Ný von fyrir heiminn og: Burt með spillingarliðið!

obama8.jpg Kjör Baracks Obama í embætti forseta Bandaríkjanna gefur heiminum von um nýja tíma - nýjar áherslur og gildi. Ekki veitir af í harðindum heimsbyggðarinnar þessar vikur og mánuði. Með þessu kjöri hafa Bandaríkjamenn gert upp við stríðshörku, óheftan kapítalisma, kynþáttamisrétti og annan yfirgang. Þetta er þeirra leið til þess að leiðrétta kúrsinn. Og trúlega eru þetta meiri tíðindi fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla en maður meðtekur í fljótu bragði.

Karl Th. Birgisson orðaði það afar vel í sjónvarpsumræðum í gær þegar hann dró upp tvær einfaldar myndir með orðum til að lýsa þessum tíðindum, og sagði eitthvað á þessa leið: Þegar bandaríska þjóðin fær að sjá Barack Obama sverja forsetaeiðinn - og verða vitni að því þegar þessar fallegu þeldökkur telpur hans hlaupa um ganga Hvíta hússins, af því þær eiga heima þar - þá hafa orðið mikil tíðindi hjá þessari þjóð.

Skyldum við Íslendingar bera gæfu til þess að gera viðlíka breytingar á okkar gildum? Eins og nú horfir virðast litlar líkur til þess. Því miður.

Ég ætla því að enda þetta spjall með sömu áskorun og síðustu tvo daga, um leið og ég skora á alla bloggara landsins að setja sambærilegt ákall inn á síður sínar, án tillits til umræðuefnisins, og láta ekki af áskorun sinni fyrr en eitthvert jákvætt skref verður tekið af ráðamönnum til að uppræta spillingu og endurvinna traust landsmanna:

Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

 


mbl.is Obama kjörinn forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ólína, af hverju stöðvaði Samfylkingin ekki spillinguna með Viðskiptaráðherra í farabroddi?

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 10:17

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það gæti verið sniðugt og mjög áhrifaríkt að taka saman syndaregistur Davíðs Oddssonar og birta. Feitletur og upphrópunarmerki eru góð til síns brúks en hæpnar röksemdir. Kaldar staðreyndir hreyfa við fólki.

Flosi Kristjánsson, 5.11.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Guðrún - annað hvort ertu sammála mér eða ekki.

Það þýðir lítið að spyrja mig um það hverjir vissu hvað, og hvers vegna menn voru ekki stöðvaðir. Spyrðu þá sjálfa sem þú átt við, því varla ætlarðu að halda því fram að Samfylkingarfólk almennt beri ábyrgð á því hvernig komið er.

Flosi - feitletur og upphrópunarmerki eru stundum eina leiðin til að leggja áherslu á kjarna málsins. Langar skýrslur og syndaregistur eru góð til síns brúks, en þegar upptalningar eru orðnar langar (sem á við í þessu tivliki), þá duga þau betur sem fylgiskjöl.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 10:38

4 identicon

Þetta er frábær hugmynd Ólína - ég er að hugsa um að stofna bloggsíðu til að geta verið með. Þó ég gerði ekki annað en að láta þessa áskorun standa þar óhreyfða á meðan ástandið er eins og það er.

Kristín Helga (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 10:45

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ef við náum ekki að birja með hreint borð núna þ.e. að td ráðamenn, stjórnmálamenn,  bankastjórar ofl ofl séu hafnir yfir allan grun um misferli af hvaða tagi sem er - þá erum í nákvæmlega sömu sporunum í dag

Hvað er svona flókið við að vera heiðarlegur ?

 Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

Jón Snæbjörnsson, 5.11.2008 kl. 11:00

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Heyr, heyr.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.11.2008 kl. 11:01

7 identicon

Ég ætla nú að leyfa mér að setja hér link hjá þér. Það er nú ekki meiningin að ergja þig en hér óskaði Davíð Oddsson eftir stuðningi ríkisstjórnarinnar til handa Seðlabankanum til þess að stemma stigu við þeirri hættu sem steðjaði að efnahag þjóðarinnar

Þarna talaði Davíð fyrir daufum eirum landsmanna eins og komið hefur á daginn. Nú. Hvort almenningur hefur áhuga á staðreyndum eða ekki veit ég ekki.

Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á morgunfundi Viðskiptaráðs Íslands 6. nóvember 2007

Lesa

sandkassi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:22

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Sæll Gunnar.

Þú ergir mig ekkert þó þessi linkur sé settur hér inn. Þetta sýnir það eitt  að Davíð vissi vel - og betur en flestir - í hvað stefndi. En hvað gerði hann? Hvað gerði fjármálaeftirlitið? Og hvað gerðu menn ekki?

Og stjórnendur bankanna - þeir björguðu sjálfum sér fyrir horn, afskrifuðu skuldir upp á tugi milljarða fyrir augunum á Fjármálaeftirlitinu.

Á sama tíma eru fjölskyldur að brotna og fólk að bugast undan afleiðingunum af röngum gjörðum og aðgerðaleysi þeirra sem áttu að stemma á að ósi, hafa eftirlit og sinna skyldu sinni gagnvart almenningi.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 11:30

9 identicon

En þarna bað hann um breyttar áherslur yfirboðara sinna (alþingi), og varaði við hættunni. Hann talar líka um afmarkað starfssvið; (má skiljast sem vald) Seðlabanka.

sandkassi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 11:37

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ólína, takk fyrir góða hugmynd

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! 

Ég tek þig á orðinu.

Sigurður Þórðarson, 5.11.2008 kl. 12:08

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innlitskvitt, ég sendi þér vinabeiðni, verð að komast í hópinn þinn aftur

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur! 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 13:16

12 identicon

Ég er ósáttur við helling af ákvörðunum síðustu mánuði undir Svörtuloftum.  Hef fráleitt neinn í guðatölu þar.   Tími þess að líta upp til ráðandi manna og núverandi ráðherra og frúa er liðinn. Allavega í bili af augljósum ástæðum.

Fjármálaeftirlitið heyrir undir ráðherra viðskiptamála.  Einhver var full værukær þar. Það er ljóst.

Þú spyrð hvað gerði hann? (DO)     Hann tók á táknrænan hátt útaf reikning sínum í ákveðnum banka þegar honum ofbauð byrjun á ofurlaunasukki.   Hvað uppskar hann?  Háð.  Enda mærðu þá flestir þessa "banka snillinga " í bak og fyrir þó fæstir viðurkenni það í dag.  Hann aðvaraði stjórnvöld og margfundaði með stjórnendum bankanna þar sem hann varaði við útþennslu og stærð.    Einhver/ einhverjir/einhverjar voru greinilega afar daufir og sein til að grípa í tauma.        Hann hafnaði þeim kosti að íslenska þjóðin sæti uppi með kostnaðar sukk fjárglæframanna. Ríkisstjórnin virðist sammála því mati að láta á það reyna.

Frjálst flæði fjármagns a la Jón Sig., Jón Baldvin, DO,  og EES var eflaust ekki vitlaust.    En hvernig þeir sem tókust á við  frelsið í bönkum og víðar var auðvita GALIÐ.

Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 13:20

13 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Takk fyrir góðar undirtektir gott fólk. Vonandi látið þið orðið berast.

Og Ásdís, það gleður mig að fá þig aftur sem bloggvin.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 13:26

14 Smámynd: Tiger

Sæl mín kæra Ólína. Ég tek heilshugar þátt í þessum mótmælum og set inn hjá mér þín lokaorð og viðbót í fyrirsögnina mína næstu blogg ..

Knús og kreist á þig!

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!

Tiger, 5.11.2008 kl. 13:42

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Guðrún - annað hvort ertu sammála mér eða ekki.

Það þýðir lítið að spyrja mig um það hverjir vissu hvað, og hvers vegna menn voru ekki stöðvaðir. Spyrðu þá sjálfa sem þú átt við, því varla ætlarðu að halda því fram að Samfylkingarfólk almennt beri ábyrgð á því hvernig komið er

Samfylkingin er búin að vera eitt og hálft ár í Ríkisstjórn, á þeim tíma hefði hún getað verið búin að moka flórinn og amk. leggja fram frumvarp um  lög á þessa banka, en hún gerði það ekki og er þar með samsek Sjálfstæðisflokknum!

Guðrún Sæmundsdóttir, 5.11.2008 kl. 13:48

16 Smámynd: Bjarni Harðarson

takk fyrir góða hugmynd - ég er með... burt með spillingarliðið!

Bjarni Harðarson, 5.11.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband