Fjölmiðlar eru fjórða valdið

bréfburðurUm þessar mundir reynir mjög á íslenska fjölmiðla að standa sig sem fjórða valdið. Það gera þeir því aðeis að vera á vaktinni, kafa sjálfstætt ofan í mál og halda opinberum rannsóknaraðilum þar með við efnið.

Mogginn hefur boðað að á morgun muni hann fjalla um kaup Baugs á 10-11 verslununum af Jóni Ásgeiri Jóhannessyni. Fréttin í dag fjallar um sérkennileg kaup og eignatengsl milli Kaldbaks, Burðaráss og eignarhaldsfélagsins Samson Global Holdings þar sem Björgúlfur Thor Björgúlfsson hefur setið beggja vegna borðs sem eigandi Samsons annarsvegar og stjórnarformaður almenningshlutafélagsins Burðaráss hinsvegar.

Ég vona að mogginn láti ekki hér við sitja heldur haldi áfram að fletta ofan af hagsmuna- og hugsanlegum spillingartengslum í íslensku fjármálalífi. Ekki veitir af.

 


mbl.is Sami maður beggja vegna borðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nýti alla vega tímann þar til nýr eigandi er tekinn við.  Erum við ekki samt aðeins að súta það í dag að forsetinn skuli hafa neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin á sínum tíma varðandi dreift eignarhald.  Hafa fjölmiðlar s.l. 4 ár sýnt í verki að þeir séu 4. veldið.  Tæplega miðað við hversu léttar strokur margir víkinganna hafa fengið í fréttaumfjöllun. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:57

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Og vid folkid i landinu erum fimmta-aflid...

Ef vid viljum tessa rikisstjorn og altingismenn afram ta gerum vid litid til ad losna vid alla  innnbords, sem stjorna tjodmalunum...Ta holdum vid afram ad oskra a heyrnarlausa stjornmalamenn sem vilja sytja afram vid kjotkatlana og hreyfa sig ekki tadan fyrr en teir verda fluttir undir sex fetin.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.12.2008 kl. 11:09

3 Smámynd: Sævar Helgason

"Og vid folkid i landinu erum fimmta-aflid..."

Erum við ekki í raun yfirvaldið ?   Við höfum bara verið of spör á því að beita okkur á skynsamlega hátt ... því er núna svona komið.

Sævar Helgason, 11.12.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband