Yfirstjórnendur bankanna skuldhreinsaðir?

Sú "frétt" fer nú eins og logi yfir akur á netinu, að skuldir yfirmanna í bönkunum hafi verið afskráðar til þess að hægt væri að ráða þá til starfa í nýju bönkunum. Þannig hafi allar skuldir verið hreinsaðar við yfirmann áhættustýringar Kaupþings, sem tapað hafi 2 milljörðum króna sem að mestu voru teknar að láni. Sama hafi verið gert við mörg hundruð aðra bankastarfsmenn sem tóku lán frá 10-100 milljónir króna til að kaupa hlutabréf (sjá t.d. hér og hér).

 Og ástæðan? Jú, lögum samkvæmt  mega gjaldþrota einstaklingar ekki starfa fyrir banka!! Svo það  "þurfti" að skuldhreinsa mannskapinn svo hægt yrði að manna yfirmannastöður í nýju bönkunum.

 Á sama tíma eru fjölskyldur að brotna og fólk að bugast undan greiðslubyrði lána í þessum sömu bönkum. Landsmenn hafa tugþúsundum saman verið að tapa stórfé bæði hlutabréfum, lífeyrissparnaði  vegna fjármálaráðgjafar þessara banka. Nú eru fyrirtækin farin að hrynja og þúsundir manna verða af atvinnutekjum.

Ef rétt reynist þá er sorinn svartari en nokkurn hefði órað fyrir - maður er orðlaus. 

Fjölmiðlar verða að komast til botns í þessu máli, því annað eins og þetta myndi jafngilda stríðsyfirlýsingu við almenning í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnar Björnsson

ÉG TRÚI ÞESSU EKKI FYRR EN ÉG TEK Á ÞVÍ!

Þetta eru ákaflega alvarlegar ásakanir. Hið sanna verður að draga fram í dagsljósið og það STRAX.

Það ganga endalausar sögur í þjóðfélaginu þessa dagana. Sumar sannar, aðrar kjaftasögur.

FÁUM ÞETTA Á HREINT, NÚNA.

Jón Ragnar Björnsson, 3.11.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Almennir borgar eiga að borga en fífldirfskan má ekki kosta bankamenn. Við sjáum þarn glitta í skjaldborgina góðu sem talað var um í upphafi kreppu en stjórnvöld reyndu að villa um hverjum ætti að skýla.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:09

3 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Ef satt reynist þá verður allt vitlaust.    Nú verður Viðskiptaráðherra að koma fram og upplýsa.    Blaðamenn..... kafa kafa.   Rannsóknarblaðamenska í botn.

Jón Halldór Eiríksson, 3.11.2008 kl. 14:14

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Hefi sagt, að ef rétt er, fari ég að brýna flansana.

Alveg óyggjandi, sem þú settir inn sem svar í fyrra þræði, að flokkspólitískar línur skipta hér öngvu.

Hitt er jafnsatt, að sumum virðist meir í mun að sverta og jafnvel skrökva á fyrrum foriingja okkar íhaldsmanna og eigna honum allskonar óheilindi, svo sem óvarkárni í orðum, sem nú er alþekkt, að var löngu komið til eyrna þeirra sem það áttu að fá og því ekki um neinar fréttir að ræða fyrir þá.

Mér er annt um að rétt skuli vera rétt, líkt og forfaðir minn á Eyri við Seyðisfjörð (inni í Djúpi) var sagður segja vi hvert tækifæri, þá vegið var eða skipt milli manna. 

Eins er mér kærir vinir mínir, sem ég VEIT að eru varkárir menn og frómir í allri framgöngu, þó vígfimir séu.

En eins og einnig var alkunna Vestra skulu menn glaðir og reyfir og vígdjarfir vesa uns þeir bíði sinn bana.  ÞAð var mottóið í baráttunni við Höfuðskepnurnar en nú hefur gleymst í viðureign manna við HöfuðSYNDIRNAR sjö og þá einna helst Græðgina og hofmóðinn.

Með þökk fyri afar góða íslensku á ínum pistlum og auðsæja væntum þykju á ferfætlingum.

Miðbæjaríhaldið

fyrrum Vestfja´ðaríhald (með Matta mínum og Einari Oddi)

Bjarni Kjartansson, 3.11.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ARRRRRRRRRRRRRRRRRG

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

jahá..skuldhreinsa liðið...ekki veitti nú af því heldur ef satt er... að ormhreinsa þetta pakk!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.11.2008 kl. 14:25

7 identicon

Mennirnir sem stela jólunum af þjóðinni, er að sjálfsögðu leyft að halda upp á þau áfram. 

Þetta eru verstu fréttirnar frá því að kreppan byrjaði.  Nú er kominn tími á að þjóðin hætti að mótmæla og fari bara inn í banka, þing og stjórnarráð og rífi þessa andskota út á rassgatinu áður en meiri óskundi fer þar fram.

khh (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 14:45

8 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Þetta er svakalegt ef satt er. Maður verður alveg orðlaus. Þennan orðróm þarf að staðfesta eða hrekja. Það hlýtur að vera verk viðskiptaráðherra.

Anna Karlsdóttir, 3.11.2008 kl. 14:57

9 Smámynd: corvus corax

Ja, mikill er andskotinn! Ef þetta er satt krefst ég þess að allar mínar skuldir við þessar glæpastofnanir verði afskrifaðar strax! Þegar það er búið skulum við láta hendur skipta.

corvus corax, 3.11.2008 kl. 15:13

10 identicon

Viðbjóðslegt ef satt er. Flyt af landinu ef rétt reynist.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 15:31

11 identicon

Alveg gæti ég trúað þessu og þetta verður að rannsaka alveg ofan í kjölinn og það verða einhverjir aðrir að gera en þeir sem sitja í miðri skítahrúgunni sjálfir.

En ég segi nú bara, er þetta í boði viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar !

Alveg eins og stjórn Seðlabankans er auðvitað í boði Samfylkingarinnar !

Alveg eins og þessi Ríkisstjórn er í boði bæði Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Og formaður Samfylkingarinnar sem geystist um heiminn s.l. sumar á SAGA CLASS og í einkaþotum Elítunnar, segjandi öllum heiminum hvað þetta væru allt góðir gæjar og hvað bankarnir okkar væru rosalega flottir og sterkir og bla bla bla bla bla, það var svo gaman að vera í Ríkisstjórnini og fá að ráða og baða sig í sviðsljósinu með útrásarvíkingunum og stóru flottu strákunum í Sjálfstæðisflokknum. ISG gekk allra stjórnmálamanna lengst í því að verja bankaaðalinn og sagði í einhverju viðtalinu að þau (þ.e. Rískisstjórnin) myndu verja þá alveg fram í rauðan dauðann og hrukku nú ýmsir við.

En er það ekki einmitt þessi Rauði dauði Samfylkingarinnar sem viið erum að upplifa núna. 

Auðvitað veit ég að það eru talsvert miklu fleiri en bara forystumenn Samfylkingarinnar sem bera gífurlega ábyrgð á þessu hrylliglega klúðri sem við öll þjóðin sitjum nú uppi með. Sjálfstæðisflokkurinn var arkitekt þessarar nú gjaldþrota efnahagsstefnu með Framsóknarflokknum, það vita allir.  En hvað með Samfylkinguna reyndist hún eitthvað skárri hækja en Framsóknarflokkurinn, nei svo reyndist alls ekki hún var bullandi meðvirk í öllu bullinu og ber auðvitað talsverða ábyrgð á því að ekki var tekið á þessu sukki og svínaríji í tíma og Viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar var og er æðsti yfirmaður Fjámálaeftirlitsins sem algerlega brást í þessu máli. Þess vegna getur SAMFYLKINGIN ekki hagað sér svona eins og fattlaus ljóska ! 

En það má Geir þó eiga hann reynir ekki að víkja sér undan ábyrgð, þó svo brotsjóirnir hrynji á honum.

En það er engir hvorki embættismenn né stjórnmálamenn, ja nema kanski nokkrir veruleikafirrtir og siðlausir útásarvíkingar, sem reyna eins mikið og Samfylkingin að þykjast vera alveg stikkfrí og enga ábyrgð bera á einu eða neinu, en benda á alla aðra, það finnst mér mjög lítilmannlegt og sýnir manni bara að þessum flokki er engan veginn treystandi til að vera í Ríkisstjórn og reyna að koma okkur þjóðinni sinni útúr þessum vændræðum okkar.  

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:26

12 Smámynd: Sævar Helgason

Hún ríður ekki við einteyming nýfrjálshyggjan nú á dögum uppgjörs- alveg ótrúlega og siðspillta andstyggð hefur hún alið af sér. 

Nú er ballið greinilega rétt að byrja. 

Verst af öllu að það er engum lengur treyst til að gæta hagsmuna almennings. 

Og því miður þá á víst margt fleira skítugt eftir að koma í ljós. 

Ég spyr : hvernig verður þjóðfélagsástandið orðið á vormánuðum- 15- 20 þúsund atvinnulausir- fjöldagjaldþrot heimila og fyrirtækja- til viðbótar öllum skítnum sem nú er að fljóta upp á yfirborðið...

Sævar Helgason, 3.11.2008 kl. 16:28

13 identicon

Ef þetta reynist satt þá borga ég ekki krónu af mínum skuldum við bankana.  Frekar fer ég á fljúgandi hausinn.  og hana nú....

Guðmundur Bogason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 16:48

14 Smámynd: Tína

Ef satt reynist þá þætti mér nú fróðlegt að vita hver það var sem mælti fyrir þessari skuldfellingu bankastarfsmanna. Svo sannarlega vona ég að um múgæsingu sé að ræða frekar en að satt sé, þó það sé ekki gott til frásagnar heldur. Ég trúi samt ekki að nokkur sé nógu vitlaus að halda að hann komist upp með fella niður þesskonar skuldir. Viðkomandi hlýtur að hafa áttað sig á hvað það myndi hafa í för með sér.

Ég hef nú hingað til viljað halda mér á hliðarlínuna og reynt að láta ástandið ekki hafa áhrif á þá von sem ég ber innra með mér um betri tíma. En ef þetta er rétt þá held ég að þeir sem hingað til hafa þagað muni ekki gera það mikið lengur.

En ég hvet alla til að passa sig samt á að fara ekki að hengja bakara fyrir smið. Það er ekkert fengið með því. Fáum staðreyndir á hreint fyrst.

Tína, 3.11.2008 kl. 17:15

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

arrrghhhhhhhh

Hólmdís Hjartardóttir, 3.11.2008 kl. 19:09

16 identicon

Sæl Ólína.

Hver gæti staðfest þessa fregn eða hrakið?

Ráðamenn hafa engin ráð og ekki trúnað landsmanna og ættu því ekki að sitja áfram.

Á Bina bankastjóri að sitja áfram?

Á Baldur Guðlaugsson  ráðuneytisstjóri að sitja áfram ?

Hvar endar þetta?

Samúel J. Samúelsson Kambaseli 42, 109 R

Samúel J. Samúelsson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:11

17 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Alvarlegt ef satt er og mikilvægt að hið sanna komi í ljós hið snarasta.

Guðrún Þorleifs, 3.11.2008 kl. 19:14

18 Smámynd: Svartagall

Ef satt er? Þetta er satt. Kaupþing afskrifaði skuldir stjórnenda upp á 50 milljarða króna. Þetta var gert stuttu áður en bankinn var þjóðnýttur. Maður verður orðlaus.

Svartagall, 3.11.2008 kl. 19:51

19 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég segi það enn einu sinni:

Það verður að fá hlutlausa menn að utan til að skoða þessi mál. Ég treysti engum hér á landi til að rannsaka þetta. Við erum öll skyld og tengd á einn eða annan hátt!

Ég hef trú á því að við höfum aðeins séð toppinn á ísjakanum og það versta eigi eftir að koma í ljós!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 20:47

20 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég vona að þetta sé satt ! allir lúta að sömu lögum og reglum samkvæmt stjórnarskrá og þá er þetta fordæmisgefandi og við förum fram á sömu meðferð !

Sævar Einarsson, 3.11.2008 kl. 21:07

21 identicon

já það náðist ekki í neinn þegar Stöð 2 hringdi í ráðamenn; það fer lítið fyrir samúð í garð almennings vegna þessa; ísköld þögnin svarar borgurum þessa lands - skildir eftir orðlausir, hneykslaðir og reiðir - þykir við hæfi í dag og hluti af prófílnum hjá þeim sem skortir alla siðferðis- og réttlætiskennd.

Sjáumst öll á Austurvelli á laugardaginn - það er það sem við getum gert !.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:10

22 identicon

Sæl

Ef þetta er satt eru þessir menn eins og verstu barnaníðingar.  Eru þeir ekki búnir að skuldsetja börn og  barnabörn okkar  um ókomin ár og sitja  svo sjálfir í bönkunum í vellystingum.    Fjölmiðlar fáið nöfn þessarra manna og komum þessum níðingum og fjárglæframönnum í fangelsi. Hér duga engin vettlingatök.   Mætum öll á Austurvöll og mótmælum aðgerðalausri ríkisstjórn sem lætur svona svívirðingu gerast. Burt með stjórnina.  Það er til nóg að hæfu fólki til að taka við.

Kristín Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband