Höfum nokkur hugtök á hreinu
31.10.2008 | 15:57
Nú þegar talað er um nauðsyn þess að gera upp við hugmyndafræði kapítalismans og nýfrjálshyggjunnar er eins gott að hafa nokkur hugtök á hreinu.
SÓSÍALISMI: Þú átt 2 kýr. Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra.
KOMMÚNISMI: Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og gefur þér mjólk.
FASISMI: Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar og selur þér mjólk.
NASISMI: Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar...og skýtur þig svo.
SKRIFRÆÐI: Þú átt 2 kýr. Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo allri mjólkinni.
HEFÐBUNDINN KAPÍTALISMI: Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú. Þú hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein.
SÚRREALISMI: Þú átt 2 gíraffa. Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám.
BANDARÍSKT FYRIRTÆKI: Þú átt 2 kýr. Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komast að því hvers vegna hún datt niður dauð.
ÍSLENSKT FYRIRTÆKI: Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
FRANSKT FYRIRTÆKI: Þú átt 2 kýr. Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð...vegna þess að þú vilt eiga þrjár kýr.
JAPANSKT FYRIRTÆKI: Þú átt 2 kýr. Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju, "Kúmann", sem nær miklum vinsældum um allan heim.
Jamm .... þennan fékk ég sendan í dag. Mikið til í þessu.
Meginflokkur: Spaugilegt | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:01 | Facebook
Athugasemdir
Þessi saga segir eiginlega allt sem segja þarf. Ég hef aldrei skilið allt þetta afleiðu, yfirtöku, valréttarsamninga og hvað allt þetta heitir. Það eina sem ég hef skilið er hvað er til í buddunni minni, mér og mínum til framfærslu og yndisauka. Annað hef ég ekki átt og ekki gert tilkall til. Og hana nú..
María Richter, 31.10.2008 kl. 19:29
Frábært! Þarna er ísl. svikmylluliði vel lýst. Æ-já!
H G, 31.10.2008 kl. 21:08
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 31.10.2008 kl. 22:46
Munið eftir að skrifa undir.
http://www.petitiononline.com/fab423/petition.html
Grýla er komin í þrot!
Það er kominn tími til að sópa út ruslinu fyrir jólin.
Sjá: http://kjosa.is/
RagnarA (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 09:26
Góð greining, ætli þetta sé frá einhverri greiningardeildinni?
Vilborg Traustadóttir, 1.11.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.