Geir. Þú þarft blaðafulltrúa, þó seint sé.

GeirogBlm Ég ætla að taka mér það bessaleyfi að gerast PR-ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í fjarska og beina til forsætisráðherra eindregnum tilmælum: Fáið ykkur upplýsingafulltrúa. Strax.

Þjóðin á ekki að horfa upp á ráðamenn landsins misvel til hafða og þreytulega þar sem þeir ganga inn og út af fundum - eða standa útundir húsveggjum í ýmsum veðrum að verjast frétta og tjá sig í sem óræðustum orðum um stöðu mála. Það er ekki sérlega traustvekjandi þegar forsætisráðherra hrekst hálfpartinn upp að vegg undan hljóðnemaskóginum sem otað er að honum - og á ekki einu sinni fyrsta orðið, loks þegar hann kemur út af fundi til að tala við fréttamenn, eins og í gærkvöldi.

Því meira sem vinnuálagið er og þreytan, því ríkari áhersla er til að skapa vinnufrið og skipulag á upplýsingagjöf.

Upplýsingafulltrúi myndi koma fram til fréttamanna á tveggja tíma fresti - við aðstæður sem þessar - og gefa upplýsingar. Létta á spennunni með því að tala við fréttamenn. Segja frá því  við hverja sé verið að ræða, hverjir séu væntanlegir til fundar næst, hvenær búast megi við yfirlýsingu frá ráðamönnum og hvar sá blaðamannafundur verði haldinn. Forsætisráðherra á síðan að koma með yfirlýsingu þegar hann er tilbúinn - vera öruggur í fasi, skýr í máli OG eiga fyrsta og síðasta orðið. Þess á milli þarf hann að hafa vinnufrið.

Þetta gera menn á betri bæjum erlendis, til dæmis í Hvíta húsinu þangað sem ég hef verið svo fræg að koma og sitja fréttamannafundi um nokkurra daga skeið fyrir margt löngu. Þar eru haldnir reglulegir upplýsingafundir til fréttamanna - síðan koma kanónurnar sjálfar þegar mál liggja ljós fyrir.

Ágæta ríkisstjórn: Fáið einhvern til liðs við ykkur í þetta verkefni. Strax.


mbl.is Alvarlegri en talið var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í fúlustu alvöru virðist þetta vera "stórasti" vandinn...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:03

2 identicon

Þetta er afar glögg ábending hjá þér Ólína og eitthvað sem margir hafa hugsað alla síðustu viku. Alvarleiki málsins er tvímælalaus, en ofan í kaupið virðist það ætla að verða skólabókardæmi um PR-klúður. Bara sá hluti málsins getur átt eftir að draga dilk á eftir sér.

Þórgnýr (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:15

3 Smámynd: Ragnheiður

Já það er satt, það þarf að koma með upplýsingar. Fólk verður enn óöruggara við þessar aðstæður !

Ragnheiður , 6.10.2008 kl. 14:16

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að það sé of seint fyrir PR-mann.

Lætur nærri að strákarnir þurfi einhvern til að skrifa minningargrein...

sko minningargrein um ríkisstjórnina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.10.2008 kl. 14:21

5 Smámynd: Sævar Helgason

Fer ekki að verða spurning um  hvort ættjarðarlög á klukkustundar fresti séu ekki betri ?

Sævar Helgason, 6.10.2008 kl. 14:40

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Geir kann þér örugglega þakkir fyrir tllitssemina en síðan þú færðir þessa skoðun þín á letur Ólína hefur það gerst að Geir hefur sent út fráttatilkynningu um yfirlýsingar sínar kl. 16:00 í dag að staðartíma:

"Forsætisráðherra flytur ávarp

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun ávarpa þjóðina klukkan 16 í dag og verður ávarpinu útvarpað og ..."

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2008 kl. 14:44

7 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Nú ég hélt að Björgvin G. væri upplýsingafulltrúinn.

Bjarnveig Ingvadóttir, 6.10.2008 kl. 14:57

8 identicon

Már Másson, forstöðumaður upplýsingasviðs Glitnis, er væntanlega á lausu undir eins og búið er að gera við hann starfslokasamning að hætti hússins.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 14:58

9 identicon

Alveg sammála, þó fyrr hefði verið. Ekki aðeins fyrir íslenska fjölmiðla heldur þá erlendu líka.

Auk þess eiga ráðherrar að tala til þjóðarinnar á annan hátt en á hlaupum. Til dæmis með smekklegt púlt og án þess að fréttamenn grípi hver frammí fyrir öðrum þannig að ekkert skilst.

Ég þekki einn ágætan í þetta, með áralanga reynslu af því að starfa í fjölmiðlum og sem upplýsingafulltrúi, hér á Íslandi og á erlendum vettvangi...

Þorfinnur Ómarsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 15:18

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Nógu mikið er nú ríkið búið að þenjast út af silkihúfum sem gera ekki neitt til að við bætum í blöðruna blaðurfulltrúum fyrir handónýta stjórnmálamenn.

Theódór Norðkvist, 6.10.2008 kl. 15:34

11 identicon

Þetta er alveg satt hjá Ólínu - gott PR hefði sennilega getað bjargað vandanum komplett og ekki kallað á aðgerðir að hálfu ríkisstjórnarinnar. Var það ekki annars gott PR sem kom okkur í þennan vanda?

Friðþjófur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 16:26

12 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Þetta snýst nú ekki bara um PR heldur er ef til vill vandinn sá að Geir er ekkert afgerandi sem leiðtogi og burðast með drauginn af Davíð í farteskinu í ofanálag.

Guðrún Helgadóttir, 6.10.2008 kl. 16:27

13 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

já það væri fínt að þeir hefðu einhvern fjármálamann sem alla vega gæti upplýst um hvað vandamálið snýst um. Fyrir hálfum mánuði hélt Geir Haarde að hann gæti þagað af sér heimskreppu og talað upp gengi íslensku krónunnar. Svoleiðis er það nú ekki.  Hann er búinn að átta sig á því að þetta er allt of mikið mál, þetta er vissulega gjörningaveður.

En þetta er enginn heimsendir og það hlaut að koma að einhvers konar uppgjöri. Sem viðskiptafræðingur hef ég alls ekkert botnað í fjármálaútrásinni, ég hef aldrei lært öðru vísi hagfræði en þá að til að eitthvað geti borgað rentu þá verði eitthvað að vera ábatasamt og einhver virðisauki af framleiðslu verði að vera sjáanlegur. Það gengur ekki þegar fjármálakerfi heimsins eru orðinn ein alsherjar pýramídaviðskipti sem ganga út á að blöffa. Svoleiðis spilaborg hrynur þegar blöffið hættir að virka. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.10.2008 kl. 17:02

14 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er þegar komið nóg af aðstoðarmönnum þó svo að þeir fari ekki að bæta við blaðafulltrúum líka! Churchill kom venjulega sjálfur fram og þorði að horfast í augun við raunveruleikann og þruma yfir þjóðinni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 6.10.2008 kl. 17:15

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mæli með talsmanni Glitnis í Noregi í þetta starf.

Þorsteinn Briem, 7.10.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband