Þjóð í greipum Davíðs

DavidGeirMbl.is Ég man þá tíð þegar Davíð Oddsson varð borgarstjóri í Reykjavík, ég var fréttamaður á sjónvarpinu. Mér er það mjög minnisstætt þegar hann neitaði að veita fréttastofunni viðtöl nema ákveðnir fréttamenn tækju þau. Hann ætlaði til dæmis að neita að tala við mig. Þá sýndi Ingvi Hrafn Jónsson þáverandi fréttastjóri af sér þann dug að láta Davíð Oddsson vita það að hann veldi sér ekki viðmælendur á fréttastofu sjónvarpsins. Og þar við sat.

Þetta rifjast upp fyrir mér þegar Davíð talar núna um heljartök hagsmunaaðila á fjölmiðlum. Hann hefur sjálfur haft slíkt tök,  enda átti hann eftir að verða mun valdameiri í íslensku samfélagi en þegar hann var borgarstjóri. Hann hefur viljað hafa þessi tök og beita þeim. Þannig er það nú bara - það otar hver sínum tota.

Sjálfréttlæting var orðið sem kom fyrst í huga minn þegar ég hlýddi á ræðu Davíðs á fundi Viðskiptaráðs í morgun. Vissulega var þróttur í röddinni - hann er greinilega ekki af baki dottinn.  En það er einkennilegt að hlusta á opinberan embættismann tala á formlegum fundi og eyða mestum hluta ræðutíma síns í að réttlæta sjálfan sig persónulega.

Þetta er - hvað sem öðru líður - maðurinn sem skóp skilyrðin fyrir útrásinni í krafti forsætisráðherraembættis síns með hugmyndafræði frjálshyggjunnar að vopni. Var það ekki hann sem "seldi" bankana á gjafverði? Var það ekki hann sem réði lögum og lofum, deildi og drottnaði árum saman?  Skaut sendiboða slæmra tíðinda með því til dæmis að leggja niður Þjóðhagsstofnun þegar honum líkuðu ekki efnahagsspárnar? 

Vissulega má af tilvitnunum Davíðs lesa að hann hafi varað við því sem var yfirvofandi. Það var gert í einhverjum ræðum sem enginn tók eftir á formlegum fundum þar sem menn dotta eldsnemma á morgnana og boðskapurinn fer inn um annað eyrað en út um hitt. En tók hann upp símtólið og talaði við þá sem stjórna landinu? Hélt hann vinnufundi um málið? Gerði hann tillögur um viðbrögð við yfirvofandi hættuástandi? Hvar gerði hann þær tillögur, og við hvern? Hvar eru þær?

Sjáið til, það sem Davíð gerði  var annars eðlis en það sem hann sagði. Hann safnaði ekki korni í hlöður fyrir mögru árin. Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans reyndist ekki nægur þegar til átti að taka. Sömuleiðis peningastóll bankana - enda búið að lækka bindiskylduna. Hver skyldi hafa borið ábyrgð á því?

Og svo klykkir hann út með því að hann viti hvers vegna Bretar beittu hryðjuverkalögum. Hann veit en vill ekki segja. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega?

Eitt stendur þó eftir stálinu sterkara: Davíð Oddsson ætlar ekki að falla einn úr háu sæti. Verði hann látinn víkja úr starfi Seðlabankastjóra mun hann taka fleiri með sér. Í þessari ræðu lét hann skína í tennurnar: Davíð er þess albúinn að fletta ofan af aðgerða- og andvaraleysi annarra. Og þar liggur hundurinn grafinn. 

Það er Davíð sem hefur ráðherra Sjálfstæðislfokksins í heljargreipum, og þar með þjóðina.


mbl.is Fjölmiðlar í heljargreipum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

DO tekur marga með sér í fallinu

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 12:04

2 identicon

Held að það sé akkúrat þetta ráðherrar í báðum stjórnarflokkum hafa eitthvað að fela sem kemur sér illa fyrir þá og þess vegna situr Davíð áfram. Nú er að fá góðann rannsóknarblaðamann til grafast fyrir um þau mál.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:32

3 identicon

Danir kalla þetta selvfrakastelse og ...já tengt alkahólisma. Maðurinn verður að fara, algjört einsdæmi að embættismaður komist upp með slíka pólitíska gagnrýni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:36

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Ég er þessu svo hjartanlega sammála. Hann mun ekki falla einn, skepnuskapurinn er algjör. Hann er sá falskasti maður sem sögur fara af

Kristín Gunnarsdóttir, 18.11.2008 kl. 12:41

5 identicon

og er það ekki gott að hann taki alla sem eiga óhreint mjöl í pokahorninu með sér ???

því fyrr, því betra !

Gunnar G (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 12:46

6 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Ólína, ég tek undir hvert þitt orð! Sjálfsréttlætingin, sjálfsupphafningin og síðan píslarvottsheilkennið gersamlega gerir að mér verður flökurt. Hefði Davíð verið fæddur í Suður-Ameríku hefðu hann sennilega verið í essinu sínu. Getað beitt harðstjórn, órétti og klappað síðan litlum börnum á kollinn fyrir framan heimspressuna. 

Burt með Davíð og hina í spillingarliðinu!

Baldur Gautur Baldursson, 18.11.2008 kl. 12:52

7 Smámynd: ÞJÓÐARSÁLIN

Ég hef sagt það áður í morgun að ég fylltist skelfingu, þegar ég sá að Hannes Hólmsteinn situr í bankaráðinu. Ég mátti kannski vita þetta. Þeir verða að fara áður en lánin koma í hús.

ÞJÓÐARSÁLIN, 18.11.2008 kl. 12:54

8 identicon

Ólína

ég er svo hjartanlega sammála þér 

burt  með spillingarliðið

Gummi Helga (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 13:04

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

DO hlýtur að mega verja hendur sínar Ólína?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.11.2008 kl. 15:06

10 identicon

Þakka þér fyrir þessa skýru greinagerð.  Það kinka örugglega margir kolli við lestur hennar. Hvað ætlar þetta að enda?

Sigrún Rafnsdóttir

Sigrún Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:26

11 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mjög góð færsla hjá þér, þótt ég sé nú þeirrar skoðunar, að sökina sé meira að finna hjá eiginlegum sökudólgum þessa máls - útrásarvíkingunum og þeim stjórnmálamönnum, sem hafa verið við völd undanfarin ár, þ.e.a.s. Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu.

Davíð sagði einmitt í morgun, að hann hefði sagt bæði almenningi og yfirvöldum frá þessum áhyggjum seðlabankamanna. Orðrétt segir í ræðu hans:

Þótt Seðlabankamenn hér sem annars staðar tali

alla jafna varlega og stundum örlítið þokukennt, þá eru það hreinar

rangfærslur að segja, að forráðamenn Seðlabanka Íslands hafi ekki fyrir

löngu gert sér grein fyrir stöðunni né varað við henni. Það var gert bæði

ítarlega út á við og enn ítarlegar inn á við. Vegna þess atgangs sem orðið

hefur og ótrúlegra rangfærslna kemst ég ekki hjá því að rifja upp nokkur

dæmi. Nefni ég þá til sögunnar bæði nokkur atriði sem fram komu

opinberlega og einnig það sem yfirvöldum var sagt bak við luktar dyr og

í góðan tíma

þegar þú spyrð, hvort Davíð hafi tekið upp símann og tilkynnt ráðamönnum þjóðarinnar þetta, er auðsjáanlegt ef ummæli Davíðs eru rétt - að því er hægt að svara játandi.

Síðan finnst mér einkennileg yfirlýsing þín, og þú talar hálfpartinn niður til seðlabankastjóra, þegar þú talar um ræður hans á morgunverðarfundum, þar sem fólk væri hálfsyfjað!

Í öllum siðmenntuðum ríkjum er hlustað á orð seðlabankastjóra þegar hann talar, hvort sem það er snemma á morgnana eða þegar hann talar ógætilega í Kastljósi og veldur hugsanlega miklu tjóni. Síðan er spurning, hvort lögfræðingar og fyrrverandi forsætisráðherra eigi að sitja í stóli seðlabankastjóra, en það er bara allt önnur spurning!

Ég er sammála þér, að spillingarliðið á að víkja. En eru Davíð Oddsson og Jónas Fr. Jónsson í Fjármálaeftirlitinu örugglega hluti af því? Mér finnst að þeir eigi hins vegar að víkja strax, en aðeins vegna þess að þeir eru algjörlega rúnir trausti hér á Íslandi og erlendis. Síðan á að rannsaka, hvort og þá hversu mikið spilltir þeir eru og hversu mikla ábyrgð þeir tveir og aðrir bera á málinu. Óbein ábyrgð þeirra er hins vegar nógu mikil til að víki. Hversvegna voru þeir ekki enn meira í fjölmiðlum og djöfluðust á þjóðinni og ráðamönnum, hafi þeir og ráðamenn vitað um árabil - líkt og Davíð ýjaði að í morgun - að hér var allt á heljarþröm?

Það sem við þurfum eru kosningar, en þó ekki fyrr en vora tekur og stjórnmálaflokkarnir eru búnir að taka til í sínum ranni. Flokkarnir þurfa nokkra mánuði til að greina flækjuna, t.d. varðandi ESB aðild! Samfylkingin kemur okkur ekki ein og óstudd inn í ESB.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.11.2008 kl. 15:39

12 identicon

Eg aetla ekkert ad vera ad verja DO, en eg se samt ekki endalaust tennan Ulf i honum sem margir virdast endalaust sja og geta ekki a heilum ser tekid.

Fjarmalaeftirlitid og stjorn tess er tad stjornvalds apparat sem i minum huga brast miklu meira en nokkurntimann Sedlabankinn. En to tu sert nu naestum tvi undanskilinn Olina ta eru teir margir Samfylkingarmennirnir sem helst aldrei minnast a tad. Einnig er audvitad vidskipta- og bankamalaradherrann politiskt abyrgur fyrir adgerdum og lika adgerdarleysi FME.

Tvi a bankamalaradherrann skilyrdislaust ad segja af ser og reyndar margir fleiri.

En medan ekkert gerist og Bjorgvin G og FME stjornin og ju Sedlabankastjornin og somu ludarnir stjorna bonkunum og satu i stjornunarstodum innan gomlu bankana ta situr allt tetta lid nu a abyrgd og i skjoli SAMFYLKINGARINNAR ekki sidur en Sjalfstaedisflokksins.

Tessvegna er SIDLEYSID og SIDSPILLINGIN nu i bodi Samfylkinarinnar ekki sidur en Sjalfstaedisflokksins !

Gaettu ad tvi Olina.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 15:55

13 identicon

Davíð Oddsson hefur verið sem krabbamein í íslensku þjóðfélagi árum saman, hans vitjunartími er löngu kominn og sögubækurnar munu ekki minnast hans vel - það hefur hann tryggt með hegðun sinni undanfarna mánuði.  Það hefur komið berlega í ljós að hann er lítið meira en menntaskólagrínisti með Napóleonskomplexa.  Rétt er á það bent í þessum pistli Ólínu að sá krullótti hefur nákvæmlega ekkert gert í þessum vanda sem hann segist hafa verið búinn að benda á og á hann vitaskuld að gjalda fyrir það með brottrekstri því ekki fer hann sjálfviljugur, það er löngu ljóst.  Forsætisráðherra hefur engan kjark til að taka á þessum vanda þó svo það myndi mögulega endurvekja traust þjóðarinnar á ríkisstjórninni.  Sannkallað bananalýðveldi þetta Ísland. 

Þorsteinn (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:11

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Mér finnst ljóst að dagurinn sem Davíð fer er sami dagurinn og Geir fer.

Haukur Nikulásson, 18.11.2008 kl. 17:18

15 identicon

Hvað veldur því að Geir heldur hlífiskildi yfir Davíð?  Heil þjóð líður fyrir aðgerðaleysi Geirs.  Það er jú fyrst og fremst hann sem getur sagt Davíð upp störfum.  Davíð virðist hafa tögl og haldir.

Guðný (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 18:09

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér er alltaf ministætt þegar hann reyndi að fella búnaðarbankann með því að hvetja til að fólk tæki út innistæður sínar. Þá sá ég að hann var ekki með réttu ráði. Man ekki hvort hann var ráðherra eða borgarstjóri, en það skiptir litlu. Hann var í háu opinberu embætti og beitti sér fyrir því að hvetaj til bank run og koma þarmeð í lóg sparifé fjölda grunlausra sparifjáeigenda. Svo var hann gerður að Seðlabankastjóra með þetta á Cv-inu.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 19:55

17 identicon

Mér sýnist DO líka hafa ráðherra samfylkingarinnar í heljargreipum.

Sigurður j hafberg (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:10

18 identicon

Það á auðvitað að skipta um yfirmenn í öllum bönkum, fjármálaeftirliti, seðlabanka og viðskipta og fjármálaráðherra í ríkisstjórninni, það væri löngu búið í hinum siðmenntaða heimi, (sem við viljum vera í en ætlar aldrei að takast sökum klíkuskapar og alls kyns spillingar), af hverju haldið þið að evrópulönd treysti okkur svona illa???  Skyldi aldrei vera af því að þrátt fyrir þessar hörmungar allar á fjármálasviðinu, sitja ALLIR í sömu sætum enn, nema reyndar bankastjórar gömlu bankanna,  nokkuð skondið að á meðan þjóðin bíður eftir að ráðamenn axli ábyrgð, eru það bara tveir þingmenn framsóknar, sem fara,og það út af einhverjum skammarstrikum í sambandi við Valgerði Sverrisdóttur!

Þórdís Þ.

þórdís þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 20:19

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ráðherrar benda á Seðlabankastjórann og Fjármálaeftirlitið. Seðlabankastjórinn ásakar ríkisstjórn og Fjármálaeftirlitið. Og málið snúst um vanrækslu, dofa-jafnvel heimsku. Flestum ber saman að stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð því þeir hafi farið offari. Erlendir hagspekingar og álitsgjafar víðs vegar um heim telja ríkisstjórn Íslands og Seðlabankastjórn glórulaus flón og ómerkinga. Íslenskir hagfræðingar- fjölmargir telja allt þetta klúður með slíkum fádæmum að hvergi standi steinn yfiir steini. Ráðherrar halda blaðamannafundi og gefa þráfaldlega yfirlýsingar sem ekki standast frá degi til dags. Seðlabankastjóri tilkynnir um lán frá Rússum og það reynist bull.

Íslensku þjóðinni er ofboðið og hún biðst vægðar fyrir meiri misþyrmingum þessa skelfilega fólks sem starfar í óþökk flestra og haldnir eru fjölmennir mótmælafundir sem fjölgar með hverjum degi og fjölmenni vex með hverjum fundi. Landsfeður koma í hvert fjölmiðlaspjallið á eftir öðru og undirstrika að brýnt sé að setja allan aðdraganda og allt ferli þessara hörmunga undir trausta og óháða rannsókn. Enginn tímaetur þessa rannsókn þar sem "hverjum steini verður velt við" en fyrrum stjórnendur bankanna eru enn að störfum sem aldrei fyrr og nú eru þeir að vinna að skilum á þrotabúum sínum. Engin rannsókn er farin af stað.

Hvar erum við stödd þessi þjóð? 

Árni Gunnarsson, 18.11.2008 kl. 22:45

20 identicon

Hvet þig að standa fyrir mótmælafundi á Ísafirði "Breiðfylking gegn ástandinu" klukkan 15.00 á laugardag. Hvet reyndar alla í öllum bæjum landsins til þess sama og efla samstöðumátt.
Baráttukveðja, Hörður Torfa   

Hörður Torfason (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 23:33

21 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Í raun og veru skiptir ekki máli hvort slæmur bílstjóri sé við stjórn bílsins eða í aftursætinu, það stafar alltaf hætta af honum.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 18.11.2008 kl. 23:34

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábært, ég linkaði á þig í síðustu færslunni minni um einmitt þetta mál.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 23:39

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er tegedía.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 00:35

24 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Góður puntur þetta með að hann vildi velja sér fréttamenn. Það hefur hann örugglega gert ætíð síðan þar sem hann hefur komist upp með það. Hann ætlar svo sannarlega að taka fleiri með sér í fallinu. Hann veit örugglega vel að það er skammt undan og vil dreifa smjörklípum, ásökunum og hræðsluáróðri allt í kring um sig til að sýna "vald"sitt svo lengi sem það endist. Mikil hreinsun verður að Davíð og hans meðvirku sveinum.

Konur virðast frekar sjá í gegnum hann og hafa meiri kjark til að segja skoðun sína á honum. Við konur erum skynsamar, raunsæjar, heiðarlegar og hagsýnar sem var reyndar löngu vitað en ekki viðurkennt fyrr en nú á allra síðustu árum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.11.2008 kl. 00:44

25 identicon

Hlustaði á ræðu Davíðs á rás eitt á ruv þar til klippt var á hana. Umræðan hér snýst bara um DO og allt það, sem allir vita, enda maðurinn búinn að vera guðfaðir íslenskra stjórnmála í nær tvo áratugi. Eftir fréttir dagsins og viðbrögð við þeim get ég bara sagt eitt. Sannleikurinn er kominn í ljós, loksins. Þau vissu allt um í hvað stefndi; ríkisstjórnin, Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og bankastjórar. En ENGINN gerði neitt. Þau horfðu bara á allt fara í kaldakol, stórkostlegt gjaldþrot innanlands  og skert sjálfsvirðingu íslensku þjóðarinnar út á við. Spjótin hafa oft beinst að Sjálfstæðisflokknum í sambandi við það sem hefur verið að gerast hér undanfarið, en núna er orðið ljóst að innan Samfylkingarinnar sjálfrar ríkir glundroði og vantraust, formaðurinn vissi í hvað stefndi. Það er eitthvað sem stemmir ekki í atburðarásinni og ég get ekki annað séð en stjórnarsamstarfið sé í uppnámi. Samfylkingin getur misst mörg atkvæði út á fyrirhyggju- og forystuleysi, auk frumkvæðis.  Ég er sorgmædd yfir þeim beiska sannleik sem blasir við okkur öllum núna. Að allar þessar stofnanir og einstaklingar vissu EN GERÐU EKKERT.

Nína S (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 01:21

26 Smámynd: Egill Jóhannsson

Ólína:

Nú má vafalaust gagnrýna ýmislegt sem Davíð karlinn hefur gert um tíðina en um leið er mikilvægt að hafa það sem sannara reynist. Nú fjallar bloggfærslan þín um ræðu Davíðs en það er eins og þú hafir ekki lesið hana því ég hjó eftir því að þú skrifar;

En tók hann upp símtólið og talaði við þá sem stjórna landinu? Hélt hann vinnufundi um málið? Gerði hann tillögur um viðbrögð við yfirvofandi hættuástandi? Hvar gerði hann þær tillögur, og við hvern? Hvar eru þær?
Hér er smá úrdráttur úr ræðunni;
Auðvitað voru þess háttar varnaðarorð og upplýsingar iðulega settar fram annars staðar heldur en opinberlega, bæði á fundum í bankaráði, með forráðamönnum Fjármálaeftirlits og forráðamönnum bankanna og stjórnvöldum í landinu. Var þá hægt að kveða enn fastar að orði en gert var opinberlega. Bankastjórnin átti þannig allmarga fundi með ráðherrum og embættismönnum til að lýsa þungum áhyggjum sínum. Þar með talið allmörgum fundum með báðum formönnum stjórnarflokkanna, ýmsum öðrum ráðherrum og embættismönnum. Viðbrögð þessara aðila voru ekki óeðlileg. Þau voru oftast nær þau, að í kjölfarið af fundi með bankastjórn Seðlabankans áttu þeir fundi með forustumönnum viðskiptabankanna sem fullvissuðu ráðamenn um það að áhyggjur Seðlabankans væru a.m.k. mjög ýktar, fjármögnun bankanna væri góð út árið 2008 og nánast að fullu tryggð út árið 2009.
Svarið er því já. Svarið við spurningum þínum kom fram í ræðunni hjá Davíð þ.e. hann átti ótal fundi með forystumönnum stjórnarflokkanna, embættismönnum, forráðamönnum Fjármálaeftirlits, o.s.frv. Ingibjörg Sólrún staðfesti í dag að hún hefði setið 6 fundi með honum út af bankamálum. Afhverju gripu stjórnmálamennirnir ekki í taumana? Afhverju bannaði Fjármálaeftirlitið ekki Landsbankanum (hefur heimilt í lögum um fjármálafyrirtæki til þess) að opna IceSave í Hollandi í maí 2008? Já, í maí 2008. Fyrirgefðu, en hvar var viðskiptaráðherra á þessum tíma?

Já, og hver skyldi hafa borið ábyrgð á litlum gjaldeyrisvarasjóði spyrð þú? Hann var örlítill þangað til Davíð kom í bankann. Sjóðurinn fór þá fyrst að stækka enda var hann allt of lítill fyrir. En átti að stækka hann meira? Það er góð spurning en ekki víst að svarið sé já. Og enn síður líklegt að Seðlabanki beri ábyrgð á því að ákveða stækkun.

Lítum á málið. Gjaldeyrisvarasjóður kostar peninga. Peninga skattborgara. Og sjóðurinn hefði líklega þurft að vera þúsundir milljarða vegna þess hve bankakerfið var orðið stórt. Það þurfti því pólitíska ákvörðun að stækka sjóðinn. Það hefði verið áhugavert að sjá umræðuna ef ákvörðun hefði verið tekin um að stækka sjóðinn í t.d. 3000 milljarða (í stað 500 milljarða) og senda skattgreiðendum vaxtakostnaðinn til greiðslu. Ekki er ég viss um að bankarnir hefðu verð tilbúnir að greiða þennan kostnað. Nei, bankakerfið var einfaldlega orðið of stórt fyrir þetta land. Og það var Fjármálaeftirlitssins og yfirmann þess, viðskiparáðherra (ráðherra bankamála) að grípa í taumana. Ábyrgðin er stjórnmálamannanna og þeir voru varaðir við. Af Davíð sem Ingibjörg hefur nú staðfest.

Varðandi bindiskylduna þá er ástæðan fyrir því að á henni var slakað svarað á vef Seðlabanka. Þar er verið að laga íslenskar reglur að reglum Evrópska Seðlabankans (ECB). Líklega mistök hjá ECB að slaka svona mikið á en það hefði líklegt heyrst hljóð úr horni ef Seðlabankinn hefði ekki gert þetta. Fréttin hljóðaði svona:
Bindiskylda

Í nýjum reglum um bindiskyldu er gert ráð fyrir því að skuldbindingar erlendra útibúa íslenskra banka myndi ekki grunn bindingar. Breytingin tekur gildi þegar reglulegri upplýsingasöfnun um efnahagsliði erlendra útibúa íslenskra fjármálafyrirtækja hefur verið komið á.

Tilgangur breytingarinnar er að samræma reglurnar þeim sem gilda hjá Evrópska Seðlabankanum svo sem verða má. Þótt tölur liggi ekki fyrir má ætla að breytingin létti talsvert á bindiskyldu þeirra banka sem starfrækja útibú erlendis.

Egill Jóhannsson, 19.11.2008 kl. 02:31

27 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Varðandi bindiskyldu og Davíð vonda 

Þeir sem halda til dæmis að Evrópusambandið sé best til að stýra öllum mögulegum og ómögulegum hlutum eru annaðhvort vitskertir eða blindir. Þeir ættu einnig að spyrja samfylkingarbankana af hverju bindiskyldan var lækkuð? Af hverju haldið þið að það hafi verið gert? Sjálfgefið svar (default) er: af því að Davíð Oddsson er vondur. Það vita jú allir því það er búið að segja það svo oft.  Ef eitthvað er sagt nógu oft þá hlýtur það að vera rétt, er það ekki?

En þeir sem geta hugsað aðeins lengra, geta valið um heila þrjá nýja möguleika: a) vegna þess að Seðlabanki Íslands er svona góður? b) vegna þess að Seðlabanki Ísland er svona vondur? c) af því að samfylkingarbankarnir kröfðust þess? Þeir sem svara rétt fá að spila eitt gratís lag af plötunni Euroklang eftir herra ESB Kommissar Ímat Úrmat Ztampft.

Á árinu 2003 lækkaði Seðlabanki Íslands bindiskyldu sína frá 4% niður í 2%. Þessi breyting var gerð að kröfu íslenska fjármálakerfisins sem æskir þess að fá samskonar starfsskilyrði og þekkist á meginlandi Evrópu þar sem bindiskyldan er einnig 2%. Áhrif breytinga á þessum reglum má sjá af neðangreindri mynd

.

Ofangreint er frá bankanum Kaupþing (núna á hausnum í EEA h/f) 

Þessi fjármálakreppa sem er í gangi er að hluta til hægt að skrifa á reikning Evrópusambandsins því þeir hafa markvisst unnið að því að veikja magrar þrær sterku undirstöður sem þjóðirnar hafa byggt undir bankastarfsemi landa sinna í árhundruðir.

Evrópusambandið þvingaði svoleiðis Danmörku (2005) til að afnema það sem Danir kölluðu “hensættelser til tab” í fjármálastofnunum. Þetta var gamalt fyrirkomulag sem komið var á í Danmörku í kjölfarið á bankakreppum fyrri tíma og sem tryggði það að bankar settu til hliðar fjármagn til að mæta tapi sem KANSKI gæti komið fyrir í rekstrinum. Þetta tryggði einnig að bankar voru passasamir í lánveitingum til viðskiptavina og áttu alltaf stórar fúlgur á kistubotninum.

En þetta var dæmt sem "ólöglegur ríkisstuðningur" af Evrópusambandinu því bankarnir fengu skattafrádrátt út á það fjármagn sem þeir voru skyldaðir til að leggja fyrir til að mæta tapi. En þetta tryggði einnig varkárni í útlánum og hindraði þar með bólumyndun í fjármálageiranum. Þetta hefði til dæmis komið í veg fyrir gjaldþrot Roskilde Bank.

Evrópusambandið heldur eins og Sovétríkin héldu að þau vissu allt best og gætu allt best. Alveg eins og Sósíal-Demó-Kratar halda alltaf að allt fólk sé fífl.

Alveg eins og Ingibjörg Sólrún sagði: Skilaboðin frá Evrópusambandinu voru skýr. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er hér fyrirsæta, lufsa og dyramotta Evrópusambandsins á Íslandi. Auðvitað fara menn eftir skilaboðum að hand. . afsakið . . skilaboðum frá Brussel. Það er jú þar sem allt í heiminum "er bara að gera sig"

Langar þig í fleiri skýr skilaboð frá Evrópusambandinu? 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 02:49

28 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gjaldeyrisvarasjóður Seðlabankans reyndist ekki nægur þegar til átti að taka.


Hvað meinar þú með "þegar til átti að taka"? Þegar "til á að taka" þá nota seðlabankar skiptasamninga því þeir eru Instant.

Seðlabanki Íslands er með einn stærsta gjaldeyrisforða í heimi miðað við stærð hagkerfisins - og það jafnvel ennþá - eftir áfallið ! Þökk sé Seðlabankanum þá var forðanum ekki hellt á bakabálið til að halda uppi allt of háu gengi í vonlausum aðstæðum til handa vonlausum bönkum reknum með offorsi og af fífldirfsku. En Seðlabankinn þarf að nota gjaldeyrir í fleira en að reyna að halda uppi háu gengi fyrir Café Latté fólk á leið til Burssel. Hann þarf t.d. að sjá um allar skuldbindingar ríkisins.

Þessutan þá er það Alþingi og ríkisstjórn sem veitir heimildir fyrir lántökum. Enginn seðlabanki í heiminum hefði getað bjargað bönkunum. Ennfremur: enginn seðlabanki í heiminum situr með risa gjaldeyrisforða lengur. Þeir nota skiptasamninga (FX swap deals)

Hvernig stendur á því að allir þykjast vita hvernig seðlabankar starfa án þess að vita neitt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 03:23

29 identicon

Já Ólína, það munu margir falla með Davíð verði hann hrakinn úr Seðlabankanum eins og Samfylkingin vill. 

Það er með eindæmum hvað Samfylkingarfólk hatar manninn.  Hann er gjörsamlega lagður í einelti.  Hvern laugardag er fólki smalað saman af fótgögnuliðum Samfylkingarinnar til að mótmæla Davíð.  Alltaf sleppur Fjármálaeftirlitið.

Segðu mér Ólína, hvaða kandídat í stól Seðlabankastjóra, sem það er þjóðarsátt, afsakið sem Samfylkingin getur sætt sig við?  Komdu með nokkur nöfn?  Þið hljótið af hafa einhverja kandídata fyrst þið viljið skipta um Seðlabankanstjóra.

Það er deginum ljósara að eftir ræðu Davíð í gær, var biðröð af Samfylkingarfólki við handvaskinn til að þvo hendur sínar.  Að sjálfsögðu þykist Samfylkingin hvergi við koma.  Þetta fólk er með geislabauga sem er margbúið að líma saman undanfarið.

Það vita allir þetta með bindiskylduna, þetta eru ákvæði frá ESB sem kveða á um að hafa hana eins lága og mögulegt er vegna þess að það má ekki hefta frjálst flæði fjármangs innan ESB og EES-svæðisins.  Vertu ekki svona bláeygð, Ólína.

Eitt get ég sagt við Samfylkingarfólk, það verður engin tilhlökkun að losna við Davíð.  Mannheimar munu nötra.  Davíð veit ýmislegt sem hann getur ekki sagt núna, því hann er bundinn þagnarskyldu sem seðlabankastjóri.  Þegar hann getur leyst frá skjóðunni munu margir fá fyrir hjartað, sérstaklega Samfylkingarfólk.  Það verður ljóti harm-söngurinn hjá því fólki.  Fengum smá smjörþef af því í gær, neyðarfundur hjá þingflokki Samfó og engin vildi ræða við fréttamann, fólk sem annars má ekki sjá míkrófón til að geta tjáð sig.

Ólína og annað Samfó-lið, you ain´t seen nothing yet!

Pétur Hlöðver Þorleifsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 09:34

30 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

mjög góð færsla.

ég segi nú eins og einn annar gerði hérna að ofan, ef svo hlutir gerðust hérna í danmörku væru þessir aðilar búnir að segja af sér . það er svo erfitt að skilja, sitjandi hérna í danmörku að þetta fólk getir bara haldið áfram í sínum embættum. ég hef líka heyrt marga hér segja að danir ættu ekki að lána peninga til íslands fyrr en það sé búið að hreinsa til í þessum málum.

KærleiksLjós til þín og Íslands

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 09:53

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Já, gamli slagsmálhundurinn lét skína í slitnar og molnandi vígtennurnar í þessari ræðu, þó hann þættist að öðru leyti vera gamall og góður seppi sem enginn hefði hlustað á þegar hann gelti til að vara við uppivöðslusömum gestum.

Svo heldur seppinn heim á leið og klappar gamla feita skógarkettinum sínum á stéttinni heima og rabbar kurteislega þangað til hann uppgötvar að viðmælandinn er blaðamaður, þá missir hann málið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:20

32 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Davíð hefur farið fram með ofstopa alveg frá því hann nam lög í háskóla. Vaflaust hefur hann líka hagað sér svona í sandkassanum á Selfossi þegar hann lék sér við Steina litla. Sem virðist núna vera eini maðurinn á hægri vængnum sem þorir að blaka við honum, enda búinn að lifa af slæma bakstungu frá þessum manni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 12:25

33 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Þakka ykkur öllum fyrir framlag ykkar í þessa umræðu.

Ég hef ekki ýkja mörgu við að bæta. Menn tala hér um þær upplýsingar í ræðu Davíðs að hann hafi hafi rætt yfirvofandi vanda við ráðamenn þjóðarinnar við ýmis tilefni. Mér vitanlega barst þó ekkert formlegt erindi til ríkisstjórnarinnar frá Seðlabankanum. Og að svo miklu leyti sem málið var rætt við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar mun ráðum Seðlabankans hafa verið fylgt í einu og öllu, ef marka má orð forsætisráðherra. Viðskiptaráðherra segir aldrei hafa verið talað við sig. Ekki heldur byggðamálaráðherrann - þannig að það er ýkjukeimur af þessum ummælum Davíðs um alvarlegar aðvaranir hans, svo ekki sé meira sagt.

Að lokum árétta ég það sem ég hef marg sagt áður - þetta mál á ekki að snúast um persónu Davíðs Oddssonar, heldur stöðu hans í Seðlabankanum, orð hans og gjörðir sem Seðlabankastjóra.

Davíð Oddsson er ekki hafinn yfir gagnrýni. Og ég ætla að leyfa mér að gagnrýna hann sem Seðlabankastjóra. Ég mun hinsvegar ekki taka þátt í því að gera hróp að honum sem einstaklingi og krefjast þess að hann einn segi af sér. Málið er margslungnara en svo. Hér ættu margir að sæta ábyrgð. Davíð Oddsson er svo sannarlega einn þeirra.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.11.2008 kl. 12:49

34 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Málið er bara það, Ólína, að persónuleiki Davíðs Oddssonar á stóran þátt í því hvernig mál hafa þróast hér á Íslandi síðustu tvo áratugi eða svo, vegna þeirrar sterku valda-aðstöðu sem hann hefur haft í þjóðfélaginu. Sem er sú aðstaða sem menn með hans persónuleika sækjast í, og róa að því öllum árum að halda í lengstu lög, eins og best sést þessa dagana. Því verður að mínu áliti ekki á móti mælt að hans persónulegu áhrif hafa gert útslagið um það hvernig fjölda mála var hagað í fortíð og nútíð, leynt og ljóst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 13:17

35 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sannaðu til, þegar kemur að því að Davíð fellur/fer frá mun hann taka marga með sér í því falli, svo mikið er víst. Enda gaf hann það berlega í skyn í ræðu sinni.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 13:20

36 Smámynd: Katrín

Ólína, ISG siitur 6, segi og skrifa sex, fundi með forstæðisráðherra og seðlabankastjóra.  Hvar var bankamálastjóri? Hvers vegna var hann ekki á fundunum og hvers vegna upplýsti formaður SF hann ekki um  stöðu mála?  Og annað: hafi Össur og aðrir ráðherrar haft nennu til að lesa Peningamál 2007 og 2008 (fyrri hluta árs) væru þeir kannski ekki svona óskaplega hissa í dag..

Það ríkir þögn á  fjölmiðlum landsins eftir ræðu Davíðs Oddssonar... ég er ekki hissa

Katrín, 19.11.2008 kl. 13:27

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gunar, hvar get eg fundið heimildir þar sem eg get fræðst um vonsku ESB gagnvart Dönum viðvíkjandi “hensættelser til tab” ?

Annað, hvað er bindiskylda á ensku ?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.11.2008 kl. 14:00

38 identicon

Þetta segir Pétur Hlöðver Þorsteinsson: 

Eitt get ég sagt við Samfylkingarfólk, það verður engin tilhlökkun að losna við Davíð.  Mannheimar munu nötra.  Davíð veit ýmislegt sem hann getur ekki sagt núna, því hann er bundinn þagnarskyldu sem seðlabankastjóri.  Þegar hann getur leyst frá skjóðunni munu margir fá fyrir hjartað, sérstaklega Samfylkingarfólk.  Það verður ljóti harm-söngurinn hjá því fólki.  Fengum smá smjörþef af því í gær, neyðarfundur hjá þingflokki Samfó og engin vildi ræða við fréttamann, fólk sem annars má ekki sjá míkrófón til að geta tjáð sig.

Segðu okkur hinum hvað það er sem Davíð veit og getur ekki sagt núna og segðu okkur líka afhverju hann getur ekki sagt okkur núna.  Geturðu kannski útskýrt hversvegna sjálfur seðlabankastjóri Íslands kemst upp með að láta svona dylgjur út úr sér óátalið, .....er allt rétt og heilagur sannleikur sem Davíð Oddsson segir og segir ekki og skyldu þá ekki ýmsir aðrir vita allskonar hluti um aðra, en geta ekki sagt núna.........þetta er bara bull og dylgjur.  

Jónína (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 14:55

39 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er óþolandi að jafn háttsettum embættismanni skuli liðið að koma með aðrar eins dylgjur í ræðustól. Í ræðu sem er þar að auki útvarpað til alls almennings.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 15:17

40 Smámynd: Katrín

hehehe...ég meinti náttúrulega:  Hvar var bankamálaráðherra?

Katrín, 19.11.2008 kl. 15:52

41 identicon

Gunnar skrifar:

( Evrópusambandið þvingaði svoleiðis Danmörku (2005) til að afnema það sem Danir kölluðu “hensættelser til tab” í fjármálastofnunum. Þetta var gamalt fyrirkomulag sem komið var á í Danmörku í kjölfarið á bankakreppum fyrri tíma og sem tryggði það að bankar settu til hliðar fjármagn til að mæta tapi sem KANSKI gæti komið fyrir í rekstrinum. )

Ég hef ekki heyrt um þetta afnám trygginga í dönskum bönkum Gunnar. Hvaðan færðu þetta?

Í matsskýrslu vegna útlána Danske Bank fyrir þriðja kvartal 2008 stendur: "Efter Danske Banks regnskab for 3. kvartal har vi valgt at hæve vores estimater for koncernens tab på udlån i de kommende år. Med Danske Banks forventning om en mild recession følger der automatisk større hensættelser til tab på udlån."

Sem sjá má þurfa danskir bankar ennþá að eiga tryggingasjóði upp að ákveðnu hlutfalli útlána. Þar fyrir utan greiða þeir stórar fjárhæðir í sameiginlegan sjóð.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 15:56

42 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...Katrín, meintirðu ekki líka "forsætisráðherra"?

Ég kannsat vel við svona bregl frá sjáflri mér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 19.11.2008 kl. 16:11

43 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Til Thor Svensson

=====================

Skatteministeren (Kristian Jensen):

Herved tillader jeg mig for Folketinget at fremsætte:

Forslag til lov om ændring af ligningsloven (Afskaffelse af hensættelsesafgiften)

(Lovforslag nr. L 77).

Formålet med lovforslaget er at kompensere penge- og realkreditinstitutterne m.v. for den højere selskabsskat, som følger af, at regnskabsprincipperne for værdiansættelse af udlån er ændret.

For at sikre en overholdelse af skattestoppet – i overensstemmelse med de retningslinier, som regeringen har fastlagt – skal dette merprovenu neutraliseres. Det foreslås, at dette sker ved en afskaffelse af den særlige hensættelsesafgift.

En tilkendegivelse herom var allerede indeholdt i bemærkningerne i L 64 om ændring af bl.a. lov om finansiel virksomhed (folketingsåret 2004-05, 1. samling). Dette lovforslag (vedtaget som lov nr. 1383 af 20. december 2004) indeholdt en tilpasning af regnskabsbestemmelserne i lov om finansiel virksomhed til nye EU-regler på området – den såkaldte IAS-forordning. Lovforslaget er en udmøntning af denne tilkendegivelse.

De regnskabsmæssige principper for værdiansættelse af udlån er ændret fra en værdiansættelse baseret på et forsigtighedsprincip til en værdiansættelse baseret på et neutralitetsprincip. Ændringen betyder, at penge- og realkreditinstitutterne m.v. ekstraordinært skal tilbageføre foretagne nedskrivninger på udlån.

Penge- og realkreditinstitutterne m.v. skal ved opgørelsen af den skattepligtige indkomst fratrække de regnskabsmæssige nedskrivninger på udlån. Samtidig skal de betale en særlig hensættelsesafgift. Herved inddrages halvdelen af rentefordelen ved det fremrykkede fradragstidspunkt, som er konsekvensen af den særlige fradragsregel.

Den ekstraordinære nedsættelse af niveauet for de regnskabsmæssige nedskrivninger på udlån - som følge af de ændrede regnskabsprincipper – vil medføre et lavere rentefradrag og dermed en højere selskabsskat.

Afskaffelsen af hensættelsesafgiften skønnes med det nuværende renteniveau på 3,5 pct. p.a. at medføre et provenutab i afgiftsåret 2006 på hensættelsesafgiften på ca. 125 mio. kr. og et merprovenu i indkomståret 2006 på selskabsskatten på 35 mio. kr. og dermed et samlet provenutab på ca. 90 mio. kr. Provenutabet i de nærmest kommende år skønnes i omtrent samme størrelsesorden.

Afskaffelsen af hensættelsesafgiften sker med virkning fra og med afgiftsåret 2006.

Idet jeg i øvrigt henviser til bemærkningerne til lovforslaget, skal jeg anbefale forslaget til Folketingets velvillige behandling.

==========================


Afskaffelse af hensættelsesafgiften

Den 1. januar 2005 fik penge- og realkreditinstitutterne ændrede regnskabsprincipper for værdiansættelse af udlån. Fremover skal værdiansættelsen ske ud fra et neutralitetsprincip i modsætning til tidligere, hvor det skete ud fra et forsigtighedsprincip. Ændringen vil betyde at hensættelser til tab på udlån nu vil blive mindre. Da der er fradrag for hensættelser, vil de mindre hensættelser samtidig medføre en ekstraordinær skatteforhøjelse for penge- og realkreditinstitutterne.

For at sikre overholdelse af skattestoppet, vil regeringen i stedet kompensere for den øgede skat ved at afskaffe den særlige hensættelsesafgift. Skatteministeren har derfor netop fremsat et forslag om afskaffelse af hensættelsesafgiften med virkning fra og med indkomståret 2006.

(L 77 er fremsat af skatteministeren den 16. november 2005).

4. Nye digitale løsninger for borgere og virksomheder

Regeringens mål er at skabe en tidssvarende og effektiv offentlig sektor med bedre service for borgere og mere kvalitet for pengene. På skatteområdet skal borgere og virksomheder ikke kontaktes mere end højst nødvendigt, og der skal tilbydes enkle og fleksible administrative løsninger for alle.

==========================

Ergo: forsigtighedsprincippet er farið. Árangur? Gjaldþrot

Kveðjur


En þetta er náttúrlega allt Davíð að kenna, er það ekki?

Seðlabankastjóri Danmerkur hefur í ræðu og riti verið að biðja um fleiri atvinnulausa í Danmörku. Herferð danska seðlabankans fyrir þessu hagsmunamáli hófst fyrir 12 mánuðum og stendur enn. Ykkur þætti þetta örugglega mjög vondur maður. En sannleikurinn er sá að þið hafið enga hugmynd um hvað þið hafið búið við góðar aðstæður og haft góðan seðlabanka, en sem ALLIR hafa markvisst unnið á móti. Þið viðrist vera 100% clueless!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 16:29

44 identicon

Til Gunnars.

Þetta er niðurfelling á "hensættelsesafgift" sem er skattur á afskriftir banka. Það er ekki verið afnema "hensættelser til tab” sem þú skrifaðir. Þessi skattur hefur lengi verið umdeildur og átti að niðurfella vegna skattastoppsins ekki vegna þvingana frá ESB. Það er hinsvegar rétt að það finnast ESB reglur um skatta á afskriftir peningastofnanna. ESB þvingar ekki neina þjóð til að fara eftir þeim. Bankarnir geta þó sjálfir krafist þess og leitað til ESB með þá kröfu sína.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:08

45 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er ekki rétt hjá þér. Skattafrádrátturinn sem peningstofnanir fengu vegna þess að bankar voru þvingaðir til að not "varfærnisprisippið" var túlkaður sem ólöglegur ríkisstuðningur. Plús "varfærnisprisippið" var ekki samkvæmt EEA lögum og því var því breytt áður en lögsókn hefði verið hafin gegn ríkinu. Alveg eins og bindiskyldan var lækkuð áður en bankarnir hefðu kært ríkið og Seðlabankann.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 17:46

46 identicon

Til Jónínu nr. 42 hér að ofan.

Það er ekki hægt að nefna það núna enda ekki á bætandi í þessu ástandi og myndi einungis gera illt verra í þeirri viðkvæmu stöðu sem stjórnarsamstarfið er í dag (hengur á bláþræði), auk þess að þetta gæti stefnt í voða láninu frá IMF vegna klúðurs ríkistjórnarinnar undanfarið. 

Hef einnig heyrt af því að Samfó ætli að selja okkur á algjörri brunaútsölu inn í ESB sem myndi þýða að við yrðum algjört láglauna- og undirmálsríki innan ESB, því annars vill ESB okkur ekki.       - Sssssh - ekki segja neinum frá þessu.  Það má enginn vita þetta.

Veit að þegar Davíð lætur stóru bombunu falla mun málgagn Samfylkingarinnar, Fréttablaðið verða um það bil fjór-falt þykkara en það er í dag af greinum þar sem m.a. Samfylkingarfólk fær að hvítþvo sig, auk annarra greina þar sem reynt verður að níða Davíð niður og gera hann ótrúverðugan. 

Þetta er ástæðan fyrir því að nú vill Solla ekki láta reka Davíð úr Seðlabankanum, en í staðinn á að sameina Seðlabankann og FME í einhverri örvæntingarfullri skyndingu.  Heyrið bara örvæntinguna í Ágúst Ólafi kvótagreifasyni og Lúðvíki Bergsveinssyni út af þessu.

Pétur Hlöðver Þorleifsson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:54

47 identicon

Nei Gunnar, þú verður að kynna þér málin betur áður en þú berð þau á borð fyrir fólk.

Fra Finansrådet: Folketinget vedtog en lov, der ophævede den såkaldte hensættelsesafgift med virkning for regnskabsåret 2006. Dermed må pengeinstitutterne med tilfredshed konstatere, at danske pengeinstitutter ikke mere som de eneste i Europa skal betale en sådan særafgift.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:08

48 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Thor, og árangurinn var sá að það var lagt minna til hliðar hjá bönkum til að mæta tapi. Ríkisstjórnin hefði ekki gert þetta nema að vera þvinguð til þess. En hver þvingaði ríkisstjórnina til að breyta lögunum Thor ? Og hver þvingaði Ísand til að lækka bindiskylduna fyrir fjármálastofnanir Íslands ?

================================

I forbindelse med den netop opståede bankkrise har der fra flere sider været fremsat ønske om, at denne type af kriser i fremtiden bliver håndteret af EU.

Men er EU den rette til at styre bankvæsenet? Det kan man have sin tvivl om.

EU har nemlig ved flere lejligheder tvunget Danmark til at lempe den politik, som har været ført over for bankerne.

Indtil 2005 havde man således krævet, at de danske banker skulle foretage hensættelser til de tab, som de kunne få på tvivlsomme lån. Det betød, at bankerne havde ekstra penge at stå imod med under en krise, og det havde gode virkninger under bankkrisen i begyndelsen af 1990’erne..

Men hensættelsen betød, at bankerne fik udsat en del af den skat, de skulle betale, og det var efter EU’s mening ulovlig statsstøtte. Det gav bankerne mulighed for at låne flere penge ud, og det var uden tvivl en medvirkende årsag til, at Roskilde Bank måtte lukke.

EU modsatte sig desuden i 2005, at bankernes garantifond – der skal sikre indskydernes penge op til 300.000 kroner – kunne bruges til at redde banker, der var i fare for at lukke.

================================

Mér finnst undarlegt að þú skulir ekki vilja skilja að þetta hefur haft í för með sér svipaða galla og að lækka bindiskyldu banka. Fyrirkomulagið er ekki alveg það sama en afleiðingarnar eru þær sömu. EU og EEA samkeppnisreglur hafa ýtt undir bólumyndun á fjármálamarkaði. Afleiðingarnar þekkjum við öll. Þetta ætti ekki að vera torskilið nema að maður loki augunum fyrir staðreyndum vegna trúblindu

En í staðinn berja menn á Seðlabankanum. Þetta er ótrúleg röksemdafærsla.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 18:50

49 identicon

Gunnar stoppaðu nú. Hvað er það sem ég er ekki að skilja? Og hver er haldin trúarblindu Gunnar? Ég hef aldrei nefnt neitt um afleiðingar að þessi skattur var felldur niður. Aðeins bent á stóran misskilning hjá þér. Engin ástæða til að ráðast á mig með svona ofstæki!

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:32

50 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég var ekki að ásaka þig fyrir neitt Thor. Ég biðst afsökunar ef þú hefur tekið það svoleiðis.

En -

- það er ekki hægt að loka augunum fyrir því (ath. blinda) að:

1) Fréttamenn á Íslandi eru upp til hópa frekar illa upplýstir, ill starfhæfir, ill hlutdrægir og virðast vita minna en ekki neitt um hlutverk og verksvið seðlabanka.

2) Strangari kröfur á hendur bönkum og fjármálastofnunum hefðu bjargað miklu og hindrað bólumyndun á fjármálamörkuðum. Þetta er núna að leggja efnahagi okkar í rúst. EU og EEA hefur átt hér stóran þátt enda hefur geisað efnahagsleg borgara styrjöld á EES svæðinu undanfarið þar sem ríkisstjórnir hafa yfirboðið hverja aðra með ríksábyrgðum. Á meðan situr ESB liðið og hallar sér aftur í stólnum og hlær, enda hafa þeir aldrei tekið ábyrgð á einu né neinu af gjörðum sínum, enda er ekki hægt að lögsækja þá því þeir eru yfir lögsóknir hafnir. En á meðan ríkir fellibylur og fjármagnið leitar í skjól bestu og mestu ríkisábyrgða.

Þetta er svo patetíkst að það hálfa væri nóg.

En á Íslandi er þetta allt Davíð og seðlabankanum að kenna, samkvæmt blaðamönnum. Þetta er hreint alveg ótrúlegt! Á meðan míga bankamenn á peninga almennings og hafa mígið á þá í mörg ár - og allan tímann unnið markvisst á móti öllu sem Seðlabankinn hefur verið að reyna að gera. Þeir ættu að fá fálkaorðuna fyrir ábyrgðarleysi í starfi!! En hafa blaðamenn komið auga á þetta, nei svo sannarlega ekki - enda fjármagnaðir af aulabárðum

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 20:45

51 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

geymdi:

varðandi ríkisfjölmiðlana þá er það svo að samkæmt venju þá eru 8 af hverjum 10 af blaðamönnum svoleiðis fjölmiðla kommar og sossar

Gunnar Rögnvaldsson, 19.11.2008 kl. 20:51

52 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég á svolítið erfitt með að skilja þína röksemdafærslu fyrir mörgu í þínum síðasta kommenti. En í meginmáli er ég sammála afleiðingunni. En ekki öllum orsökunum sem þú nefnir. En ég ætlaði nú svoddan séð heldur ekki að kommentera það. Aðeins benda á villu í þínum fyrri skrifum.

Takk fyrir spjallið Gunnar og fyrirgefðu Ólína þetta spam okkar á blogginu þínu.

Thor Svensson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:40

53 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér Ólína.. 

Gunnar Th kemur fram sem stuðningsmaður DO og hans einræðistilburða.. kom reyndar ekkert á óvart miðað við fyrri skrifa hans..  

Óskar Þorkelsson, 19.11.2008 kl. 22:05

54 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk Ólína!...þeir sem skrifa mest hér hafa greinilega minnst að segja!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:04

55 Smámynd: Kommentarinn

Gunnar þú ert blindur. Það er svo augljóst mál að DO er of umdeildur til að gegna þessu embætti og vandamálið er ekki að fjölmiðlar tali hann of mikið niður heldur að hann á að vera löngu farinn svo fjölmiðlar geti einbeitt sér að öðru. Þessi maður stingur bara of mikið í augu...

Kommentarinn, 20.11.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband