Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Sláum í klárinn!
19.2.2009 | 09:25
Ýmis teikn eru á lofti þessa dagana um að áform ríkisstjórnarinnar um að koma í gegn lagafrumvarpi um stjórnlagaþing verði tafið von úr viti. Sjálfstæðismenn virðast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hindra þetta.
Fyrirheitið um stjórnlagaþing var eitt af þeim loforðum sem sefuðu reiði almennings á dögum búsáhaldabyltingarinnar góðu. Við sem stöndum að undirskriftarsöfnunin við áskorun um þessar lýðræðisumbætur á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is tókum eftir því að daginn sem hin nýja stjórn tilkynnti áform sín að setja lög um stjórnlagaþing, hægði mjög á undirskriftunum. Þær höfðu hrúgast inn af miklu afli dagana á undan, en svo kyrrðist skyndilega. Nú þegar þessi orð eru skrifuð eru þær orðnar 7.364.
Það er afar mikilvægt að ríkisstjórnin missi ekki dampinn úr áformum um þær lýðræðisumbætur sem hér um ræðir.
Það er jafn mikilvægt að almenningur í landinu missi ekki slagkraftinn við að minna á vilja sinn í þessu efni.
Krafan um stjórnlagaþing á sér sterkan hljómgrunn meðal almennings.En betur má ef duga skal!
Við stefnum að því að afhenda undirskriftirnar 6. eða 7. mars- svo það er best að slá í klárinn!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Mannréttindi | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Ég styð þetta kall, Ólína. Því miður munu sjálfstæismenn flækjast fyrir.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 09:43
Það er ljótt að heyra að Sjálfstæðisflokkurinn sé ennþá til og með eitthvað fylgi. Flokkur sem kom þjóðinni á kaldan klakann. Hvernig má það vera að fólk sjái ekki hverskonar óhamingja sá flokkur er fyrir þjóðina? 18 ára einveldi og áreynslulaus stjórnun landsins, góðæri til margra ára og meðbyr í viðskiptum okkar við útlönd. SAMT tekst þeim að koma þjóðinni á fjárhagslegan vonarvöl, svipta þjóðina lýðræðistilfinningunni og hreinlega svívirða orðstý þjóðarinnar út á við. Það ótrúlega er samt að í dag mælist Sjálfstæðisflokkurinn með fylgi.
Ég er gáttaður! Ég vona sannarlega að Sjálfstæðisflokkurinn standi ekki í vegi fyrir stjórnlagaþingi. Ég tæki það persónulega!
Baldur Gautur Baldursson, 19.2.2009 kl. 09:59
Við efnahags og bankahrunið fékk þjóðin áfall. Lífsstarf kynslóða við uppbyggingu lands og þjóðlífs – var skyndilega í rúst. Hvað hafði gerst ,spurði fólkið ? En fékk engin svör frá þeim stjórnvöldum sem trúað hafði verið fyrir velferð þjóðarinnar og undirstöðum þjóðlífsins. Gríðarleg reiði greip um sig. Mótmælafundir þúsundanna urðu vikulegir – á Austurvelli- mánuðum saman . Fjölmennir borgarafundir kröfðust svara frá stjórnvöldum . Kröfurnar um að þeir sem ábyrgð bæru – öxluðu hana. Hæst bar að ríkisstjórnin segði af sér,- að Seðlabankastjórnin og fjármálaeftirlit yrði vikið frá. Í fjóra mánuði urðu engin viðbrögð af hálfu stjórnvalda við þessum kröfum þjóðarinnar - önnur en þau að lýsa því að mótmælahópar væru ekki þjóðin og því ekki marktækir. En við setnigu alþingis að afloknu fjögurra vikna jólaleyfi þingheims- dró til tíðinda. Þúsundir mótmælenda tók sér stöðu umhverfis alþingishúsið- í upphafi þingsetningar. Og nú skyldu mótmælin verða hávær svo eftir væri tekið. Fólkið mætti með potta og sleifar sem óspart var barið. Ástandið í þjóðfélaginu var orðið afar slæmt. 15 þúsund manns atvinnulaust-heimili og atvinnufyrirtæki að komast á vonarvöl-gjaldþrot blöstu við. Og á dagsskrá alþingis ,að afloknu þessu langa jólaleyfi, reyndist vera umræða um hvort leyfa bæri sölu á brennivíni í stórmörkuðum. Þúsundunum utan veggja alþingis var ofboðið. Búsáhaldabyltingin hófst. Mesti ófriður frá því á Sturlungaöld , varði í daga og nætur . Og þau stjórnvöld sem fólkið í landinu hafði kosið til trúnaðar við velferð sína en brugðist hrapalega- sögðu afsér. Stjórn Fjármálaeftirlits fór frá . Ný ríkisstjórn var mynduð – kosningar tímasettar á vormánuðum og Seðlabankinn skyldi endurskipulagður með nýjum stjórnendum. Sigur fólksins í landinu var orðinn staðreynd. Í öllu þessu umróti gerðurst kröfurnar um aukið lýðræði og breytt stjórnskipulag háværar. Nýja ríkisstjórnin lofaði að upp skyldi tekið persónukjör við val fulltrúa á þing þjóðarinnar og að komið yrði á stjórnlagaþingi sem fengi það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið. Fögnuður fólksins tók yfir mótmælunum. Friður komst á – það virtist hilla undir nýja tíma- tima lýðræðis í stað flokkræðis og leiðtogaræðis .Það virtist bjart framundan. En það reyndust vera úlfar undir hinni nýju sauðagæru – það er komið babb í bátinn. Nú eru stjórnmálaflokkarnir farnir að draga í land- tíminn til að hafa persónukjör við vorkosningarnar er að þeirra mati alltof skammur og það sama á við um að ákvarða stjórnlagaþing. Gamla flokksræðið og leiðtogaræðið telur að nú sé lag að svíkja fólkið í landinu og viðhalda gamla valdakerfinu sem leitt hefur þjóðina í mestu niðurlægingu í sögu hennar. Mótmælin eru hætt og allt er að falla í sama gamla farið.
En er það svo ? Vljum við það ? Er ekki áfram verk að vinna ? Verður einhver eindrreisn án aukins lýðræðis og breyttra stjórnarhátta ?
Þann 6. Mars 2009 verða afhentir undirskriftarlistar (bænaskrá) þar sem krafist er að Stjórnlagaþing verði haldið í haust .
Er ekki raunveruleg lífsnauðsyn á að sú afhending verði umkringd þúsundum háværra þegna þessa þjóðfélags ?
Raddir fólksins-Borgarafundafólkið hefur enn mikilvægt hlutverk við endurreins velferðar og þjóðlífs á Íslandi...
Sævar Helgason, 19.2.2009 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.