Við þurfum nýja leiðarstjörnu

stjarna_ris Síðustu daga höfum við orði vitni að ómálefnalegum illdeilum og rifrildi þingmanna um fánýta hluti í sölum Alþingis þar sem meiru virðist skipta að koma höggi á pólitíska andstæðinga en bjarga landinu. Þær uppákomur eru sorglegt dæmi um það hversu lítið menn hafa lært af atburðum undangenginna mánaða, þrátt fyrir allt.

Hafi einhverntíma verið ástæða til þess að veita okkar litlu þjóð lausn frá hryllingi gærdagsins með nýrri leiðarstjörnu - þá er það nú.

Við, sem stöndum að áskoruninni um stjórnlagaþing á vefsíðunni www.nyttlydveldi.is höfum af því vissar áhyggjur að bakslag sé komið í áform stjórnvalda um að verða við þessu ákalli. Í erindisbréfi því sem ráðgjafahópur ríkisstjórnarinnar fékk fyrir nokkrum dögum er lítil áhersla á stjórnlagaþing. Sömuleiðis hafa heyrst úrtöluraddir innan úr flokkunum - þar á meðal ríkisstjórnarflokkunum.

Þeir sem styðja kröfuna um stjórnlagaþing en hafa beðið átekta með að rita nafn sitt á undirskriftalistann ættu ekki að bíða lengur. 

Stefnt er að því að afhenda undirskriftirnar 6. eða 7. mars og þá skiptir máli að þær séu sannfærandi margar. Stjórnvöld verða að skilja að þjóðinni sé alvara. Krafan um boðun stjórnlagaþings er brýnni nú en nokkru sinni.

 -----------------------

  PS: Þessa fallegu mynd fann ég á síðunni www.glymur.blog.is og tók mér það bessaleyfi að birta hana hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Flokkarnir ætla ekki að missa neinn spón úr aski sínum með einhverri lýðræðisaukningu.  Persónukjör virðist andvana fætt . Hvað þá stjórnlagaþing. Auðvelt er að sjá skrípaleikinn kringum Seðlabankamálið- helst ekki að breyta neinu í kerfinu.  Framsókn vill hafa allt óbreytt til að viðhalda gömlu spillingunni- að geta troðið afdönkuðum flokksdindlum árfam á jötuna þar. Sennilega er enginn möguleiki á breytingum nema að nýtt stjórnmálaafl, sem hefur aukið lýðræði í fremstu röð,- nái afgerandi vægi á alþingi. Gömlu flokkarnir (4) eru handónýtir til allra breytinga í lýðræðisátt...  Að horfa á útsendingar frá alþingi þessa dagana segir meira en nokkur orð .  Og nú eru allir í óðaönn að tilkynna sig í ákveðin sæti í prófkjörum- þar liggur áhuginn.

Sævar Helgason, 12.2.2009 kl. 13:45

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvar eru þeir sem hugsa ekki bara um rassgatið á sjálfum sér

Jón Snæbjörnsson, 12.2.2009 kl. 16:56

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 20:31

4 identicon

Alþingi er að verða eins og skólabekkur óþekktra orma. það þarf að koma þar upp siðameistara, sem getur vikið þeim úr pontu, rekið heim eða svift þá málfresi í ákveðin tíma eftir stærð brotsins. Þú værir kjörin í svoleiðis starf Ólina.

Forseti Alþingis verður að fara að beita meiri hörku við stjórn í þinginu.

Hann verður að tilkynna nákvæma dagskrá um brýnustu málim, sem fyrir þinginu liggja og ekki leifa neinar undantekningar þar frá.

Allt heilbrigt fólk hefur fyrirlitningu á framkomu sjálfstæðismanna

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:17

5 Smámynd: Glymur frá Innri-Skeljabrekku

Velkomið að nota myndina, lifi byltingin, nýtt lýðræði strax!!!!!!!! kv. Glymurgroup

Glymur frá Innri-Skeljabrekku, 12.2.2009 kl. 23:10

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir myndina Glymur.

Já, nú þarf að sýna samtakamátt. Þó að þingheimur sé upptekinn við þrasið og hanaslaginn - þá ætti þjóðin að sitja við sinn keip og minna stöðugt á vilja sinn. Það væri heppilegast núna.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.2.2009 kl. 23:28

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Falleg mynd sen þú "náðir í". Hún sýnir okkur vonarstjörnu og að nú er þörf að slá í klárinn og safnast saman.

Þið sem eruð sammála mér, farið inn á www.nyttlydveldi.is  Það gefst kostur á að skrifa undir áskorum til stjórnvalda. Sköpum þrýsting - skrifum undir.

Bjartsýni borgar sig Sævar Helgason

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.2.2009 kl. 02:26

8 Smámynd: Sævar Helgason

Þetta er hvorki bjartsýni né svartsýni hjá mér kæra Hómfríður.  Í 65 ár hafa þessir flokkar staðið þverir gegn minnstu breytingum á stjórnarskránni.  Mestu varða hjá þeim að almenningur fá sem minnst áhrif.  Samið var um stjórnlagaþing að hausti við stjórnarmyndunina- þar er nú komið bakslag og kostnaði borið við.  Eigum við ekki frekar að kalla þetta raunsæi ?

Sævar Helgason, 13.2.2009 kl. 09:57

9 Smámynd: Hjalti Tómasson

Ég er hræddur um að Sævar hafi rétt fyrir sér. Ekki er að sjá að menn ætli sér að læra eitt eða neitt af undangengnum atburðum nema þá helst Sjálfstæðisflokkurinn sem er að læra að vera á móti.

Það verður aldrei fullhamrað inn í kollana á póliíkusunum okkar að þjóðin vill breytingar og ekki bara í samfélaginu heldur í flokkunum líka. Fólk krefst nýs hugsunarháttar og nýrra vinnubragða.

Hjalti Tómasson, 13.2.2009 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband