Hver á að njóta vafans - starfsmaðurinn eða barnið?

skólabarn Þegar grunur leikur á að barn hafi þrisvar sinnum verið slegið af starfsmanni á leikskóla og rannsaka þarf málið - hver á þá að njóta vafans? Starfsmaðurinn eða barnið?

Í mínum huga er enginn vafi á því - með fullri virðingu fyrir réttindum starfsmannsins - að barnið á að njóta vafans. Það er ekki nóg að bjóða foreldrunum að flytja barnið úr sínu daglega umhverfi á annan leikskóla. Barnið á rétt á því að vera á sínum leikskóla, og líði því vel að öðru leyti, er ástæðulaust að flytja það annað. Barnið á rétt á öruggu umhverfi.

Þess eru dæmi úr öðrum starfsgreinum að starfsfólki er vísað tímabundið úr starfi meðan rannsókn á meintum brotum þess stendur yfir. Það fer að vísu eftir alvarleika málsins. En starfsmenn leikskóla verða líka að fá tvímælalaus skilaboð um að það er óásættanlegt að slá til barna. Ekkert foreldri á að sætta sig við slíka meðferð á barni sínu.


mbl.is Sló barn utan undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þau eru sterk þessi stéttarfélög - nú er barninu boðið af færa sig - lítið er skjólið ef þetta er það sem við kjósum

Jón Snæbjörnsson, 14.3.2009 kl. 18:10

2 identicon

Þessi leikskólakennari viðurkenndi að hafa "einungis slegið barnið einu sinni" 

Þá myndi ég halda að það væri enginn spurning um vafa........

Manneskjan viðurkenndi brot sitt og þá er ég ekki að skilja hvað hún sé að gera þarna enn......

Ef ég ætti barn sem hefði verið slegið af starfsmanni sem á að passa barnið mitt þá myndi ég ekkert ræða þetta ég myndi kalla á lögreglu og kæra strax!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 18:18

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

einusinni er of mikið

það má lemja harðfisk oft enda þarf þess en ekki börn

Jón Snæbjörnsson, 14.3.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Sammála þér Ólína.

Hilmar Gunnlaugsson, 14.3.2009 kl. 22:02

5 identicon

Þetta þarf ekki að ræða Ólína. Að slá barn er ofbeldi, hvað þá af starfsmanni sem hefur þá ábyrgð að gæta barna í opinberri stofnun eins og leikskóla.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:49

6 Smámynd: Marta smarta

Ólína mín.

Njóta hvaða vafa.  Hann sló barnið utanundir. Staðfest af honum sjálfum.  Hvað ef þetta hefði nú verið þitt barn. 

Var þá ennþá einhver vafi á ferðinni ??

Marta smarta, 15.3.2009 kl. 01:00

7 Smámynd: Björn Finnbogason

Meiri dúllan;-D Hélt að þú hefðir verið skólameistari einhvern tímann?  Að vísu með eldri "börnum" en samt! Og nóg áttu af þeim sjálf ef ég man rétt!

Sem segir mér að þú hlýtur að vita hvað ég er að tala um!  Snælduvitlausa krakkagemlinga sem eyðileggja allt starf hinna!

Björn Finnbogason, 15.3.2009 kl. 03:02

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Marta mín - ég er ekki að bera í bætifláka fyrir þennan starfsmann. Síður en svo. Það er auðvitað alveg óásættanlegt að slá lítið barn.

Ég er hinsvegar að rökræða hér á mannamáli eðli stjórnsýslulaganna sem gera ráð fyrir því að starfsmaðurinn fái áminningu eftir áminningu og fulla rannsókn svo hann njóti vafans áður en hægt að víkja honum úr starfi.  Þar er horft til réttinda starfsmannsins - líkt og mér sýnist stéttarfélagið vera að gera í tilfelli þessa einstaklings.

Ég vil hinsvegar minna á rétt barnsins í þessu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 15.3.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband