Af hverju vissi ráðherra ekki?
9.12.2008 | 20:51
Í framhaldi af þessum fréttum um endurskoðun KPMG og rannsókn fyrirtækisins á viðskiptum Glitnis fyrir bankahrunið finnst mér tímabært að rifja upp lögin um ráðherraábyrgð (HÉR), sérstaklega 2. gr., 6. gr. og 7. gr.
Hvernig stendur á því að viðskiptaráðherra vissi ekki af því að KPMG - sem sá um endurskoðun sumra stærstu hluthafa gamla Glitnis - hefði verið falin rannsóknin á viðskiptum bankans fyrir hrunið? Fyrirtækið hefur verið í þessari rannsókn í tvo mánuði.
Hvernig má það vera að viðskiptaráðherra veit ekki hvernig staðið er að þessari rannsókn og hverjir hafa hana með höndum? Hver ber ábyrgð á því að upplýsingar um þetta fyrirkomulag bárust ekki til ráðherrans? Undirmenn hans? Hann sjálfur? Er ráðuneytið kannski ekkert að sinna framgangi málsins - bara ekkert að fylgjast með? Þekkja þeir kannski ekki 9. gr. laganna um Stjórnarráð Íslands (HÉR) þar sem segir ,,Ráðuneyti hefur eftirlit með starfrækslu stofnana, sem undir það ber, og eignum á vegum þeirra stofnana"?
Það er óviðunandi annað en að skýring verði gefin á þessu vitneskjuleysi.
Þeir Atli Gíslason og Lúðvík Bergvinsson ræddu þetta í Kastljósi í kvöld. Atli rökstuddi mál sitt vel. Lúðvík talaði of mikið, greip of oft fram í og sagði of oft "það verða auðvitað mistök". Það er ekkert auðvitað eða sjálfsagt við hugsanleg mistök - síst af öllu þegar menn eiga að vanda sig.
Ef menn (les: ráðherrar) komast ekki yfir það að fylgjast með því sem er að gerast á þeirra eigin heimavelli, þá verða þeir einfaldlega að fá liðsauka. Það er ekki þeirra sjálfra að standa alla pósta, og sinna öllum verkum. En þeir bera ábyrgð á því að vaktstöðurnar séu mannaðar og upplýsingar berist.
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Algjörlega sammála þér. Þetta er KPMG mál er hneyksli af hálfu Fjármálaeftirlitsins ásamt því að hafa sett þessa tvo fyrrv. Búnaðarbankamenn í skilanefndir. Björgvin verður umsvifalaust að taka á þessum málum með því að láta þessa gerninga ganga til baka. Hann ætti einnig að sýna styrk og taka til í Fjármálaeftirlitinu - stjórnendur þar ættu umsvifalaust að taka pokann sinn. Ef Björgvin er ekki maður til að taka á þessu, á hann sjálfur að segja af sér og viðurkenna að hann ræður ekkert við þetta embætti sem hann er í.
Lúðvík tapaði gjörsamlega leiknum í þessu Kastljós viðtali. Það var augljóst að hann var að verja mjög slæman málstað.
Helga Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:10
Þetta er hreinlega með ólíkindum og getur ekki flokkast undir annað en MEIRIHÁTTAR klúður af hálfu Björgvins. Burtséð frá því hvort einhver af hans undirmönnum hafi átt að upplýsa (að því gefnu að þeir hafi haft vitneskju - varla hægt að trúa öðru) þá ber Björgvin ÁBYRGÐINA. Sá ekki Kastljósið en rétt hjá þér, mistök af þessu tagi eru ekkert auðvitað. Las einhvers staðar í dag þar sem vitnað var í Egil Helgason. Hann nefndi að hann óttaðist að það væru engin merki um breytingar - spillingarhættan enn fyrir hendi. Ætlaði þá að flytja úr landi. Það er sterkur fnykur af þessu máli. Það verður gefin skýring, en verður hún ekki bara yfirklór? Það er varla að maður trúi þessu.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:14
Ólína !
Daunninn er farin að berast víða , er farin að halda að flokksherbergið hjá samfylkingunni sé svo illa farið að þar liggi einhverjir illa haldnir !
Það er eins og engin sé með réttu ráði !
Það er talað og talað og talað meira, Össur, Lúðvík , Björgvin og Ingibjörg !
Hvað er þetta fólk að meina ?
JR (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 21:14
Maður skilur hvorki upp nér niður í þessu öllu orðið
Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 21:15
er á blogginu hjá mér - fæ að skutla því hérna inn
FME er undir stjórn Björvins G Sig. bankamálaráðherra og stjórnarformaður FME er Jón Sigurðsson skipaður af Ingibjörgu Rauðsól Gísladóttur. Jón er mesti fjármálaspekingur SAMFYLKINGNAR og hann er einnig varaformaður stjórnar Seðlabankans. Jón Sig er aðalmaðurinn í að skrifa hvítbók fjárglæframanna með því að rannsaka ekki neitt og hvítþvo öll þeirra verk. Björgvin bankamálaráðherra skipar í skilanefndir og þar eru vinir Baugsmafíunnar fengnir til að ransaka Baugsfélögin. Stoðir eru í greiðslustöðvun og Jakob Möller skipaður umsjónarmaður með greiðslustöðvunni. Jakob var verjandi í Baugsmálinu. BT varð gjaldþrota og Helgi Jóhannesson skipaður skiptastjóri. Helgi var verjandi í Baugsmálinu.
Það er ég vissum að þegar Baugur fer í þrot verður Gestur Jónsson skipaður skiptastjóri“
Jón Snæbjörnsson, 9.12.2008 kl. 21:37
Ja hérna nú verður eitthvað að gerast. Af hverju eru Baugsmenn svona áberandi í þessu, hef alltaf tengt ISG þar inn og sýnist mér að það sé. Svo á Björgvin þar góða vini skrítið að engin tali um það
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:11
Alveg sammála. Þessi ábyrgðarfælni er kominn út í vitleysu. Ef viðskiptaráðherra ber ekki ábyrgð á þessu, hver gerir það þá ? Það var augljóst að Lúðvík reyndi að yfirgnæfa viðtalið með látum til þess að staðreynd málsins kæmist ekki að, en hún er sú að Björgvin og félagar hafa enga stjórn á gangi mála.
Hjörtur (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:14
Ja "bragð er að þá barnið finnur"
Ja alla vegana gott hjá þér Ólína að sjá þó þetta.
Það er svo sannarlega nálykt af forystumönnum Samfylkingarinnar sérstaklega formanninum Ingibjörgu Sólrúnu!
Man einhver eftir fjálglegum ræðunum hennar um siðbót og "samræðustjórnmál" BLA. BLA, BLA, Ragnar Reykás hvað !
Samt sem áður tókst þessum pukurs- og leyndarmálaráðherra Samfylkingarinnar að halda því algerlega leyndu fyrir Banka- og viðskiptamálaráðherra þjóðarinnar að hún hafði allt frá því í febrúar ásamt Geir setið heila SEX (segi og skrifa 6) krísufundi með yfirstjórn Seðlabankans þar sem farið var yfir graf alvarlega stöðu íslenska bankakerfisins !
NEI hún hafði sko annað og merkilegra að gera. Á sama tíma nú í allt sumar geystist hún um heiminn á SAGA CLASS og líka á einkaþotum sjálfrar elítunnar á fundi í útlöndum að þeirra beiðni til þess að LjÚGA því blákallt að ráðamönnum heimsins að hér væri sko allt í stakasta lagi og þetta væru allt saman svo rosalega pottþéttir og góðir gæjar sem væru þarna með henni og að íslenska bankakerfið og tala nú ekki um fiskveiði kvótakerfið líka væru sko það lang besta í heiminumm og BLA, BLA, BLA.
Manni hreinlega flökrar !
ÞESSI KONA OG ÞESSI FLOKKUR ER EKKI Á ÞENNAN VETUR SETJANDI !
Björgvin greyið er bara eins og hvítur páfagaukur í búri miðað við þetta kerlingar skaft Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem ætti að segja af sér ekki seinna en STRAX !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:19
Ég er mjög sammála þér Ólína, Samfylkingin getur ekki verið þekkt fyrir svona vinnubrögð - þ.e.frá hendi eigin viðskiptaráðherra. Það hefði nú heldur betur heyrst í röddum úr Samfylkingunni hefði hún verið í stjórnarandstöðu og stæði frammi fyrir þvílíku.....! Auk þess að samþykkt hefur verið frumvarp um að óleyfilegt sé að höfða mál gegn bönkunum og þeirra gerðum..... hvað er fólk eiginlega að hugsa?
Þó er þetta aðeins smá brot af því undarleg ferli sem nú er að eiga sér stað varðandi meðferðina á bönkunum. Að mínu mati eiga bankarnir að vera ríkisbankar í þeirri stöðu sem komin er upp.....
Esther Vagnsdóttir (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:30
Gleymdi nú að minnast á hitt stór afrek þessa Pukurs- og leyndarmálaráðherra Samfylkingarinnar, sem hún vann líka ötullega að s.l. sumar.
Þar var hún sem aðal Generáll og fyrsti Varnarmálaráðherra Samfylkingarinnar á fullu að koma okkur inní þetta algerlega og fáránlega hernaðarbrölt sem hún kallaði "loftrýmiseftirleit" m.a. með því að semja við Breska heimsveldið um að fljúga hér reglulega yfir með sín hernaðar og drápstól !
Að þessu vann hún líka mjög ötullega að í sumar meðal annars með því að fljúga á rándýrri einkaþotu á NATO herforingja ráðstefnu í Ungverjalandi sem frægt varð !
Og þetta sukk sitt og svínarí varði hún allt með kjafti og klóm með sínum alkunna hroka og yfirlæti eins og sönnum NATO herforingja ber !
Svei öllu þessu gagnslausa sýndar hyski !
Ég krefst þessi að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Varnarmálaráðherra og Pukurs- og leyndarmálaráðherra Samfylkingarinnar segi af sér þegar í stað !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 22:37
Stærsta málið hér virðist vera hversu stóran skammt af mistökum má eiginlega bjóða upp á sem ráðherra áður en þú þarft að hugsa um að segja af þér?
Haukur Nikulásson, 9.12.2008 kl. 22:39
Meiri vitleysan... og hér keppist fólk við að minna Ólínu á að Björgvin tilheyri "hennar" flokki.
Er fólk ekkert að fara að ná því að allt þetta bull nær langt yfir hvað flokkar heita og hverjir eru í þeim???
Heiða B. Heiðars, 9.12.2008 kl. 22:40
Ég hef margt oft fundið ma. lögbrot eftir lögbrot, vitnað í lögin um ráðherraábyrgð og sent til viðkomandi ráðherra
þar sem á við, einnig til þeirra þingmanna sem sitja nú á þingi. Þessi skrípaleikur er kominn langt út fyrir öll mörk, þessir menn eru nú í fyrsta sinn að skilja það að með þeim er fylgst og það vel af almenningi þessa lands sem ætlar ekki að láta þá sleppa í þetta sinnið. Það kallast á mannamáli að vera meðvitaður og ekkert annað, skiptir engu máli hvort þú ert maður eða kona, Mustafa eða frjálslyndur, það kallast að vera réttsýnn og meðvitaður einstaklingur -punktur. Björgvin G. er mágur Sigurðar G. Guðjónssonar lögmanns sem hefur starfað semslíkur undanfarna áratugi fyrir Hagkaupsmenn, Baug, Glitnir, Straums og fleiri fyritækja sem tengjast þessum málum. Björgvin G. vissi heldur ekkert um gjaldþrot Glitnis fyrr en 3 dögum eftir 6. október og það þykir mér skrítið þar sem Sigurður mágur hans fékk hjartaáfall þann sama dag og skal ekki furðu sækja, en að mágur hans viti þá ekkert meira um það sem er að gerast í hans eigin fjölskyldu frekar en á sínum vinnustað er bara hreinasta lygi, að vita ekki hver er að vinna að rannsókn á Glitni í 2 heila mánuði er hreinasta þvæla þar sem mágur hans á mikilla hagmuna að gæta í bankanum og öllu því svindli sem þar fór fram. Í þokkabót hefur Björgvin G. einn aðstoðarmann og einn upplýsingarfulltrúa sem starfa í fullri vinnu við það að UPPLÝSA hann allan sólarhringinn á launum frá okkur.
Ég var á borgarafundinum í gær og get ekki annað sagt að nú finni maður verulega fyrir hita í fólki.
Ég fékk þó ekki þau svör sem mig hefði langað til að fá svarað sem félagsmanni í V.R . Þrátt fyrir að Gunnar Páll sem er formaður V.R sé með 1.7 milljónir í tekjur fyrir utan hlunnindi þá er honum teflt fram til að taka spjótin á sig fyrir hönd forstjóra lífeyrissjóðsins Þorsteins Eyjólfssonar að mínu mati eða er það líka tilviljun að eiginkona Þorsteins skuli vera háttsettur starfmaður innan Kaupþings og að börn þeirra hjóna skuli vera háttsett innan fyrirtækja eins og Bakkavör og Excista? Er það tilviljun að meðlimir þessarar fjölskyldu fara tugi ferða til Zurich í Swiss sl. ár eða áratugi ?
Hvernig væri að rannsaka það?
"Hinn 15. október 1999 fór fram útboð á bréfum ríkisins.
Við ákvörðun ríkisstjórnarinnar fóru alls konar þreifingar fjárfesta í gang og um skeið könnuðu þrír ólíkir hópar fjárfesta möguleikann á því að gera í sameiningu tilboð í 51% hlut ríkisins. Bjarni Ármannsson reyndi að ná saman hópi fjárfesta úr röðum lífeyrissjóða til þess að bjóða í bréfin, en tókst það ekki.
Þá var kannaður sá möguleiki, sem flestir í forsvari fyrir sparisjóðina, Kaupþing og Orca-hópinn höfðu líklega mesta trú á í upphafi, en það var að fá ákveðna lífeyrissjóði til liðs við sig til kaupa á 51% hluta ríkisins, þannig að brautin væri rudd fyrir sameiningu Kaupþings og FBA.
Orca-hópnum og fulltrúum lífeyrissjóðanna og FBA kom það hins vegar gjörsamlega í opna skjöldu, hversu hátt Kaupþingsmenn verðlögðu eigið fyrirtæki, eða á um átta milljarða króna. Af þeim sökum einum fóru frekari viðræður þessara aðila um kaup og samstarf út um þúfur. Þeir Eyjólfur Sveinsson og Jón Ásgeir Jóhannesson komu þá að máli við Bjarna Ármannsson í þeim erindagjörðum að kanna hvort ekki væri hægt að koma á einhvers konar samstarfi við lífeyrissjóðina og fleiri fjárfesta um kaup á 51% hlut ríkisins. Þeir þrír fóru síðan á fund Þórarins Viðars Þórarinssonar, formanns lífeyrissjóðsins Framsýnar, og Þorgeirs Eyjólfssonar hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna. "
http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=707267
SÞR (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:07
Ég er ekki hissa á því að Ingibjörg Rauðsól hafi ekki getað upplýst Björgvin varðandi þessa 6 fundi sem hún átti með Seðlabankanum og Geir Haarde. Sjálfur viðskiptaráðherrann með heilt Baugsveldi við rúmgaflinn. Svo var hann kallaður út um miðja nótt til Jóns Ásgeirs, þetta bara virkaði ekki með alla spionana í ráðuneytinu og kom flatt upp á þá. Helvíti tókst Geir og Ingibjörgu vel til þarna, það mega þau eiga.
Ég er ekki hissa á að hún hafi fengið yfir höfuðið.
Soffía (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:57
Er alltaf að bíða eftir alvöru uppreisn. Það er eitthvað verulega sjúkt undirliggjandi Spillingin er algjör og allt helsjúka ráðherraliðið er annaðhvort viðriðið eða þeim er hótað, það er enginn björgunarleiðangur í gangi. Það er bara verið að vinna tíma til að geta hulið slóð og freista þess að þjóðin sofni útaf og hætti að pípa. Það er þörf að rifja upp vandaðan pistil Þorfaldar Gylfasonar til að átta sig á hversu djúpar rætur spillingin hefur. Ef þið nennið að lesa:
"Rás atburðanna hófst fyrir aldarfjórðungi með upptöku
kvótakerfisins, þegar stjórnmálastéttin kom sér saman um að afhenda útvegsmönnum
ókeypis aðgang að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þessi rangláta ákvörðun, sem allir
flokkar á þingi báru sameiginlega og sinnulausa ábyrgð á, skerti svo siðvitund
stjórnmálastéttarinnar, að þess gat ekki orðið langt að bíða, að aðrar jafnvel enn afdrifaríkari
ákvarðanir af sama tagi sæju dagsins ljós. Hví skyldu menn, sem víluðu ekki fyrir sér að búa til
nýja stétt auðmanna með ókeypis afhendingu aflakvóta í hendur fárra útvalinna, hika við að
hafa svipaðan hátt á einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja? Því hlaut að fara sem
fór. Varaformaður Framsóknarflokksins auðgaðist svo á einkavæðingu Búnaðarbankans, að
hann gerði sér lítið fyrir og keypti þjóðarflugfélagið (og lét skipa sjálfan sig seðlabankastjóra í
millitíðinni, en hann hafði að vísu ekki efni á láglaunabaslinu þar nema skamma hríð).
Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins gerðist einnig milljarðamæringur við einkavæðingu
Landsbankans, og enginn spurði neins, enda voru fjölmiðlarnir flestir komnir í hendur
eigenda bankanna. Hann fer enn sem fyrr huldu höfði að því er virðist fingrafaralaus.
Formaður Sjálfstæðisflokksins lét skipa sjálfan sig seðlabankastjóra eins og að drekka vatn og
lét bankaráðið umsvifalaust hækka laun sín upp fyrir laun forseta Íslands með kveðju til
Bessastaða. Áður hafði hann skammtað sér konungleg eftirlaun úr vasa almennings. Marga
aðra flokksmenn mætti nefna til sögunnar. Það hafði ekki áður gerzt í sögu lýðveldisins, að
menn auðguðust svo ótæpilega á stjórnmálaafskiptum. Það var nýtt. Kvótakerfið varðaði
veginn inn í sjálftökusamfélagið.
VI. Ofvöxtur bankanna
Hrun bankanna var tvíþætt. Í fyrsta lagi uxu bankarnir á örfáum árum sjálfum sér og landinu
langt yfir höfuð. Vöxturinn var óeðlilegur meðal annars vegna þess, að eigendur bankanna
voru byrjendur. Bankamennirnir rökuðu saman fé handa sjálfum sér og sáust ekki fyrir, því að
sagan sýnir, að bankar geta varpað afleiðingum bankahruns á axlir saklausra vegfarenda. Í
annan stað hefðu stjórnvöld við þessar kringumstæður átt að standa fast gegn ofvexti
bankanna. En of náin gömul og gróin tengsl milli stjórnmála og viðskipta veiktu aðhaldið og
eftirlitið. Ríkisstjórnin hefði átt að leggja sérstakan skatt á bankana til að hemja vöxt þeirra,
en það gerði hún ekki. Seðlabankinn hefði átt að leggja bítandi bindiskyldu á bankana til að
hemja vöxt þeirra, en það gerði hann ekki. Fjármálaeftirlitið hefði átt að sérsníða þung
álagspróf að viðkvæmum íslenzkum aðstæðum, en það var ekki heldur gert. Allt stjórnkerfið
brást. Endurteknum viðvörunum innlendra manna og erlendra var ekki sinnt. Viðskiptaráð
Íslands gekk svo langt 2006 að greiða Frederic Mishkin prófessor í New York 135 þúsund
Bandaríkjadali fyrir að leggja nafn sitt við ámáttlega skýrslu þess efnis, að allt væri enn í
himnalagi í fjármálum Íslands. Upplýsingarnar um þóknun Viðskiptaráðs til Mishkins birtust
fyrst í Wall Street Journal fyrir skömmu. Mishkin ætti að sjá sóma sinn í að skila fénu aftur til
Íslands, til dæmis til Mæðrastyrksnefndar, og það mættu ýmsir aðrir menn gera.
Ofvöxt bankanna þarf einnig að skoða í samhengi við peningamálastjórnina. Bankarnir áttu
sér ekki traustan og trúverðugan bakhjarl, sem gat haldið verðbólgu í skefjum og veitt þeim
nauðsynlega fyrirgreiðslu í erlendri mynt, úr því að Seðlabankinn vanrækti þrátt fyrir
6
ítrekaðar áskoranir að byggja upp öflugan gjaldeyrisvarasjóð til að vega á móti erlendri
skammtímaskuldasöfnun bankanna. Þrákelkni ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans fyrir hönd
krónunnar í nafni sjálfstæðrar peningamálastjórnar og óskoraðs fullveldis hefur nú í
reyndinni teflt fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í tvísýnu um sinn.
VII. Ekkert vit, engin hemja
Það hefði átt að blasa við hverjum heilvita manni, að umsvif útrásarvíkinganna og vina þeirra
í bönkunum og stjórnmálaheiminum náðu engri átt. Enginn atvinnurekstur stendur undir svo
augljósri vitleysu. Tökum kvótakónginn, sem keypti sér þyrlu, af því að honum hentaði ekki
stundatafla áætlunarflugsins milli lands og eyja. Tökum bankaeigandann, sem byggði sér hús
í Reykjavík með skotheldum rúðum í gluggum og fullbúinni skurðstofu inni í íbúðinni. Tökum
allt fólkið, sem keypti sér rándýr hús til þess eins að sprengja þau í loft upp og byggja enn
dýrari hús á lóðunum. Tökum bankastjórana og starfsmenn þeirra, sem tóku sér laun, sem
stóðu bersýnilega í engu samhengi við vinnuframlag þeirra, eins og kom á daginn. Tökum
nýbyggingarnar í þjóðgarðinum á Þingvöllum, sem á þó að heita friðlýst land. Ekkert af þessu
náði nokkurri átt, og mætti þó hafa listann miklu lengri.
Taumlaus græðgin í bönkunum tók út yfir allan þjófabálk. Eigendur bankanna röðuðu
stjórnmálamönnum í kringum sig öðrum þræði að því er virðist til að kaupa sér frið. Illugi
Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrum aðstoðarmaður forsætisráðherra sat
til dæmis í stjórn sjóða Glitnis þar til bankinn hrundi. Hvað var hann að gera þar? Eigendur
bankanna notuðu þá til að lána sjálfum sér og fyrirtækjum sínum til vafasamra fjárfestinga og
fólu stjórnendum og starfsmönnum bankanna að ráðleggja viðskiptavinum að flytja sparifé af
tryggðum innlánsreikningum yfir í ótryggða sjóði, sem voru hálffullir af verðlitlum eða
verðlausum pappírum eigendanna. Þessi háttsemi bankanna varðar við lög og hefur rænt
mikinn fjölda sparifjáreigenda miklu fé. Það ýtir undir gamla tortryggni, að ákæruvaldið skuli
ekki hafa látið strax til skarar skríða gegn bönkunum eftir hrunið frekar en að boða mörgum
vikum síðar til veiklulegrar athugunar á því, hvort lög kunni kannski að hafa verið brotin.
Silagangur ríkisstjórnarinnar síðan bankarnir hrundu vekur ekki heldur traust. Eina færa leiðin
til að endurreisa nauðsynlegt traust milli manna inn á við og álit Íslands út á við er að spúla
dekkið. Stjórnmálastéttin hefur brugðizt, big time. Hún þarf að draga sig möglunarlaust í hlé,
víkja fyrir nýju fólki og veita því frið til að leggja grunninn að endurreisn efnahagslífsins og
réttarkerfisins með góðra manna hjálp utan úr heimi.
Ekkert minna dugir".
sveitolina (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 23:57
Björgvin og Össur eru of uppteknir af Davíð Oddssyni til að geta unnið sín störf.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.12.2008 kl. 09:51
Góð innlegg hérna Ólína. Ég er nú að komast á þá skoðun að viðskiptaráðherrann okkar fylgist ekki nógu vel með því sem undir hann heyrir. allavega tek ég undir með þér og furða mig á að hann hafi ekki vitað um hvernig þetta var matreitt allt saman. Spurning hvað fleira hann hefur ekki hugmynd um.
Gylfi Björgvinsson, 10.12.2008 kl. 10:02
ÞEtta er Davíð að kenna.
Han sagði þeim ekkert af þessu.
Lúðvík vill selja Olíörkum bankana og félög önnur í ,,búi bankana"
Hann les ekki Laxnes um Goodmann og Singmann eða Dikkens um Fagin og ættmenni hans., ekki lesa þessir Kaupmanninn í Feneyjum og ,,viðskiptasiðferði" þeirra.
Áfram Baugsmenn Stoðmenn
Svo hjálpar Hvít-Birna hin Lánlausa í Glitni þeim örugglega.
HVað segir Emerítus núna?? eða lögfræðiprofessorarnir sem voru í öllum fjölmiðlum í kringum Fjölmiðlalögin og Baugsmálin, þega allir voru vondir við blessaða Baugsmenn Stoðmenn.
Les þetta lið bara Lísu í Undralandi og Köttinn með Höttinn?????
Ég sé eftir Einari Odd óaflátlega.
Er í sjokki yfir því, hve margir sem hann áður treysti hafa sýnt sig sem lyddur, undirlægjur, tuskubelli og annað ljótt
Er þjóðin á einhverju vondu LSD trippi sem farið hefur gersamlega úr böndum???
Ég skil hvorki upp né niður í málunum, mig sundlar.
Takk fyrir bloggið þitt og taktu utanum fólkið mitt fyrir vestan.
Bjarni Kjartansson, 10.12.2008 kl. 10:05
Hjartanlega sammála þér.
Baldvin Baldvinsson
Reyðarfirði
Baldvin Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 11:35
Ég skil ekki neitt í neinu en ekki er þetta til þess að byggja upp traust. Hann má eiga að hann krafðist skjala frá Kaupþing í Lúx. Ætti að vera sjálfsagður hlutur en maður verður víst að vera þakklátur fyrir þau fáu skifti sem ráðamenn hér sýna smá lit í átt að opnum vinnubrögðum.
Héðinn Björnsson, 10.12.2008 kl. 13:52
Þetta er regin hneyksli og maður er farinn að skilja hvernig þessi stjórn starfar hún skiptist ekki á upplýsingum og talar ekki saman og ráðherrarnir hafa ekki samstarf við stofnanir eins og Seðlabankann svo mánuðum skiptir ósamkomulagið er algert og þeir eiga að fara frá allir með tölu þeirra flokkar hljóta að hafa betra fólk í þessi störf ef svo er ekki þá þarf að kjósa.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 10.12.2008 kl. 14:16
Sá gerðist ei olígarki,
Goodmann þó í þjarki,
LSD,
lét í té,
hann er íhald í harki.
Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 15:57
Þessi viðbjóður og siðleysi ætlar engan endi að taka. Það er ljóst að það næst aldrei friður, traust og trú á ríkisvaldið svo lengi sem núverandi einstaklingar sitja við stjórn og í sínum stólum. Spillingin hefur svo mergsogið samfélagið að nánast er hægt að tala um stjórnleysi.
Nómenklátura Íslands hefur svo barið á þjóðinni að hægt er að tala á ný um öreiga og lágstétt.
Ég neyta að greiða framar skatta til að halda þessu liði á konungalifnaði.
Baldur Gautur Baldursson, 10.12.2008 kl. 17:01
Iss..þetta er allt saman mjög loðið....mjög loðið.
Magdalena Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 19:44
Það kemur mér ekkert á óvart Ólína að þú vekir athygli á því sem þér ofbýður hver sem þar á hlut að. En mér finnst reyndar óþarfi af hinum ýmsu álitsgjöfum að minna þig á flokkstengsl við fólk sem þú gagnrýnir. Ég leyfi mér að trúa þér alveg fyrir því sjálfri hvaða stjórnmálasamtök þú styður og ætla að sleppa því að hafa af því áhyggjur.
En er það ekki að verða nokkuð ljóst að stjórnvöld eru búin að missa tök á allri rannsókn þessa efnahagsslyss, eða öllu heldur hafa aldrei náð tökum á því flókna viðfangsefni. Og ég minni á orð Boga Nilssonar um það vanhæfi til rannsóknar á svo viðkvæmu máli sem óhjákvæmilega fylgir fámennisamfélagi eins og okkar.
Leiðrétti svo það sem hér kom fram um tengsl Björgvins G. og Sigurðar.G. Þeir eru svilar en ekki mágar, kvæntir systrum.
Árni Gunnarsson, 10.12.2008 kl. 21:52
"Þeir eru svilar en ekki mágar, kvæntir systrum."
Þeir eru sem sagt ekki giftir bræðrum.
Gat þó allt eins verið, Árni minn Skagfirðingur.
Því miður fór ég aldrei yfir Heljardalsheiðina. Þess vegna er ég svona óhamingjusamur.
Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 22:22
Ég vil þakka Árna Gunnarssyni sérstaklega fyrir að vekja athygli á því hvernig sumir kjósa að nota athugasemdasíðuna mína. Það er verulega þreytandi, svo ekki sé meira sagt. Ég var satt að segja farin að velta því fyrir mér hvort enginn tæki eftir þessu nema ég.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.12.2008 kl. 23:01
Já það er alveg makalaust að lesa hér sumar athugasemdirnar- jafnvel póstsendingar til fólks sem alveg er óviðkomandi síðunni og þeim málefnum sem verið er að ræða. Einkum er einn sem er alveg úti á túni- er að senda Ingibjörgu Sólrúnu formanni Samfylkingarinnar nótu og í síbylju. Eitthvað ekki í lagi á þeim bænum...
Sævar Helgason, 10.12.2008 kl. 23:32
Að sjálfsögðu ber Björgvin G. Sigurðsson ábyrgð á þessu máli sem viðskipta- og bankamálaráðherra.
Og það er nú ekki gáfulegt að gagnrýna Ólínu fyrir að kjósa Samfylkinguna eða einhvern annan stjórnmálaflokk, því hér á að vera lýðræðisþjóðfélag, þar sem við getum gagnrýnt opinberlega hvaða stjórnmálamann sem er, sama hvaða flokk við kjósum.
Þorsteinn Briem, 10.12.2008 kl. 23:52
Takk Steini minn.
Takk Sævar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 11.12.2008 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.