Menntun er međaliđ!
3.12.2008 | 23:33
Ţegar atvinnuleysi og atgerfisflótti eru raunveruleg vá fyrir dyrum í litlu samfélagi er ađeins eitt ađ gera: Láta ţekkinguna flćđa. Mennta fólkiđ! Gefa ţví kost á endurmenntun, framhaldsmenntun, háskólamenntun, nýrri menntun ... já, bara menntun, hvađa nafni sem hún nefnist.
Menntun og ţekkingarflćđi eru eini raunhćfi kosturinn sem ţjóđin á til ađ rćkta mannauđ sinn, halda honum viđ, halda fólkinu "í formi" ef svo má ađ orđi komast. Mađur sem verđur atvinnulaus getur nýtt ţau tímamót til ţess ađ byggja upp nýja hluti í lífi sínu. Til dćmis ađ klára doktorsritgerđina sem hefur árum saman legiđ í skúffunni; taka vélastjórnarréttindin sem aldrei voru tekin; meiraprófiđ; ljósmóđurnámiđ; frumgreinanámiđ; skipstjórnarréttindin sem hann/hún hefur lengi látiđ sig dreyma um ... o. s. frv.
Ţađ er ekkert međal betra á ţeim tímum sem viđ lifum en menntun.
Á málţingi sem Byggđastofnun hélt um nýja byggđaáćtlun s.l. föstudag flutti ég erindi um gildi menntunar fyrir landsbyggđina. Ţetta var svona eldmessa sem ég nefndi "Háskóla í hvert hérađ!" og ţiđ getiđ lesiđ í heild sinni HÉR ef ykkur langar (glćrurnar eru hér).
Í stuttu máli sagt ţá lagđi ég út af ţeim sjálfsögđu réttindum ungs fólks ađ geta sótt grunn- og framhaldsskóla í heimahérađi. Ţetta ţykir öllum eđlilegt nú, ţó ţađ hafi ekki alltaf ţótt. En hvenćr mun ţykja jafn sjálfsagt fyrir ungt fólk ađ sćkja háskólanám á heimaslóđum - ţó ekki vćri nema grunnháskólanám?
Hugsiđ um ţađ.
Ţetta er dulítil undantekning frá annars góđu bloggfríi sem nú hefur stađiđ í heila fimm daga. Lifiđ heil, kćru lesendur mínir.
Meginflokkur: Menntun og skóli | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:52 | Facebook
Athugasemdir
Hafđu ţađ gott í fríinu. Kveđja frá Selfossi
Ásdís Sigurđardóttir, 4.12.2008 kl. 08:10
Sćl Ólína. Ég les stundum bloggid thitt thegar ég hef séd thad út frá mbl.is og finnst thad alltaf skemmtilegt og fródlegt :)
Ég er alveg sammála thér ad menntunin er mikilvćg og sjálf var ég í framhaldsskóla á Selfossi á sínum tíma, í minni heimabyggd. Ég hef sjálf spád í thessu og mín skodun er sú ad háskólanám ćtti ekki ad vera of dreift, bćdi peningalega séd og einnig út frá gćdum kennslunnar. Sjálf er ég í lćknanámi í Danmřrku thar sem hćgt er ad lćra thad á 3 střdum í landinu og verid er ad rćda um ad setja lćknadeild á fót á fjórda stadnum, en sumum finnst thad ekki hćgt thar sem umdćmid thjónar ,,einungis,, 500 thúsund manns (á thessum stad hefur thó alltaf verid verklegt nám og kennsla í kringum thad en nú er verid ad tala um ad taka upp alla kennslu og próf líka). En thad er reyndar kannski řdruvísi med lćknanám en mřrg řnnur háskólanám thar sem vid thurfum ad sjá sjúklinga :) Ég veit vel ad Háskólinn á Akureyri er ad gera góda hluti, nokkrir af mínum vinum hafa lćrt thar og módursystir mín er deildarforseti einnar deildar háskólans. En er gód hugmynd ad koma af stad háskólamenntun í řdrum hérudum á Íslandi ? Erum vid ekki of fá ? :)
Kvedja frá DK
Hólmfrídur Ásta Pálsdóttir (IP-tala skráđ) 4.12.2008 kl. 16:01
Já mikil gćfa yrđi ţađ ef menntunin myndi dreifast á áđur óţekktum hrađa um sveitir landsins. Út úr slíku kćmi galdur.
Annars eru ţađ nćsta töfrum líkast ađ sjá og heyra Jón og Gunnu útí bć - stóran hluta af ţjóđinni - uppgvöta á umliđnum vikum hvađ margir möguleikar eru fyrir hendi ţrátt fyrir allt í ţessu landi. Ţegar öllu er á botnin hvolft ţá er margt ađ finna ef vel er leitađ og auđveldara en viđ áđur hugđum ađ minnka ţá drepsótt er nefnd hefur veriđ viđskiptahalli.
Hér er mör og hér er mysa
hér er mađkur upp'á stöng
hér er meiriháttar náttúra
ef nepjan verđur löng.
- - - -
Hafđu svo hléiđ ekki allt of langt
Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráđ) 4.12.2008 kl. 22:06
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.