Úrslit prófkjöranna, spilaspár og prógrammið framundan

HolmavikProfkjor09 Nú er endurnýjun að eiga sér stað á framboðslistum stjórnmálaflokkanna að afstöðnum prófkjörum síðustu viku. Sjaldan ef nokkru sinni hafa landsmenn séð jafn miklar breytingar á öllum framboðslistum og nú. Þó er augljóst að fólk er að kjósa breytingarnar í bland við reynslu og þekkingu þeirra sem fyrir eru.

Nokkrir flottir hástökkvarar eru að koma inn hjá Samfylkingunni að þessu sinni. Það gladdi mig t.d. að sjá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, Valgerði Bjarnadóttur og Skúla Helgason stökkva inn á listann í Reykjavík - nýtt fólk með reynslu. Þá var gaman að sjá Önnu Pálu Sverrisdóttur, foringja ungra jafnaðarmanna ná markverðum árangri. Smile Sé litið til landsbyggðarinnar þá er líka að verða allnokkur endurnýjun þar. Hér í Norðvesturkjördæminu eru þrír nýir einstaklingar að koma inn á listann í 2., 3. og 4. sæti á eftir Guðbjarti Hannessyni. Það eru auk mín, Arna Lára Jónsdóttir og Þórður Már Jónsson. 

spadispilin09Það er svolítið gaman að því að ég lagði spilastjörnu fyrir þau bæði á fundaferðalaginu okkar um daginn. Hjá Örnu Láru kom góður og markviss árangur. Hjá Þórði komu upp vonbrigði sem myndu breytast í sigur eða árangur.  Þessi mynd var tekin við það tækifæri. Nú er ljóst að hann mun flytjast upp í 4. sætið eftir brottgöngu Karls V. Matthíassonar. Wink

Í NA-kjördæmi varð endurnýjun með þeim Sigmundi Erni og Jónínu Rós í 2. og 3. sæti.

Hinir flokkarnir eru líka að fá inn nýtt fólk. Auðséð er að mörgum af þeim sem sátu á þingi síðasta kjörtímabil hefur verið refsað. Það er þó ekki alltaf í samræmi við hlutdeild þeirra að því sem gerðist, hefur mér fundist. En það er önnur saga.

En það eru spennandi tímar framundan - fundir og ferðalög hjá frambjóðendum. Sjálf verð ég á ferðinni í Skagafirði og Borgarfirði næstu tvær vikurnar - legg af stað á þriðjudag. Framundan eru líka kjördæmisþing og Landsfundur.

vetrarmynd07Og ekki má ég gleyma vetrarnámskeiði Björgunarhundasveitarinnar á Snæfellsjökli í byrjun apríl. Þangað verð ég að fara til þess að taka stigspróf á hundinn - annars er ég búin að missa af tækifærinu þetta árið.

Jebb ... það er allt að gerast. 


mbl.is Ásta Ragnheiður í 8. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ha?? Breytingar? Kristján Möller, Árni Johnsen, Jóhanna, Össur, Bjarni Ben.....

Þó svo að það hafi verið mikil endurnýjun hjá ykkur Samfylkingarfólki í NV þá er það ekki á landsvísu. Þó svo að einn og einn nýliði hafi komist í "öruggt" sæti þá er endurnýjunin alls ekki mikil. Sérstaklega ekki miðað við andann í þjóðfélaginu síðustu vikur og mánuði.

Sigurður Haukur Gíslason, 15.3.2009 kl. 12:16

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Sigurður Haukur.

53% endurnýjun í forystusveit Samfylkingarlistanna hlýtur að teljast allnokkur endurnýjun á landsvísu.

Ef horft er til 30 efstu sætanna á listum Samfylkingarinnar 2007 og svo sambærilegs fjölda miðað við úrslit prófkjöra þá eru 16 nýir að koma inn.

Dágott.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 17:47

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Í bloggfærslu þinni talar þú um alla flokka, en gott og vel, skoðum Samfylkinguna (og þá tala ég um efstu menn en ekki minni spámenn). Guðbjartur, Kristján Möller, Björgvin G og Jóhanna er ekki endurnýjun.

Í kraganum er Árni Páll efstur en deila má um hvort hann flokkist undir endurnýjun.

Sigurður Haukur Gíslason, 15.3.2009 kl. 18:02

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll aftur, Sigurður.

 Ég tek Samfylkinguna í svari til þín, vegna þess að þú talar eins og innan hennar hafi aðeins orðið endurnýjun NV-kjördæmi. Ég vildi bara benda þér á að sú endurnýjun er á landsvísu.

Það er líka mikil endurnýjun að eiga sér stað hjá öðrum stjórnmálaflokkum - því verður ekki á móti mælt. Hinsvegar eru þetta ekki nein umskipti - og vissulega getur fólk haft misjafnar skoðanir á því hvort þetta er nógu mikið.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband