Óráðsía ráðamanna á Ólympíuleikum

Nærri fimm milljónir króna kostuðu ferðir menntamálaráðherra og föruneytis til Kína samkvæmt fréttum ríkisútvarpsins í hádeginu. Þrjú hundruð þúsund krónur fékk ráðherrann í dagpeninga. Hún tók eiginmanninn og ráðuneytisstjórann með. Tvisvar.

Ég er ekki hneykslunargjörn þegar opinberar ferðir og dagpeningar eru annarsvegar. Ég tel að ráðamenn þjóðarinnar verði að geta komist fljótt á milli staða og búið þokkalega í ferðum sínum.

Þetta finnst mér hinsvegar einum of. Menntamálaráðherra fer með ráðuneytisstjórann með sér í tvígang - í annað skiptið eru þau bæði með mökum - hitt skiptið hún - og þjóðin borgar. Satt að segja stóð ég í þeirri trú að seinni ferðin hefði verið einkaferð ráðherrans, enda var engin þörf á því þjóðarinnar vegna að fara tvisvar. Og hvað er ráðuneytisstjórinn að gera í þessa ferð? Hafði hann einhverjum embættisskyldum að gegna þarna? Hver var þá að stjórna ráðuneytinu meðan á þessu stóð?

Fram kemur í fréttinni að ríkið greiddi hótelkostnað ráðherrans - samt fær Þorgerður Katrín greiddar 300 þúsund krónur í dagpeninga. Það eru mánaðarlaun kennara.

Nei, ef þetta er ekki óráðsía, þá þekki ég ekki merkingu þess orðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Bruðl og siðleysi

Hólmdís Hjartardóttir, 27.8.2008 kl. 13:05

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála þér, þetta er óráðssía

Rut Sumarliðadóttir, 27.8.2008 kl. 13:13

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Spilling, ég stóð reyndar í þeirri trú að fyrri ferðin hefði verið á hennar kostnað.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.8.2008 kl. 13:22

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sæl Ólína.

Bruðl?

Hvað kostaði för Ólafs Grímssonar og föruneytis?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.8.2008 kl. 13:26

5 Smámynd: Sævar Helgason

Er þetta ekki algjör veruleikafirring - laxveiðar  uppá 1,8 milljónir fengu fulltúar almennings í Orkuveitunni ásamt heilbrigðisráðherra í boði Baugs  meðan áætlaðið fjármálagerningar stóðu sem hæst um leyni söluplottið á Orkuveitunni.  Nú skottast menntamálráðherra með föruneyti ,mann og annan, tvisvar á Ólympíuleikana í Kína - og kostnaður greiddur af okkar skattfé uppá nokkrar milljónir króna...  Það vantar töluvert uppá að það sé í lagi með þetta fólk- niðurlægjandi fyrir það sjálft...

Sævar Helgason, 27.8.2008 kl. 13:51

6 Smámynd: Þorsteinn Valgeir Konráðsson

Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar hefur eiginmaður menntamálaráðherra, Kristján Arason, 20 milljónir á mánuði. Mér finnst það ósómi að ætlast til, að þau hjón borgi þetta úr eigin vasa!!

Þorsteinn Valgeir Konráðsson, 27.8.2008 kl. 15:11

7 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Mér þykir sjálfsagt að mennta og íþróttamálaráðfrú sé viðstödd  en hinsvegar ekki verjanlegt að ráðuneytisstjóri og makar þessarra tveggja séu þarna á kostnað skattgreiðenda. Og þetta voru 30 þús ekki 300 þús...

kveðja

Harpa

Harpa Oddbjörnsdóttir, 27.8.2008 kl. 15:32

8 Smámynd: Skarfurinn

Harpa þetta voru rúmar 30 þúsund á dag eða 300.000 kr í 10 daga bara fyrir ráðherrann svo það sé leiðrétt hér. Algjört bruðl og í raun SKANDALL.

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 15:53

9 Smámynd: Skarfurinn

Á þeirra kostnað Þóra G. þar varst auðtrúa,  nei þetta lið mundi aldrei tíma að borga krónu þegar það fær allt frítt jafnvel þó þau hjónin séu með yfir 20 milljónir í mánaðarlaun

Skarfurinn, 27.8.2008 kl. 15:55

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bloggaði um sama.  Arg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.8.2008 kl. 18:06

11 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

afsakaðu Skarfur, ég tók þessu fyrst eins og Ólína hefði verið að misskilja þetta með dagp en ég hafði ekki hugmynd hvað þetta hefðu verið margir dagar..... en þetta er rétt, 300 þús alls. fáránlegt alveg.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 27.8.2008 kl. 18:37

12 identicon

Ein ferð er réttlætanleg, en að skreppa tvisvar nánast í sömu vikunni til Kína er einum of.  Ráðamenn þessarar þjóðar verða að gera sér grein fyrir því að þetta eru mínir skattpeningar sem verið sé að eyða.  Ég vil gera þá kröfu að það sé farið betur með þá.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 19:43

13 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Er þessi ferðamáti ekki samkvæmt reglum sem allir stjórnmálaflokkar hafa sameinast um? Það er, að makar fylgi með á kostnað hins opinbera? Og ráðuneytisstjórar verði að fylgja ráðherra sínum? Með rétti á að taka maka sinn með? Er þetta ekki allt samkvæmt ritúalinu, samtryggingarprótókollinu? Er ekki réttara að ráðast á það en kostnaðinn?

Auðvitað átti íþróttaráðherrann að vera viðstaddur úrslitaleikinn í Peking. Vegna lítils sem einskis fyrirvara hefur henni náttúrulega ekkert boðist annað en miði á fyrsta farrými báðar leiðir. Við því er ekkert að gera, nema borga með bros á vör!

Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 20:43

14 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Langaði að bæta við, hvers vegna bloggari nefnir ekki forsetann í sambandi við óráðsíu ráðamanna vegna leikanna. 

Fyrir því er mun lengri hefð að ráðherrar sæki leikana. Núverandi forseti er sá fyrsti sem tekur þann sið upp að sækja þá. Ég er reyndar ánægður með það uppátæki hans. En athyglisvert er að meðan hann var ráðherra þótti hann í besta falli lítill áhugamaður um íþróttirnar og hag þeirra.

Ágúst Ásgeirsson, 27.8.2008 kl. 20:47

15 Smámynd: Eyþór Árnason

Hvað er að ykkur!!! Eins og við höfum ekki efni á að skjótast til Kína. Ég hefði sko farið á úrslitaleikinn ef ég hefði verið íþróttamálaráðherra.

Eyþór Árnason, 27.8.2008 kl. 21:57

16 Smámynd: Hrannar Baldursson

Smá athugasemd. Þú segir að mánaðarlaun kennara séu kr. 300.000,-

Það er rangt, nema í sumum tilfellum.

Í lægsta launaflokki grunnskólakennara (launaflokkur 224) fær kennari yngri en 30 ára kr. 191.442,- á mánuði fyrir skatta.

2. þrep: 197.268 (30-40 ára)

3. þrep: 205.881 (40-45 ára)

4. þrep: 214.925 (45-eftirlaunaaldurs)

Kennari í launaþrepi 241 undir 30 ára nær hins vegar kr. 300.104,- á mánuði. Og getur hæst fengið kr. 338.918,-

Ekki gleyma að ráðherra var á fullum launum, og fær dagpeninga í bónus - en þeir held ég að reiknist ekki til skatta. 

Hrannar Baldursson, 27.8.2008 kl. 21:58

17 Smámynd: Steini Thorst

Rosalega er hægt að væla. Þorgerður er ráðherra íþróttamála á Íslandi og því ekkert óeðlilegt að hún hafi farið aftur þegar í ljós kom hversu langt við vorum að ná,....svo ekki sé talað um hversu langt við hefðum getað náð. Það er ekkert óeðlilegt við það að hún fari og þá að sjálfsögðu sem ráðherra íþróttamála,..og í ljósi þess, þá að sjálfsögðu greiðir ríkið fyrir flug og hótel ásamt dagpeningum. Og það er líka bara skv reglum sem gengur yfir alla sem ferðast á vegum ríkisins eða fyrirtækja almennt.

Steini Thorst, 27.8.2008 kl. 23:15

18 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, og bara sjálfsagt að taka eiginmanninn með og ráðuneytisstjórann - minna má það nú ekki vera þegar skroppið er yfir hálfan hnöttinn.

Nei, fyrst hún fór heim eftir fyrra skiptið þá átti hún að halda sig heima, eða fara á eigin kostnað í síðara skiptið, sem handboltaáhugamaðurinn Þorgerður Katrín, ekki sem ráðherra á kostnað skattgeriðenda.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 27.8.2008 kl. 23:31

19 Smámynd: Steini Thorst

Mér skilst nú reyndar, án þess að ég fullyrði það, að Kristján hafi ekki farið heim í millitíðinni heldur bara Þorgerður. Og ef þetta er eins mikið afrek og við viljum nú flest meina, þá stend ég fastur á þeirri skoðun minni að ástæða hafi verið til að ráðherra íþróttamála væri viðstödd þennan leik. Hitt er svo auðvitað annað mál að Þorgerður er áhugamaður/kona um handbolta svo persónuleg ánægja hennar af leiknum er bara bónus fyrir hana,.......en það var vissulega embættisverk fyrir hana að fara.

Steini Thorst, 27.8.2008 kl. 23:41

20 identicon

Ólína, rosalega ertu mikil vælukjóa kerling. Færð þú ekki útborgað frá sama ríkissjóði (lesist=skattgreiðendur) um næstu mánaðarmót ? Það gæti kannski tekið á ríkissjóðinn að borga fyrir ORGið og hans föruneyti. Af hverju kvartar þú ekki undan því, vælukerling ? Eruð þið kannski í sama flokki, ORGið og þú en Þorgerður ekki ? Lákúruleg pólitísk árás frá þér, Ólína. Já, reyndar óskiljnalegt pólitískt flopp hjá þér.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 00:32

21 identicon

Tek heilshugar undir með Ólínu hvað varðar þessa óráðsíu Þorgerðar Katrínar.  Hún hefur enga sómatilfinningu og ætti að skammast sín ef hún kynni það.  Ekki bara að flengjast tvisvar á okkar kostanað til Kína í skjóli áhuga á handbolta, heldur að hundskammast sín fyrir að fara til KÍNA yfirleitt.  Manni dettur helst í hug að hún hafi ekki grænan grun um þau svívirðilegur mannréttindabrot sem þar eiga sér stað.  Þjóðinni er minnkun af svona "ráðherra"

Sigurður R. Þórarinsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 04:23

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Mér fannst reyndar eðlilegt að Þorgerður Katrín færi út á leikana, og skil vel að það hafi kostað 5 milljónir og finnst það ekki einu sinni sóun á almannafé. Hins vegar er rétt að benda á að fyrir tíu daga ferð hennar er hún að fá sem nemur næstum tvöföld mánaðarlaun grunnskólakennara í dagpeninga.

Ég spyr hvort að það sé eðlilegt, þar sem að mér þykir mjög vænt um kennarastéttina sem slíka.

Hrannar Baldursson, 28.8.2008 kl. 08:53

23 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Bíðið við!  Af hverju í ósköpunum er aldrei svona dregið fram þegar líður að kosningum? Þetta eru hin eiginlegu mál. Allir eru stórt séð sáttir um höfuð atriðin, en þarna sjáum við öðru frekar hvernig þessir ráðamenn eru gerðir.  Að ferð Þorgerðar Katrínar hafi kostað 5 milljónir er EKKI eðlilegt.  Hvað sem hver segir þá eru þetta peningar sem betur væri varið til liðveislu við aldraða, stytta biðlista í heilbrigðis eða félagsmálakerfinu, búa til tómstundarými fyrir langveika og dagvistun til að hvíla aðstandendur þeirra.   Mér finnst þetta EKKI eðlilegt!  Þetta er SIÐLAUST!    

Baldur Gautur Baldursson, 28.8.2008 kl. 15:29

24 Smámynd: Sigríður Inga Sigurjónsdóttir

Algjörlega sammála, þetta er þvílíkt bruðl og vitsleysa og auðvitað algjörlega siðlaust, þótt víða væri leitað......

Sigríður Inga Sigurjónsdóttir, 28.8.2008 kl. 15:59

25 identicon

Já, mér finnst þetta alltílagi. Sérstaklega 20mil framlagið til HSÍ og hátíðin sem var haldin til að bjóða liðið okkar velkomið.

Fyrst að heimsmeistararnir okkar í gervigreind sem voru að vinna í annað skipti fyrir nokkrum mánuðum fengu svipaða aðstoð og hvatningu þá er þetta alveg ásættanlegt.

Nei, bíddu...

Arab (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 16:09

26 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Mannst þú eftir því, þegar Sverrir Hermannsson fyrrverandi alþingismaður,  ráðherra og landsbankastjóri var húkkaður með buxurnar á hælunum og stóran brúnan í nærunum sínum og rekinn úr bankastjórastólnum, þegar hann og fleiri bankastjórar ríkisbankanna höfðu sólundað opinberu fé frá bönkunum með fínum og flottum laxveiðitúrum og boðið fínum og flottum erlendum og innlendum viðskiptavinum og öðrum gestum (og mökum þeirra) í rándýra laxveiðitúra.....þá sagði aumingjans karlinn hann Sverrir: "Já, en þetta hefur alltaf verið gert svona!!!

Hversvegna má ekki Þorgerður Katrín og hennar lið líka?   Þetta eru jú flest Sjálfstæðismenn líka!?  Og þetta hefur alltaf verið gert, sama úr hvaða flokki sem er.   Ekki voru bitlingakratarnir barnanna bestir - Ha, eða hvað Ólína Þorvarðardóttir?!?!?!

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 28.8.2008 kl. 17:29

27 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Björn bóndi - viltu nú ekki rökstyðja mál þitt aðeins betur. Hvaða bitlingakrata ertu að tala um? Og hvers vegna nefnir þú nafnið mitt í sömu andrá? Er ég þá ein af þeim?

Skil ekki alveg.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.8.2008 kl. 19:46

28 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bitlingakratar sameinumst gegn óvæginni gagnrýni Björns bónda;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2008 kl. 19:59

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það er alltaf jafn fróðlegt og skemmtilegt um leið og það er merkilegt, hvað sumt fólk getur verið tilbúið að hafa sjálft sig að fíflum vegna í senn óvildar og vanþekkingar.

Hér er Ólína að gagnrýna að hennar mati sóun á almennafé vegna endurtekinnar farar Menntamálaráðherra til Kína. Og það orkar sannarlega tvímælis sem flest þá gert er,að hún skildi fara aftur. En þá spyrja mjög svo sniðugir karlar að þeir halda sjálfir, "En hvað um forsetan, af hverju ekki að tala svona um hann"? SVarið við því er einfaldlega, að ferð hans kemur slíku ekkert við!

EF þessir herramenn sem hérna eru að gapa hefðu bara kynnt sér málin, þá myndu þeir vita, að Ólafur Ragnar og Dorrit voru sérstakir gestir Íþrótta- og Ólympiusambandsins á leikunum, enda er hann líka sérstakur verndari þess!Vera hans þarna og ástæðan víst fyrir því að frúin mun enn vera í Kína, er svo annað erindi í nágrannalandi, en sem að öðru leiti kemur OL ekkert við!

Magnús Geir Guðmundsson, 29.8.2008 kl. 01:10

30 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Þetta er ekkert annað en skandall.

Jens Sigurjónsson, 29.8.2008 kl. 01:37

31 identicon

Þetta er skandall.  Siðan held ég að hún hafi gleymt sér í hita leiksins og í raun held ég að þetta hafa verið meiri persónuleg skemmtun heldur embættisleg.

Ég horfði á ræðu Obama í gær og þá sá ég viðmiðið. Hann með mikla hugsjón, og svo okkar stjórnmálamenn .  Einkaflipp, bruðl, spilling.  

Hvað kallast það þegar svokallaðir stjórnmálamenn fara innan við 15 kílómetra í vettfangsferð frá heimilum sínum og panta sér hótelgistinu um nóttina á kostnað okkar?

Segja síðan að það sé bara eðlilegt ?  hvað er að þessu fólki?  halda þeir að við séum fífl.  Ég veit ekki betur en að þúsundir Reykvíkinga þurfi að funda í vinnu sinni og síðan aftur daginn eftir án þess að panta sér hótel nálægt vinnustaðnum sínum á kostnað fyrirtækis síns. 

Mér finnst þetta það alvarlegt að þau ættu að segja af sér .  En auðvitað gerist það ekki því flest leyfist í Íslenskum stórnmálum , því miður .  og ef svona lagað leyfist , þá fáum við aldrei góða þungaviktarstjórnmálamenn.  Aðeins tækifærissinna og eiginhagsmunaseggi eins og mýmörg dæmin sanna.

jonas (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 16:15

32 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ólína;  Ert þú ekki krati?  Ef þú svarar neikvætt, þá mun ég biðja þig afsökunar svo um munar.

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 29.8.2008 kl. 18:09

33 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Heimir L. Fjeldsted;  Hatar þú mig ennþá eftir að ég fletti niður um þig varðandi Baugs-, hagkaups- og Bónusfeðga?

Kær kveðja, Björn bóndiïJð

Sigurbjörn Friðriksson, 29.8.2008 kl. 18:12

34 identicon

Mér finnst ekki nema sjálfsagt að ráðherra menntamála og forseti þjóðarinnar fari á ólympíuleikana til að með nærveru sinni sína fulltrúum þjóðarinnar sem sendir hafa verið til keppni á leikunum, stuðning fyrir hönd þjóðarinnar og ráðamanna hennar. Mér finnst það jafnvel í lagi að ráðherran fari tvær ferðir því árangur handboltalandsliðsins var algjört einsdæmi í þessu samhengi.

Að maki ráðherrans fái að fara með finnst mér vera vafasamt og að ráðuneytisstjórinn fái að fara með finnst mér vera bull.

Að hótelkostnaður ráðherrans sé greiddur af ríkinu finnst mér alveg sjálfsagt. Makinn er ekki á launaskrá hjá ríkinu og á þess vegna vafasamt að greiða bæði farmiða og hótelkostnað fyrir hann.

En svo kemur að kostnaðarliðnum "dagpeningar". Hér er ég hjartanlega sammála þér Ólína, þetta er óráðsía! Hvaða kjaftæði er þetta? Hver getur yfirleitt eytt svona miklum peningum á svona stuttum tíma?

Spurningin er; hvaða reglur gilda varðandi dagpeninga ráðamanna við svona tækifæri? Er greidd viss summa á dag, eða kemur ráðamaðurinn með kvittanir sem hann vill fá peninga fyrir? Eru það ekki þessar reglur sem þarf að líta nánar á? Það er alveg greinilegt að þetta kerfi er auðvelt að misnota. Mér finnst alveg sjálfsagt að ráðamenn þjóðarinnar fái greidda dagpeninga, en 300 000 kr! Fyrir nokkra daga!

Ef menntamálaráðherra Íslands getur ekki séð hversu siðlaust þetta er, verð ég að segja að "heimreiðin er sýnileg heim til hennar, en það er ekki búið að ryðja". Var það nógu blíðlega orðað?

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 21:32

35 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er löng hefð fyrir því að ráðherrar fái fulla dagpeninga - fyrir bæði hóteli og öðrum kostnaði - en samt sé hótelreikningur greiddur af ríkinu.  Af hverju á það ekki að gilda í tilfelli menntamálaráðherra til Kína? Vilja menn ekki viðhafa jafnræðisreglu?

Svo er náttúrulega gott að íslenska ríkið kaupi flugmiða til Kína og heim aftur fyrir ríflega 600 þúsund krónur á manninn. Það eykur arðsemi flugfélaga sem geta þannig keypt fleiri flugvélar úr íslensku áli.

Skeggi Skaftason, 29.8.2008 kl. 22:31

36 Smámynd: Jens Guð

  300.000 kallinn sem Þorgerður Katrín fékk í vasapening fór beint í vasann.  Hún var líka með kort frá ráðuneytinu sem var straujað sem risnukostnaður.   

Jens Guð, 30.8.2008 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband