Hvar er mennskan?

Nú virðist sem þjóðarsálin og "kerfið" hafi orðið viðskila - að minnsta kosti vona ég að framkoma stjórnkerfisins við Paul Ramses Odour og fjölskyldu hans sé ekki til vitnis um hugarþel þjóðar minnar. 

Gestrisni og samhjálp hefur löngum verið einn mælikvarði á menningarstig þjóða. Við Íslendingar höfum í gegnum tíðina haft gestrisni í hávegum, og álitið níðingsskap að synja þeim sem þurfandi eru. Það er inngróið í þjóðarsál okkar. Það hvernig tekið er á móti nýjum samfélagsþegnum, fæddum og innfluttum, er því ekki aðeins til  vitnis um menningu okkar, heldur mennsku.

Hvernig samfélag er það þá sem rekur úr landi ungan fjölskylduföður í lífshættu? Getur slíkt samfélag kennt sig við velferð og mennsku?

Við státum okkur af því á tyllidögum að taka vel á móti flóttafólki. Það vantar ekki að stjórnmálamenn láti mynda sig og nefna á nafn þegar verið er að taka á móti hópum fólks af einhverjum ástæðum hafa flúið heimaland sitt. Þá er fjálglega talað um það að halda saman fjölskyldum, taka vel á móti og skapa skilyrði fyrir fólk til að hefja nýtt líf.

En ... nú kom maður sem leitaði á náðir okkar. Hann var ekki sérvalinn af sérstakri sendinefnd. Hann mætti ekki við ljósaleiftur fjölmiðla á Keflavíkurflugvöll í gefinni lopapeysu eins og flóttamannahóparnir sem stjórnvöld hafa státað sig af á undanförnum árum. Nei - hann kom á eigin vegum - í raunverulegri þörf fyrir aðstoð handa sér og sinni ungu fjölskyldu - eiginkonu og nýfæddum syni. Hann bað um hæli, maður í hættu staddur.

Viðbrögðin? Mannréttindi hans hafa verið fótum troðin. Hann var svikinn um þá málsmeðferð sem hann átti rétt á. Svikinn um svör, blekktur ... og sendur úr landi. Rifinn frá nýfæddum syni og ungri konu. Fjölskyldunni sundrað.

Yfir móður og mánaðargömlu barni vofir að verða vísað úr landi á næstu dögum.

Við Íslendingar höfum viljað kalla okkur menningarþjóð - en hver er mennska okkar?

 


mbl.is Óvissuástand hjá Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir þetta Ólína.  Leyfi mér að hlekkja á undirskriftalistann hérna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 16:19

2 identicon

Dótturinn var tekin frá móður sinni þegar hún var tveggja ára af barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Hún var send í fóstur austur á land. Móðir hennar, Hanna Jónsdóttir, og Jón Viðarsson, maður hennar, fengu viku til að velja hvort þau myndu vilja hafa dóttur í sinni umsjá eða yngri bróður hennar. Hanna er afar ósátt við hvernig staðið var að málum og krefst svara. „Þetta er nokkuð sem ég mun aldrei komast yfir. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Hanna.

Þetta hér fyrir ofan er það sem ég og fleirri lásu m.a. út úr einlægu viðtali upp á 4 bls. við fv.hjón og átakanlegu reynslu þeirra af barnaverndaryfirvöldum 1984 í helgarblaðinu DV sem kom út þann 13. júni sl. undir fyrirsögninni ,,Misstu annað barnið sitt vegna fátæktar'' 

Þessi fv. hjón urðu ómennskunni að bráð hér á landi. Það hefur enginn hópur tekið sig til og stofnað félagið ''Vinir Jóns og Hönnu'' Í þessu máli réðu fordómarnir för tel ég. þessi fyrrverandi hjón fengu grimman dóm eftir þeim lögum sem gerðu vondu fólki kleift til að nýtta aðstöðu sína til að vera ómennsk því fólkið var bundið þagnaðareiði. Þeir heiðarlegu sem komu að þessu máli máttu eða gátu ekki vegna sinna hagsmuna ekkert gert því þá hefðu þau brotið trúnaðinn og jafnvel mist sína framtíðarvinnu. Það varð engin áhugi á þessu máli eftir að blaðaviðtalið birtist hjá þjóðinni opinberlega því þar var ekki pólítík á beininu. Svona erum við.

                                                                                        Með bestu kveðjum,

                                                                                  Baldvin Nielsen,Reykjanesbæ 

P.S. Það var kona sem var haldið föngum með tvö börn sín í þýskum fangabúðunum í seinni heimsstyrjöldinni. Þýskur fangavörður sagði við hana ,,Ég ætla að drepa annað barnið og hann bað hana að segja sér hvaða barn það skulli vera ef hún gerði það ekki myndi hann drepa þau bæði.'' Þessi kona varð geðveik allt sitt líf og það löngu eftir stríðið.  Afhverju varð hún geðveik???

B.N. (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:10

3 identicon

Baldvin, Íslandssagan, eða miklu fremur minning kynslóðanna man mörg dæmi um svona hörku sem þú lýsir af samskiptum yfirvalda og hjónanna Hönnu og Jóns. Vanræksla okkar, embættismanna og nágranna allra þeirra hjóna eða einstaklinga sem þruftu að ganga í gegnum hliðstæðu þess sem þú lýstir, á ekki, ég endurtek: á ekki að koma niður á fólki eins og Paul Rames Oudour.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:38

4 identicon

Sæll Carlos

Ég er sammála þér að öllu leiti að mál Jóns og Hönnu sérstaklega eigi ekki að koma niður á fólki eins og Paul Rames Oudour sem dæmi.

Hitt er svo annað mál að það stigu ekki neinir skipulagðir þrýstihópar né máls metandi einstaklingar hér á landi sem telja sig þykja vænt um mannréttindi eftir að viðtalið stóra sem var við þau í DV undir kjörorðinu sem dæmi:

Þetta alvarlega mál viljum við láta rannsaka ofan í kjölinn til að tryggja að þetta geti ekki skeð aftur hér á landi ís og elda!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 14:26

5 identicon

Ég tek innilega undir með þér Ólína!!

Ása (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:13

6 identicon

Ég er líka sammála Ólínu og vil í leiðinni bæta þessu við um þau Jón og Hönnu.  

Það kemur fram í stóra DV viðtalinu þann 13.júni sl. sem ég hef fjallað um hérna áður í færslu hér neðar að Jón og Hanna sáu sér ekki fært annað en að flýja yfirvöld barnamála í Reykjavík til Danmörk 1995 vegna gríðarlegs eineltis sem þau urðu að þola eftir að þau höfðu mist stelpuna í hendur þeirra. Þetta einelti var þaulskipulagt og stóð yfir í 11 ár. Þetta einelti átti að tryggja að þau hjónin yrðu áfram hrædd innra með sér. Þau lifðu í stöðugum ótta að þau myndu eftirvil missa hin börnin tvo. Vegna þessara hræðlu sem  þau urðu að búa við þurftu yfirvöld þessara mála ekki að óttast að þau byggðu sér sókn í stað varnar t.d. með því að leita sér eftir réttaraðstoð því óttinn var svo mikil í hjörtu þeirra. 

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband