnarráði Íslands. Menn þar á bæ segja að forsætisráðherrann hreinlega andi niður um hálsmálið á þeim til að halda þeim að verki. Þar er unnið nánast myrkranna á milli. Enda veitir ekki af.

hsh-28Annars fannst mér Helga Sigrún Harðardóttir líka standa sig býsna vel í þessum eldhúsdagsumræðum.  Þó að ég sé henni fullkomlega ósammála varðandi ýmislegt, þá var einhver sjálfsgagnrýninn og heiðarlegur tónn í málflutningi hennar sem snerti mig vel. Vonandi munu fleiri slá svipaðan tón í störfum sínum á Alþingi eftir kosningar. Það er tími til kominn að nálgast viðfangsefnin þar á bæ með öðru hugarfari en verið hefur síðustu ár. Það er að segja af aukinni einlægni og minni meinbægni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð. Já, kollegi minn Helga Sigrún var ansi málefnaleg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Um hvað ert þú að tala Ólína, varstu ekki að fylgjast með ?  Það má vel vera að Jóhanna hafi flutt sína allra bestu ræðu hingað til, en það segir okkur bara hversu slæmar ræður hennar hafa verið fram að þessu.

Ræða hennar var bara almennt hjal um ekki neitt.  Hún hefur til dæmis ekki sagt okkur hvernig reisa eigi við efnahagslífið eða bjarga heimilunum eða  fyrirtækjunum sem nú leggja upp laupana eitt af öðru.

Það var ekkert heilsteypt sem kom frá henni, frekar en fyrri daginn.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2009 kl. 14:20

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Jóhann - farðu inn á þessa síðu (http://www.island.is/endurreisn)

þá sérðu hvað hefur verið gert og hvað er framundan.

Með kveðju.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.4.2009 kl. 16:17

4 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Margar betri ræður hafa í gegnum árin verið fluttar á þingi, jafnvel af Jóhönnu. 

Annars er alltaf best að láta verkin tala.

Ofmat margra og þá sérstaklega Samfylkingarfólks á Jóhönnu er dapurlegt ástand.  Hún er hvorki betri né verri en aðrir pólitíkusar og það sama á reyndar við um félaga hennar í ríkisstjórn, Steingrím.  Að setja þau tvö á  "stall" verður bara til þess að þau ofmeta sig sjálf og vaða stjórnlítið áfram í endurreisninni.  Sumt af þessari vinnu þeirra eigum við eftir að fá "all-hressilega" yfir okkur aftur.  Þá verður "stallurinn" fljótur að hrynja.   

Páll A. Þorgeirsson, 8.4.2009 kl. 17:16

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Kæra Ólína,

Það hefði verið gaman að sjá hvað Jóhann skrifaði, en einhverra hluta vegna hafa skrif hans dottið út úr athugasemdadálki þínum.  Það kæmi mér ekki á óvart að hann væri mér sammála í þeim athugasemdum sem ég skráði hér að framan.

Ég trúi því nefnilega að við Jóhann höfum báðir verið að fylgjast með því sem frá ríkisstjórninni kemur, en það verður nú að segjast að það er ósköp rýrt í roðinu.

Það verður þó að viðurkennast að það eru smá glætur þarna inn á milli, en þau atriði sem þar ræðir ganga allt of skammt. 

Má þar nefna vaxtabætur.  Ég get tekið undir það að þær munu koma einhverjum og jafnvel mörgum að einhverju gagni, en þær verða ekki greiddar út fyrr en líða tekur á árið. 

Útgreiðsla úr séreignasjóðum.  Þar finnst mér illa farið með gott mál.  Auðvitað átti að láta þær útgreiðslur ganga í einu lagi beint inn á lán viðkomandi, það hefði dregið úr greiðslubirgði lántakenda, eins og að var stefnt.  Ein milljón að frádregnum skatti í níu mánuði kemur ekki að þeim notum sem upphaflega hugmyndin gerði ráð fyrir, upphæðin hefði mátt vera tvær til tvær og hálf milljón pr. einstakling eða fjórar til fimm milljónir á hjón og eins og ég sagði í einu lagi til lækkunar lána þeirra.

Greiðslujöfnun er bara frestun á vanda fólks og kemur því að litlum notum nema til skamms tíma litið.  Síðar meir mun sú ráðagerð sem fellst í greiðslujöfnun koma af fullum þunga yfir lántakendur.

Aðrar aðgerðir eru bara fálm út í loftið, það ættuð þið í Sandfylkingunni að sjá og bregðast við með alvöru aðgerðum, aðgerðum sem koma að raunverulegum notum.  Vonast ég til að þú takir til óspilltra málanna í þeim efnum komist þú á þing og gangi þér vel.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2009 kl. 18:41

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Fyrirgefðu Tómas - ég var í raun að svara þér,  tók nafnið þitt svona herfilega skakkt. En þessi tengill var ætlaður þér.

En varðandi aðgerðirnar. Þú getur ekki mótmælt því að mikið hefur verið gert, og margt er í deiglunni enn. Vandinn er bara sá, að það er engin ein lausn til á vandanum. Og það sem gert verður þarf að vera vel ígrundað.

Þegar neyðarástand skapast, líkt því sem hefur verið viðvarandi í íslensku efnahgaslífi frá bankahruni, þá er nauðsynlegt að forgangsraða. Þeir sem komnir eru í vanskil nú þegar þurfa aðstoð, og þeir fá forgang fram yfir hina sem standa í skilum.

Skuldajöfnun verðtryggðra lána mun leiða til allt að 20% lægri greiðslubyrði en ella. Það munar um það.

Frysting og skuldajöfnun gengisbundinna lána mun leiða til 40-50% lægri greiðslubyrði.

25% hækkun vaxtabóta þýðir að bætur hjóna með 3-8 mkr. árstekjur hækka um rúm 170 þús (úr 314 þús í 487 þús).

Þá ætti að muna nokkuð um útgreiðslu séreignasparnaðar (1 mkr. á mann)

Fyrir utan þetta eru greiðsluvandaúrræði Íbúðalánasjóðs sem fela í sér skuldbreytingu og lánalengingu, frystingu höfuðstóls og afborgana í allt að 3 ár og mildari innheimtuaðgerðir. Þetta leysir ekki vandann, en léttir vel undir með þeim sem höllum fæti standa.

Þá munar líka um greiðsluaðlögun samningskrafna, lækkun dráttarvaxta, og það að nú er bannað að skuldfæra inneignir hjá ríkinu upp í afborganir Íbúðalánasjóðs. Sömuleiðis eru barnabætur ekki lengur teknar upp í skattaskuldir. Þá hefur nauðungaruppboðum verið frestað fram í ágúst og aðfararfrestur lengdur úr 15 dögum í 40 daga, auk þess sem Íbúðalánasjóður má leigja eigendum húsnæðis ef sjóðurinn eignast það á uppboðum.

Allt skiptir þetta máli, því margt smátt gerir eitt stórt.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.4.2009 kl. 20:31

7 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Sammála þér Ólína,þetta var góð ræða,og mart gott er nú að koma frá Jóhönnu og co/en manni finnst þetta allt ganga of hægt,(ekki að furða,miða við alla þá töf sem sjálfstæðisflokkurinn er með í alþingissölum,ég man ekki betur en Davíð Oddsson hefði kallað svona vinnubrögð og tafir,Hryðjuverk og skemmdarstarfsemi að hálfu minnihlutans) En fólk getur svo sem ekki gert þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir þori að taka óvinsælar ákvörðun í efnahagsmálum svona rétt fyrir kosningar,engin viturborinn maður tekur þá áhættu,það voru stór mistök að láta ekki heldur kjósa í haust,svo þingmenn hefðu getað tekið á þeim mikla vanda sem að heimilinu og atvinnurekendur eiga við að stríða í dag,það þarf að lækka stýrisvexti miklu meira og efla bankakerfið og gera það virk sem fyrst,til að atvinna fari í gang,(en ég er ekki hrifinn af því að hækka skatta,það er ekki rétta leiðin til að koma öllu af stað aftur.)  Þetta er í fyrsta skipti á minn löngu æfi, að ég veit ekki hvað ég á að kjósa í ár.SORRY

Jóhannes Guðnason, 8.4.2009 kl. 21:07

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ertu þá að segja að flestar ef ekki allar ræður hennar hingað til hafi verið frekar slappar því ekki var þessi ræða neitt svo að hún fari á spjöld sögunnar.

Jóhann Elíasson, 8.4.2009 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband