Frestun kosninga vegna tafa í þinginu?

thingsalur-eyjan Það kæmi mér ekki á óvart ef kosningunum yrði frestað. Fyrir liggja það mörg óafgreidd mál í þinginu að ekki er forsvaranlegt að senda þingmenn heim og hleypa öllu upp í kosningabaráttu. Þá er heldur ekki ásættanlegt að láta Sjálfstæðismenn komast upp með það að tefja  afgreiðslu mála endalaust með málþófi og allskyns fíflagangi. 

Þjóðin er á vonarvöl og almenningur hefur ekki þolinmæði eða löngun til þess að fylgjast með málfundaæfingum misviturra þingmanna sem finna sér viðspyrnu í  fundatæknilegu þrefi.

Framganga Sjálfstæðismanna að undanförnu hefur verið með ólíkindum. Þeir hafa hlaupið í ræðustól hver á fætur öðrum með  andsvör og athugasemdum hver við annan. Þeir hafa haldið þinginu í fundatæknilegri herkví. Það er svo augljóst hvað þeim gengur til. Og það er svo sorglegt að sjá þetta sama fólk sem talaði hvað mest um ábyrgð og öll þau verk sem vinna þyrfti fyrir aðeins fáeinum vikum. Þá var það í ráðherrastöðum. Nú er það komið í stjórnarandstöðu og augljóslega búið að skipta um disk í tækinu.

Þetta er vandi íslenskra stjórnmála í hnotskurn. Það er einmitt þetta sem fólk er búið að fá svo gjörsamlega nóg af. Angry

 


mbl.is Þingrof óákveðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Málþóf er fátækleg aðferð og sorgleg þegar kemur að umræðunni um framkvæmd lýðræðis Íslands.  Þetta er aðferð sem allir flokkar hafa gert sig seka um. Í stað þess að geta málefnalega rætt hlutina, næstum því á jafnt kærleiksríkan sem vísindalegan máta, hanga gamlir pólitískusar fram á púltið í Alþingishúsinu og kjafta sig máttlausa. Það er skömm að svona framferði. Þeir ættu að vita betur. Þetta er sömuleiðis ILL meðferð á almannafé. 

Ég vona að stjórnlagaþing Íslands sem kosið verður til núna í komandi kosningum gangi fram í því að fækka þingmönnum.  40 þingmenn ættu að vera nóg.  Minna skvaldur og snakk á þinginu, meiri vinnusemi og fagleg afköst!

Baldur Gautur Baldursson, 11.3.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Alveg sammála þér um þingtímann. Þingið verður að gefa sér þann tíma sem þarf til að ljúka nauðsynlegustu verkum.

Það aumkunarverðasta við málþóf Sjálfstæðisflokksins er að mér sýnist þeir ekki vita að þeir eru í málþófi. Þeir halda að þetta sé hámálefnaleg umræða hjá þeim og eru stoltir af. Hér á árum áður vissu menn og viðurkenndu málþóf sitt. Það var þeirra máti til að mótmæla því sem þeir töldu vera valdnýðslu.

Ég fann tvo gamla potta í tiltekt í fyrradag þannig að nú er ég klár aftur, - ef þörf krefur.

Guðl. Gauti Jónsson, 11.3.2009 kl. 12:04

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frestun kosninga væri vissulega góður kostur vegna verkefna þingsins. Hvað með lagahliðina, er það heimilt hér í ferlinu. Ekki að ég sé andvíg frestun, heldur er ég að velta fyrir mér möguleikum í stöðunni.

Frestun getur auðvitað ekki breytt neinu um framboðsfresti og slíkt, heldur einungis veitt meira svigrúm til að afgreiða mikilvæg mál og koma bjögunar aðgerðum í gang, sem ekki er þegar búið að hefja.

Fagna sérstaklega ráðningu Evu Joly, þar virðist mikill vinnuþjarkur á ferð og ekki veitir af. Hún hefur líka fengið á sig orð fyrir að grafa til botns í málum og nota allar lagaheimildir sem til eru í viðkomandi landi.

Skúringakona af bestu gerð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.3.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hólmfríður: Ég hef ekki séð marga stjórnmálamenn fagna ráðningu hennar. Ekki orð frá Birni. Hvers vegna skyldi það vera? Sjálfur er ég yfir mig hrifinn af þessari konu með stálhnefa.

Finnur Bárðarson, 11.3.2009 kl. 15:31

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekki í tengslum við færsluna að vísu, en Ólína hvernig myndi þér hugnast formannssætið ? Það vantar einhvern með persónuleika og kraft.

Finnur Bárðarson, 11.3.2009 kl. 15:56

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Það er Framsóknarflokkurinn sem ræður þingrofinu.Menn þar á bæ vita að ef Framsóknarflokkurinn lætur Samfilkinguna stjórna sér meira en orðið er þá megum við vera heppnir að fá þann þingmannafjölda sem við höfum nú.Svo það er engin hætta á því að þingrofinu verði frestað.

Sigurgeir Jónsson, 11.3.2009 kl. 17:59

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Átti að vera Samfylkinguna.

Sigurgeir Jónsson, 11.3.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er ekki hægt að fresta kosningum og einkar mikilvægt að uppstokkun verði sem fyrst. Framganga Sjálfstæðisflokksins hefur valdið vonbrigðum og að miklu leyti má kenna Jóni Magnússyni um það málþóf sem hann hefur haldið á þinginu undanfarið. Sá maður á ekkert erindi í Íslenskum stjórnmálum.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:27

9 Smámynd: Katrín

Frestun ..líst engan veginn á að framlengja líf þessara ríkisstjórnar.  Var reyndar þeirrar skoðunar að sú síðasta átti að standa í lappirnar til haustsins þegar fyrir liggur árangurskýrsla frá AGS ...en pottaglamrið sigraði skynsemina.

Til lukku með árangurinn í prófkjörinu

Katrín, 11.3.2009 kl. 21:01

10 Smámynd: Katrín

Og varðandi málþófið..þá er það lýðræðislegur réttur stjórnarandstöðu þegar svo á við, s.s. þegar t.d. Steingrímur J er í stjórnarandstöðu...en misbeiting þegar blessaður karlinn fer í stjórn...mér finnst ansi margt líkt með núverandi ráðherrum og riddurum þeirra svo og Ragnar nokkrum Reykás..

Katrín, 11.3.2009 kl. 21:05

11 identicon

Við erum sammála um eitt; þjóðin er á vonarvöl.  Þess vegna er brýnt að efna til kosninga eins fljótt og auðið er og koma þessari ríkisstjórn frá.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 22:14

12 Smámynd: Yngvi Högnason

Komdu sæl Ólína og ég óska þér til hamingju með góðan árangur í nýafstöðnu prófkjöri,þú ert vel að honum komin.
   Einhvern tíma minntist ég á hið óbreytanlega í stjórnmálum,þ.e. þetta verður alltaf eins,sama hver stjórnar og hversu góð markmið hann hefur.Því miður. Átti þessa klausu hjá mér af jonasi.is, sem kannski styður þetta með hringavitleysuna, sem ég þarf að lifa við þangað til í kistuna er kominn.

17.12.2007
Með og móti málþófi
Nokkrir þingmenn beittu áður málþófi, en vilja nú afnám þess. Það stafar ekki af, að þeir hafi áður verið í myrkri og núna séð ljósið. Þeir eru bara haldnir þeirri útbreiddu firru, að núverandi ástand verði endalaust. Þeir studdu málþóf að bandarískum hætti, því að það hjálpaði þeim þá í pólitík líðandi stundar. Og þeir eru andvígir málþófi núna, af því að sú afstaða hjálpar þeim í pólitík líðandi stundar. Í báðum tilvikum gera þeir það, sem hentar þeim bezt í núinu. Þeir eru hvort sem er alltaf að leysa vandamál til skamms tíma. Og eiga erfitt með að sjá fyrir sér langtímaáhrifin.

Yngvi Högnason, 11.3.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband