Í gang aftur eftir dásemdir Dolomítatindanna

Dolomíta-tindarnir Jæja, þá er ég aftur komin í gang eftir dásamlegt skíðafrí með systrum mínum í ítölsku Ölpunum - undirlögð af harðsperrum en endurnærð til líkama og sálar. Annan eins snjó hef ég aldrei séð og þann sem kom niður úr himninum yfir Madonna síðustu daga. Og kalla ég þó ekki allt ömmu mína í þeim efnum, hafandi búið á Ísafirði í samanlögð 14 ár um mína daga. En tveggja mannhæða háar snjóhengjur ofan á þökum húsa hef ég aldrei augum litið fyrr en í þessari ferð.

Og náttúrufegurðin þarna, maður lifandi! Dolomíta-fjöllin með sínar tignarlegu klettaborgir og tvöþúsundmetra háu tinda. Þetta var engu líkt.

Eru þá ónefndar skíðabrekkurnar - endalausar og aflíðandi. Misvel troðnar að vísu - enda hafa ekki sést þarna önnur eins snjóþyngsli í manna minnum. Sem aftur varð þess valdandi að við systur vorum mis-glæsilegar á skíðunum. Sem aftur varð þess valdandi að við gátum mikið hlegið - allar sex!

Jamm ... það var auðvitað með hálfum huga sem ég fór þetta, svona mitt í efnahagshruninu. En þar sem ferðin hafði nú verið bæði pöntuð og greidd fyrir bankahrun - og ekki á hverjum degi sem systrahópurinn allur gerir sér dagamun með þessum hætti - þá lét ég slag standa.

Og ég sé ekki eftir því - enda hef ég ekki hlegið annað eins í háa herrans tíð og þessa síðustu viku. Hlátur er hollur. Smile

En nú er þetta gaman sumsé búið í bili - og við tekur (vonandi) annað gaman hér heima. Wink

Er að fara í Sprengisandinn hjá Sigurjóni M. Egilssyni á Bylgjunni í fyrramálið. Set kannski inn tengil hérna eftir þáttinn.

Bless á meðan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

SælÓlína, var farin að halda að búið væri að skera Vestfirðina frá okkur hinum. Gott að svo er ekki og þú svona spræk - harðsperrur - hlátur - skíði, hollt og gott hvað með öðru. Velkomin heim í atið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2009 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband