Glæsilegt hjá Eurobandinu

eurobandið Það gerist sjaldan - og æ sjaldnar satt að segja - að ég fyllist sannkölluðu þjóðrembustolti yfir frammistöðu Íslendinga á erlendri grundu. Seint hélt ég að ég myndi sitja með gæsahúð af gleði yfir Júróvisjón. Það hefur bara ekki gerst síðan Sigga Beinteins og Grétar Örvars flatteruðu hálfan heiminn - já, og Selma svo reyndar seinna. Því miður minnist ég þess oftar að hafa setið hálf vandræðaleg og stressuð fyrir framan skjáinn að fylgjast með okkar fulltrúum í keppninni.

En í kvöld gerðist það aftur. Smile 

Ég bókstaflega sat sem bergnumin og var að SPRINGA af stolti.Wizard Þau Regína Ósk og Friðrik Ómar ásamt félögum sínum í bakbandinu stóðu sig með sönnum sóma. Lífleg, geislandi, örugg - þetta var sko alvöru frammistaða.

Og mér er bara nákvæmlega sama hvar við lendum í þessari keppni þegar upp er staðið - ég er svo harðánægð með mitt fólk. Það var ekki hægt að gera þetta betur. Hvort Evrópa kann svo að meta þetta er önnur saga. En ég lít þá frekar á það sem evrópskt menningarvandamál ef okkar fólk fær ekki gott brautargengi í keppninni. Cool

Ég óska okkur öllum til hamingju með þessa glæsilegu frammistöðu Júróbandsins. Kissing  


mbl.is „Kom skemmtilega á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þau voru "pró" og alveg ferlega flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 07:20

2 Smámynd: Yngvi Högnason

Mér sýnist að svo bjart hafi verið yfir Miðtúninu að lýst hafi upp Pollinn. Gott mál.

Yngvi Högnason, 23.5.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.5.2008 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband