Nú langar mig ekki að blogga - heldur yrkja

 

Haustfjöll 

Bak við gisnar trjágreinar
stendur fjallið
á móbrúnum
haustklæðum.

Tveir hrafnar leika í lofti.

Dökkur mýrarflákinn
dýgrænn í sumar

þá angaði lyngið.

Hlæjandi börn
gripu handfylli af berjum
með bláma um varir og vanga

rjóð af heitri sól
sæl í þýðum vindi

og veröldin söng

í bláum tindum
hvítu brimi við svartan sand.

Nú bíða fjöllin
rök og þung
blæju vetrar.

Laufið fokið burt.

haustlauf 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Já, nú bíða fjöllin Ólína. Kveðja.

Eyþór Árnason, 15.11.2008 kl. 23:55

2 identicon

Takk fyrir þetta glæsilega ljóð Ólína - þetta er ljóðrænasta og besta lýsing á ástandinu í efnahagsmálum þjóðarinnar sem ég hef lesið lengi.

Þú ert djúpvitur kona.

Guðrún H. (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Tiger

Já, þetta var gaman að lesa yfir. Þakka kærlega fyrir mig hérna! Um að gera að yrkja bara í skammdeginu og kreppunni...

Knús og kram í Sunnudaginn þinn skottið mitt og hafðu ljúfa viku framundan!

Tiger, 16.11.2008 kl. 13:44

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

GÓÐ

Ásdís Sigurðardóttir, 16.11.2008 kl. 14:05

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alveg kyngimagnað .... gífurlega flott. Takk, takk!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.11.2008 kl. 14:29

6 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Flott ljóð hjá þér Ólína  ...... Já nú er sko tími til að yrkja það er hverju orði sannara

Gylfi Björgvinsson, 16.11.2008 kl. 15:32

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Gerði mér gott...

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.11.2008 kl. 17:23

8 identicon

Yndislegt.  Bestu þakkir þú hæfileikaríka kona.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 21:17

9 identicon

Hei

ég er nú ekki vanur að vera að kommenta á blogg yfirleitt, les þau bara, og reyni þá að velja úr þau sem mér finnst málefnaleg þ.á.m er þetta blogg þitt, Ólína. Þetta er virkilega fallegt og myndrænt ljóð.

fable (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband