Kynjahlutföllin og landsbyggðin

yinogyanÞegar Samfylkingin var stofnuð árið 2000 voru kynjahlutföll jöfn í hópi þingmanna. Ég man ekki betur en að Samfylkingin hafi verið eini flokkurinn sem  þá gat státað af jöfnu kynjahlutfalli í þingliði sínu. Nú, áratug síðar, hefur sigið á verri veg. Einungis þriðjungur þingmanna flokksins nú eru konur - þær eru sex, karlarnir tólf. 

Það er þó ekki bara kynjamunurinn einn og sér sem veldur áhyggjum - heldur hitt hvernig og hvar hann kemur helst niður. Það vill nefnilega þannig til að í landsbyggðakjördæmunum þremur er engin kona í hópi þingmanna  Samfylkingarinnar.

Nú hefur stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorað á kjördæmisráð flokksins um land allt að tryggja jafnræði kynja í forystusætum framboðslistanna fyrir þessar alþingiskosningar. Í því sambandi er minnt á jafnréttismarkið sem ítrekað hafa verið sett á landsfundum flokksins.

Hugmyndin um fléttulista þar sem konum og körlum er raðað á víxl, jafnvel þó að atkvæðamagn segi til um annað hefur mætt ákveðinni mótspyrnu hjá þeim sem telja slíkt stríða gegn lýðræðislegu vali. Og vissulega er það skiljanlegt sjónarmið. Þeir sem tala fyrir fléttulistum benda hinsvegar á að enginn framboðslisti geti talist boðlegur nema þar sé að finna bæði karla og konur í jöfnum hlutföllum.

Sjálf hallast ég að því að finna leið sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Þá á ég við fléttulista þar sem sett er atkvæðalágmark. Þannig ætti kona t.d. ekki möguleika á að fara í annað sæti á eftir karlmanni nema hún hafi a.m.k. 2/3 hluta þess atkvæðamagns sem tryggði honum efra sætið. Með því móti væri jafnréttissjónarmiðum fylgt, en þó tekið tillit til atkvæðamagns. Engin(n) sem hlyti þannig sæti á fléttulista þyrfti að sitja undir því að vera þar einungis vegna kynferðis.

Þetta er nú svona til umhugsunar. 

Eitthvað þarf að gera til þess að tryggja jafnari kynjahlutföll á listum flokksins án þess að það komi niður á lýðræðislegu vali.

Gleymum því ekki að baráttan fyrir jafnrétti og kvenfrelsi er órjúfanlegur hluti jafnaðarstefnunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugmynd eins og annað sem frá þér kemur. Ef konur vildu nú bara drífa sig og bjóða sig fram. Er að fara á kjördæmaráðsfund á morgun í Hveragerði og þá verður fróðlegt að sjá hvað konur eru að hugsa.

Kærar kveðjur vestur og ég skora á þig góða bloggvinkona að bjóða þig fram.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta með 2/3 hluta atkvæðamagn er góð hugmynd

Finnur Bárðarson, 14.2.2009 kl. 17:59

3 identicon

Grunnregla flokksins segir til 40:60% reglunni. Það er í raun sama regla sem þú leggur til. Hér á Akureyri færðist karlmaður upp á þessari reglu í sl. bæjarstjórnarkosningum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

"Nú hefur stjórn Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar skorað á kjördæmisráð flokksins um land allt að tryggja jafnræði kynja í forystusætum framboðslistanna fyrir þessar alþingiskosningar. Í því sambandi er minnt á jafnréttismarkið sem ítrekað hafa verið sett á landsfundum flokksins."

liggur ekki vandamálið í því að konum í framboði hjá samfylkingunni hefur verið hafnað í prófkjörum? er það þá ekki vilji  kjósenda samfylkingarinnar að það séu ekki konur í efstu sætum? nei ég bara spyr. 

Fannar frá Rifi, 14.2.2009 kl. 18:59

5 identicon

Afhverju ekki hafa það þannig að allir bjóði sig fram í 1. sæti og sá sem fær flest atkvæði er efstur og svo framvegis? Hættum þessu "bjóða mig fram í 4-8 sæti". Besta leiðin til jafnréttis er að hætta að einblína á kynin. Með því að hafa fléttulista er verið að einblína á kynferði fólks. Það gæti líka farið þannig að kjósendur hugsi sem svo að kona (eða karl) sé í vissu sæti vegna kynferðis en ekki vegna eigin hæfileika. Þessi efi verður alltaf til staðar í fléttulistakerfi.

 Hver vill bjóða sig fram á lista og færast ofar vegna kynferðis??  

 En hvað veit ég, ég er bara karlmaður á þrítugsaldri og er klárlega ekki treystandi til að tjá mig hlutlaus um jafnrétti kynjanna.

Benedikt Hreinn Einarsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er víst bara þannig með mannfólkið að það er ansi lengi að taka inn breytta hugsun, þá er ég að meina að við séum virkilega búin að henda gömlum hugmyndum sem forfeður og mæður kenndu okkur. Ég bý í stóru og grónu landbúnaðarhéraði við Húnaflóann. Ég hef með árunum samfærst meira og meira um það að hugmyndir fyrri kynslóða um ýmsa hluti varðandi sveitastörf og þá sérstaklega sauðfjárbúskap, lifa enn góðu lífi.

Svo það er ekki nema von að við séum enn þannig innréttuð að nauðsynlegt sé að hafa reglur um að konur skuli njóta ákveðins forgangs meðan verið er að rétta kúrsinn af. Fleiri konur á þing, í sveitastjórnir, í stjórnir fyrirtækja og stofnana.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.2.2009 kl. 22:26

7 Smámynd: Ágúst Guðbjartsson

Nú er ég búin að vera berjast fyrir að koma á ákveðnu lýðræði á í VR og konur hafa verið stærsta vandamálið við höfum talað við margar ég bað eina að fara frambærilega að fara gegn formanni en hún vildi ekki.

hversu langt niður skal leita?

Þær sem eru fyrir eru frábærar en Ólína þú verður að halda námskeið sem kennir þeim að þora að fara fram því ég veit að margar mjög frambærilegar konur sem ég hefði glaður stigið skref aftur fyrir tóku ekki skrefið vegna þess að þeim skorti kjark.

Ágúst Guðbjartsson, 15.2.2009 kl. 00:16

8 Smámynd: Tiger

 Ég held bara að konur séu meiri gungur en karlar - þegar kemur að því að "trana" sér fram - eða eru þær kannski bara samviskusamari gagnvart flokknum og vilja ekki skapa "læti" í kringum efstu sætin og hætta þar af leiðandi á að það bitni á flokknum í kosningum ... ?

Gruna oft að karlar troði sér kaldir fram af metnaði í feitari stóla - hugsunarlaust - en að konur hugi frekar að því hvaða afleiðingar það hefði í för fyrir flokkinn í heild sinni - ef þær færu að bjóða sig fram gegn einhverjum sem eru "hærra komnir" ...

Það er til hellingur af frábærum konum innan raða Samfylkingarinnar - og þær mættu vel "trana" sér fram í meira mæli.

Tiger, 15.2.2009 kl. 01:18

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hefur það verið skoðað innan sf Óína hvert er hlutfall örvhentra og rauðhæðra á listunum ?

Óðinn Þórisson, 15.2.2009 kl. 09:44

10 identicon

Þetta er svo mikil della að þusa alltaf þetta með jafnt hlutfall ..... Jafnt miðað við hvað ??

Ef það eru 70% karlar að starfa í flokknum og sækjast eftir embættum en bara 30% konur, að þá er AUGLJÓSLEGA bara verið að troða verra fólki fram með einhverri 50% reglu. Þetta hlutfall með sætin á bara einfaldlega að vera í jöfnu hlutfalli m.v. þá sem eftir þeim sækjast, en að öðrum kosti er bara verið að troða óhæfara fólki fram og já, konur geta líka verið óhæfari, alveg eins og karlar.

Ágætt komment hér að ofan með hlutfall rauðhæðra og örvhentra, það skiptir ekki máli með hlutföll, heldur bara að þeir sem eru að sækjast eftir, og eru hæfir fái sæti eftir jafngildisreglum. Ekki forskipuðum hlutföllum sem er ekkert nema kommúnískur hugsanaháttur, þar sem helst allt á að vera ákveðið að "ofan".

Ingvar Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 11:44

11 Smámynd: Hjalti Tómasson

Er þetta ekki bara hluti af þeirri naflaskoðun sem flokkarnir þyrftu að fara í ?

Ef við gefum okkur að hlutfall kvenna á alþingi sé í hlutfalli við vilja þeirra til að starfa í framlínunni er lítið unnið með því að setja reglur sem í einhverjum tilvikum neyða konur til að taka sæti þar sem þær ekki treysta sér til.

Ef hinsvegar þessi hlutföll eru ekki í jafnvægi hlýtur það að snúa að innra starfi flokkanna og ætti að skoðast þar án þess að þurfi að setja reglur þar að lútandi.

Ég tel að allar reglur sem binda lýðræðið á einn hátt eða annan séu ekki til þess fallnar að laga eitt eða neitt. Um þær munu alltaf verða deilur og vantrú.

Reglur um lýðræði eiga að gilda jafnt um alla, ekki ákveðna hópa eða er það ekki það sem Nýtt Lýðveldi er að prédika ?

Hjalti Tómasson, 15.2.2009 kl. 13:08

12 identicon

Það fer nú lítið fyrir Jafnaðarmennsku í Samfylkingunni, því miður. Argasti frjálshyggju og elítu flokkur. (Besta fólk að sjálfsögu)

Hvað varð um baráttu fyrir efnalegu jafnrétti? Það fer mikið fyrir kynjabaráttu þegar feit embætti eða stjórnarsetur í fyrirtækjum eru annars vegar, en allt annað er steindautt. 

Eða eiga þeir sem minna hafa kannski ekki betra skilið? Þeir eru kannski ekki nógu hæfir.

Doddi D (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:03

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ólína, þú ættir hreinlega að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og kjósa í komandi prófkjöri. þar eru konur sem þora að taka slaginn og stefna á efsta sæti.

Fannar frá Rifi, 16.2.2009 kl. 01:20

14 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Sammála Benedikt. Auðvitað á ekki að vera þetta "býð mig fram í 3-4 sæti". Sá/sú sem fær flestu atkvæðin verður í fyrsta sætinu og svo frv. einfalt mál, þetta lýðræði!

Óskar Steinn Gestsson, 18.2.2009 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband