Burt með spillingarliðið!

  Það mættu fleiri fara að dæmi Boga Nilssonar fyrrverandi ríkissaksóknara sem nú hefur horfið frá þátttöku í undirbúningi rannsóknar á starfsemi gömlu bankanna í aðdraganda hrunsins. Bogi segir réttilega í yfirlýsingu sinni að honum finnist hann ekki lengur njóta nægilegs almenns trausts til að sinna verkefninu. Gott hjá honum - og rétt.

Nú er spurningin hvort Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari, hefur sambærilegar áhyggjur af trausti almennings á þeirri vinnu sem framundan er vegna rannsóknar málsins. Sonur Valtýs er forstjóri Exista, sem eins og allir vita hefur rík tengsl við Kaupþing eins og ég hef bloggað um áður. 

Já, það mættu ýmsir taka sér til fyrirmyndar áhyggjur fyrrverandi ríkissaksóknara af trausti almennings á gjörðum þeirra og dómgreind.

sedlabankiEf einhver manndómur væri í bankastjórum Seðlabankans og stjórnarmönnum, þá hefðu þeir allir farið að dæmi Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur sem sagði sig úr bankaráðinu og bað þjóðina afsökunar á hlutdeild bankans í fjármálahruninu. Hún er maður að meiri. En það virðist því miður ekki hvarfla að þessum mönnum að skapa frið um störf Seðlabankans og efla traust almennings á honum með því að víkja þaðan - enda stjórnarlaunin feitur biti og greidd af almenningi.

Ekki verður heldur sagt að traust ríki á Fjármálaeftirlitinu um þessar mundir. Síst eftir þá yfirlýsingu að það hafi ekki samþykkt "sérstaklega" skuldaniðurfellingar yfirmanna í bankakerfinu, eins og þeir orðuðu það. Þau orð verður hver að skilja sínum skilningi, en ég skil þau þannig að Fjármálaeftirlitið hafi vitað af því sem fram fór án þess að hafast frekar að. Nú á þetta sama fjármálaeftirlit að rannsaka málið. Bandit

Fólk treystir þessum mönnum ekki lengur - enda virðist vera sama hvar velt er við steinum, allstaðar blasa við okkur siðleysi, spilling, hagsmunatengsl eða vanhæfi - meðal annars í ráðherraliðinu eins og Kristinn H. Gunnarsson fjallar um á heimasíðu sinni í dag.

Þess vegna ætla ég að enda þessa færslu, og allar mínar færslur á næstunni, með sama hætti og í gær:

Burt með stjórn Seðlabankans og bankastjórana þrjá. Burt með Fjármálaeftirlitið, stjórn þess og starfslið. Burt með alla þá starfsmenn bankanna sem þáðu eða ákváðu skuldahreinsun eða undanfæri fyrir útvalda. Burt með þá ráðamenn sem samþykktu ósómann með beinum eða óbeinum hætti, þögn eða aðgerðaleysi.

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur.  Angry

 


mbl.is Bogi Nilsson hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er virðingarvert af Boga að segja sig frá þessu, og eins og þú segir réttilega Ólína þá mættu fleiri fara að hans dæmi. Það mun hvorki ríkja hér sátt né samlyndi fyrr en óháðir aðilar hafa farið yfir málavöxtu og hér á landi er vart hægt að finna þann mann. Burt með potið og látum erlenda óháða aðila fara yfir allt frá A til Ö!

assa (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 22:59

2 identicon

Ja, eftir frettir siðustu daga hvað verða þa margir eftir??????????

Hörður (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir það

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 23:15

4 identicon

Sammála burt með liðið.  Samfylkingin verður nú að fara að vara sig á að sogast ekki inn i sjalla/framara sukkuð. Þeir eiga ekki mikinn tíma eftir.

Rúnar (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 23:56

5 identicon

Jamm, Ólína, það er mín skoðun að það hafi einfaldlega runnið upp fyrir Boga hversu viðamikið og flókið mál þessi rannsókn er í raun og veru. Þ.a.l. þurfi að kalla eftir fólki með yfirgripsmikla þekkingu á hugsunarhætti peningamanna með öll sín krosstengsl, dótturfélög og ýmislegt sem við áttum okkur ekki á. Þ.e. fólk sem getur hugsað eins og þessir "glæpamenn", því það er ekkert annað en glæpur gagnvart þjóðinni að forða peningum í tæka tíð inn á örugga bankareikninga eins og ekkert sé og allt Löglegt og þjóðin borgar skaðann. Svo tel ég að þurfi að fá fólk með þekkingu á hugsunarhætti þessara bisnessmanna til að aðstoða okkur við að setja lög sem gera þetta ekki mögulegt í framtíðinni. Því, eins og svo oft hefur komið fram, þá eru það lögin sem veita bisnessmönnum frelsi til að gera það sem þeim þóknast, hvort sem það bitnar á þjóðinni eða ekki. Held líka að Bogi hafi sagt sig frá málinu, ekki endilega vegna ættartengsla (sonurinn) og ekki endilega vegna þrýstings frá þjóðinni, heldur einfaldlega að hann hafi áttað sig á því að hin yfirgripsmikla og flókna flækja fjármálamanna varðandi peningaumsvif í pappírsformi sé of stórt dæmi fyrir venjulegan saksóknara að fást við. Gangi þér vel og takk fyrir bloggið þitt.

Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Við eigum að biðja Interpol (International Criminal Police Organization) um aðstoð og það í hvínandi hvelli áður en það er búið að hvítþvo peningaþvættið með öllu !

Sævar Einarsson, 5.11.2008 kl. 01:49

7 identicon

Skiptir ekki máli hvort það er Sjálfstæðisflokkurinn, Ólína, Samfylkingin, Egill Helgason, Vinstri grænir, Frjálslindir eða Framsóknarflokkurinn. Allt sama draslið, skilum auðu í næstu kostningum!!!

Örvar (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 02:51

8 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Langar sérstaklega til að taka undir lokaorðin þín þó ég sammála hinu sem kemur framí færslunni þinni líka.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.11.2008 kl. 04:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband