Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
RSS-straumar
Bækur
Bækurnar í lífi mínu
... sem hafa haft áhrif á líf mitt og hugsun
-
Kristín Marja Baldursdottir: Karitas - án titils
**** -
Þórbergur Þórðarson: Ofvitinn
*** -
Halldór Laxness: Sjálfstætt fólk
*** -
Trevor-Roper: Galdrafárið í Evrópu
*** -
Andri Snær Magnason: Draumalandið
**** - Guðspjallamennirnir o. fl.: Biblían
-
Dan Brown: Da Vinci lykillinn
*** -
ýmsir höfundar: Skólaljóðin
*** -
Lao Tse: Bókin um veginn
****
Eldri færslur
2017
2015
2013
2012
2009
2008
2007
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Harmleikur? Ekki fyrir máfinn!
16.5.2008 | 01:11
Þessi tárvota frétt um "harmleikinn" í álftahreiðrinu - þar sem svartbakar komust í feitt og átu eggin eftir að hafa hrakið álftina af hreiðrinu - er svolítið yfirdrifin. Þið fyrirgefið.
Altso - segi ég nú bara eins og gamli landlæknirinn: Er fólk ekki að átta sig á því hvernig dýrin lifa og nærast úti í náttúrunni? Harmleikur!? Fyrir hvern? Ekki máfinn sem svo sannarlega fékk þarna góða veislu. Svartbakar éta egg annarra fugla - það gerum við mannfólkið líka. Best að horfast í augu við þetta börnin góð. Svartbakar eru ekki grænmetisætur. Og það sem þarna gerðist er ekki fréttaefni - heldur lífsins gangur. Hafi þetta nú gerst með þessu hætti á annað borð. En eins og kemur fram í athugasemdum fuglafræðinga þá er nú heldur ólíklegt að álft geti ekki varist máfum.
Af þessum atburði er svo dregin sú ályktun að "engir álftarungar muni kost á legg þetta árið". Er nú ekki fullsnemt að segja svona? Það er ekki langt liðið á vor, og mér fínnst ótrúlegt annað en að náttúran hafi einhverskonar varaáætlun í boði fyrir fugla sem verða fyrir svona skakkaföllum nýorpnir. Þó veit ég ekki með stóran fugl eins og álftina. Vona það samt.
Harmleikur á Bakkatjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Sjávarútvegsmál
- Eigum við að kasta kvótakerfinu? Líflegur fundur um sávarútvegsmál, mars 2015
Áhugavert
Listi yfir áhugaverðar síður og lesefni
- Eyjubloggið mitt Ég á eyjublogginu
- Skutull Fréttavefurinn Skutull.is
- Björgunarhundasveit Íslands
- Hundar hundarækt
- Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg
- Myndasíðan hans Gústa Frábærar myndir
Galdrasíður og -samfélög á netinu
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Sigrún Jónsdóttir
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ketill Sigurjónsson
- Atli Rúnar Halldórsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarni Harðarson
- Bryndís G Friðgeirsdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hrannar Baldursson
- Jón Þór Bjarnason
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Edda Agnarsdóttir
- ESB
- Eyþór Árnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Hallmundur Kristinsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Heiða Þórðar
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Snæbjörnsson
- Sigurbrandur Jakobsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jens Guð
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Bergur Thorberg
- Katrín
- Kristján Pétursson
- Kolbrún Baldursdóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Magnús Geir Guðmundsson
- Gísli Tryggvason
- Jón Svavarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigurður Þórðarson
- Sigurður Sigurðsson
- Skafti Elíasson
- Helga skjol
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Þorleifur Ágústsson
- Toshiki Toma
- Emma Vilhjálmsdóttir
- Albertína Friðbjörg
- Baldur Smári Einarsson
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Adolf Dreitill Dropason
- Aðalheiður Ámundadóttir
- AK-72
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Arnar Guðmundsson
- Ágúst Hjörtur
- Bogi Jónsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Davíðsson
- Bwahahaha...
- cakedecoideas
- Dögg Pálsdóttir
- Einar Ben
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Indriðason
- Finnur Bárðarson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Garún
- Gerður Pálma
- Guðbjartur Hannesson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Gylfi Björgvinsson
- Handtöskuserían
- Haukur Nikulásson
- Helga Þórðardóttir
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hörður Valdimarsson
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Pétur
- Jón Daníelsson
- Jón Kristjánsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Snæbjörnsson
- Kjartan Jónsson
- Kjartan Pálmarsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Loftslag.is
- Lúðvík Júlíusson
- Magdalena Sigurðardóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Már Wolfgang Mixa
- Ólafur Ingólfsson
- Rafn Gíslason
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Róbert Björnsson
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sigríður Sigurðardóttir
- Sigurbjörg
- Sigurður Einarsson
- Sigurður Grétar Guðmundsson
- Skuldlaus
- Steingrímur Helgason
- ThoR-E
- Tinna Jónsdóttir
- Unnur G Kristjánsdóttir
- Valan
- Villi Asgeirsson
- Yngvi Högnason
- Þorsteinn Guðnason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þór Jóhannesson
Athugasemdir
Sammála, Ólína. Það er meiri harmleikur þegar sprenglærðir fræðingar láta veiða loðnuna nánast upp til agna, sem verður til þess að þorskurinn étur upp allt sandsílið. Það verður svo aftur til þess að lundinn og aðrir sjófuglar svelta í hel. Álftastofninn er aldeilis ekki í útrýmingarhættu.
Þórir Kjartansson, 16.5.2008 kl. 08:55
Já, sá þessa fyrirsögn og datt fyrst í hug eitthvert slys hafi orðið og las ekki meira.
Þetta á kannski að höfða til barnsins í okkur, veit ekki?
En fiskifræðin hérna að ofan hjá Þóri finnst mér nú heldur rýr pappír, þetta eru allt of flókin fræði til að svona sé hægt að negla hlutina niður, vistkerfissveiflur og breytingar í veðurfari, sem og sú gamla staðreynd að loðnan er óútreiknanlegur fiskur, gera það m.a. að verkum að ekki er hægt að fullyrða neitt með vissu í þessum efnum.Amen!
Magnús Geir Guðmundsson, 16.5.2008 kl. 09:12
Anna á Mogga á ei stegg,
en eitt sinn komst á legg,
hann hét Már,
og helvíti klár,
og á við titrandi álftaregg.
Þorsteinn Briem, 16.5.2008 kl. 09:28
Ég var að blogga um þetta.
Að tala um dramatík.
Ésús minn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2008 kl. 10:00
Já Magnús Geir. Þetta er auðvitað sett fram í einföldustu mynd, enda ekki hægt að hafa um mörg orð í einu stuttu kommenti á annarra bloggi. Þetta er nú samt lang áhrifamesti þátturinn í þessu og þar eru margir af núverandi og fyrrverandi sjómönnum og skipstjórum mér alveg sammála.
Þórir Kjartansson, 16.5.2008 kl. 13:10
Sammála þér Ólína. Svona virka bara lögmál náttúrunnar, þ.e. þegar mannskepnan er ekki að grípa inn í. Kannski eru önnur lögmál á golfvelli þeirra Seltirninga.
Örvar (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:23
Þetta er einhver mesta ruglfrétt sem ég hef lesið í langan tíma.
Brynjar Jóhannsson, 16.5.2008 kl. 17:48
knúserí á þig inn í helgina .. sammála með dramatíkina í fréttum stundum..
Tiger, 16.5.2008 kl. 20:06
Reyndist þetta svo ekki eitthvað meiriháttar kjaftæði þegar öllu var á botninn hvolft? Fuglafræðingur gaf það út að það máfur hefði ekkert í álft á eggjum að gera og þessi meinta viðureign passaði bara ekki - fuglafélagsfræðilega ;)
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 20:56
það er fróðlegt að vita hversu mörgum fuglshreiðrum var fórnað fyrir þennan golfvöll og hversu mikið varp hefur minnkað vegna umsvifa mannsins á svæðinu - kannski meira sláandi en að eitt álftapar missi egg í máfa, sem er út af fyrir sig líka mjög merkilegt fyrirbæri samanber stærð og kraft álftarinnar versus máfanna.
Mannfólk á oft erfiðara með að sjá þegar það sjálft orsakar harmleiki bara með því að leika sér en þegar það horfir upp á náttúruleg fyrirbæri eins og það að steypt sé undan fuglum á hreiðrum af rándýrum í ætisleit..
Ester Rut Unnsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 18:19
Það gekk alveg fram af mér þegar tíundað var í framhaldsfréttinni að líklega hefði mannskepnan en ekki mávurinn hrakið álftina af eggjum. Og svo var bætt við að "samur væri glæpur hans"
Glæpur?
Mávsins?
Að nota tækifærið og fá sér að éta?
Ég verð að viðurkenna að ég hló með öllum kjaftinum.
Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.5.2008 kl. 14:13
"Og það sem þarna gerðist er ekki fréttaefni - heldur lífsins gangur."
hmmm... Er kannski kominn tími á að gera "lífsins gang" meira áberandi í fréttum og fjölmiðlun ?
Getur jafnvel eitthvað verið hæft í sögunni um litla stúfinn sem sá innkaupapoka með nokkrum mjólkurfernum, sem einhver hafði gleymt á bílaplani stórmarkaðar, og hrópaði upp yfir sig "Mamma, hérna er beljuhreiður"
Samt gerir maður aðeins meiri kröfur til blaðamanna en þetta.
Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.