Fjörið að byrja: Sauðárkrókur, Blönduós og Hvammstangi á morgun!

DyrafjordurAgustAtlasonJæja, nú fer að færast fjör í leikinn. Á morgun leggja prófkjörsframbjóðendur Samfylkingarinnar af stað í fundaferð um norðvesturkjördæmið. Það segir sitt um samgöngumálin á Vestfjörðum að ég er komin í höfuðborgina til þess að komast norður á Sauðárkrók á morgun. Fyrsti fundurinn verður haldinn þar í hádeginu, síðan er Blönduós kl. 17.30 og svo Hvammstangi kl. 21 um kvöldið.

Á Sauðárkróki bíður okkar níu manna smárúta og í henni verðum við meira eða minna næstu fimm daga sýnist mér. Jamm, það verður transporterað með okkur milli staða sem leið liggur um kjördæmið og endað á Ísafirði 4. mars. Þar með verð ég komin heim til mín á ný.

 Hér er prófkjörssíðan mín og hérna er prófkjörssíða kjördæmisins þar sem fundadagskráin kemur skilmerkilega fram.

Þetta verður fjör!

 

ps: Fallegu myndina hér fyrir ofan tók Ágúst Atlason. Hún er tekin í Önundarfirði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Já þú meinar, fundarhöldin að hefjast

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.2.2009 kl. 01:09

2 identicon

Ég sé í prófíl þínum að þú berst fyrir framförum.  Hvað eru framfarir?  Hver skilgreininr leiðina þannig að hægt sé að ákvarða hvort okkur miðar fram eða aftur? Þú stöðvar ekki framfarir

Í svipuðum anda má spyrja um náttúruverndina og þá kemur Dagur tekknókratans upp í hugann.

Annars hefði ég viljað sjá þig í framboði utan hefðbundinna flokka ;-)

Gullvagninn (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Guðrún Katrín Árnadóttir

Gangi þér vel Ólína

Guðrún Katrín Árnadóttir, 27.2.2009 kl. 13:18

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það vantar linkinn á prófkjörssíðuna þína. Ekki er það bloggið, er það?

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.2.2009 kl. 23:46

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk Lára Hanna - er búin að laga þetta.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband