Sláum í klárinn!

skjaldamerki Ýmis teikn eru á lofti þessa dagana um að áform ríkisstjórnarinnar um að koma í gegn lagafrumvarpi  um stjórnlagaþing verði tafið von úr viti. Sjálfstæðismenn virðast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þetta.

Fyrirheitið um stjórnlagaþing var eitt af þeim loforðum sem sefuðu reiði almennings á dögum búsáhaldabyltingarinnar góðu. Við sem stöndum að undirskriftarsöfnunin við áskorun um þessar lýðræðisumbætur á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is tókum eftir því að daginn sem hin nýja stjórn tilkynnti áform sín að setja lög um stjórnlagaþing, hægði mjög á undirskriftunum. Þær höfðu hrúgast inn af miklu afli dagana á undan, en svo kyrrðist skyndilega. Nú þegar þessi orð eru skrifuð eru þær orðnar 7.364.

 Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin missi ekki dampinn úr áformum um þær lýðræðisumbætur sem hér um ræðir. 

Það er jafn mikilvægt að almenningur í landinu missi ekki slagkraftinn við að minna á vilja sinn í þessu efni.

Krafan um stjórnlagaþing á sér sterkan hljómgrunn meðal almennings.En betur má ef  duga skal!

Við stefnum að því að afhenda undirskriftirnar 6. eða 7. mars- svo það er best að slá í klárinn!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég styð þetta kall, Ólína. Því miður munu sjálfstæismenn flækjast fyrir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Það er ljótt að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn sé ennþá til og með eitthvað fylgi. Flokkur sem kom þjóðinni á kaldan klakann. Hvernig má það vera að fólk sjái ekki hverskonar óhamingja sá flokkur er fyrir þjóðina?  18 ára einveldi og áreynslulaus stjórnun landsins, góðæri til margra ára og meðbyr í viðskiptum okkar við útlönd. SAMT tekst þeim að koma þjóðinni á fjárhagslegan vonarvöl, svipta þjóðina lýðræðistilfinningunni og hreinlega svívirða orðstý þjóðarinnar út á við.  Það ótrúlega er samt að í dag mælist Sjálfstæðisflokkurinn með fylgi.  

Ég er gáttaður! Ég vona sannarlega að Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki í vegi fyrir stjórnlagaþingi. Ég tæki það persónulega!

Baldur Gautur Baldursson, 19.2.2009 kl. 09:59

3 Smámynd: Sævar Helgason

Við efnahags og bankahrunið fékk þjóðin áfall.  Lífsstarf kynslóða  við uppbyggingu lands og þjóðlífs – var skyndilega í rúst.  Hvað hafði gerst ,spurði  fólkið ?  En fékk engin svör frá þeim stjórnvöldum sem  trúað hafði verið fyrir velferð þjóðarinnar og undirstöðum þjóðlífsins.  Gríðarleg reiði greip um sig.  Mótmælafundir  þúsundanna urðu vikulegir – á Austurvelli- mánuðum saman . Fjölmennir borgarafundir  kröfðust svara   frá stjórnvöldum  . Kröfurnar  um  að þeir sem ábyrgð bæru – öxluðu hana.  Hæst bar að ríkisstjórnin segði af sér,- að Seðlabankastjórnin og fjármálaeftirlit  yrði vikið frá.  Í fjóra mánuði urðu engin viðbrögð af hálfu stjórnvalda við þessum kröfum þjóðarinnar  - önnur en þau að lýsa því að mótmælahópar væru ekki þjóðin og því ekki marktækir. En við setnigu alþingis að afloknu fjögurra vikna jólaleyfi þingheims- dró til tíðinda.  Þúsundir mótmælenda  tók sér stöðu umhverfis alþingishúsið- í upphafi þingsetningar.  Og nú skyldu mótmælin verða hávær svo eftir væri tekið. Fólkið mætti  með potta og sleifar  sem óspart var barið.  Ástandið í þjóðfélaginu var orðið afar slæmt. 15 þúsund manns atvinnulaust-heimili og atvinnufyrirtæki að komast á vonarvöl-gjaldþrot blöstu við.  Og á dagsskrá alþingis ,að afloknu þessu langa jólaleyfi,  reyndist vera umræða  um hvort leyfa bæri sölu á brennivíni í stórmörkuðum.   Þúsundunum utan veggja alþingis var ofboðið. Búsáhaldabyltingin hófst.  Mesti ófriður frá því á Sturlungaöld , varði í daga og nætur .  Og þau stjórnvöld sem fólkið í landinu hafði kosið til trúnaðar við velferð sína  en brugðist hrapalega- sögðu afsér.  Stjórn Fjármálaeftirlits fór frá .  Ný ríkisstjórn var mynduð – kosningar tímasettar á vormánuðum og  Seðlabankinn skyldi endurskipulagður með nýjum stjórnendum.   Sigur  fólksins í landinu var orðinn staðreynd.   Í öllu þessu umróti  gerðurst kröfurnar um aukið lýðræði  og breytt stjórnskipulag  háværar.   Nýja ríkisstjórnin lofaði að upp skyldi tekið persónukjör  við val fulltrúa á þing þjóðarinnar og að komið yrði á stjórnlagaþingi  sem fengi það hlutverk að  semja nýja stjórnarskrá  fyrir lýðveldið.  Fögnuður  fólksins tók yfir mótmælunum.  Friður komst á – það virtist hilla undir nýja tíma- tima lýðræðis í stað flokkræðis og leiðtogaræðis .Það virtist bjart framundan.   En það reyndust vera úlfar undir hinni nýju sauðagæru – það er komið babb í bátinn.   Nú eru stjórnmálaflokkarnir farnir að draga í land- tíminn til að hafa persónukjör við vorkosningarnar er að þeirra mati alltof skammur  og það sama á við um að ákvarða stjórnlagaþing.  Gamla flokksræðið og leiðtogaræðið  telur að nú sé lag að svíkja fólkið í landinu og viðhalda gamla valdakerfinu sem leitt hefur þjóðina í mestu niðurlægingu í sögu hennar.   Mótmælin eru hætt og  allt er að falla í sama gamla farið.

En er það svo ?  Vljum við það ?  Er ekki áfram verk að vinna ? Verður einhver eindrreisn án aukins lýðræðis og breyttra stjórnarhátta ?

Þann 6. Mars 2009 verða afhentir undirskriftarlistar  (bænaskrá)  þar sem krafist er að Stjórnlagaþing verði haldið í haust .  

Er ekki  raunveruleg lífsnauðsyn á  að sú afhending verði umkringd þúsundum háværra þegna þessa þjóðfélags ? 

Raddir fólksins-Borgarafundafólkið  hefur enn mikilvægt hlutverk  við endurreins  velferðar og þjóðlífs á Íslandi...

Sævar Helgason, 19.2.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband