Til hamingju með daginn allar!

þungun Ég vil óska okkur kvenþjóðinni til hamingju með daginn. Í tilefni af því geri ég eins og Jenný Anna bloggvinkona mín: Letra óskir mínar með bleiku.

Læt svo fljóta með vísukorn sem eitt sinn hraut af vörum mér á vísnakvöldi þar sem ég var spurð um hver væri munur karls og konu:

  • Hraustur ber á herðum sér
  • heljarfargið lóðar.
  • Hún þó undir belti ber
  • bestan auðinn þjóðar.

Og nú er ég farin í bloggfrí Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir vísuna.  Njóttu bloggfrísins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 14:33

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með daginn Ólína og njóttu bloggfrísins.

Sigrún Jónsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Takk fyrir og hafðu það gott í fríinu!

Til hamingju með KVENRÉTTINDADAGINN!

Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 14:55

4 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjuna -og vísuna.  Gleymum heldur ekki þeim góðu konum, sem á undan okkur gengu.

Er stokkin í boð -á bleikum skóm.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 19.6.2008 kl. 17:02

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Síðbúin kveðja inn í daginn.  Njóttu lífsins í fríinu

Ía Jóhannsdóttir, 19.6.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Kona

Takk fyrir það en ég vil ganga lengra og óska körlum jafnframt til hamingju. Held að fáir eðlilegir menn myndi kæra sig um að lifa í samfélagi þar sem konur/dætur/mæður hefði ekki sömu réttindi og þeir.

Kona, 19.6.2008 kl. 22:41

7 Smámynd: Katrín

Takk fyrir kveðjuna og til hamingju þú...og við öll konur og karlar

Hafðu það gott í bloggfríinu mín kæra

Katrín, 20.6.2008 kl. 00:00

8 identicon

Til hamingju með daginn  og gott bloggfrí.  

Í tilefni af góðri vísu hjá Ólínu þá langar mig að skella þessu vísukorni fram.

 

Undir belti auðinn ber

á engan skal þó halla.

Aldrei hefur barn fæðst hér

án sæðisgjafar karla.

 

Gísli Gíslason (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 10:52

9 Smámynd: Þóra Sigurðardóttir

Takk fyrir kveðjuna og kveðskapinn. Vísan er góð. Hafðu það gott í bloggfríinu

Þóra Sigurðardóttir, 21.6.2008 kl. 23:52

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Síðbúnar kveðjur. Mögnuð vísa og ekki má Gísli halda að þú hafir reiknað barnið eingetið, en gott hjá honum líka.  Njóttu frísins.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 20:53

11 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Hafðu það gott í fríinu.

Marta B Helgadóttir, 27.6.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband