Dáðleysi í utanríkismálanefnd

gaza3 Ég er sammála Steingrími J Sigfússyni núna. Ég er sorgmædd yfir dáðleysi utanríkismálanefndar og vona heitt og innilega að meirihluti nefndarinnar skoði betur eigið hugskot og hjarta. Mér finnst við hæfi að rifja upp hér hverjir það eru sem eiga sæti í utanríkismálanefnd. Sjálf ætla ég að taka vel eftir því hvernig atkvæði falla í nefndinni þegar kemur að endanlegri afgreiðslu málsins.  Nefndin er þannig skipuð ...

Fyrir Sjálfstæðisflokk: 
Bjarni Benediktsson, formaður
Guðfinna Bjarnadóttir
Ragnheiður E. Árnadóttir

Fyrir Samfylkingu: 
Árni Páll Árnason, varaformaður
Ásta R. Jóhannesdóttir,
Lúðvík Bergvinsson

Fyrir stjórnarandstöðu: 
Kristinn H. Gunnarsson, Frjálslynda flokknum
Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokknum
Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum.

 

--------------------------

PS: Annars finnst mér efnisflokkunin hér á moggablogginu vera orðin úrelt - hér virðist ekki vera hægt að flokka færslur um utanríkismál, stríð og hernað eða neytendamál svo dæmi séu nefnd. Þessi færsla á t.d. enga flokkun í kerfinu - svolítið bagalegt stundum.


mbl.is Deilt um stjórnmálasamband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Ólína.

Ég er sammála þér ég er bara orðlaus.

Hvað er eiginlega að gerast hjá fólki ?

Þetta finnst mér.

Guðmundur Óli Scheving, 5.1.2009 kl. 22:07

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er sorglegt að sjá Samfylkinguna sem fullblóðs stríðsflokk. Ég hafði búist við öðru og meira af honum undir stjórn Ingibjargar, en hún hefur svo sem sífellt haldið áfram að valda mér vonbrigðum síðan hún hætti í borgarmálunum. Ég ætti kannski að fara að horfast í augu við að hún ekki er vinstrisinnaður stjórnmálamaður og í raun kannski alveg hugsjónalaus.

Héðinn Björnsson, 5.1.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er vont að koma inn í athugasemdakerfi þar sem fólk plaserar myndum af látnu fólki.

Kreppukarl: Þú mátt ekki gera þetta.

Takk Ólína ég fylgist vel með líka.

En svo finnst mér allt annað mál og tímabært að ræða sem aldrei fyrr, að við verðum að fara að teygja okkur yfir flokkslínur á þessum óskapa tímum.

Ég er hætt að vera í flokki, var í VG og mér finnst þeir standa sig vel en flokkakerfið er tímaskekkja finnst mér.

Kveðja.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.1.2009 kl. 11:09

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Það er réttmæt athugasemd hjá þér Jenný með myndirnar - nóg er nú að sjá forsíðumyndina á færslunni (sem ég setti inn). Svo víl ég fá að stjórna því sjálf hvaða myndir fara inn á þessu síðu.

En það sem mér finnst verra er að ég get ekki tekið þessar myndir út - þær yfirskyggja möguleikann á að fela færsluna í stjórnborðinu hjá mér. Hvernig skyldi standa á því?

Ég ætla að hafa samband við kerfisstjórn og biðja þá að taka þetta út.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.1.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, svo er ég sammála þér Jenný varðandi þetta með flokkslínurnar - þær mega ekki ramma hugsun okkar og réttlætiskennd svo kyrfilega inni að við sjáum ekki mun á réttu og röngu.

Kær kveðja.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 6.1.2009 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband