Ástþóri bannað að mótmæla á fundi með mótmælendum

asthor_magnusson_a_birosagon Í fyrsta skipti sem ég skelli upp úr yfir frétt úr kreppunni var þegar ég sá sjónvarpsfréttina um uppákomuna í Iðnó þegar Ástþór Magnússon steðjaði þangað inn í jólasveinabúningi og var umsvifalaust kastað út af fundarmönnum. Þarna voru saman komnir grímuklæddir aktívistar ásamt lögreglu og almennum borgurum að ræða mótmælaaðferðir og virðingu fyrir skoðana- og tjáningarfrelsi þeirra sem meðal annar aðhyllast "beinar aðgerðir" í mótmælum.

Skyndilega var friðurinn rofinn. Jólasveinninn mættur - hó hó hó! Með fullan poka af kærugjöfum til stjórnvalda.

Fundarmenn litu hver á annan  Errm og í sömu andrá sameinuðust hugir viðstaddra í einni ákvörðun: Út með manninn! 

Já, hvahh?  Hann bað ekki einu sinni um orðið - það eru nú einu sinni fundasköp!!

Þessar "beinu aðgerðir" Ástþórs féllu greinilega ekki í kramið.  Ég meina, hver vill miðaldra kall í jólasveinabúningi inn á alvarlegan fund með alvöru aktívistum í svörtum fötum með lambhúshettur og skýlur fyrir andliti? Út með manninn! Hann er ekki einu sinni töff. Tounge

Þið verðið bara fyrirgefa - en þetta var óborganleg uppákoma. Og þó að Ástþóri sé ekki skemmt (sjá hér) og öðrum fundarmönnum augljóslega ekki heldur ef marka má bloggskrif ýmissa í dag - þá skellihló ég. Skelli, skellihló. Devil 

Kannski var það vegna flensunnar - ég er auðvitað með fullan hausinn af kvefi og gæti þess vegna verið með óráði.

Á þessum síðustu og verstu tímum er auðvitað bannað að brosa. Halo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hefði ekki verið skynsamlegt að leyfa honum að klára erindið?  Ég var þarna og mat það svo. Annar sem vill athygli Sturla bílstjóri var þarna...fékk ákveðinn tíma en var svo stöðvaður.  Unga fólkið hafði ekki hugmynd um hver Ástþór var!

Hólmdís Hjartardóttir, 10.1.2009 kl. 00:01

2 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég er á því Hólmdís að það hefði verið betur viðeigandi í ljósi þess sem til umræðu var að leyfa manninum að ljúka sínu erindi.   Það er nú eiginlega minn punktur með þessari færslu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.1.2009 kl. 00:05

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Hæ Hólmdís og Ólína. Mig langar bara aðeins að ..: Er þetta ekki sama fólkið og er alltaf að ryðjast alls staðar inn út um allan bæ og vill fá alla athygli við öll tækifæri? :P

Jónas Jónasson, 10.1.2009 kl. 00:37

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þarna er tónninn augljós Ólína - háðsádeila í nokkrar áttir. En gott að sjá spaugilegu hliðina á þessu bulli.

Erindið var að spilla fyrir og skemma - eyðileggja og sækja sér athygli - það tókst framar vonum.

Er það er eitthvað sem við getum lesið úr þessu að þá finnst mér það vera að "beinar aðgerðir" virka svo sannarlega.

Helst hefði ég viljað að (og það er auðvelt að vera vitur eftir á) viðbrögðin hefðu verið önnur. Þeir sem lenda í uppátækjum Ástþórs í framtíðinni ættu að leyfa honum að ganga fram í því sem hann er að gera og ekki bregðast við á nokkurn hátt. Bara sitja/standa og þeyja og fylgjast með. Lofa honum að ljúka sér af - eins og athyglissjúkum unglingi - og bíða þegjandi þar til hann hrökklast í burt. Öll viðbrögð eru nefnilega olía á geðtruflað bálið sem brennur í hausnum á manninum.

Og nú er ég hættur að moka olíu á bálið og læt þessa athugasemd verða þá síðustu sem ég skrifa í neitheima um Ástþór Magnússon.

Þór Jóhannesson, 10.1.2009 kl. 00:41

5 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ólína mér finnst greinin þín skemmtileg. Þú ert með það rangt að mér hafi ekki verið skemmt, en það sem mér hefur fundist furðulegt í þessu öllu saman, eins og þér sýnist mér, hvað hörðu mótmælendurnir á fundinum bara föttuðu ekki málið.

Ég myndi náttúrlega aldrei útfæra svona grínlega uppákoma nema geta hlegið sjálfur.

Ég ók skellihlæjandi heim yfir uppákomunni sem þetta olli, eftir að hafa horft á leikstjórann sótrauðann í framan af bræði og manísku lætin við að bera mig út.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Jónas Jónasson

jafn augljóst að erindi grímuklæddra mótmælanda er ad spilla fyrir, skemma - eyðileggja og sækja sér athygli.

Jónas Jónasson, 10.1.2009 kl. 00:54

7 Smámynd: Ragnheiður

Þú skrifar bráðskemmtilega um þetta, ég hló að orðum þínum.

Ragnheiður , 10.1.2009 kl. 01:06

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var á fundinum, ég þekki forsöguna, mér var ekki skemmt og er ekki sammála þér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 10.1.2009 kl. 01:17

9 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Á meðan Þópr Jóhannesson mokar yfir mig á bloggsíðu sinni bannar hann mér að svara. Ef honum líkaði ekki eitthvað sem ég setti inn væri kannski athugandi að senda mér email á thor@forsetakosningar.is og gera athugasemd sem ég tæki þá til greina að sjálfsögðu. En þessi athugasemd á erindi til Þórs, ég sé að hann er að skrifa einnig hér um mig:

Mikið hefði ég gaman af því að vita Þór hvaða bækur þú lest. Ég verð að lýsa þeirri skoðun minni að mér finnst vanta nokkra kafla í umræðuna hjá þér.

Svo þarf endilega að leiðrétta það enn og aftur að ég var búinn að biðja um orðið ítrekað við þá háu herra sem sátu á sviðinu, mér var synjað ítrekað og handauppréttingar mínar í Háskólabíó þegar ég vildi bera upp spurningu voru einnig að engu hafðar þótt menn sæu greinilega að ég var að biðja um að setja fram spurningu. Það var margsinnis gengið framhjá mér.

Þessu var ágætlega lýst á þættinum Harmageddon á útvarpinu X977 í dag, þátturinn er aðgengilegur á visir.is

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 01:18

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslands nú er eina von,
hann Ástþór Magnússon,
og bilaðar aðgerðir beinar,
barasta keyptu jólasveinar.

Þorsteinn Briem, 10.1.2009 kl. 01:22

11 Smámynd: Bergur Thorberg

Ég hló líka, alla vega brosti vel út í annað. Það er þetta með hann Jón og séra Jón..........

Bergur Thorberg, 10.1.2009 kl. 02:11

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ástþór gæti reynt fyrir sér á næsta alheimsþingi jólasveina.   Ef kollegar hans bera hann líka út fer þetta að verða alvarlega króniskt ástand 

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 02:25

13 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Alveg sama hvaða álit maður hefur á Ástþóri, skoðunum hans og/eða fundargesta á þessum mótmælafundi, þá verður að reyna að sjá skoplegu hliðina á þessu. Sammála Ólínu þar um .... gott að geta brosað og hlegið að þessu svona í bland

Katrín Linda Óskarsdóttir, 10.1.2009 kl. 02:47

14 identicon

'og í sömu andrá sameinuðust hugir allra viðstaddra í einni ákvörðun: Út með manninn!'

Þú hefur greinilega ekki verið á fundinum Ólína. Fjöldi manns lýsti sig reiðubúinn að ganga út ef jólasveinninn fengi ekki að bera upp erindið og það varð til þess að Ástþóri var boðið að koma inn aftur. Það fer svo tvennum sögum af ástæðum þess að hann kom ekki inn.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 08:22

15 Smámynd: Einar Indriðason

Það voru líka fjöldi manns á þessum fundi, sem hefðu gengið út, ef Jóli hefði komið inn.

Einar Indriðason, 10.1.2009 kl. 10:57

16 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég tek undir með Láru Hönnu, ég var á staðnum, ég þekki forsöguna og mér var ekki skemmt.

Berglind Steinsdóttir, 10.1.2009 kl. 10:57

17 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Satt er það, ég var ekki á fundinum og er auðvitað að stílfæra þetta eftir að hafa horft á sjónvarpið. Játa það fúslega.

En Lára Hanna og Berglind - þið talið í gátum. Hvaða forsögu eruð þið að tala um?

Það er nú þannig með Ástþór að hann er eins og hann er. Stundum skemmtilegur, stundum þreytandi. En hann á auðvitað sinn rétt. Og ef menn aðhyllast beinar mótmælaaðgerðir og borgaralega óhlýðni á annað borð (ég er reyndar ekki hrifin af slíku, en látum það liggja milli hluta) þá ættu þeir hinir sömu að umbera aðgerðir Ástþórs. Hann hefur mér vitanlega aldrei unnið eignaspjöll eða meitt nokkurn mann, ólíkt ýmsum öðrum.

Svo er Ástþór líklega einn af fáum Íslendingum sem státar af sérstöku geðheilbrigðisvottorði um að hann sé ekki geðbilaður. En þó svo væri þá hlýtur Stjórnarskrá Íslands að vernda tjáningarfrelsi þessa manns eins og annara.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.1.2009 kl. 11:11

18 Smámynd: Neddi

Ástþór kvartar yfir því hér að Þór Jóhannesson leyfi honum ekki að kommenta á blogginu sínu. Er þar Ástþór að kvarta yfir því sem að hann gerir sjálfur öðrum.

Hann lokaði á að ég gæti kommentað á bloggið hans eftir að ég hafði sett inn 3-4 komment þar sem að ég sýndi fram á tengsl hans við sorprit.com. Hann ætti því aðeins að líta í eigin barm.

Einnig kvartar hann um að hann hafi ekki fengið að tala í Háskólabíó. Heldur hann virkilega að menn á svona fundum fái orðið um leið og þeir rétta upp höndina? Menn fá að tala svona nokkurn vegin í þeirri röð sem að þeir rétta upp hönd til að fá orðið. Sem dæmi þá bað ég um orðið í upphafi spurningahluta fundarins á fimmtudaginn en samt var ég með þeim síðustu til að fá að spyrja og það löngu eftir uppákomu Ástþórs. Og eftir fundinn kom svo í ljós að nánast helmingur af þeim sem að báðu um orðið komust ekki að.

Teljast það lýðræðisleg vinnubrögð að leyfa þeim sem að er athygglissjúkastur að komast fremst í röðina óháð því hvenær þeir byðja um orðið? Ég er nánast fullviss um það að flestir séu sammála mér í því að það sé langt í frá að vera lýðræðislegt. Þvert í móti er fyrirkomulagið eins og það hefur verið á fundunum að menn fái að tala í þeirri röð sem að þeir byðja um orðið sé lýðræðislegt fyrirkomulag.

Það má svo deila um hvort að farsællegra hefði ekki verið að leyfa Ástþóri að vaða uppi á fundinum og framkvæma sína gjörninga en eins og Einar Indriðason segir þá hefði fjöldi manns gengið út við það og þar á meðal ég.

Neddi, 10.1.2009 kl. 12:05

19 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta var fallega sagt um hann Ástþór og að mestu hárrétt. Þetta er mesti dugnaðarforkur sem ég hef kynnst, hann er einmitt stórskemmtilegur og ofboðslega ýtinn.

Hvernig fólk kemur fram við henn segir að mestu um hvernig það er innréttað sjálft. 

Jónas Jónasson, 10.1.2009 kl. 12:09

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Helstu mótmælendur Íslandssögunnar koma saman á Austurvelli í dag:

Jón Sigurðsson, forseti, "Vér mótmælum allir!"

Ástþór Magnússon hurðaskellir,

Eva Hauksdóttir norn,

Helgi Hóseasson skyrgámur.

Þorsteinn Briem, 10.1.2009 kl. 14:19

21 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég finn til samkenndar með kynlegum kvistum.

Sigurður Þórðarson, 10.1.2009 kl. 14:20

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Eru þessir með leppina fyrir andlitinu   ekki sannkallaðir Leppalúðar?  Það vantaði bara Grýlu.

Ágúst H Bjarnason, 10.1.2009 kl. 15:09

23 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fundur lögreglunnar með grímuklæddum glæpamönnum er hneyksli.Slíkt þekkist hvergi þar sem fólk á að geta treyst lögreglunni.Að sjálfsögðu hefði lögreglan átt að vernda jólasveininn.Þeir eru hræddir við glæpalýðinn.

Sigurgeir Jónsson, 10.1.2009 kl. 15:52

24 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ólína kanntu að stækka myndina þína svo hún passi í rammann?? ég get hjálpað, sendu mér bara skilaboð, held ég sé með Tourette eins og ein dóttir mín þarf alltaf að hafa allt hornrétt.  Læt liggja milli hluta að ræða um jóla, aðrir vita meira um málið en ég en pistill þinn er skemmtilegur.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.1.2009 kl. 17:12

25 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Neddi, ég er búinn að opna á athugasemdir frá þér. Komdu nú endilega vinur með þínar athugasemdir, en ekki spamma með sömu spurningum/athugasemdunum aftur og aftur eins og síðast.

En ég ætla að ganga lengra Neddi, nú bið ég um þig sem bloggvin, sá fyrsti sem ég hef beðið um slíkt.

Ástþór Magnússon Wium, 10.1.2009 kl. 19:03

26 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Bravó fyrir Kaupfélagsbátnum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 10.1.2009 kl. 19:30

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já Ástþór þetta líkar mér - að rétta fram sáttfúsa hönd.

Ásdís, eins og þú sérð þá passar ekki toppmyndin á síðunni hjá mér - ég var nefnilega að breyta útlitinu og þá bara varð þetta allt skakkt og bjagað.

Ég ætla að send þér línu og fá aðstoð. Takk fyrir gott boð.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.1.2009 kl. 21:52

28 Smámynd: Guðjón Heiðar Valgarðsson

"Fundarmenn litu hver á annan  Errm og í sömu andrá sameinuðust hugir viðstaddra í einni ákvörðun: Út með manninn! 

Já, hvahh?  Hann bað ekki einu sinni um orðið - það eru nú einu sinni fundasköp!"

 já... vildi bara ítreka það að það sem þér finnst svo fyndið við þetta er byggt á miklum misskilningi. Einmitt stærsta ástæðan fyrir því að þetta hristi svona vel upp í fundinum var að fæstir vissu að þarna væri á ferðinni maður sem áður hefði staðið í deilum við aðstandendur fundarins og héti Ástþór Magnússon.

Í fyrsta lagi, að láta eins og allir fundarmenn hafi ákveðið að henda honum út er mjög rangt og einmitt brugðust mjög margir, þar á meðal ég upphaflega mjög illa við og reyndu að yfirgefa fundinn. Einnig er það rangt að segja "hann bað ekki einu sinni um orðið" það er hreinlega rangt... eða nema í þeim skilningi að Ástþór Magnússon bað ekki um orðið, heldur jólasveinninn...  en hann spurði hátt og snjallt "má jólasveinninn tala?" og arkaði inn.

Það er líka bara svo fáránlegt að vera að reyna að mála þennan fund upp sem eitthvað "ólýðræðislegan" bara því hann hefur ekki greiðan aðgang að honum, og í háskólabíói var fullt af fólki sem vildi spyrja spurninga, átti hann bara að komast strax að því hann er svo merkilegur?

þessi Ástþórs umræða er merkileg, þarna voru fluttar frábærur ræður en fólk einblínir á þetta stönt hans, sem eins og hann viðurkennir sjálfur var aðallega beint gegn því að verið væri að halda þennan merkilega fund, en ekki bein aðgerð gegn þeim spillingaröflum sem halda þessu landi í gíslingu..

 Hverjum dettur í hug að leggja áherslu á það af öllum hlutum? Þetta er ein heimskulegast beina aðgerð sem ég hef orðið vitni að, en ég vildi engu að síður gefa henni séns, í augum fundarstjóra var það ekki nauðsynlegt þar sem hann vissi um hvern var að ræða og hvurslags bull hann hyggðist leggja upp á borðið.

Betri samskipti milli fundarstjóra og fundarmanna um það hefðu verið æskileg.

Guðjón Heiðar Valgarðsson, 11.1.2009 kl. 00:07

29 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Anna Ragna Alexandersdóttir, 11.1.2009 kl. 02:48

30 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Guðjón Heiðar, þú segir "Þetta er ein heimskulegast beina aðgerð sem ég hef orðið vitni að" en ég held á sama tíma að þú verðir að viðurkenna árangurinn sem varð af þessari mótmælaaðgerð minni í Iðnó:

1. Afhjúpaði skapbresti og vinnubrögð fundarstjórans sem rauk upp í bræðiskasti, varð sótrauður í framan og hótaði að slíta fundinum án þess einu sinni að reyna að miðla málum. Þokkaleg fundarstjórn eða hvað?

2. Kjálkar viðstaddra droppuðu niðrá bringu og þögn fór um salinn. Sýndi þeim sem mættir voru á fund til að læra um mótmæli að ekki þarf að valda eignaspjöllun eða slasa fólk til að ná athyglinni og árangri af mótmælum. Hugmynd sem kemur á óvart er nægjanlegt.

3. Aðstandendur Opins borgarafundur komu fram í sjónvarpi og sögðu mig ljúga til um að hafa verið borinn út af skipulagsfundi þeirra. Því miður voru engir fjölmiðlar vitni að þeim atburði. Í Iðnó var mikill fjöldi vitna og fjölmiðla sem horfðu á útburðinn endurtekinn. Erfitt eftir þetta að segja mig ljúga um atburðinn ekki satt?

4. Hefur náð umræðunni í gang og fengið fólk til að hugsa það mál sem ádeilan beinist gegn. Hvort "Opin borgarafundur" í raun opinn? Hvort mótmælin á Austurvelli eru einnig opin eða hvort þetta eru leiksýningar lítillar klíku? Vinnubrögð þeirra benda til að svo sé að hér sigli hópur með sovésk-fasískar hugmyndir undir fölsku flaggi og sé að undirbúa valdabyltingu. Þetta skrifa þeir í vefritið NEI:

Í lok fundar gekk grímuklædd kona uppí pontu og las stutta yfirlýsingu af blaði. Fólk var þá á leiðinni út en staldraði við og hlustaði. Þar sagði hún byltingu vera einu leiðina. Kerfið væri gegnsýrt af spillingu, ekki bara hið íslenska kerfi heldur hinn alþjóðlegi kapítalismi í heild sinni. Undirtektirnar voru eftirtektarverðar. Sífellt fleiri virðast aðhyllast róttækar breytingar á því samfélagi sem er ráðandi í hinum vestræna heimi. Þar sem peningar eru ekkert annað en skuld. Byltingin liggur í loftinu. Ég finn lyktina af henni. Og fundurinn á fimmtudagskvöld var dæmi um það. 

Ástþór Magnússon Wium, 11.1.2009 kl. 10:51

31 identicon

Takk fyrir greinargóðar skýringar á uppátæki þínu Ástþór. Það vefst samt ennþá fyrir mér hversvegna þú ræðst gegn ólýðræðislegum vinnubrögðum áhugafélags sem hefur andskotans engin völd að verja.
Hver sem er getur boðað til opins borgarafundar og haldið þar uppi fundarstjórn eftir lýðræðislegu kerfi eða fasísku, allt eftir sínum geðþótta.  Ef þér finnst vanta opna borgarafundi með lýðræðislegra fyrirkomulagi, af hverju kemur þú þá ekki á slíkum fundum í stað þess að angra þá sem gera hlutina eftir sínu höfði?
Eitt líka sem mig langar að benda þeim á sem líkja saman jólasveinabúningnum og grímunni. Jólasveinninn var þarna til að halda uppi leiksýningu, gríman þjónar öðru hlutverki. Það hefur margsinnis komið fram að tilgangurinn með grímunni er sá að draga úr líkunum á að viðhorf og aðgerðir séu persónugerð, og jafnframt að vernda einstaklinginn á bak við grímuna. Jólasveinn á barnaskemmtum gegnir hlutverki meinlauss og gamansams öðlings en þegar jólasveinn skundar inn á samkomu fullorðinna eru tvær túlkanir mögulegar; hann er kominn til að gera lítið úr fundinum (eins og Ástþór staðfestir) og hann getur einnig verið tákngervingur kapítalismans.
Ég get tekið undir að fundafyrirkomulag sem þetta þjónar ekki beinu lýðræði og það er ekki í stíl við það sem anarkistar ástunda sjálfir. Þetta er samt sem áður í fyrsta sinn á Íslandi sem einhver sem ekkert hefur kynnt sér þá hugmyndafræði sem við aðhyllumst (og athugasemd fundarstjóra undir lok fundar um að grímuklæddir geti viðhaft sitt fundafyrirkomulag þegar þeir komast til valda, sýnir að hann veit ekkert um málið, jafnvel eftir að hafa hlustað á tvö framsöguerindi sem snerust um andúð á valdi) sýnir vilja til þess að kynna sjónarmið  anarkista og aðgerðasinna fyrir fólki sem þekkir aðeins fulltrúalýðræði.
Þrátt fyrir að fulltrúi kapítalismans og jafnframt maður sem sýnilega þráir völd, komi æðandi inn í þeim tilgangi að klúðra þessu tækifæri, voru langflestir anarkistar og aðrir aðgerðasinnar í salnum tilbúnir til að hlusta. Í hugum þeirra snýst lýðræði nefnilega ekki um að þeir sjálfir fái að stjórna umræðunni, heldur að allar raddir fái að heyrast, einnig raddir vitleysinga, kapítalista, forsetaframbjóðenda og annarra jólasveina.  
Að lokum Ástþór. Mér finnst svolítið óljóst hvaða viðhorf þú hefur til byltingar. Vilt þú viðhalda þessu kapítalíska valdakerfi sem við búum við, með sjálfan þig í valdastöðu, eða viltu bylta því?
 
 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 11:26

32 Smámynd: Jónas Jónasson

Ja það er bara tvennt í boði: Kommonisti eða kapitalisti það er og það verður aldrei neitt þar á milli. Fólk verður bara að gera það upp við sig hvort það vill.

Jónas Jónasson, 11.1.2009 kl. 13:08

33 Smámynd: Ignito

Ég skil vel þá sem fannst þetta fyndin uppákoma, einhver aðili í jólasveinabúning birtist í fundarsal og hrópar yfir alla "má jólasveinninn tala".  En þegar kom í ljós að var Ástþór þá var mín hugsun a.m.k. "Æ, hann aftur...hvað amar eiginlega að"

Mitt innlegg í þetta er að með hegðun sinni á bloggheimum í framhaldi, að líma pistil sinn inná allar færslur sem tengdust fréttinni, sýndi mun frekar fram á athyglissýki hans.

Var sú framkvæmd hans, frá mér séð sem var ekki á þessum tiltekna fundi, að setja sig upp sem píslarvott og með skotum um kommúnista o.s.fr. mjög hvimleið.

Framkvæmd sem ekki er gerð af manni sem fór skellihlæjandi frá fundarstað heldur frekar af manni sem var reiður eða pirraður.

Mér sýnist að þeir sem stjórnuðu fundinum hafi séð eftir sinni nálgun á þessu.  Þeir gera sér alveg grein fyrir að allir hafa rétt á að koma sínum sjónarmiðum að.

En er þá ekki krafa gerð til þeirra sem það vilja, að þeir geri það á réttan hátt ?

Hingað til hefur Ástþór ekki komið með neitt um að líklega hefði hans nálgun að þessu mátt vera eitthvað öðruvísi.  Horfir hugsanlega á þetta sem sigur og sönnun á að hann er fórnarlamb #1 í íslensku samfélagi síðustu ár.

Það alversta sem kom úr þessu er að athyglin frá málefnum fundarins fór að miklu leiti til Ástþórs og sé ég fyrir mér að nú geti hann hlegið og skemmt sér því þar náði hann sínu fram.  Að draga athyglina að sér.

Ignito, 11.1.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband