Þegar bjarga þarf verðmætum er lotuvinna það sem gildir

Ég tek undir með Steinunni Valdísi Óskarsdóttur að Alþingi á að starfa í sumar. Eins og sakir standa eru svo mörg og veigamikil verkefni óunnin í endurreisninni eftir bankahrunið að það verður að taka á þeim hratt og vel. Alþingismenn ættu að gefa tíma sinn að þessu sinni, vinna skipulega og af hugmóði. Þingleyfinu má fresta. Það mætti líka stytta það.

Við þekkjum það Vestfirðingar - já og þeir sem búa í sjávarbyggðum - hvernig það er að vinna í lotum. Það er inngróið í okkar atvinnumenningu að leggja nótt við dag þegar bjarga þarf verðmætum.

Nú liggur þjóðarbúið sjálft undir og þá dugir ekki að fara í sumarfrí.


mbl.is Steinunn Valdís: Vill að þingið starfi í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég tek ofan fyrir Steinunni Valdísi. Þessi tillaga hennar er ákaflega raunsæ og alveg stórkostlega róttæk. Nú bíð ég bara eftir því að heyra Sjálfst.menn reka upp ramakvein. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 10.3.2009 kl. 12:48

2 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á því að menn láti sér svo mikið sem detta í hug að fara í frí við þessar aðstæður. Það er svona svipað og ef sjúkraliðið sem kemur á slysstað, hættir í miðju kafi við lífgunartilraunina vegna þess að veðrið er svo gott og menn vill njóta sólarinnar. Sumarleyfi og jólaleyfi þingsins eru of löng og arfur frá þeim tíma þegar það tók marga daga að komast á milli landshluta og bændur þurftu að sinna búi sínu um hábjargræðistímann. Þetta á ekki lengur við í nútímanum og breyting á þessu ætti að vera hluti af breyttum starfsháttum á alþingi.

Hjalti Tómasson, 10.3.2009 kl. 17:18

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að vinna að úrbótum efnahagslífsins og einkar mikilvægt að unnið verði hörðum höndum að þessum verkefnum nú í sumar. Það verður ákaflega spennandi að fylgjast með þér á þingi Ólína og ég vona að þú munir eiga stóran þátt í endurreisninni.

Hilmar Gunnlaugsson, 10.3.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og gleymdu ekki kvótakerfinu. Við bæði vitum hver lífsnauðsyn það er fyrir sjávarplássin að leiðrétt verði tafarlaust óréttlætið í lénsskipulagi kvótagreifanna. Það er margfalt dýrara að sækja hvert kíló af fiski með nýtísku frystitogurum en á línu og handfæri. að ógleymdum umhverfisáhrifum.

Mannlífið í fiskimannaþorpunum á ekki að vera á markaði.

Og gleymdu ekki að byrla Össuri eitur ef hann læknast ekki af stóriðjusturluninni.

Mikil vinna og erfið bíður þín. Gangi þér allt í haginn!

Árni Gunnarsson, 10.3.2009 kl. 22:14

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alþingi í sumar, ekki spurning. Get í raun ekki séð þetta sumar án starfandi þings. Vinnan framundan er mikil og hornin mörg sem í þarf að líta.

Gott væri ef við svona almennt, tækum mjóu rörin frá augunum og færum að horfa með víðsýnum og opnum huga fram á veginn. Atvinnustefnu í sjávarútvegi verður að skoða, með umhverfið og hagkvæmnina í huga. Álver og ekki álver, þar er heittrúarstefnan víða afskaplega rík, á hvorn veginn sem er. Ég get vel fallist á að Álverin leysi ekki allt, en það gera smábátarnir ekki heldur. Gott hvað með öðru sem hluti af undirstöðum samfélagsins.

Það er bara aldrei svo að ein leið sé sú rétta, þær eru margar og fjölbreyttar. Samfélagið í minni heimasveit, Húnaþingi vestra, er gott dæmi um fjölbreytta eggjakörfu. Það hefur verið okkar styrkur og leitt til þess að okkur hefur tekist á halda sjó, þó gefið hafi á eins og gengur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.3.2009 kl. 08:51

6 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta er bæði raunsæ og rétt tillaga frá Steinunni Valdísi.

Og til Hamingju Ólína, með glæsilegan árangur í prófkjöri í N-Vestrinu.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 04:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband