Hver ætlar að sjá um fólkið? Endurtekin hugleiðing.

Nú eru horfnir af sjónarsviðinu brautryðjendurnir sem höfðu hugsjón og baráttuþrek til þess að vinna "Íslandi allt" eins og það var stundum orðað í ungmennafélagsræðum. Eldhugarnir fóru til starfa í stórfyrirtækjum og í "útrásir" erlendis. Samtímis fækkaði þeim stöðugt sem horfðu umhyggjuaugum á landið sitt. 

Skeytingarleysið varð að algleymi og svo hrundi bankakerfið - þar með traustið. Þegar ég var lítið barn var mér kennt að setja aurana mína í bauk. Svo fór ég með baukinn í bankann. Honum var treystandi til að geyma þá og ávaxta. Þetta var manni kennt. Það var þá.

Nú er tími landsfeðranna liðinn. Þjóðin þarf ekki áhættufúsa ofurhuga til þess að gefa sér langt nef, raka saman arði til þess að fara með hann úr landi, eða knésetja lítil byggðarlög. Æska landsins þarf ekki meiri neysluhroka eða skeytingarleysi um mannleg gildi, en orðið er. Gamla fólki þarf ekki meiri æskudýrkun eða afskiptaleysi inn í íslenskt þjóðfélag. Arðsemiskrafa og útrásir eru ekki það sem íslenskt samfélag þarf að setja í forgang að þessu sinni, svo þjóðin fái þrifist. Markaðurinn sér um sig - en hver ætlar að sjá um fólkið?

Skáletraða hlutann hér fyrir ofan fann ég á vafri mínu um bloggsíðuna mína. Þetta eru hugleiðingar frá því fyrir tveimur árum. Sannleikshlaðin orð - án þess ég hafi fyllilega gert mér grein fyrir því þegar þau voru skrifuð hversu nöturlega sönn þau voru.

Já - hver ætlar að sjá um fólkið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nú er tími uppgjöra í stóru og smáu, tími rannsókna á því hvað fór úrskeiðis og hverjir brutu af sér. En það eru líka tími umskipta og stefnubreytingar svo uppbyggingin verði vönduð og framkvæmd af sanngirni, réttlæti og framsýni. Grunninn verðum við að treysta og velja svo vel efnið í húsið, fjöl fyrir fjöl svo allt falli vel og verði traust.

Það er afar ósennilegt eftir frjálshyggjuklúður og brask liðinna ára, að þjóðin velji sér áfram fulltrúa þeirrar stefnu til að fara með völdin í landinu. Að þjóðin velji ofurlauna og ójafnaðar fulltrúa með hugarfar frumskógarins í smá letri sinnar stefnu.

Það hljóta að verða jafnaðarmenn sem veljast til ábyrgðar, til að leggja línur framtíðar, til að rannsaka, endurskoða, byggja upp og rétta hlut hinna ofurseldu og skuldsettu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.3.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Hafir þú Ólína skrifða þetta skáletraða fyrir tveimur árum ertu sönn jafnaðarmanneskja. Ég held að þínir líkar séu of fáir eftir í samfylkingunni. Ég kem alla vega ekki auga á þá. Hins vegar sé ég þeim fjölga ört í Borgarahreyfingunni. Kannski eru jafnaðarmenn farnir að þora láta sjá sig á nýjan leik. Kannski ákveður fólkið að sjá um sig sjálft? Það treysti stjórnmálaflokkunum fyrir sínum málum. Þeir brugðust illa.

Arinbjörn Kúld, 27.3.2009 kl. 02:42

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hver ætlar að sjá um fólkið? er spurt.

Fólkið verður að sjá um sig sjálft m.a. með því að hugsa vel hvert um annað.

http://thecrowhouse.com/aw1.html 

Magnús Sigurðsson, 27.3.2009 kl. 12:41

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Rétt hjá Magnúsi. Á því verðum við að byggja helst.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.3.2009 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband