Flokkunarkerfið á mbl mætti bæta

Á meðan allt logar hér á bloggsíðunni minni í umræðum um stofnun nýs lýðveldis - já, á meðan verið er að kanna hvað raunhæft sé að gera til að koma af stað fjöldahreyfingu um málið -  þá ætla ég að nota tímann til að gera athugasemd við stjórnendur moggabloggsins vegna flokkunarkerfisins. Það mætti nefnilega bæta.

Nú hef ég að undanförnu verið að tjá mig töluvert um ástandið á Gaza. Flokkunarkerfið gerir ekki ráð fyrir því að hér sé bloggað um stríðsátök, utanríkismál, nú eða alþjóðamál almennt, heldur bara Evrópumál eða stjórnmál og samfélag. Margt af því sem ég blogga tengist t.d. heimspeki og hugmyndastefnum (ekki bara trúmálum), fjölmiðlum (ekki bara sjónvarpi), kjarabaráttu, mannréttindum, löggæslu, siðferðismálum o.þ.h. Enginn þessara umræðuefna á sér málaflokk í kerfinu á mbl.is. Woundering

Hér vantar víðtækara flokkunarkerfi.

Þetta er nú svona vinsamleg ábending sett fram til umhugsunar. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.1.2009 kl. 16:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Get tekið undir þetta með þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Sammála þessu.

Sem tímanna tákn mætti bæta við bloggflokki sem heitir  "fjármál".

Marta B Helgadóttir, 13.1.2009 kl. 22:16

4 Smámynd: Morten Lange

Já, tek undir með þér í þessu Ólína.  Mögulega mætti  bæta við svona 2 flokka og víkka út nokkra í viðbót :

T.d bæta við : A. alþjóðamál, B. réttindamál

Víkka út : C. heimspeki, trúmál og siðferði,   D.   fjölmiðlar,

Og mér finnst vanta flokk fyrir heilbrigðismál og/ eða lýðheilsu.

Flokkurinn Umhverfismál mætti endurskýra "Umhverfismál og sjálfbær þróun" eða bara Sjálfbær þróun. 

Ef möguleikar okkar  til að lifa áfram hérna á þessa eina plánetu er ekki álitað mikilvægt  málefni, þarf ekki að spyrja að leikslokum.  "Umhverfismál" er allt of fuzzy hugtak í mínum huga. Hljómar eins og fegrun garðsins í hugum sumra.

Morten Lange, 13.1.2009 kl. 23:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sammála þér og vona að moggaliðið sjái þetta og taki til greina.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.1.2009 kl. 00:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem getur breytt einhverju í þessum heimi er hann Árni Matt.

Þorsteinn Briem, 14.1.2009 kl. 03:08

7 identicon

Stríð eiga heima undir "trúmál"... í flestum tilvikum :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 11:12

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta eru góðar uppástungur hjá þér Ólína. Það er reyndar hægt að stofna eigin færsluflokka en þeir koma þá aðeins fram á eigin síðu. Það vantar tilfinnanlega fleiri almenna flokka og ég legg til að þú sendir þetta erindi inn til Árna sem fyrst.

Svanur Gísli Þorkelsson, 14.1.2009 kl. 12:53

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú getur sjálf búið til flokk eftir eigin höfði. Það verður enginn munur á honum og flokkunum sem koma frá bloggkerfinu. Ég bjó til forláta flokk sem heitir Mali og efnið í honum er alveg æði enda eingöngu um líf og mal Mala. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.1.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband