Ávarp forsætisráðherra - álagsprófið

 strand-jon_bald Það er ekki fyrr en gefur á bátinn sem í ljós kemur úr hverju skipstjórinn er gerður - hvort hann hefur styrk og æðruleysi til þess að hvetja áhöfnina til dáða, halda henni að verki og stýra þar með fleyinu heilu í gegnum brimgarðinn.

Undanfarna daga höfum við mátt sjá forsætisráðherrann á hrakningum undan fréttamönnum, við erfiðar aðstæður - vafalítið vansvefta og kúguppgefinn, þótt ekki hafi hann látið á því bera. Enda fara erfiðir tímar í hönd - og í mörg horn að líta hjá ráðamönnum.

Á slíkum tímum skiptir máli hvernig talað er til þjóðarinnar. Þá ríður á að skipstjórinn í brúnni haldi ró og yfirvegun - að áhöfnin treysti því að hún sé í öruggum höndum, hvernig svo sem sjólagið muni leika bátinn. 

Í dag talaði Geir Haarde til þjóðar sinnar. Þetta var álagsprófið. Augnablikið sem öllu skipti. Þetta var mikilvægasta augnablikið á stjórnmálaferli Geirs H. Haarde.

Um leið var þetta þýðingarmikið augnablik í samtímastjórnmálasögu okkar Íslendinga. Á þessum andartökum réðist það hvort landinu yrði stjórnað við núverandi aðstæður. Hvort íslenskur almenningur myndi finna það traust í fasi forsætisráðherrans að fela honum með þegjandi samþykki að leiða sig í gegnum boðaföllin. 

Þetta var trúnaðaraugnablikið.

Geir Haarde stóðst prófið - með láði.

 


mbl.is Forsætisráðherra flytur ávarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég beið allan tímann eftir því að hann segði eitthvað. En svo kom ekkert. En hann var afskaplega landsföðurlegur, það vantaði ekkert upp á það.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:22

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Si senora.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég tek sannarlega undir þetta. Geir var föðurlegur og flottur. 

Marta B Helgadóttir, 6.10.2008 kl. 20:32

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já hann gerði það!..en eftir standa spurningar um fjárglæframenn sem (kannski 10 stykki???) stefndu sinni eigin þjóð í slíkan sjó? ..og seðlabankastjóra, sem er sennilega veikur (alseihmer?)?'???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Geir var flottur í dag og ég held að við ættum að hætta að hnýta í Davið við verðum að muna að hann hefur ekki heilt fjölmiðla bákn til að verja sig og er bundin trúnaði. Eða er það trúanlegt´sem að kom fram um hamstur í einu af blöðunum að fólk væri að hamstra kotasælu ??? Þetta hamstur tal hefur sett stórt spurnginamerki hjá mér um þann trúnað sem að ég legg á þá miðla. Er farin að halda að ORG hefði betur látið fjölmiðlafrumvarpið vera

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.10.2008 kl. 21:44

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sammála hverju orði.  Hann stóð sig með láði!

Ía Jóhannsdóttir, 6.10.2008 kl. 21:46

7 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Geir stóð sig vel, hélt reyndar að hann myndi beygja af undir lok ávarpsins en það var greinilega einhver misskilningur í mér. Svartnættið sem málað var á sjónvarpsskjái landsmanna var mikið en svei mér ... það var vonarglæta þarna á bakvið einhversstaðar. Nú er bara að halda fast í hana, biðja og vona að ríkisbubbarnir sem hafa keyrt landið í þrot með sukki sínu og svínaríi sjái að sér á næstu dögum, vikum, mánuðum og árum.  ... Elton John í afmælið ... hvernig datt manninum þetta í hug?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 6.10.2008 kl. 23:30

8 identicon

Vona að sem flestir skrifi undir þetta
http://www.PetitionOnline.com/fab423/

Ragnar (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sorry Ólína.  Ég skildi varla orð af því sem maðurinn sagði, enda hef ég alltaf verið öreigi og aldrei átt hlutabréf.  Hann var varla að tala við mig og mína líka.

Sigrún Jónsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:01

10 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég er algjörlega sammála þér Ólína, þetta eru ekki öfundsverð spor að standa í að þurfa flytja þessi ömurlegu tíðindi, Geir stóð sig vel.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.10.2008 kl. 00:34

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér fannst Geirharður klökkur í byrjun ávarpsins, en svo óx honum ásmegin.  En eftir sat hjá mér "hvað er að gerast" og ég var engu nær eftir ávarpið.  Svo var allt skýrt betur seinna. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.10.2008 kl. 02:18

12 identicon

Já Ólína, forsætisráðherra stóð sig með mikilli príði í ávarpi sínu til þjóðarinnar, það tel ég vel að verki staðið eftir allt álagið þar á undan. Hann kom inn á hagi almennings, en forðaðist að minnast á orsakir vandans, kannski eðlilega við aðstæður á þeirri stundu, en mér er spurn, hvar er ábyrgð peningamannanna?, er eðlilegt að venjulegir starfsmenn Íslenskra banka þó þeir hafi bankastjóra nafnbót hafi skammtað sér allt að 60.000.000,- í mánaðarlaun, margir með yfir 20.000.000,- ?? Er landinn búinn að gleyma því td að Bjarni Ármannsson fór út úr bankakerfinu með tvo MILLJARÐA!!?? Hann var hjá Glitni. En aftur að forsætisráðherra, mér er það til efs að nokkur annar hefði staðið sig betur við þær aðstæður sem nú hafa dunið yfir þjóðina, ég hefði amk. ekki viljað sjá Þorgerði Katríni eða Ingibjörgu Sólrúnu í þeim sporum, ég einfaldlega treysti ekki fólki sem hefur sýnt sig meira í orði en á borði. Ég óska Ingibjörgu hinsvega alls góðs í baráttunni við veikindi sín. En hvaða minnimáttarkennd er þetta gagnvart Davíð? athugið að engin hinna norðurlandaþjóðanna á svona karakter eins og Davíð, við eigum bara að vera upp með okkur af því, Davíð er frábær!! munum svo að brosa til allra það bætir

Reyk-víkingurinn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 09:10

13 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Algjörlega ósammála, mér finnst álagsprófið reyndar hafa staðið mun lengur og hann  kolfallið. Fyrst með því að aðhafast ekkert og hæla sér af því. Þá með því að hundsa fréttamenn algjörlega og sýna þeim beinlínis ókurteysi og svo að lokum þetta ávarp.

Hann talaði frekar óskýrt. Til dæmis tók það fréttamenn mun lengri tíma að  finna út úr því sem hann sagði heldur en hann að segja það. Eftir stóðu svo stórar spurningar eins og t.d. hvað með gengið, hvað með krónuna? Hvað með verðtryggingu lána í öllu þessu? 

Þóra Guðmundsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:29

14 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Mér fannst hann tala lengi og vera óskýr.  Mikið sakna ég Ingibjargar Sólrúnar núna, hún hefur lag á því að koma hlutunum frá sér í stuttu og skýru máli. 

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 7.10.2008 kl. 09:40

15 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta er flottur pistill hjá þér Ólína. Sammála hverjum einasta staf í honum.

Ágúst Ásgeirsson, 7.10.2008 kl. 09:53

16 identicon

Það reynir á skipstjóran að koma skipi sínu undan áföllum, forðast þær aðstæður sem skipi og mannskap getur stafað hætta af, lesa í umhverfið og sigla fleyi sínum með farsælum hætti um hafið. Það hefur Geir Hilmar Haarde ekki gert. Hann er strandkapteinn sem hlustaði ekki á viðvaranir áhafnarinnar, lét sig engu varða ítrekaðar aðvaranir um að hann væri á rangri siglingarleið, lét stormaðvaranir sem vind um eyru fara. Því er nú svo komið fyrir þjóðraskútunni sem komið er. Hún er strand undir forystu eins af gæfulausustu skipstjórum sem hún hefur nokkru sinni haft við stjórnvölinn. Gæfulausi Geir er ekki alvöru skipstjóri, Ólína, þó hann hafi getað lesið ræðu af blaði.

Björn (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:34

17 identicon

Ég beið og vonaði að forsætisráðherran myndi ná vopnum sínum með þessu ávarpi. Enn nei það tókst honum alls ekki og að loknu ávarpinu vissi maður ekkert hvernig staðan var eða hvað stóð til að gera. ÞAð var ekki fyrr en síðar sem það koma almennilega í ljós. Forsætisráðherra virðist vera alveg fyrirmunað að tala skýrt. Í ávarpinu fórst honum fyrir að greina þjóðinni frá því að til stæði að setja neyðarlög sem gæfi fjármálaeftirlitinu miklar valheimldir til að yfirtaka stjónr fjármálastofnanna, en þar sem frumvarpið hefði ekki enþaverið kynnt fyrir Alþingi þá gæti hann ekki skýr nánar frá innihaldi frumvarpsins. Þar sem hann gat ekki sagt þetta skýrt þá voru menn að geta í eyðurnar í nokkurn tíma, eða þar til Steingrímur J varpaði skýrara ljósi á málið. Það kann að vera að forsætisráðherra hafi verið landsföðurlegur og rólegur, en eina ferðina enn tóks honum að tala óskýrt og skilja eftir ósvöruðum spurningum sem siðan kom í hlut annar að svara. Það gerist ekki oft að ávarp sem þetta er flutt og því varð ég mjög hissa að því loknu, nýjar ósvaraðar spurningar lágiu í loftinu sem kom í hlut annara en forsætisráðherra að svara á næstu mínútum eftir lok ávarpsins.  Því miður þá stóðs forsætisráðherra ekki prófið, hann talaði bara ekki nógu skýrt.

Kiddi (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:58

18 Smámynd: Sigfús Axfjörð Sigfússon

Sæl, fyrst þú notar líkingarmál, langar mig að benda þér á! Skipstjórinn siglir eftir bestu fáanlegu leiðsögutækjum, með úrvals áhöfn innanborðs. Þegar hann svo gerir sig sekann um að bregða út af, og fara sínar leið, með fyrrgreindum afleiðingum, þýðir ekkert afsökunarhjal eða máttvana gól um samstöðu. Slíkur skipstjóri er látinn fara og missir réttindin sín! Þetta skip hefur róið á mið þar sem engann fisk er að finna og afraksturinn, ónýt veiðarfæri!

Sigfús Axfjörð Sigfússon, 7.10.2008 kl. 11:18

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hefði ekki getað orðað þetta betur. Ég var ánægð með Geir. kveðja vestur 

Ásdís Sigurðardóttir, 7.10.2008 kl. 13:27

20 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ég er ekki alinn upp í svona vernduðu umhverfi. Þegar skipstjórinn er búinn að sigla á hvert skerið á fætur öðru, þá sameinast áhöfn og farþegar ekki um að klappa hann upp í að halda áfram og enginn myndi treysta honum til að ná næstu höfn. Ég sat meira að segja í áföngum þar sem farið var yfir hvenær ég mætti taka ráðin af skipstjóranum, jafnvel hlekkja hann ef með þyrfti.

Tökum bara venjulegt dæmi. Hópferðarúta á ferð um landið með 50 farþegum og fararstjóra. Bílstjórinn er nokkrumsinnum búinn að keyra út í skurð, en alltaf hafa farþegarnir sloppið með skrekkinn. Haldið þið að farþegarnir haldi áfram með bílstjóranum endalaust, og voni bara a hann keyri ekki út af aftur. Eða fararstjórinn.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 7.10.2008 kl. 13:29

21 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Svona, svona gott fólk. Við megum ekki gleyma því að Geir var með orðum sinum að búa okkur undir lagasetningu sem menn hafa kallað neyðarlög - en ég vil eiginlega frekar kalla herlög, vegna þeirra valdheimilda sem þau veita hinu opinbera til að yfirtaka stjórnun og eignaráðstöfun bankanna.

Hefði þessi ræða ekki verið flutt með  þeim hætti sem gert var - hefði allt orðið brjálað yfir þessari lagasetningu.

Geir hefur staðið sig vel í þessu hreti. Hann má eiga það.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 7.10.2008 kl. 13:40

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Geir er líka kominn í Facebook: "Vill einhver vera memm? Bara smá?"

Þorsteinn Briem, 7.10.2008 kl. 14:07

23 Smámynd: Þórður Runólfsson

Ég vil orða það þannig að hann er skárri en Guðni.

Hann er ekki búinn að vinna mig allavega og þetta Rússalán er stórvarasamt. Á kannski að hefna sín á USA núna með Dabba stæl. 

Þórður Runólfsson, 7.10.2008 kl. 15:12

24 identicon

Tvennt hefur mér þótt skorta sárlega undanfarna daga. Annars vegar vantaði algerlega að forsætisráðherra segði nokkuð í títtnefndu ávarpi í sjónvarpinu í gær, svartan mánudag nr. 2.

Hitt var að eftir stefnuræðu hans í beinni í síðustu viku vantaði sárlega skilti sem á stóð: "Stefnuræða forsætisráðherra var í boði Glitnis".

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 17:25

25 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér sýnist þið flest taka það gott og gilt að þegar skipstjóri hefur látið hluta áhafnarinnar sigla skipinu í strand þá haldi hann prúða ræðu yfir áhöfninni þar sem hann lýsir aðdragandanum.

Það er vonlaust að koma mér í skilning um að ábyrgðarlausum spilafíklum þurfi að leyfast að veðsetja eignir þjóðarinnar eins og hér hefur sýnilega gerst. Nú stendur öll heimsbyggðin á öndinni yfir þeim fréttum að okkar auðuga þjóð sé í fjörbrotum efnahags vegna yfirveðsetningar örfárra manna. Sé það tilfellið að engin lagaheimild sé til að stöðva þvílíka brjálsemi er einsýnt að þessi saga mun endurtaka sig.

Árni Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband