Einsdæmið með Davíð - eftirlaun hans og bréfaskriftir
9.2.2009 | 12:18
Ef einhver stendur fjárhagslega vel að vígi að yfirgefa starfsvettvang sinn nú á þessum krepputímum þá ætti það að vera Davíð Oddsson.
Skjátlist mér ekki mun hann njóta a.m.k. fjórfaldra eftirlauna þegar starfstíma hans lýkur. Þið leiðréttið mig endilega ef þetta er rangt - en svo virðist sem Davíð eigi rétt á óskertum eftirlaunum sem 1)Seðlabankastjóri, 2) forsætisráðherra, 3) alþingismaður, og 4)borgarstjóri í Reykjavík. Það held ég hljóti að vera einsdæmi að einn maður eigi svo ríkan eftirlaunarétt - að minnsta kosti hlýtur það að vera fádæmi.
Það er raunalegt að sjá Seðlabankastjórana Davíð Oddsson og Eirík Guðnason streitast við að sitja sem fastast þrátt fyrir beiðni forsætisráðherra um að þeir víki úr stóli Seðlabankastjóra og semji um starfslok. Fleiri eru augljóslega sömu skoðunar, því Lars Christensen, yfirmaður greiningardeildar Danske Bank, segir þvermóðsku Davíðs Oddssonar vera beinlínis "neyðarlega" (sjá hér).
Bréf Davíðs til Jóhönnu Sigurðardóttur er sömuleiðis sérkennileg smíði. Þar sakar hann forsætisráðherra um pólitíska valdníðslu sem eigi sér engin fordæmi um gjörvallan hinn "vestræna heim" ef ég man orðalagið rétt. Hefur Jóhanna þó ekki annað af sér brotið en að gera Seðlabankastjórunum heiðarlega grein fyrir vilja ríkisstjórnarinnar.
Og gleyminn er Davíð.
Sjálfur hefur hann áður skrifað bréf sem forsætisráðherra, eins og fram kemur í greinargóðri samantekt á bloggi Friðriks Þórs Guðmundssonar þar sem rifjuð eru upp bréfaskrif Davíðs frá fyrri tíð, þ.e.:
- Bréf til Sverris Hermannssonar fv. Landsbankastjóra vegna vaxtaákvörðunar ... og ...
- Bréf til biskups Íslands vegna smásöguskrifa sr. Arnar Bárðar Jónssonar þáverandi fræðslufulltrúa Þjóðkirkjunnar.
Í bréfinu til Sverris sem m.a. er rifjað upp í Fréttablaðinu í dag, sagði Davíð m.a. ...
... ef þið lagið ekki þvæluna, sem þið gerðuð í síðasta vaxtaóðagoti, er það endanlegt dæmi þess að þið vitið ekki hvað þið eruð að gera og þá mun ég sjá til þess fyrr en nokkurn grunar að menn komi að bankanum sem viti hvað þeir eru að gera. Ég vil fá svar frá þér annað en skæting í fjölmiðlum strax því ég mun ekki sitja lengur kyrr ...
Einsdæmi??
Lýsir miklum vonbrigðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Dægurmál, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Athugasemdir
Hubris
Sigurður Ingi Jónsson, 9.2.2009 kl. 12:41
Það er athyglisvert að lesa vef DV núna . Þeir hafa fylgt Davíð eftir frá því morgunsárið- hann er á flótta af einum stað á annan - en forðast Seðlabankann-sjálfan" vinnustaðinn"
Í allan morgun hefir verið hávaðasöm mótmælastaða við Seðlabankann og fjölmennt lögreglulið ásamt víkingasveitinni - bæði utan og innandyra.
Svona líða dagarnir - þar til Seðlabankafrumvarpið verður samþykkt og þessari martröð létt af þjóðinni. Og umheiminum bíður þess að rétta okkur hjálparhönd- lánafyrgreiðslu og opnun út í umheiminn- þegar Seðlabankastjórinn er á braut.
Sævar Helgason, 9.2.2009 kl. 12:47
Er ekki tími til kominn á hinu nýja gjaldþrota Íslandi að breyta þeim reglum að ráðamenn geti verið með margföld eftirlaun. Varla höfum við geð eða efni á að borga sjálftökumönnunum margföld laun.
Ég veit ekki alveg í hvaða heimi menn hafa verið hér í gegnum árin, en nú er um að gera að leggja þetta botnlausa rugl af sem einhverjir "snillingar" fyrri tíma hafa sett á. Sér og sínum til góða að sjálfsögðu.
Skrítið annars, hvaða birtingarmyndir "sjálftakan" hefur.
En eðli hennar er alltaf hið sama; græðgi og siðleysi.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 12:52
Bankastjórar eru látnir fjúka á degi hverjum í hinum vestræna heimi. Hér erum við að tala um Seðlabankastjóra, sem er allt annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 12:55
Það er margt að gerast í fyrsta skipti í okkar unga lýðveldi.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2009 kl. 13:16
Hvað þarf að ganga á í einu samfélagi áður en hægrimenn samþykkja að hrófla megi við bankastjórum Seðlabanka? Er kanski möguleiki að þeir viðurkenni fyrir sjálfum sér að ef bankastjórarnir þrír væru einhverjir hagfræðingar án pólitískra tengsla væri fyrir löngu búið að reka þá.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:24
Þetta er náttúrulega alveg með ólíkindum hvernig maðurnn lætur.
Sjálfur var hann nú ekki að hika við hlutina. Ég man ekki betur en að hann hafi bara lagt Þjóðhagsstofnun niður í heilu lagi, þegar honum líkaði ekki efnahasspáin og stofnunin hlýddi ekki skipunum hans um hvernig spáin ætti að vera.
Hans tími er liðinn, en hann þekkir ekki sinn fardaga.
Hann er næstum eins og Emil í Kattholti, nema það er ekki hægt að senda hann út í skúr að tálga.
Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:37
Hvernig væri að mæta heima hjá Davíð ef hann þorir ekki að láta sjá sig í Seðlabankanum? Er hann með vonda samvisku eða hvers vegna stundar hann ekki vinnuna sína, fyrst hann ætla ekki að hlaupa burt frá hálfkláruðu verki?
Úrsúla Jünemann, 9.2.2009 kl. 15:45
Ef á að útiloka alla hagfræðinga með pólitísk tengs, þá verða sennilega fáar umsóknir um djobbið. Már Guðmundsson er sagður líklegur... hann er Krati.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 16:16
Ef þetta er svar við minni athugasemd Gunnar, þá er þetta bara útúrsnúningur hjá þér.
Bjarni (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 16:31
Og enn seiglast Gunnar Th. í vörninni. OMG! Fjórföld há eftirlaun ofan á annað - og ef ég man rétt átti DO beinan þátt í eftirlaunarlaga -ósómanum. Vissulega er ekki "allt slæmt DO að kenna" - FLOKKURINN beitti jú bolabrögðum áður en DO fæddist svo hann gat ekki tekið þátt, né varið þau frekar en Gunnar! Lesið "Atómstöðina" etiri HKL, ef hafið meiri áhuga á bókmenntum en sögu!
Hlédís, 9.2.2009 kl. 16:37
Ingimundur og Eiríkur hafa hvorugir verið við stjórnmálaflokka kenndir. Hver er að verja þá?
Eiríkur hefur starfað í Seðlabankanum í 40 ár, þar af 15 ár sem bnakastjóri. Það var flokksbróðir Ólínu sem skipaði hann, Sighvatur Björgvinsson.
Ingimundur hefur mjög góða menntun í starfið og hún er smabærileg við það sem gengur og gerist hjá Seðlabönkum "í hinum vestræna heimi"
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 16:52
Einmitt, Ingimundur frændi minn er fagmaður fram í fingurgóma og skynsamur.
Og hann sagði af sér!
Magnús Geir Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 17:00
Svarbréf Ingimundar segir eiginlega allt um fljótfærni Jóhönnu. Ný lög um Seðlabankann hefðu leyst allan vanda, en það var greinilega ekki nóg.
http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6804
Kolbrún Hilmars, 9.2.2009 kl. 17:30
Ingimundur hefði kannski getað gert rétta hluti í bankanum við aðrar aðstæður. Þessir tveir skuggar Davíðs eiga samúð mína eins og fleiri sem troðið hefur verið á.
Hlédís, 9.2.2009 kl. 17:34
Er ekki stóravandamálið í þessari þremenningastjórn bankastjórnarinnar að einn þeirra hefur öll ráð hinna tveggja og ræður algjörlega för- en það versta af öllu er að viðkomandi er í stjórnmálastarfi þarna og það í hæsta ráðaflokki . Rangur maður á röngum stað- það hefur heldur betur sannast...
Sævar Helgason, 9.2.2009 kl. 17:44
"Ef á að útiloka alla hagfræðinga með pólitísk tengs, þá verða sennilega fáar umsóknir um djobbið. Már Guðmundsson er sagður líklegur... hann er Krati."
Best væri að fá Jóhannes Björn í djobbið, þó að hann sé ekki hagfræðingur hefur hans reynst framsýnni og sannspárri um þróun mála en öll hagfræðihjörð seðlabankans til samans....verst að hann hefur nákvæmlega engan áhuga á stöðunni, enda þekkir hann svikamyllusystemið of vel til þess að vilja gerast hluti þess.
Georg P Sveinbjörnsson, 9.2.2009 kl. 18:31
Nú er tækifærið að breyta eftirlaunalögunum. Við, gjaldþrotaþjóð höfum einfaldlega ekki efni á að halda þessu liði uppi. Ég á reyndar ekki von á því að nokkur þeirra svelti. Það er ekki eins og þeir þurfi að draga fram lífið á atvinnuleysisbótum.
Þráinn Jökull Elísson, 9.2.2009 kl. 19:18
Þótt Davíð hafi skammtað sjálfum sér sérsniðin ofureftirlaun snýst þetta mál áreiðanlega ekki í hans augum um neitt annað en grundvallarlögmál Íslendingasagnanna sem stjórnmál hans hlíta:
vinátta-óvinátta, tryggð/fóstbræðralag-svik, hefnd - hefnd.
Ómar Ragnarsson, 9.2.2009 kl. 22:07
Vel orðað að vanda, Ómar!
Hlédís, 9.2.2009 kl. 22:27
Ég undrast enn stórum hversu hart margir áðdáendur Davíðs ganga í málsvörn fyrir hann. Það er eins og það hafi ekki skipt þá nokkru máli að hann er eina orsökin fyrir falli stjórnarinnar.
Það eru ekki ráðandi stjórnmál í Sjálfstæðisflokknum heldur trúmál... öfgatrúmál.
Haukur Nikulásson, 9.2.2009 kl. 23:13
Þeir voru að spila brids á netinu Do og hæðstaréttardómarinn JSG nóttina áður en bréfið var sent. Valdið er alt í kring. Hvað hefur Do staðið að skipan marga dómara í sinni tíð. Dulenfni Do er ponsi.
Manni í Hlíð (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:19
Verð að deila með ykkur bréfi frá vini sem ekki stundar blogg:
"
Sæl Hlédís, svo vitnað sé í síðasta orð Ónefnds .............
Alir vita að Jóhanna er ekki og þarf ekki að vera sérfræðingur
í hagfræði. Ónefndur er reyndar
ekki heldur sérfræðingur á því sviði þótt það kynni að
vera nokkur kostur fyrir seðlabankastjóra og
nauðsynlegt fyrir trúverðugleika bankans.
Vinveittar raddir segja hins vegar að meðal sérfræðinga bankans
starfi fjöldi færra hagfræðinga og
þar af leiðandi þurfi seðlabankastjóri alls ekki að hafa neina
þekkingu á þessu sérfræðasviði.
Sé svo mætti auðvitað í framhaldi ráða í starfið
ræstingarkonuna, sem svo sannarlega kann líka að
hringja til útlanda, en Ónefndur sagði upp árið 1982.
Var hún ekki líka ósnertanlegur opinber starfsmaður eða hvað?
Yrði hún ekki líka miklu léttari á fóðrum núna í klúðrinu?
Kveðja
Hlédís, 9.2.2009 kl. 23:29
Leyfi mér að víkja út fyrir efnið, vona að þú fyrirgefir mér það þó kannski erfitt verði, ég tala nú ekki um að með fylgir líka "krafa" um að þú svarir helst í sömu mynt!?
Ólína er engum lík,
öflug Vestfjarðanna stoð.
Hellings hæfileikarík
og hugsar nú um þingframboð!?
Magnús Geir Guðmundsson, 9.2.2009 kl. 23:46
Vona að þetta sé rétt staðhæfing. Ekki veitir af besta fólki í stjórnmálin nú!
Hlédís, 10.2.2009 kl. 00:13
Orð ég hamra á tölvu tetur,
- tæknilegt er amboðið:
Að mér falli alltaf betur
eftirspurn en framboðið.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.2.2009 kl. 00:28
Ingimundur sagði af sér með óbragð í munni vegna aðfararinnar að faglegri æru sinni. Hendur heilagrar Jóhönnu eru þegar orðnar blóðugar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 00:35
Haha, var ekki lengi að þessu og með svona skemmtilegu ´rimi í annari og fjórðu hendingu!
En að sjálfsögðu auðveldar um að tala, en í að komast, að fara í framboð til alþingis.
En samt..
Í stjórnmálunum strítt er já
og stöðugt prjálið.
En skelegga þig skora á,
að skoða málið!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2009 kl. 01:45
Fyrst Ingimundur fyrrverandi seðlabankastjóri er nefndur hér aftur, er rétta að benda á að fórnarlömb áratuga yfirgangs og valdasýki eins manns eru mörg. Ingimundur tilheyrir þar stórum hópi.
Hlédís, 10.2.2009 kl. 07:40
Ekki skerðist lífeyririnn hjá honum, svo mikið er víst.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 10.2.2009 kl. 07:43
Davíð verður settur í embætti aftur ef Sjálfstæðisflokkurinn vinnur kosningarnar.
Sigurður Þórðarson, 10.2.2009 kl. 08:15
Hlédís.
Ertu ekki orðin þreitt á að fylgja Davíð eftir, þú hlítur að hafa mjög góðan aðgang að honum úr því þú veist svona mikið um hann.
Það eru nefnilega ótrúlega margir hér á netinu sem sitja með þér þarna uppá fjósbitanum.
Björn Jónsson, 10.2.2009 kl. 09:01
Björn Jóns! Trúlega "þekkir" þú Davíð þennan betur en ég. Líkindi segja að glænýir bloggarar - hófst störf í fyrradag - sem einbeita sér að gagnrýnendum Flokksins tilheyri þeim stóra hópi sem vinnur við að "infiltrera"/blanda sér í blogg er kosningar nálgast!
http://disdis.blog.is/blog/dis/entry/786142/
þér er velkomið að líta á þetta 2 vikna blogg og skoða athugasemd 6 - þarft etv að kynnast almennilegum vinnubrögðum!
Björn Jónsson er gott nafn - næsti bær við dulnefni! Sá er skrifaði athugasemd nr 6 er ekki svo heppinn að heita algengu nafni!
Hlédís, 10.2.2009 kl. 09:36
Hlédís - ég kíkti á þessa athugasemd á blogginu þínu, og ég er orðlaus. Svona hótanir eru lögreglumál. Ekki spurning.
En ég er ekki viss um að "skrímsladeildin" svokallaða komi inn á bloggsíður með svona rugl. Þar eru frekar á ferðinni skríbentar sem þyrla upp vafa um alla skapaða hluti og reyna að gera fólk tortryggilegt. Sú barátta er augljóslega hafin.
Já, það er margur sorinn í pólitíkinni.
Magnús Geir - takk fyrir þínar skemmtilegu vísur.
Já, og svo þakka ég traustið þeim sem hér hafa verið að skora á mig. Víð sjáum hvað setur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.2.2009 kl. 10:05
Ég held að það hafi verið ljóst nokkuð lengi að Davíð Oddsson sé með taldsvert annað veruleikaskyn en við sem eum uppi í dag. Hann virðist hafa fæðst inn í aðra veröld eða orðið fyrir einhverju truflandi snemma á ævinni.
Hann heldur að sér leyfist allt, já bókstaflega ALLT sem honum dettur í hug. Hefndarhugur hans minnir á Sturlungaöldina og það er vissulega áhyggjuefni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.2.2009 kl. 10:25
Hlédís.
Ert þú að væna mig um að hafa sett þetta comment inn á bloggið þitt ???
Líkindi segja!!!! Ein af uppáhaldssetningum Gróu á Leyti!!!
Svo að lokum ætla ég að biðja þig um að kæra þessa færslu ( 6 ) hún er einfaldlega ógeðsleg.
Ólína.
Endilega bjóddu þig fram. Ég stóð með þér þarna um árið í baráttu þinni við smákóngana í skólanum þínum.
Björn Jónsson, 10.2.2009 kl. 10:31
Vísindalegur ertu ekki, Björn! Ég sagði þú gætir, etv, lært vinnubrögðin, nýr á blogginu. Ég tel líkindi á að þú tilheyrir "skrímsla-deildinni" sem Ólína nefnir hér að ofan og ER komin inn á bloggið að venju. nú fyrir kosningar. þakka annars ráð um að kæra - Ég sendi textann strax til lögreglunnar eins og stendur á síðunni. Veit nú hið rétta nafn sendandans og mun kanna málið nánar - Þetta er ekki fyrsta nafnlausa hótun innan bloggsins.
Hlédís, 10.2.2009 kl. 10:49
Hm, ekki beinlínis hamingjulesning hér að ofan, en ekkert að þakka mín ágæta, mín er ánægjan. En þín auðvitað líka já, við erum án minnsta vafa sammála um eftirfarandi.
Örlögunum ekki réð,
ósköp slík ég skuli letra.
En vísnasmíðin gleður geð,
gerir lífið miklu betra!
Það held ég nú, en svei mér já ef smá glufa er ekki að myndast haha, en sem þú segir, þá sjáum við hvað setur, engin veit jú sína ævina...o.s.frv.!
En skrímslaher? Finnst nú nafnbótin Loftbelgir eiga betur við um margan slíkan!
Magnús Geir Guðmundsson, 10.2.2009 kl. 14:45
Fátt er í dag íslensku þjóðinni mikilvægara-vanburða og skipreika í ölduróti skuldahafsins -en trúverðugleiki erlendis. Trúverðugleiki í þeim efnum öllum sem hníga að brúklegri skynsemi og yfirvegun í stjórnsýslu. En í stað þess að ástunda þessa þætti af þeirri kappsemi sem skylt má telja þá erum við daglega á milli tannanna á skopblaðamennsku og fátt um okkur rætt annað en það sem snýr að heimsku og fáránleika.
Þetta er aðvitað ekki boðlegt.
Undanfarna daga höfum við orðið vitni að enn einum þætti í þessa veru og ekki þeim virðingarmesta. Sá yfirmaður Seðlabankans sem mesta athygli hefur vakið erendis fyrir hin ótrúlegustu viðbrögð sín í starfi og gengur nú í erlendum blöðum undir virðingarheitinu "Davíð kóngur!" sést á harðahlaupum undan mótmælendum. Í gærmorgun sást hann við Landspítalann og sagðist vera á leið í rannsókn. Eftir örskotsstund sást hann skjótast út um bakdyrnar og á leið inn í bíl sem beið hans. Er hann varð var við fréttamann skaust hann aftur inn í spítalann!
Og í morgun sást hann sötrandi kaffi undir vegg Seðlabankans og í skjóli fyrir mótmælendum. Nú brugðu þeir við sem vasklegast og hugðust grípa manninn áður en hann kæmist inn, en urðu höndum seinni og slyppifengir sáu þeir á eftir kónginum inn í skjólið þar sem hann skellti á eftir sér.
Hvar erum við stödd þegar heimspressan er farin að fylgjast með einum af æðstu embættismönnum þjóðarinnar á flótta undan fólkinu sem greiðir honum laun?
Davíð Oddsson, fyrrum helgitákn stærsta stjórnmálaflokks Íslands og æðsti yfirmaður stjórnsýslu um áratuga skeið neitar að yfirgefa embætti sitt, best launaða starf á vegum þjóðarinnar. Það er setið fyrir honum og reynt að svæla hann út eins og melrakka í greni!
Hér er ekkert fullyrt- en aðeins spurt: Er þetta heilbrigt?
Árni Gunnarsson, 10.2.2009 kl. 15:03
Þessi uppákoma við Landspítalann í gær er yfirgengileg. Það sjá allir í gegnum þetta en geta varla fengið sig til að tala um það af skömm. Skömm yfir að einn af forsvarsmönnum þjóðarinnar skuli leyfa sér svona framkomu upp í opið geðið á okkur - og umheiminum, sem hlær að okkur í besta falli og/eða fyrirlítur fyrir að láta það viðgangast.
Hulda (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 21:01
Ég var á ferðinni í bæinn frá Keflavík með rútu einmitt þegar fréttirnar voru lesnar
það var bara jóke að heyra fréttir um að Davíð hefði farið inn um þessar dyr út um aðrar þegar hann sá fréttamenn snarað sér til baka ,það hlóu margir í rútuni af þessu öllu saman ,ja þvílikt og annað eins honum Davíð hefði sjálfum ekki dottið í hug að skrifa svona farsa
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 10.2.2009 kl. 21:52
Sæl Ólína.
Þetta er ekki hægt að láta viðgangast,
Nú göngum við hús úr húsi og söfnum fyrir Davíð svo að hann geti skrimmt.
Kveðja.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 19:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.