Hangið í lagakrókum - hálfrifin sjálfsréttlæting

471885A Eftir fund sem allsnerjarnefnd Alþingis hélt í gær með ýmsum aðilum vegna brottvísunar Paul  Ramses Odour úr landi kom fram að menn teldu "að málsmeðferðarreglur hefðu ekki verið brotnar" í máli mannsins (sjá frétt mbl).

 Ég furða mig á þessu - sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt stjórnsýslulögum ber að úrskurða og upplýsa fólk um ákvarðanir stjórnvalda svo fljótt sem mögulegt er. Það getur a.m.k. ekki verið eðlilegt að birta ekki úrskurð fyrir manni fyrr en búið er að handtaka hann níu vikum síðar. Það gefur auga leið að Paul Ramses Odour átti velferð sína (jafnvel líf sitt) undir því að geta leitað annarra úrræða félli úrskurður honum í óhag. Þessi málsmeðferð getur því ekki talist eðlileg.

Vera má að meðferð Útlendingastofnunar á Paul Ramses standist lög - en lög og siðferði eru ekki endilega sami hlutur, eins og Vilmundur heitinn Gylfason benti eftirminnilega á.

Ég vona heitt og innilega að menn beri gæfu til þess að bæta úr í þessu máli - sé það mögulegt. Það er stórmannlegra að horfast í augu við það sem hefur farið úrskeiðis og bæta fyrir það, heldur en að hanga í lagakrókum á sjálfsréttlætingunni hálfrifinni.

 


mbl.is Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Vel mælt Ólína og er ég þér alveg sammála.

Guðbjörn Jónsson, 9.7.2008 kl. 12:09

2 identicon

Þakka þessi góðu skrif í mikilvægu máli. Ýmsir þeir sem á þessum fundi voru töluðu raunar á annan veg, t.d. Atli Gíslason, sem hélt því fram að fjölmargar reglur og lög hefðu verið brotin.

Þetta mál er íslensku þjóðinni til stórskammar þó það sé i fyllsta samræmi við afgreiðslu á öðrum málum hjá Útlendingastofnun. Hælisleitendum er einfaldlega vísað á brott, svo gott sem undantekingalaust. Undantekningarnar eru svo skammarlega fáar að þær sanna bara regluna um afstöðuna þarna á bæ og kannski afstöðu okkar Íslendinga yfirleitt.

Ýmsir þingmenn hafa hins vegar talað vel í þessu máli, svo sem Ágúst Ólafur, Atli Gíslaon, Bjarni Harðarson, Höskuldur Þórhallsson og fleiri. Ýmsir kirkjunnar menn, þ. á m. biskup og einnig heimspekingar hafa skrifað þarfar og góðar greinar um  málið.

En aðal aðhaldið kemur sannast sagna úr bloggheimum, þeirri lítilsmetnu(!) veröld, frá þér og öðrum slíkum. 

Ég er meðal þeirra sem hef á þessu máli ákveðna skoðun og hef tjáð sjónarmið mín lítillega en aðeins lítillega á mínum eigin vettvangi. Bestu þakkir enn á ný fyrir gott innlegg í mikilvægt mál sem brýnt er að halda vakandi.  

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:07

3 identicon

Ekki veit ég hvort 'málsmeðferðarreglur' kveða á um rétt manna til að fá vitneskju um úrskurð útlendingastofnunar í málum þeirra. Ég hefði haldið að það væru bara eðlileg vinnubrögð opinberrar stofnunar að birta ákvarðanir sínar tafarlaust og að það flokkaðist undir svo sjálfsagða kurteisi að það ætti að vera óþarfi að taka það fram.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 14:16

4 identicon

Ekki þýskaland 1939 hét ein af undirfyrirsögnum í umræddu viðtali í DV. 13.júni sl. við þau Jón og Hönnu. Í greinargerðinni sem lögfræðingurinn skrifaði 21.desember 1984 segir hann að hann geri þá kröfu að úrskurði barnaverndarnefndar Reykjavíkur verði hnekkt.

Svo segir orðrétt í greinargerðinni eins og sjá má í umræddu viðtali í Dagblaðinu. ,,Við skullum átta okkur á því að hér er á ferðinni mjög óvenjulegt mál. Ekkert áfengi,deyfilyf eða barsmíðar. Eingöngu meint andleg vangeta foreldra. Foreldrar eru misjafnir uppalendur. Svoleiðis hefur það alltaf verið og svoleiðis mun það alltaf verða. Það kemur ekki Einstein frá hverju heimili. Þau Jón og Hanna eru ekki bestu uppalendur sem völ er á. En þau eru fullfær um að ala upp sín börn án þess að börnin bníði alvarlegt tjón af. Þetta er ekki Þýskaland 1939. Þetta er Ísland. Fólk má eignast börn og ala þau upp nema þau séu haldin einhverjum stórkostlegum andlegum göllum. hér er ekki um slíka galla að ræða.''

Ég fæ á tilfinninguna þegar ég les þetta atriði úr þessu viðtali finnst mér eins og það hafi verið stunduð vísindi (kynbætur) hér á landi a.m.k á þessum tíma.

Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:13

5 identicon

Það er nokkuð ljóst að útlendingastofnun fór eftir lögum, en lagaramminn gefur býsna mikinn sveigjanleika og útlendingastofnun hefur tamið sér að velja þann kannt á rammanum sem vísar sem flestum úr landi, án tillits til aðstæðna. Þetta er búið að vera svona í langan tíma og það á tímum þegar stjórnmálaflokkar sátu við völd sem fóru hvað mestum hamförum gegn Frjálslynda flokknum og sökuðu þá um rasisma. En hver er með rasisma í þessu máli og hvaða flokkar hafa valið menn til ábyrðar hjá útlendingastofun. Líti þeir sér nær og vonum að Paul Rames verði bæði nær sinni fjöldskyldu og okkur.

Kristinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 19:58

6 Smámynd: Tiger

Ég tek mér í munn orð Guðbjörns þarna uppi og segi;

"Vel mælt Ólína og er ég þér alveg sammála." ...

Það er ótrúlegt að það skuli ekki vera hægt stundum að hætta að horfa í bókstafinn og líta örlítið á mannlega þáttinn - þegar um svona mál er að ræða, sérstaklega þegar um er að ræða fjölskyldur þar sem börn eru annars vegar.

Eigðu ljúfan dag Ólína mín..

Tiger, 10.7.2008 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband