Framsókn gamla hressist aðeins

Ég sé ekki betur en Framsóknarflokkurinn sé bærilega staddur með mannval ef marka má þetta formannskjör. Sigmundur og Höskuldur eru báðir afar frambærilegir menn og hin nýja forysta flokksins hefur yfir sér ferskt og trúverðugt yfirbragð. Þó byrjunin hafi verið svolítið brösuleg vil ég óska Sigmundi Davíð til hamingju með kosninguna. Það er ánægjulegt að sjá nýtt fólk með heilbrigðar áherslur kveða sér hljóðs á stjórnmálasviðinu núna.

En ég stenst ekki mátið að skella hér inn tveimur góðum ferskeytlum sem urðu til á Leirvefnum í kvöld. Þessi er eftir Pétur Stefánsson:

Í Framsókn er bæði fjör og drama,
-fremstur var Höski í sigurliði
og stóð í ljósi frægðar og frama
í fimm mínútur uppi á sviði.

Og hér er önnur eftir Davíð Hjámar Haraldsson:

Lokatölur beint úr flokksins bók
baksar við að lesa þegar húmar;
Haukur gaf og Haukur síðan tók
af Höska eftir fimm mínútur rúmar.

Já -  það á ekki af þeim að ganga framsóknarmönnum.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ár & síð

Og hér er ein góð eftir hann Gísla á Málbeininu:

Mistökin einkenndu framsóknar fund
formaður lofi var hlaðinn
kappinn á sviði var kóngur um stund
- svo kynntu þeir annan í staðinn.

Matthías

Ár & síð, 18.1.2009 kl. 23:36

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er sagt að Sigmundur sé 5. formaður flokksins á tveim árum. Ég mundi segja sá 6. þó valdatími Höskuldar hafi verið í styttri kantinum. Formenn flokksins á þessum tveim árum hafa líka nokkrir hætt óvænt og án fyrirvara.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.1.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Sólrún Guðjónsdóttir

já Höskuldur var formaður í 5 mínútur

Sólrún Guðjónsdóttir, 19.1.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband