Vonandi verður notuð deyfibyssa

isbjorn_191205 Nú væri óskandi að menn gripu til deyfibyssunnar en ekki riffilsins - og að þessum ísbirni yrði hjálpað til heimkynna sinna. Það veltur á því hversu fljótir menn verða í að samhæfa aðgerðir án þess að fólki sé stefnt í voða. Spurning hvort vilji er til þess yfirleitt - eða geta. Við Íslendingar erum svosem ekkert mjög vanir því að taka á móti ísbjörnum ... eða hlífa þeim.

Ég vona samt að þetta endi ekki með hinu hefðbundna blóðbaði og birninum uppsoppuðum einhversstaðar. Vona að það verði hægt að setja vakt á hann meðan útvegað er deyfilyf.

En það er bara von .... ég  óttast að þetta muni hafa önnur málalok. Frown


mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki skjóta þá nema þeir ógni mannslífi.

Þór (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Getum við ekki leitað til einhverra með þá kröfu að dýrið verði ekki aflífað. Hata þennan íslenska hugsunarhátt að skjóta fyrst og hugsa svo.

Bylgja Hafþórsdóttir, 3.6.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Gló Magnaða

Nú fékk lögreglan gullið tækifæri til þess að laga ímynd sína.

Spurning hvernig þeir spila úr þessu.

Gló Magnaða, 3.6.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gló, ekki bara lögreglan - við Íslendingar svona almennt og yfirleitt. Meðferðin á ísbirninum sem veiddur var út af Vestfjörðum um árið var nú ekki beint til sóma. Nú höfum við tækifæri til þess að bæta fyrir það voðaverk, og koma fram með öðrum og yfirvegaðri hætti gagnvart þessu dýri. Mér skilst það liggi í sólbaði þessa stundina og njóti veðurblíðunnar.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 3.6.2008 kl. 11:13

5 identicon

Ég pant við sendum GASMANN á hann eða lögguna úr myndbandinu í 10-11.

Nei, svona í alvöru. Auðvitað á að bjóða þennan nýja gest hjartanlega velkominn í heimsókn. Hann er miklu geðugri gestur en Condi Rice. Og ég hugsa að ferillinn sé ekki eins blóði drifinn.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband