Fundaferð og framhaldssagan um Kristinn H.

Grundarfjörður Framboðsferðalagið gengur vel. Í fyrradag var fundað á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga. Þar bárust okkur þær fréttir að Kristinn H. Gunnarsson væri genginn til liðs við Samfylkinguna og hygðist bjóða sig fram í Norðvesturkjördæmi. Errm Menn litu hver á annan og nú upphófust ýmsar vangaveltur. Morguninn eftir brunuðum við á Hólmavík og héldum það ágætan fund í hádeginu. Nú voru komnar upp efasemdir um að Kristinn væri í Samfylkingunni, a.m.k. var hann ekki á leið í framboð  töldu menn. Jæja, áfram var haldið suður á bóginn, um Laxárdalsheiði í Búðardal. Þegar þangað var kom bárust enn spurnir af Kristni H. Gunnarssyni.  Nú var hann sko ekki á leið í Samfylkinguna heldur á leið í framboð fyrir Framsóknarflokkinn. Whistling

Hafi menn orðið undrandi við fyrstu fréttir af flokkaskiptaáformum Kristins þá datt nú andlitið af. En auðvitað varð til vísa í bílnum og hún er svona.

 Í Samfylkingu gekk með glans
- hann gerði það án rannsóknar
og eftir heldur stuttan stans
stökk á lista Framsóknar.

Annars er þetta hið skemmtilegasta ferðalag hjá okkur. Við erum fimm saman í bíl og þar er glatt á hjalla.

Nú erum við stödd í Stykkishólmi, búin að fá okkur heitt brauð og kruðerí í morgunmat. Í dag verða fundir í Grundarfirði og á Hellissandi. Á morgun verður fundur hér í Stykkishólmi. Þaðan tökum við ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð og verðum svo með fund á Patreksfirði á Sunnudagskvöld.

Hér er prófkjörssíðan mín og hérna er prófkjörssíða kjördæmisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að ferðin gengur vel og viðurgerningurinn er sómasamlegur, "kruðirí og alles" kveðja til hópsins.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.2.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég má til með að óska þér til hamingju með að Kristinn skuli hafa gengið til liðs við Framsókn en ekki Samfylkinguna. Þér óska ég alls hins besta og vona að flokksfélagar þínir hafi vit á að velja þig í 1. sæti.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.2.2009 kl. 16:55

3 identicon

Gaman hjá ykkur, vísur og alles. Við að hendast á Egilstaði á morgun. Eyjafjörður í dag. Tutu...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Á næsta vori ýmsar ferðir verða farnar.
Þá fiskar hver og einn á sína pólitísku línu.
Það er svo fjári gaman að kissa kerlingarnar
og klappa svo á vangann á atkvæðinu sínu.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.2.2009 kl. 22:10

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir góða vísu Ben.Ax.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.2.2009 kl. 22:23

6 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Já, en með svo löngum hendingum að ég verð bara móður að bera hana fram!

Mín er því bara stutt og lítilvæg!

Lína bæði lin og hörð,

á lífsins ólgusviðinu.

Me Baldri yfir Breiðafjörð,

brunaði með liðinu!

Bara svona "Snöggsoðningur" er kom til meðan ég las.

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2009 kl. 23:23

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eða að fara með hana, er kannski réttara að segja!

Magnús Geir Guðmundsson, 28.2.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.2.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband