Laumast út af fyrirlestri á lokamínútum leiksins

handbolti3 Í miđjum fyrirlestri laumađist ég út svo lítiđ bar á til ţess ađ fylgjast međ síđasta korterinu af leiknum. Hafđi gert samning viđ stađarhaldarann á Hrafnseyri um ađ fá ađ smjúga inn til hans og kíkja á sjónvarpiđ rétt á međan leiknum vćri ađ ljúka. Ég var nefnilega stödd á málţingi á Hrafnseyri viđ Arnarfjörđ. Dr. Einar Sigurbjörnsson var á  ţeirri stundu međ afar fróđlegt erindi um ţremenningana Kolbein Tumarson, Guđmund Arason góđa og Hrafn Sveinbjarnarson. En ... ég stóđst samt ekki mátiđ.  Og ég sá ţađ á svipnum á Einari ţegar ég kom til baka ađ hann fyrirgaf mér. Sama átti viđ um nánast alla í salnum sem sneru sér viđ í sćtunum međ spurnarsvip og vildu vita hvernig leikurinn fór. Tveir ţumlar upp, ţađ fór kliđur um salinn, og bros breiddust um andlit.

Áđur en ég laumađist út til ađ horfa á lokamínúturnar var ég búin ađ fá regluleg SMS frá syni mínum um stöđuna frá byrjun: 1-0 var fyrsta skeytiđ, svo 5-0 FootinMouth og svo fóru Spánverjar ađ skora: 19-17 var stađan á einhverjum tímapunkti. Ég var orđin friđlaus í sćtinu.

Ţađ er ótrúlegt ađ viđ skulum vera komin í ţá stöđu ađ geta spilađ um gull á Ólympíuleikum. Ţetta handboltalandsliđ okkar er samansafn af hetjum. 

Ósjálfrátt verđur mér líka hugsađ til Guđbjargar Guđjónsdóttur, ömmu Guđjóns Vals, ţeirrar góđu konu sem er áttrćđi í dag. Varla hefđi hún getađ fengiđ betri afmćlisgjöf.

Til hamingju Guđbjörg! Til hamingju strákar! Til hamingju Ísland! Wizard

 


mbl.is Íslendingar í úrslitaleikinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

ÉG get eiginlega kopípeistađ allt sem Júlíus sagđi. Ég fylgist yfirleitt ekki međ íţróttum en ég er ađ springa úr stolti, svitna og nćstum tárast. Ţađ var skylda ţín ađ laumast út og láta fólk vita hvernig fór. Ég ţekki ţig ekkert persónulega en ég hefđi örugglega hent mér í fangiđ á ţér og kysst ţig. Pent, en samt... Kannski segi ég ţetta bara af ţví ég er umkringdur útlendingum.

Villi Asgeirsson, 22.8.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Páfinn hefđi nú örugglega gefiđ frí í Páfagarđi en sumir eru kaţólskari en páfinn.

Ţorsteinn Briem, 22.8.2008 kl. 22:14

3 Smámynd: Ragnheiđur Ólafía Davíđsdóttir

Ja hér. Ég gat ekki séđ útsendinguna á venjulegan hátt í gegnum netiđ hér í USA (e.k. rétthafamá) svo ég brá á ţađ ráđ ađ fá sonardóttur mína, Steinunni, til ţess ađ tengjast vefmyndavél sinni sem hún síđan beindi ađ sjónvarpsskjánum heima hjá sér og ţannig fengum viđ stemmninguna bein í ćđ hingađ westur eldsnemma í morgun. Ţađ var reyndar mikil tilbreyting frá ofsaveđrinu og rigningunni sem herjađ hefur á hérlenda undanfarna viku. Ég hlakka til ađ koma heim eldsnemma á sunnudagsmorguninn, rétt símanlega til ađ horfa á úrslitaleikinn. Kveđja í Skutulsfjörđinn héđan úr óveđrinu, eldingunum og ţrumunum.

Ragnheiđur Ólafía Davíđsdóttir, 23.8.2008 kl. 01:01

4 Smámynd: Ásdís Sigurđardóttir

Kćr kveđja frá Selfossi, skil ađ ţú hafir laumast út, nú bíđ ég spennt eftir lokaleiknum.   Cinco Dancer tökum léttan dans međ Óla skans

Ásdís Sigurđardóttir, 23.8.2008 kl. 01:20

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég finn fyrir ótvírćđri hneykslan  HVERJUM DATT Í HUG AĐ VERA MEĐ FYRIRLESTUR Á ŢESSUM TÍMA. Allt ţjóđfélagiđ varđ óvirkt í rúman klukkutíma og ţiđ sátuđ á málţingi!!

ţađ var líka bara ómetanlegt ađ sitja međ hópi af fólki og deila ţessari spennu og gleđi međ öđrum.

Ólína mín... ekkert málţing í fyrramáliđ. Ţú lofar mér ţví

Jóna Á. Gísladóttir, 23.8.2008 kl. 10:01

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband