Borgarstjórar, njótið lífsins!

bar Hvað er að því þó að borgarstjóri djammi? Spyr Jens Guðmundsson í skemmtilegri  bloggfærslu. Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvað það átti að þýða að draga það inn í umræður um borgarpólitík að Ólafur F. Magnússon hefði sést á öldurhúsi. Ekki var hann í opinberum erindum - auk þess allsgáður. Það er nú meira en sagt verður um suma af æðstu ráðamönnum landsins sem m.a. hafa lyft Bermúdaskál við opinbert tækifæri, eins og frægt varð og um var ort svo eftirminnilega:

Í stjórnmálum lífið er leikur,
mér lætur að standa því keikur.
En mér brá er ég sá
að ég birtist á skjá
svona blind ösku þreifandi .... veikur. 

 Því miður man ég ekki hver orti þessa limru - hún hljómar svolítið eins og hún hafi liðast upp úr Hákoni Aðalsteinssyni án þess ég þori að fullyrða það.

Ólafur F. var allsgáður með vinafólki þegar hann sást á öldurhúsi. En þó svo hefði ekki verið. Þó svo hann hefði nú bara fengið sér ölkollu og setið að spjalli við fólk á einhverjum af börum bæjarins. Það hefði auðvitað bara verið hið besta mál. Og hvað þó einhver hefði séð til hans fara á fjörur við konu? Er þetta ekki einhleypur maður og sjálfs síns ráðandi? Eru það ekki hans mannréttindi að leita fyrir sér gagnvart konu? Á meðan menn haga sér skammlaust er ekkert við því að segja þó þeir njóti lífsins - það verða meira að segja pólitískir andstæðingar að sætta sig við og skilja.

Þessi söguburður er þeim til skammar sem standa fyrir honum. Það er mín skoðun.

Svo vona ég að borgarstjórar sem og borgarfulltrúar almennt eigi eftir að njóta lífsins í góðra vina hópi hér eftir sem hingað til - óhræddir við að láta sjá sig á meðal fólks.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Og segjum nú að borgarstjóri (einhver, ekki endilega sá fráfarandi) hefði hrunið í það eftir vinnu og tekið út sína tímburmenn í frítímanum, er það þá ekki í lagi líka?

Ég meina hvaða tvöfeldni er þetta í fólki?  Tíðkast það ekki að fólk staupi sig duglega í sínum einkafrítíma?  Ég held það nú.

Meðan að fólk stendur sig í vinnu, slæst ekki, rífst ekki og gargar eða hegðar sér dólgslega á annan hátt þá sé ég ekki að það komi neinum við.

 Skil ekki próblemið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.8.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: 365

Þegar hann (borgarstjórinn) var á kráarrölltinu, ætli hann hafi verið keðjuna um hálsinn?

365, 21.8.2008 kl. 09:01

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hvaða keðjutal er þetta? Allir borgarstjórarnir í Reykjavík bera borgarstjórakeðjuna við viðeigandi tækifæri og láta taka af sér mynd með hana. Svona athugasemdir eru einelti.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 21.8.2008 kl. 09:06

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Oft hef ég verið ósammála þér frú Ólína, en þetta tek ég heilshugar undir. Þetta fólk er nefnilega manneskjur og eiga jafnan rétt á einkalífi og við hinar manneskjurnar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 21.8.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Pétur Kristinsson

Sá borgarstjóra á bræðslunni á Borgarfirði Eystri ásamt Jakobi Frímanni, Degi B. o.fl. Þarna voru þessir háu herrar með rauðvínsglas að hlusta á tónlist og blanda geði við aðra gesti. Verð að segja að þetta fannst mér hið besta mál. Þeir eru manneskjur þrátt fyrir alla titla en ekki einhverjar vélar.

Pétur Kristinsson, 21.8.2008 kl. 12:57

6 identicon

Auðvitað má Borgarstjóri skemmta sér eins og annað fólk. Mér þykir þetta atriði sem og ýmislegt annað vera meirihlutanum til minnkunar.

Hvað þá með að Gísli Marteinn ætli að taka Borgarfulltrúastarfið í fjarvinnslu, og kíkja á fundi 2 í mánuði? Ólafur mætti þó alltaf :)

sandkassi (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 13:37

7 Smámynd: Landfari

Ég er að hallast að því að það sé of mikið til í þessu að Ólafur hafi verið lagður i háfgert einelti í borgarstjórastóli. Alveg frá degi 1 (Ekki að meina Dag B. )

Varðandi þetta pöbbarölt hans finnst mér það nú eiginlega vera skylda borgarstjóra, hver sem hann er, giftur/kvæntur eður ei, að kynna sér mannlífið í borginni. Mannlífið í borginni byrjar ekki klukkan 9 og lýkur kl. 5.

Var að skrifa smá pistil um að minnstur hluti launa borgarfulltrúa sé fyrir sjálfa fundasetuna.

Landfari, 21.8.2008 kl. 15:39

8 identicon

Líf mitt er fjölmiðlaleikur

og langoftast brosi ég keikur.

En mér brá er ég sá

hvar ég birtist á skjá

svona blindöskuþreifandi veikur

Tobbi (IP-tala skráð) 21.8.2008 kl. 15:48

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hefur ekki verið stofnað -Félag fyrrverandi borgarstjóra?

Mér sýnist nú að það sé orðinn það stór og litríkur hópur að félagið gæti vakið á sér athygli og jafnvel látið að sér kveða á ýmsum sviðum! 

Árni Gunnarsson, 21.8.2008 kl. 22:20

10 identicon

Halldóra, persónulega leiðast mér vinnubrögðin í Borgarstjórn. Hún er óstarfhæf. Hverjum er um að kenna? Öllum.

Ég gæti líka spurt þig til baka; Hvaða flokkur var það sem að gat ekki staðið við bakið á Þórólfi Árnasyni hér um árið sökum metorðagirndar einstaklinga í flokknum?

sandkassi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 02:51

11 identicon

Nei, þar var á ferðinni hræðslubandalag sem gekk undir nafninu R listinn sem réði loksins einhvern með viti í þetta starf. En þegar kom að því að standa af sér smá orrahríð, þá langaði of marga R listamenn í stólinn. 

sandkassi (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband