Himnaríki og helvíti, Kórvilla á Vestfjörđum og fleira gott

windownb9 Í sumar hef ég gefiđ mér tíma til ađ lesa nokkrar bćkur sem ekki vannst tími til ađ lesa um jólin. Rétt í ţessu var ég ađ leggja frá mér Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson. Ţetta er afar vel skrifuđ bók og sterk á köflum - sérstaklega fyrri hlutinn sem er í raun sjálfstćđ frásagnarheild. Ţarna er lýst lífsbaráttu og lifnađarháttum verbúđarfólks fyrir hundrađ árum eđa svo. Líf og dauđi, mannúđ og grimmd, ást og örvćnting kallast ţar á og halda lesandanum í heljargreipum. Seinni hluti bókarinn hélt mér ekki eins vel - eins og söguţráđurinn renni svolítiđ út í sandinn. En Jón Kalman er stílsnillingur - orđfćri hans er svo fallegt á köflum ađ mađur les aftur og aftur. Ţetta er afar góđ bók og vel ţess virđi ađ lesa.

Ég hef líka legiđ í sakamálasögum. Aska eftir Yrsu Sigurđardóttur olli mér svolitlum vonbrigđum. Fyrsta bókin hennar, Ţriđja tákniđ, fannst mér grípandi og skemmtileg. Ţessi er of langdregin - og ég verđ ađ viđurkenna ađ ég missti hreinlega áhugann ţegar komiđ var fram á seinni hluta sögunnar. Ţađ er nú ekki beint ţađ sem á ađ gerast í sakamálasögu.

Arnaldur hinsvegar klikkar ekki. Harđskafann las ég mér til mikillar ánćgju. Stílbrögđ Arnaldar styrkjast međ hverri bók - og ţegar saman fara skemmtilegt plott og styrk stíltök - ţá er blandan pottţétt.

Ég hef líka veriđ ađ rifja upp ađ gamni mínu smásögur Halldórs Laxness. Dóttir mín gaf mér lítiđ kver sem Vaka-Helgafell hefur gefiđ út undir heitinu Kórvilla á Vestfjörđum. Ţarna eru nokkrar smásögur eftir Nóbelsskáldiđ. Ég hafđi raunar lesiđ ţćr allar nema eina - en las ţćr nú aftur mér til ánćgju. Komst ţá ađ ţví ađ Dúfnaveislan er ekki ţađ stórvirki sem stundum hefur veriđ talađ um og mig minnti ađ mér hefđi sjálfri fundist ţegar ég las hana fyrir löngu. Ég hef augljóslega breyst - kannski ţroskast - sem lesandi. Wink

Mađur gefur sér yfirleitt allt of skamman tíma til lestrar - ţá á ég viđ yndislestur. Fátt er meira gefandi en lestur góđrar bókar í kyrrđ og nćđi.

  • Ţegar andann ţjakar slen
  • og ţyngist hugar mók,
  • fátt er lundu ljúfar en
  • ađ lesa góđa bók.        Smile

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sćl Ólína.

Ég er sammála ţér međ Öskuna eftir Yrsu - hún er helmingi of löng. Svo fannst mér líka Himnaríki og helvíti renna hálfpartinn út í sandinn í síđari hlutanum. Hef ekki lesiđ ţessar smásögur sem ţú talar um eftir Laxness, en oft heyrt minnst á Dúfnaveisluna. Kannski mađur drífi nú í ţví ađ lesa hana.

Hafđu ţađ gott í sumar.

Kristín Helga (IP-tala skráđ) 16.7.2008 kl. 14:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég les svona 4-6 bćkur á mánuđi. Ég hef heldur aldrei veriđ talinn algerlega normal. Bókmenntir eru svona ekstra líf, sem mađur fćr ađ lifa samhliđa hinu. Kostur ţegar mađur er nokkuđ viss um ađ fleiri bjóđast ekki handan grafar.  Mađur trúir á líf fyrir dauđann og ţví er vert ađ taka sem mest inn á leiđinni og gera ferđalagiđ sem fjölbreyttast.

Loks erum viđ sammála um eitthvađ.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.7.2008 kl. 21:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband