Hvar er hátekjuskatturinn?

Jæja, þá er komið að því að boða skattahækkanir - flata 1% hækkun á línuna. Allt í lagi með það - bjóst svosem við einhverjum skattahækkunum eins og á stendur. En hvar er hátekjuskatturinn

Þegar að herðir og leggja þarf auknar byrðar á samfélagið er ekki til mikils mælst þó þeir sem bera meira úr býtum taki á sig aðeins meiri byrðar en hinir. Það er grundvallarhugsun jafnaðarstefnunnar að hver maður leggi af mörkum í samræmi við það sem hann aflar og að allir menn njóti grundvallar lífsgæða.

Flöt skattahækkun á línuna er ekki í anda jafnaðarstefnunnar - síst af öllu eins og á stendur í samfélaginu. Nógu hefur nú almenningur tapað samt.

 

 ----------------------

PS: Og að lokum - til ykkar sem hafið svínað út athugasemdakerfið hjá mér með ómálefnalegum og rætnum athugasemdum um menn, málefni og stjórnmálaflokka síðustu daga: Nú mun ég ekki hika við að henda athugasemdum ykkar út ef mér ofbjóða þær. Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:

Ég er svo sammála. Fólk sem nú þegar þarf að velta hverri krónu munar um 1% skatt til viðbótar. Hinir sem kannski þurfa ekki að hugsa hvort þeir geti keypt fisk í þessari viku eða verði að láta nægja Ora fiskibollur handa krökkunum, þeir ættu frekar að geta tekið þetta á sig.

, 11.12.2008 kl. 11:35

2 identicon

Já. þessir hálaunuðu. Þeir á þingi segjast vilja lækka laun þeirra hæstu.

Hvernig væri að hæstu laun væru aðeins ein milljón á mánuði, þ.e. tólfmillur pr. ár. meðan allt er í kalda-koli, atvinnuleysi og óðaverðbólga. Bankastjórarnir og fl. lækkuðu þá úr 2 millum í eina..

kv.eb

einarbjörnson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 11:51

3 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Já nú er jafnaðarmannaflokkur við völd þá hljóta að koma fleiri skattþrep ef eitthvað er að marka þau stefnumál hans að jafna kjör borgaranna.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Sævar Helgason

Þak á hámarkslaun hjá hinu opinbera sýnist sjálfsagt mál við komandi aðstæður.  Hver er ekki fullsaæmdur af 1 milljón á mánuði ?    Síðan fylgi aðrir í kjölfarið  í hinum einkarekngeira  sem, er jú allur meira og minna í skuld hjá hinum nú opinberu bönkum.

 Auðvitað á að taka upp hátekjuskatt við núverandi og komandi aðstæður.  Að hafa vinnu verða forréttindi næstu mánuðina og árin.

Sævar Helgason, 11.12.2008 kl. 12:01

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki hátekjuskatt. Hann vill frekar láta gamla fólkið greiða tekjuskatt af 150 þúsund króna ellilaunum á mánuði.

Hátekjuskattur var afnuminn árið 2006 en hann var 4% tekjuskattur sem lagður var á tekjur einstaklings umfram ákveðið tekjumark til viðbótar almennum tekjuskatti.

Ríkissjóður gæti fengið miklar tekjur af  4% hátekjuskatti af tekjum umfram hálfa milljón króna á mánuði.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 12:10

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eirný Vals. Þetta er spurning um bæði tekjur og skatta sem greiddir eru af þeim. Það er ekki hægt að líta eingöngu á tekjurnar. Skattar á fyrirtæki hafa verið lækkaðir mikið hér undanfarið og það auðveldar þeim að greiða hærri laun.

Skattleysismörkin hér eru of lág, um 95 þúsund krónur á mánuði, og þar af leiðandi eru greiddar um 20 þúsund króna tekjuskattur af ellilífeyri á mánuði. Ellilaunin frá ríkinu eru því ekki 150 þúsund krónur á mánuði, heldur 130 þúsund krónur.

En einhvers staðar verður að taka þennan 20 þúsund króna tekjuskatt og það er nú mun eðlilegra að taka hann af þeim sem eru með hærri laun en hálfa milljón á mánuði en dreifa honum á alla sem greiða tekjuskatt, einnig þá sem eru með 160 þúsund króna laun á mánuði.

Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu voru að meðaltali með 451 þúsund krónur í heildarlaun í september síðastliðnum og 340 þúsund krónur í regluleg laun en það eru föst laun sem greidd eru fyrir 40 dagvinnutíma, án bónuss, álags eða yfirvinnu. Og samkvæmt launakönnun VR 2008 voru heildarlaun háskólamenntaðra sérfræðinga 471 þúsund krónur og grunnlaun 416 þúsund krónur á mánuði.

Þeir sem eru með meiri tekjur en hálfa milljón króna á mánuði eru því með háar tekjur og eiga að greiða af þeim hátekjuskatt, þannig að ellilífeyrisþegar þurfi ekki að greiða tekjuskatt af sínum 150 þúsund króna ellilífeyri frá ríkinu. Og nú á að hækka tekjuskattinn á ellilífeyrisþegana í boði Sjálfstæðisflokksins.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 14:20

7 Smámynd: Sævar Helgason

Það var viðtal í einhverjunm fjölmiðli um daginn, þar sem greiðsluvandi fólks var til umræðu.  Fram kom að þeir sem voru í greiðsluvanda voru að meðaltali yfirleitt með um 10% framúrkeyrslu miðað við tekjur alveg óháð tekjuupphæð  - Merkilegt.

Sævar Helgason, 11.12.2008 kl. 15:15

8 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já ég kalla eftir hátekjuskattinum, en hvar finnst þér Ólína að mörkin ættu að vera hvenær fólk ætti að kallast hátekjufólk?

Gylfi Björgvinsson, 11.12.2008 kl. 15:36

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eirný Vals. Ég er nú einmitt að leggja til að þeir sem eru með meðaltekjur, eða lægri tekjur, greiði ekki hátekjuskatt.

Að sjálfsögðu eru til lág laun, meðallaun og há laun, lágvaxið og hávaxið fólk. Og þá er miðað við meðaltalið, án tillits til stjórnmálaskoðana. Meðalhæð íslenskra kvenna er 168 sentímetrar og þar af leiðandi eru konur af langflestum taldar lágvaxnar hérlendis ef þær eru til dæmis 160 sentímetrar á hæð, enda það sé hugsanlega meðalhæð kínverskra kvenna.

Og þar sem miðað er við meðaltalið þegar metið er hvort eitthvað er lágt eða hátt eru eftirtaldir menn örugglega með há laun og eiga því að greiða hátekjuskatt:

Gunnar Páll Pálsson, formaður VR, segir að laun sín fyrir formennsku í VR séu 950 þúsund krónur á mánuði, auk bifreiðahlunninda sem nemi líklega 150 þúsund krónum á mánuði. Og samkvæmt Frjálsri verslun voru mánaðarlaun Gunnars Páls 1,7 milljónir króna í fyrra en þá sat hann í stjórn Kaupþings banka sem fulltrúi Lífeyrissjóðs verslunarmanna.

Gylfi Arnbjörnsson, nú forseti ASÍ, var með 865 þúsund krónur í mánaðarlaun í fyrra, en hann var þá framkvæmdastjóri ASÍ. Grétar Þorsteinsson, þá forseti ASÍ, var með 734 þúsund krónur á mánuði, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var með 802 þúsund krónur á mánuði, Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, var með 699 þúsund krónur á mánuði og Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, með 809 þúsund krónur á mánuði.

En að sjálfsögðu eiga þessir menn ekki að greiða hátekjuskatt. Látum frekar gamla fólkið með 150 þúsund króna ellilaun á mánuði frá ríkinu greiða 20 þúsund króna tekjuskatt.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 15:46

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég "kvitta" undir allt sem Eirný Vals, skrifar hér að ofan.

Ég samgleðst alltaf þeim sem hafa fengið kjarabætur í samningum, en finnst blóðugt að horfa upp á "sjálftökuliðið" og ekki síður þá einstaklinga, sem hefur ekki tekjur til eigin lágmarks, mannsæmandi framfærslu. 

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 16:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigrún og Eirný Vals. Það sem skiptir máli er kaupmátturinn en ekki bara fjöldi króna í launaumslaginu hverju sinni.

Það hefur nú ekki vantað að laun hafi almennt hækkað hér undanfarin ár. En vöruverðið hefur einnig hækkað mikið og verð á húsnæði og húsaleiga hefur hækkað um 100% á nokkrum árum.

Það verður að líta á laun, skatta, vöruverð, verð á húsnæði og húsaleigu í samhengi en einblína ekki á launin.

Ef laun eru til dæmis hækkuð í matvöruverslun hækkar matvaran í verði en Jón Ásgeir í Bónus lækkar ekki í tekjum við það. Verðbólgan eykst, kaupmátturinn minnkar og verkalýðshreyfingin krefst launahækkana. Þá hækka launin aftur, einnig í matvöruverslunum, kaupmátturinn minnkar og hringekjan snýst sem aldrei fyrr.

En Jón Ásgeir og Gylfi Arnbjörnsson greiða ekki hátekjuskatt, sama hvernig allt veltist og snýst. Gamla fólkið með ellilaunin greiðir hins vegar tekjuskatt og nú á að hækka hann í boði Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðismenn hafa hins vegar alltaf skilið hver annan.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 16:46

12 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég legg til að 99% skattur verði lagður á laun umfram 800 þúsund á mánuði.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 11.12.2008 kl. 16:47

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

kr. 500.000.- geta varla talist ofurtekjur og tek ég því líka undir með Lilju Guðrúnu, leikkonu og jafnaðarmanni í sinni tillögu um "jafnaðarlaun" í í nokkur ár.  sjá lillagud

Sigrún Jónsdóttir, 11.12.2008 kl. 17:05

14 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir málefnaleg innlegg.

Gylfi spyr mig hvar mér finnist að hátekjumarkið eigi að liggja. ÉG skal segja hvað mér finnst, þó það sé auðvitað ekki mitt að ákveða þetta. En laun umfram 750 þús á mánuði myndi ég segja að væru há laun. Og mér fyndist allt í lagi að hækka skatta prósentuna þar t..d. um 5%. Við 1 mkr á mánuði á síðan að hækka hana enn meir.

Ég get skilið sjónarmið Eirnýjar - þ.e. að undir venjulegum kringumstæðum eigi ekki að agnúast yfir því þó fólk hafi þokkaleg laun. En við lifum ekki við venjulegar kringumstæður núna. Sjálf öfunda ég engan sem er með undir 500 þús á mánuði og mér fyndist fráleitt að setja hátekjuskatt á slík laun.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:15

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigrún. Hátekjuskattur er lagður á háar tekjur, ekki bara ofurtekjur. Sá sem er með tekjur yfir meðaltekjum háskólamenntaðra sérfæðinga, 471 þúsund krónur á mánuði með yfirvinnu, er með háar tekjur.

Þar af leiðandi eru 500 þúsund krónur á mánuði háar tekjur, sama á hvaða þjóðfélagshóp við lítum, verkamenn, iðnaðarmenn eða háskólamenntaða. Það er tölfræðileg staðreynd.

Þar að auki verða heildarlaun hér almennt lægri á næsta ári en þau hafa verið undanfarið.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 17:26

16 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Smá viðbót varðandi þá athugasemd í stað þess að tala um háu launin ætti fólk að einbeita sér að hækkun lægstu launa. Vil ég segja þetta:

Það er full ástæða til að setja þak á hæstu laun þegar önnur eins misskipting er orðin í einu samfélagi og við höfum upplifað upp á síðkastið. Á meðan einn þarf að lifa af 150 þús á mánuði er annar með 15 mkr á mánuði. Það er ekkert eðlilegt við slíkt launabil. Þvert á móti.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:28

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sérfræðinga átti þetta nú að vera en ekki sérfæðinga, enda þótt sérfræðingar séu náttúrlega á sér fæði.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 17:31

18 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Fín viðmið hjá þér Ólína og tillögur  vonandi næa þær eyrum þeirra sem hafa með þessi mál að gera takk fyrir þetta

Gylfi Björgvinsson, 11.12.2008 kl. 17:35

19 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Sammála þetta væru fín við mið og ættu ekki að íþyngja venjulegu fólki sem leggur á sig mikla vinnu til að ná endum saman

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.12.2008 kl. 18:13

20 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Búkolla mín - það er endalaust hægt að þrefa um það hvar markið eigi að liggja.

Ég er alveg sammála því að 250 þús kr eru ekki hátekjur - en af hverju ættu 500 þús að vera það? Þú rökstyður það ekki. Fyrir einstakling sem hefur fyrir heimili að sjá, stendur í bíla- og húsnæðisrekstri, jafnvel kaupum, borgar leikskólagjöld, jafnvel tómstundagjöld fyrir ungling o.fl. og þarf svo að standa undir matarinnkaupum og að fata fjölskylduna upp o.s. frv. eru þetta engin ósköp. Ég fer ekki út í búð fyrir minna en 5000 kr - og versla daglega inn. Það þýðir að bara matarinnkaupin geta ekki farið undir 140 þús kr á mánuði. Þá eru ótalin stórinnkaup, afborganir og allt annað. Í mínum huga eru 250 þús kr það minnsta sem einstaklingur getur komist af með ef hann á að lifa sómasamlegu lífi. Það er mín skoðun. En 500 þús eru engin hátekja - þar er ég algjörlega ósammála þér. Það eru bara góð laun.

Þeir sem greiða hátekjuskatt eiga að vera með ríflega góð laun. Það er mín skoðun.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 21:15

21 identicon

Hver skildu vera meðallaun í landinu, ef við deilum með íbúafjölda yfir 16 ára  í þá tölu sem er talin fram sem launatekjur????? Er ekki einhver klár sem kann að finna þessar tvær tölur sem þarf í þann útreikning og segja okkur hinum???? Þar finnum við kannski hátekjuskattsmarkið. Nei ég segi nú bara svona.

(IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:17

22 identicon

Þaðer með ólíkindum hve menn leifa sér, sérstaklega þeir sem þykjast vera í forsvari fyrir launþegasamtökin.

Gylvi, gunnar og slíkir tindádar.

þeir ættu að skammast sín fyrir að hafa þessi laun og gera andskotann ekkert fyrir verkalyðinn

hafsteinn sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 21:30

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2007 voru samkvæmt Hagstofunni meðaltekjur allra framteljenda, 16 ára og eldri, 202 þúsund krónur á mánuði, allra karla 252 þúsund krónur, kvenna 153 þúsund krónur, hjóna og sambúðarfólks 231 þúsund krónur á mann, kvæntra karla 329 þúsund krónur, giftra kvenna 171 þúsund krónur, einhleypra 147 þúsund krónur, ókvæntra karla 163 þúsund krónur og ógiftra kvenna 132 þúsund krónur.

Meðaltekjur allra 25-65 ára framteljenda voru í fyrra 245 þúsund krónur á mánuði, 25-65 ára karla 310 þúsund krónur, 25-65 ára kvenna 182 þúsund krónur en 25-65 ára hjóna og sambúðarfólks 248 þúsund krónur á mann á mánuði.

Þorsteinn Briem, 11.12.2008 kl. 22:24

24 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þarf að reisa deilur um hvað séu hátekjur þegar rætt er um að skattleggja nauðþurftartekjur? Eirný spyr hvað margir geti framfleytt sér á 250 þús. á mánuði. Nokkurnveginn þroskaheftur sem ég er í reikningi fullyrði ég að sá sem hefur þær tekjur er betur staddur þó hann yrði látinn borga ofurlítið álag á hundrað þúsundin sem eru framyfir þann sem hefur 150 þús. í laun og þarf að greiða 20 þús. í skatt.

Ég tel að 450 þúsund séu góð mánaðarlaun en ekki ástæða til öfundar enda hef ég engan séð eða heyrt halda því fram. En þegar á að hækka flatan skatt á jafn erfiðum tímum og þeim sem nú fara í hönd verður að gæta þess hverjir blátt áfram þola slíkar álögur ofan á ört hækkandi verð á nauðþurftum. Og þess vegna er viðráðanlegt aukaálag á háar tekjur eða ofurlaun nærtækari kostur til að halda velferðarkerfinu á floti. Hafa skal í huga að réttlætiskennd okkar er oftar en ekki ofurlítið sjálfsmiðuð.

Árni Gunnarsson, 11.12.2008 kl. 22:51

25 identicon

Takk Steini,  en þetta eru ekki þær tölur sem ég er að leita að. 

Samkv Hagstofu eru heildar  atvinnulaunatekjur  árið  2005   ( ekki komið lengra hjá þeim)   306.026  milljónir og íbúafjöldi er þá 190.828 þús.( aldur 16-65)   Útkoman úr því er gott betur en rúm 200 þús eða um kr  1.603.674.-

Atvinnutekjur eru beinar skattskyldar launagreiðslur fyrir vinnuframlag í aðalstarfi auk dagpeninga og ökutækjastyrks.
Aðalatvinnugrein hvers starfandi manns telst vera sú atvinnugrein sem skilar hæstum tekjum í hverjum mánuði, ef fleiri en ein grein kemur til greina. Starfandi fólk eru launþegar og sjálfstætt starfandi fólk.
Meðalatvinnutekjur er summa árstekna fyrir aðalstarf í hverri atvinnugrein deilt með meðalfjölda starfandi. Þetta má túlka sem meðalárslaun í aðalstarfi ef unnið er alla tólf mánuði ársins.

Svo er spurning hvernig á að túlka þessar tölur. 

(IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:10

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurlaug. Þessar upphæðir hér að ofan í athugasemd #29 eru tekjur framteljenda árið 2007, sem sagt í fyrra, samkvæmt Excel-skjali með tekjum framteljenda árin 1995-2007, sem þú getur fundið undir "Hagtölur" á vef Hagstofunnar, http://www.hagstofan.is/, með því að smella þar á:

L080331

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 00:30

27 identicon

Takk aftur Steini,  en ég þarf að biðja Ólínu að henda út commenti mínu því ég var að  afrita úr wördskjali frá mér og rangur texti fór út sem ég var að vinna með vegna annars.

Biðst  velvirðingar á því að þetta skildi blandast saman hjá mér þó ég fatti ekki alveg hvað hefur gerst, hluti úr einum talna dálk og annað úr hinum. En svona er fljótfænin í manni.    

Ólína viltu vera svo væn að henda þessu út því tölur eru rangar þarna inni.

Endurtek.... afsakið klaufaskapinn. Kv Silla

(IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 00:41

28 identicon

Þetta tal um hátekjuskatt er algjörlega út í hött. Það er nefnilega þannig að þeir sem hafa há laun borga meira til samfélagsins, bara sömu prósentuna. 

Þess vegna finnst mér skemmtileg að fólk keppist við að gagngrýna einhverja græðgisvæðingu en í næstu setningu viljiði taka meira hlutfall af þeim sem skara fram úr eða hafa góða menntun, duglegt o.s.frv. til þess að bæta kjör ykkar sjalfra. Allir eiga að borga sama hlutfall af tekjum sínum, það er jafnrétti. Hátekjuskattur er hins vegar í mínum huga holdgervingur græðginnar.

Málið er nefnilega, að fyrir utan þess að vera ójafnræðislegt fyrirbæri, þá heftir hátekjuskatturinn líka mjög dug fólks til að gera vel eða vera dugleg. T.D þekki ég komu sem var yfirmaður yfir sviði hjá ríkisfyrirtæki, hún var rosalega vel menntaðaður hagfræðingur og fékk góð laun, en hún náði upp í hétekjuþrepið og var því um leið með minni laun en undirmenn hennar, er það sanngjarnt? Nei, þið hér sem talið fyrir áframhaldandi græðgi á kostnað annarra munuð gera það að verkum að Ísland verður en lengra að komast upp úr þessu vandamáli sem einmitt svona socialismi hefur skapað. 

Við þurfum nú að horfa frá þessari jafnaðarmanna stefnu sem hefur leitt okkur út í þessi vandamál sem við erum í nuna, afleiðing EES samnings socialistanna í Brussel, ríkisábyrgða á einkafyrirtæki, o.s.frv.

Nei Ísland þarf nú að byggja á því að hver einstaklingur fái að blómstra sem best en um leið mun hann tryggja aukna tekjur handa þeim sem minnst hafa. 

Kristján Sigurjónsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 03:38

29 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég er alveg sammála þér Kristján. Það þarf að verðlauna þá sem nenna að vinna og mennta sig. Ég held að það þurfi að líta á þetta vandamál frá allt öðru sjónarhorni. Vandinn liggur ekki í því að þeir sem hafi 100 þúsund kall meira eða minna borgi ekki það sem þeir eiga að borga til samfélagsins. Vandinn er miklu stærri og hann liggur í því að einstaklingar hafa getað sölsað til sín upphæðir sem eru mörgu stærðargráðum stærri, marga milljarða. Auk þess hafa einkafyrirtæki getað leikið rúllettu með peninga allmennings sem nú er að súpa seyðið af því. Það þarf að byrja á því að skoða milljarðana og seinna má fara að velta fyrir sér krónunum.

Til upplýsinga, þá eru meðallaun fólks hér á Nýja Sjálandi um 170.000 ISK á gengi dagsins í dag. Fólki þykir engin ástæða til að væla yfir því, en bent skal á að hér er margt með öðru sniði en þekkist á Íslandi. Til dæmis þekkist ekki afnotagjald sjónvarps en ég held að fólk hér myndi aldrei láta bjóða sér slíkt. Þar að auki er ýmis kostnaður svo sem tryggingar mun lægri.

Það þarf að taka allt kerfið á Íslandi í geng með það að markmiði að takmarka bruðl og efla framleiðslu. Framleiðsla verður ekki efld með því að refsa þeim sem framleiða mest.

Ef ég stjórnaði Íslandi núna væri það fyrsta sem ég gerði að leggja rísisjónvarp/útvarp niður. Íslendingar hafa ekki efni á að reka þá stofnun í núverandi mynd.

Hörður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 04:16

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kristján Sigurjónsson. Hátekjuskattur var afnuminn árið 2006 en hann var 4% tekjuskattur sem lagður var á tekjur einstaklings umfram ákveðið tekjumark til viðbótar almennum tekjuskatti.

4% hátekjuskattur er 20 þúsund krónur af tekjum upp á eina milljón króna á mánuði, miðað við að hann yrði greiddur af tekjum umfram hálfa milljón króna á mánuði. Og í stað þess að ellilífeyrisþegar greiði 20 þúsund krónur í tekjuskatt af 150 þúsund króna ellilaunum á hátekjufólk að greiða þær.

Og margir greiða ekki 36% tekjuskatt, heldur einungis 10% fjármagnstekjuskatt af sínum tekjum. 


Það er algjör firra að einhverjir hætti við að gerast hátekjumenn vegna þess að þeir þurfi að greiða 20 þúsund króna hátekjuskatt af fimm hundruð þúsund króna tekjum á mánuði, fólk hætti við að mennta sig eða einhver frú hjá ríkinu hafi fengið lægri rauntekjur en hennar undirmenn vegna hátekjuskatts.

Hafi slíkt gerst á einhverjum tímapunkti hefur þessi mæta frú að sjálfsögðu beðið um launahækkun og af þessari launahækkun hefur hún greitt hátekjuskatt til ríkisins, þess sem hún vann hjá. Allir ánægðir.

Enda þótt sumir greiði lægri tekjuskatt en aðrir vegna þess að þeir eru með lægri laun merkir það engan veginn að þeirra framlag til þjóðfélagsins sé minna virði en þeirra sem hærri hafa tekjurnar.


Hver myndi til dæmis vilja vinna í stóru fyrirtæki þar sem ekkert væri ræstingafólkið? Hversu lengi myndir þú halda út í öllu ruslinu og óþrifunum og hver væri þá meira virði, þú eða ræstingakonan með sínar 150 þúsund krónur á mánuði? Ætli þér yrði nú ekki sagt upp á undan henni ef enginn annar fengist til að ræsta? Og hvað er verksmiðja án verkamanna? Hvers virði er forstjóri í slíkri verksmiðju?

Evrópusambandið byggist á blönduðu hagkerfi, blöndu af sósíalisma og kapítalisma, rétt eins og öll Norðurlöndin gera, og hvergi í heiminum eru lífskjör almennt betri en á Norðurlöndunum. Bandaríkin byggjast mun meir á kapítalisma, enda er bilið á milli ríkra og fátækra þar gríðarlega breitt. Um 10% af þjóðinni eiga um 90% af fjármagninu. Íslendingar og Evrópuþjóðir almennt vilja ekki þannig þjóðfélag.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 13:55

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson.

18.04.2005: Capacent Gallup: "Rösklega 80% vilja að Ríkisútvarpið verði áfram í eigu ríkisins, annað hvort sem ríkisstofnun, sjálfseignarstofnun eða hlutafélag í eigu ríkisins. Fimmtungur vill sjá önnur rekstrarform á Ríkisútvarpinu."

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 14:10

32 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Steini Briem, heyr heyr!

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 12.12.2008 kl. 15:25

33 Smámynd: Vilhjálmur C Bjarnason

Eg ætla að vona eg verð EKKI ritskoðaður af óþ og slettaður, en hátekjuskatturinn verður EKKI afnumin á meðan þessi ríkistjUrn er við völd. punktur

Vilhjálmur C Bjarnason, 12.12.2008 kl. 18:12

34 Smámynd: Hörður Þórðarson

Eitt er að vilja og annað er að geta Steini. Ef Íslendingar hafa efni á því að halda uppi sínu heilsu og velferðarkerfi OG Ríkisútvarpi, þá er það bara hið besta mál...

Að mínu áliti er ríkissútvarpið illa rekinn steingerfingur sem er kominn er tími til að losna við.

Kannski vill Ólína að settur verði á hátekjuskattur til að áfram verðir hægt að reka sníkla sem ekki skila neinum arði og virka sem bremsa á efnahagslíf þjóðarinnar. Það endar bara á einn veg. Þéir sem nenna að vinna fara og þjóðarskútan sekkur.

Ef ekki eru gerðar róttækar ráðstafanir nú þegar til að stöðva bruðlið sem er í gangi, þá er allt útlit fyrir það að Ísland verði innan skamms í eigu útlendinga.

Hörður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 18:15

35 Smámynd: Hörður Þórðarson

Ég var að lesa frétt hérna um fólk sem hefur ekki efni á að kaupa mat handa börnunum sínum. Ég held að það sé kominn tími til að fólk vakni og bruðlið verði stöðvað.

Hafa Íslendingar efni á að hafa sendiráð í ýmsum löndum? Hvað myndu sparast miklir peningar ef þeim yrði lokað og húsnæði þeirra leigt út?

Væri nóg að hafa eitt sendiráð í Evrópu og annað í Norður Ameríku?

Hörður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 18:37

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson. Íslendingar eru og hafa alltaf verið vinnusöm þjóð, enda segir norsk vinnumiðlun að norsk fyrirtæki vilji frekar Íslendinga í vinnu en Norðmenn. Ég geri því ráð fyrir að þú kallir öryrkja og gamalt fólk "sníkla" á þjóðfélaginu, eins og þú orðar það svo smekklega.

Við skulum því vona að þú verðir hvorki gamall né geðveikur og stórslasist ekki, þannig að þú verðir "sníkill" á þjóðfélaginu!!!!

Og sjálfur sýnist mér þú vera illa rekinn steingerfingur eins og hugsunarhátturinn er hjá þér, aftan úr grárri forneskju.

Við Íslendingar höfðum efni á að stofna og reka Ríkisútvarp árið 1930 og fyrst við höfðum efni á því þá, í miðri heimskreppunni, höfum við efni á því núna, enda erum við mun ríkari þjóð en við vorum þá.

Hafðu frekar áhyggjur af þjóðhöfðingja Nýsjálendinga, Bretadrottningu.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 18:49

37 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Við Íslendingar höfðum efni á að stofna og reka Ríkisútvarp árið 1930 og fyrst við höfðum efni á því þá, í miðri heimskreppunni, höfum við efni á því núna, enda erum við mun ríkari þjóð en við vorum þá."

Ertu alveg viss um það? Finnst þér mikilvægara að reka náttröll á borð við núverandi Ríkisútvarp en að gefa börnum mat?

Mér þætti ekkert að því að reka ríkissútvarp í þeirri mynd sem það var 1930. Það myndi kosta brotabrot af því sem núverandi bákn lostar.

Mér þykir það dónaskapur að leggja fólki orð í munn með þeim hætti sem þú gerir. Öryrkjar og gamalt fólk eru ekki sníklar. Þeir eru hluti af okkar samfélagi og hafa flestir lagt mikið af mörkum á sinni ævileið. Það væri synd ef við hættum að geta hlúð að þeim vegna þess að við getum ekki horfst í augu við staðreyndir. Staðreyndin er sú að nú verður aldrei sem fyrr að forgangsraða og skera niður óþarfa. Vonandi verður það gert áður enn gamalt fólk og öryrkjar hætta að hafa efni á mat og heilbrigðisþjónustu.

Ef það er forneskjulegt að vilja að fólk hafi sómasamlegt líf og að útlendingar eignist ekki landið, þá það...

Hörður Þórðarson, 12.12.2008 kl. 19:13

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heimskreppan hófst í Bandaríkjunum í október 1929 og fyrstu útsendingar Ríkisútvarpsins hér voru 21. desember árið 1930. Það er hins vegar ónákvæmt að segja að það hafi verið í miðri heimskreppunni. Hún var nú lengri en það.

"Árið eftir að kreppan skall á í Bandaríkjunum varð hennar vart í íslensku efnahagslífi en þá varð mikið verðfall á íslenskum útflutningsvörum og innflutningstollar erlendis ollu auk þess margháttuðum vandræðum. Atvinnuleysi jókst mikið og voru mörg hundruð Reykvíkingar atvinnulausir á veturna. Til að koma í veg fyrir vannæringu og hungur meðal hinna atvinnulausu settu söfnuðirnir í Reykjavík upp súpueldhús og gáfu þeim sem verst voru staddir mat."

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 19:15

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson. Hér er enginn dóni nema þú sjálfur. Þú talar um "sníkla". Ég kannast ekki við þá. Hér er vinnusamasta fólk í heimi, gamalt fólk sem hefur unnið hörðum höndum allt sitt líf og öryrkjar sem einnig hafa unnið hörðum höndum þar til þeir hafa annað hvort slasast eða veikst alvarlega. Og sumir hafa verið svo veikburða að þeir hafa aldrei getað unnið.

Áfengis- og eiturlyfjasjúklingar eru sjúklingar, ekki "sníklar", og margir þeirra hafa látist af sínum sjúkdómi.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 19:33

40 Smámynd: A.L.F

Þegar hátekjuskatturinn var og hét bitnaði hann mest á meðal Jón, fólki með 500þús og þar í kring á mánuði. 500 þús á mán eru ekki háar tekjur. Í stað þess að skella hátekjuskatti á sem mun bitna mjög mikið á hinum almenna borgara væri betra að hækka skattleysismörkin svo þeir láglaunuðustu hefðu meira á milli handanna.

A.L.F, 12.12.2008 kl. 20:16

41 identicon

Þakka þér fyrir Ólína, það sem þú leggur upp með hér er eins og talað út frá mínu hjarta.
Og takk fyrir Steini að benda mér á umræðuna sem hér.
Fullkomlega sammála, hér þarf að leiðrétta misréttið sem viðgengst í skjóli ríkistjórnarinnar og ekki bara þessarar, sú næsta á undan var síst skárri og lagði í raun grunninn að því sem er að ganga yfir okkur núna.
En hátekjuskattur þarf að sjálfsögðu að vera í þrepum og það getur aldrei orðið annað en sanngjarnt að fólk greiði tekjur í samræmi við laun. Laun yfir 1 milljón pr. mánuð og upp úr, eru há laun hvort sem ríkið, verkaýðsfélögin eða einhverjir enn aðrir skammta sér þau.
Alveg sammála að endurskoða þarf skattleysismörkin, þau þurfa að vera mun hærri.
HÞ hvar hefuru verið? Hér hefur um langan tíma verið langt frá því að öryrkjar og aldraðir, sem ekkert hafa nema ellilífeyri, eigi fyrir mat.
PS. Það setur enn að mér hroll við tilhugsunina um þau skötuhjú ISG og GHH þegar þau stóðu glottandi og sigri hrósandi fyrir framan fréttamann eftir fundinn í Háskólabíói á dögunum.
Hvernig er hægt að vera svona veruleikafirrtur og þykjast bera hag landsmanna fyrir brjósti? Ja, fuss og svei.
Bíði þau bara eftir niðurstöðum næstu kosninga!

Eigið góðar stundir og elskum friðinn.

Eygló G. (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:48

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

A.L.F. Hátekjuskattur var afnuminn árið 2006 en hann var 4% tekjuskattur sem lagður var á tekjur einstaklings umfram ákveðið tekjumark til viðbótar almennum tekjuskatti.

4% hátekjuskattur yrði 20 þúsund krónur af tekjum upp á eina milljón króna á mánuði, miðað við að hann yrði greiddur af tekjum umfram hálfa milljón króna á mánuði.
Og 4% hátekjuskattur af 750 þúsund króna tekjum á mánuði yrði þannig tíu þúsund krónur.

Meðaltekjur allra 25-65 ára framteljenda voru í fyrra 245 þúsund krónur á mánuði, 25-65 ára karla 310 þúsund krónur, 25-65 ára kvenna 182 þúsund krónur en 25-65 ára hjóna og sambúðarfólks 248 þúsund krónur á mann á mánuði, samkvæmt Hagstofunni.

Tekjur upp á hálfa milljón króna á mánuði eru því háar tekjur, tvöfalt hærri en meðaltekjur, og 20 þúsund krónur getur nú varla talist hár skattur af tekjum upp á eina milljón króna á mánuði.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 21:08

43 Smámynd: A.L.F

20 þús er kannski ekki mikið en það er samt peningur. Það hljómar kannski skrýtið að lágtekju manneskja eins og ég sé á móti hátekjuskatt en þannig er það nú bara. Ég vil frekar að skattleysismörkin séu hækkuð, í stað þess að hrekja burtu mennta fólk frá landinu.

Einstakling með 510þús kr tekjur á mánuði munar nú alveg um þessar 10 þús kr.

A.L.F, 12.12.2008 kl. 21:16

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

A.L.F. Sá sem er með 510 þúsund króna tekjur á mánuði greiðir samkvæmt þessum forsendum ekki tíu þúsund króna hátekjuskatt, heldur 4% af tíu þúsund krónum, sem eru 400 krónur á mánuði.

Það fer nú enginn að flýja land út af því. Ekki heldur út af 20 þúsund króna skatti af tekjum upp á eina milljón króna á mánuði.

Skattleysismörkin eru núna um 95 þúsund krónur á mánuði og til að hægt sé að hækka þau þannig að ekki sé greiddur 20 þúsund króna skattur af 150 þúsund króna ellilaunum á mánuði þarf að hækka tekjuskatt þeirra sem eru með hærri tekjur en það til að heildartekjur ríkisins skerðist ekki vegna hækkunar á skattleysismörkunum.

Og þá er nú mun eðlilegra að þeir sem eru með hálfa milljón eða meira í tekjur á mánuði greiði hátekjuskatt, frekar en að allir greiði sömu skattprósentuna, einnig þeir sem eru með 160 þúsund króna tekjur á mánuði.

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 22:12

45 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Margt mjög gott sem þú skrifar,endilega halda áfram að gagnrýna ekki veitir af.

Sigurður Ingólfsson, 12.12.2008 kl. 23:28

46 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og þá er nú mun eðlilegra að þeir sem eru með meira en hálfa milljón í tekjur á mánuði greiði hátekjuskatt, átti þetta að vera, svo þetta sé alveg rétt orðað fyrir alla heimsbyggðina. (Taggart í gangi.)

Þorsteinn Briem, 12.12.2008 kl. 23:53

47 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ég geri því ráð fyrir að þú kallir öryrkja og gamalt fólk "sníkla" á þjóðfélaginu, eins og þú orðar það svo smekklega." Ég ítreka að það eru þín orð en ekki mín, Steini. 

Að mínu mati er stofnun eins og ríkissútvarpið sem er þanin út yfir öll skynsamleg mörk fyrir 300.000 manna þjóð, með forstjóra á ofurlaunum, þiggjandi afnotagjald af öllum heimilum og í ójafnri samkeppni við einkareknar sjónvarps og útvarpsstöðvar sníkill. Ef þú kýst að kalla enhverja aðra sníkla, þá er það þitt mál Steini. 

"Áfengis- og eiturlyfjasjúklingar eru sjúklingar, ekki "sníklar", og margir þeirra hafa látist af sínum sjúkdómi."

Þetta er athyglisverð setning. Ég býst við að þú teljir alla sníkla ódauðlega. Ég minntist aldrei á áfengis og eyturlyfjasjúklinga...

Ef þú vilt saka mig um að telja einhverja fleiri í flokki sníkla, til dæmis þingmenn sem eru fáránlega margir þá skaltu bara gera það Steini... Ég hef ekki fleiri orð um þetta.

Hörður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 04:36

48 identicon

Væri nú ekki vitrænt að hafa forgangsröðina einhverja aðra en þá að setja á hátekjuskatt?

Hvað með fjármagnstekjuskattinn? Væri ekki nær að hækka hann þannig að þeir sem það stunda að taka sína tekjur sem fjármagnstekjur þyrftu að greiða skatta nær því sem að venjulegir launþegar þurfa að greiða.
Hvað með háeffunina og allt ruglið þar í kring. Einfaldlega hannað og snikkerað til að bjóða uppá undanskot og smugur frá skatti.
Ég held að það séu til ótal heilbrigðari og skynsamlegri leiðir hvað skattkerfisbreytingar varðar heldur en að taka upp hátekjuskatt.
Það er nefnilega ekki svo að allir þeir sem hafa há laun séu á ofurlaunum þó svo að það hljómi mótsagnarkennt. Sumir hverjir eru í þeirri aðstöðu að geta unnið mikið og nenna því og uppskera eftir því. Kallast það ofurlaun hjá viðkomandi. Þessutan liggur það ljóst fyrir eins og margir hafa bent á að þeir sem hafa háar tekjur þeir borga skatta og útsvar eftir því til samfélagsins og því mun meira heldur en þeir sem lágar hafar tekjurnar. Er einhver ástæða til að bæta þar við.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 11:34

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson. Þú talaðir um "sníkla" hér og þú segist ekki vera að meina þar vinnandi fólk, lífeyrisþega, áfengis- og eiturlyfjasjúklinga eða aðra sjúklinga.

Alltaf eru einhverjir skráðir atvinnulausir vegna þess að fólk skráir sig atvinnulaust á meðan það leitar að nýrri vinnu og erlendis er allt að 4% skráð atvinnuleysi talið "eðlilegt" atvinnuleysi. Hér hefur hins vegar nær ekkert skráð atvinnuleysi verið á þeim tímum sem nóga vinnu hefur verið að hafa, einungis um 1% fyrr á þessu ári.

Þannig að þá er akkúrat ekkert fólk eftir sem getur verið hér "sníklar" á þjóðfélaginu og þeir því úr sögunni.


Við getum hins vegar verið sammála um að einhverjir hér hafi of há laun en þannig er það í öllum þjóðfélögum í heiminum. Laun útvarpsstjórans hér voru til dæmis tvöfölduð þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi, ohf., en það voru nú ekki sósíalistar sem stóðu fyrir því, heldur Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

Landsframleiðsla á mann var
um 50% meiri hér í fyrra en í Nýja-Sjálandi, um 40.400 Bandaríkjadalir hér en um 27.200 dalir í Nýja-Sjálandi og atvinnuleysi 1% hér en 3,6% í Nýja-Sjálandi. Þá var hins vegar ekki skollin á heimskreppa, sem mun einnig bitna á Nýja-Sjálandi.

Árið 2004 var Ísland í sjötta sæti í heiminum en Nýja Sjáland í því 28. í landsframleiðslu á mann.

Þar sem við Íslendingar erum fámenn þjóð er meira til skiptanna fyrir hvern og einn. Um 300 þúsund manns gætu búið við örfáar götur í New York og þeir sem búa í allri New York myndu nú ekki slá hendinni á móti öllum okkar auðæfum, til dæmis jarðhitanum og fiskinum í sjónum. Við erum með mestu fiskveiðiþjóðum í heiminum og höfum verið þar í kringum 13. sætið.

Hér er því ein stærsta matarkista heimsins, þrátt fyrir að formaður Landssambands kúabænda tali í útvarpsviðtölum um "kúin sín" og hafi áhyggjur af "matvælaöryggi" hér.

Við erum því langríkasta þjóðin í öllum heiminum þegar við lítum til allra okkar auðæfa.

Þjóðhöfðingi Íslendinga er Íslendingur en þjóðhöfðingi Nýsjálendinga er Breti, Elísabet II Bretadrottning.

Fáni Nýja Sjálands: "Blue with the flag of the UK in the upper hoist-side quadrant with four red five-pointed stars edged in white centered in the outer half of the flag; the stars represent the Southern Cross constellation."

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 13:10

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Vébjörnsson. Hér eru allir með sama persónuafsláttinn í tekjuskattinum, þannig að enginn greiðir tekjuskatt af launatekjum undir 95 þúsund krónum á mánuði, sama hvort um ellilífeyrisþega er að ræða með 150 þúsund króna hámarks ellilaun frá ríkinu eða launatekjur upp á eina milljóna króna á mánuði.

Og af þessum 150 þúsund króna ellilaunum frá ríkinu greiðir gamla fólkið 20 þúsund krónur í tekjuskatt, þannig að  ellilaunin eru því í raun 130 þúsund krónur en ekki 150 þúsund krónur. Þessi 20 þúsund króna tekjuskattur skiptir gamla fólkið miklu meira máli en 20 þúsund króna hátekjuskattur á þá sem eru með launatekjur upp á eina milljón króna á mánuði.

Þar að auki fara þessar 130 þúsund krónur á mánuði eingöngu í nauðþurftir hjá gamla fólkinu og verð á nauðþurftum hefur hækkað hér gríðarlega undanfarið.

Sjálfsagt að skoða einnig fjármagnstekjuskattinn. Hann er nú 10% en tekjuskattur og útsvar um 36%. Hins vegar er fjármagnstekjuskatturinn til dæmis greiddur af húsaleigu og ef hækka ætti skatt af húsaleigu upp í 36% myndi húsaleigan væntanlega hækka vegna þeirrar skattahækkunar.

Og yfirleitt er það nú tekjulægsta fólkið sem býr hér í leiguhúsnæði og húsaleiga hér hefur hækkað um 100% á nokkrum árum í boði Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 14:16

51 identicon

Steini Briem. Þú segir mér engar fréttir. Ég veit alveg hvernig skattakerfið er byggt upp og það hefur sýna vankanta rétt eins og margt annað. Enda oft á tíðum erfitt að gera eitthvað þannig úr garði að allir séu sáttir við það.
Hinsvegar liggur ljóst fyrir að sá sem hefur miljón á mánuði er að borga mun meira í skatt og útsvar heldur en sá sem hefur 150.0000.
Ég er þá að tala um krónutölu. Er einhver ástæða til að bæta þar við?
Þessutan liggur alltaf viss kostnaður í því fyrir samfélagið að reka flókið og dýrt kerfi og þessutan hvetur það til undanskota og skattsvika.

Vissulega þyrfti að endurskoða reglur hvað fjármagnstekjuskattinn varðaði upp á húsaleigutekjur að gera enda er það í sjálfu sér úrelt fyrirkomulag að mínu mati.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 15:01

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Vébjörnsson. Tekjuskattsprósentan er um 36% fyrir alla fyrir ofan skattleysismörkin, sem eru um 95 þúsund krónur á mánuði, og allir eru með hærri mánaðarlaun en það. Allir greiða því sömu upphæð, um 3.600 krónur, í tekjuskatt af hverjum tíu þúsund krónum umfram 95 þúsund krónurnar, sem enginn er með í mánaðarlaun.

Hátekjuskattur er hins vegar greiddur af háum launum og hálf milljón króna á mánuði eru að sjálfsögðu há laun miðað við meðaltekjur allra 25-65 ára framteljenda hér í fyrra en þær voru 245 þúsund krónur á mánuði, samkvæmt Hagstofunni. Það er það sem skiptir máli hér en ekki hverjar heildarskattgreiðslur hvers og eins eru, enda fá margir afslætti af tekjuskattinum í gegnum skattkerfið, til dæmis með barnabótum og vaxtabótum.

Þar að auki þarf enginn að kvarta undan því að greiða 400 króna hátekjuskatt af 510 þúsund króna launatekjum á mánuði eða 20 þúsund króna hátekjuskatt af launatekjum upp á eina milljón króna á mánuði. Hins vegar hefur sá sem er með 150 þúsund króna launatekjur á mánuði fullan rétt á að kvarta undan 20 þúsund króna tekjuskatti af þeirri upphæð, þar sem allar hans tekjur fara í nauðþurftir.

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 16:22

53 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þakka allar upplýsingar Steini, auðvitað vissi ég ekkert af þessu

Úr því að þú ert svona vitur, gætir þú þá nokkuð sagt mér hvers vegna fólk hefur ekki efni á því að kaup mat handa börnunum sínum? Nóg virðist til af peningum til að reka tröllvaxið ríkisútvarp...

"Við erum því langríkasta þjóðin í öllum heiminum þegar við lítum til allra okkar auðæfa."

Gott ef satt er. 

Fyrir þá sem hafa ekki gert sér grein fyrir því ennþá, þeir er vonandi fáir, þá er ég að reyna að koma þeirri skoðun á framfæri að nú þurfi að standa vörðum velferðarkerfið. Til þess að hægt sé að halda uppi viðunandi lífskjörum þarf að skera niður óþarfa bruðl. Það er ekki gott til þess að vita að peningum sé eytt í óþarfa þegar börn svelta og fólk missir húsnæði sitt.

Varðandi hátekjuskattinn, þá væri nær að verðlaun fólk sem með heiðarlegri vinnu leggur sitt til framleislu þjóðarinnar.  Vandinn liggur ekki í því að þeir sem hafi 100 þúsund kall meira eða minna borgi ekki það sem þeir eiga að borga til samfélagsins. Vandinn er miklu stærri og hann liggur í því að einstaklingar hafa getað sölsað til sín upphæðir sem eru mörgu stærðargráðum stærri, marga milljarða. Auk þess hafa einkafyrirtæki getað leikið rúllettu með peninga allmennings sem nú er að súpa seyðið af því. Það þarf að byrja á því að skoða milljarðana og seinna má fara að velta fyrir sér krónunum.

Hörður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 18:56

54 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hörður Þórðarson. Alltaf þarf að standa vörð um velferðarkerfið.

Það sem þér finnst vera "óþarfa bruðl" finnst öllum öðrum ekki endilega vera óþarfa bruðl. Um 80% Íslendinga vilja að Ríkisútvarpið verði áfram í eigu ríkisins, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup árið 2005, og ansi hæpið að þetta hlutfall sé nú komið niður fyrir 50%.

Mannlegu eðli verður ekki breytt en hægt er að setja lög og viðurlög við að brjóta þau.

Hins vegar er þessi færsla Ólínu um hátekjuskattinn en ekki í hvað skattarnir okkar eiga að fara.

Og ég er nú eiginlega búinn að fá leið á þessari umræðu, farinn að hugsa um kvenfólk og þá er nú Bretadrottning ekki efst á óskalistanum. Sorrí!

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 20:22

55 Smámynd: Hörður Þórðarson

Það hefur ýmislegt breytst síðan árið 2005 Steini. Þú hefur kannski ekki tekið eftir því....

"Um 80% Íslendinga vilja að Ríkisútvarpið verði áfram í eigu ríkisins"

Getur þú nokkuð útskýrt það fyrir mér hvernig "Ríkisútvarp" getur verið í eigu annara en ríkisins? Þá væri það ekki ríkisútvarp, eða hvað?

Hörður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 21:21

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég heyri í gauksklukku þegar ég les þessa síðustu "speki" þína og er ekki hissa á því að þú hafir verið sendur alla leið til Nýja Sjálands, Hörður minn.

Þorsteinn Briem, 13.12.2008 kl. 22:09

57 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hátekjuskatturinn leysir örugglega öll vandamál landsins. Tja kannski þó ekki...kannski bara alls ekki. Þetta er leikrit ómerkilegra hluta sem engu skipta í stóru myndinni og er bara sett fram sem Ópíum fyrir fólkið. Leysum stóru málin fyrst og einbeitum okkur svo að smælkinu. Það mun gefast tími til þess...eftir svona 8-10 mánuði.

Haraldur Baldursson, 13.12.2008 kl. 23:33

58 Smámynd: Þorsteinn Briem

Haraldur Baldursson. Ég myndi nú byrja á því sem þú kallar "smælki" áður en ég reyndi að bjarga heiminum, enda fer nú fram á Alþingi umræða um fjárlagafrumvarpið, þar sem auðveldlega er hægt að bæta inn þessu smælki þínu, hátekjuskattinum.

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 00:40

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tinnsla veit nú hvað hún syngur. Margar litlar konur gerir eina stóra. 

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 02:22

60 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tinnsli mín Pinnsl. Þú hefur alveg rétt fyrir þér í þessu, samanber átta feitu mjaltakonurnar. Það´er nú meiri vigt í þeim en einhverjum píslum.

Hátekjumenn, með hann Jón Bónus í fararbroddi, munu greiða hátekjuskattinn með bros á vör. Einnig þeir 400 kallinn sem eru með 510 þúsund krónur í tekjur á mánuði.

Og brosið mun lýsa upp heimsbyggðina.

(Sem minnir mig á að hér í Reykjavíkinni var kveikt á ljósastaurunum klukkan þrjú í gær í sólskini. Eitthvað kostar það nú í rafmagns- og ljósaperunotkun. Alltaf kveikt á þessum staurum um hábjartan dag vetur, sumar, vor og haust. Margar litlar matarholur gera eina stóra.)

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 10:30

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

Tinnslið mitt. Ég spyr Orkuveituna út í þetta mál á morgun. Ég lék fyrir einn af vinum mínum í stuttmynd um ljósaperuna Byron, sem var skrúfuð í afturendann á ákveðnum "aðila". Er því sérfræðingur um ljósaperur. Var þar í hlutverki félaga í Lionsklúbbi að selja ljósaperur í farandsölu. Aldrei sexíari.

Þorsteinn Briem, 14.12.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband