Borg fyrir fólk - ekki bíla

Austurvöllur Frábært að loka Pósthússtrætinu vegna veðurblíðu. Það var einmitt markmiðið okkar borgarfulltrúa Nýs vettvangs á sínum tíma - þegar við lögðum til að göturnar umhverfis Austurvöll yrðu allar gerðar að göngugötum en Austurstrætið (sem þá var göngugata) yrði opnað fyrir bílaumferð. Í Austurstræti er alltaf skuggi - Austurvöllur er hinsvegar sólríkur allan hringinn.

Þetta uppátæki okkar varð til þess að Thorvaldsenstræti og litlu götunni sem ég man ekki hvað heitir en liggur framan við Café París var lokað fyrir bílaumferð. Fljótlega fylltist sú gata af borðum og stólum á góðviðrisdögum, og nú held ég að allir séu sammála um að þetta hafi verið góð tilhögun. Enginn saknar skuggasundsins í Austurstræti sem göngugötu - en allir yrðu miður sín ef göturnar tvær við Austurvöll sem nú eru lokaðar yrðu opnaðar á ný.

Það er frábært að nú skuli Pósthússtrætinu lokað til að veita fótgangandi fólki svigrúm í veðurblíðunni. Mín vegna mætti ganga alla leið og loka Kirkjustrætinu svo völlurinn allur væri bara undirlagður af áhyggjulausum vegfarendum með börnin sín á blíðviðrisdegi.

Og nú langar mig til Reykjavíkur að sleikja sólina FootinMouth


mbl.is Pósthússtræti lokað vegna góðviðris
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Skelltu þér bara suður og vertu ævinlega velkomin! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 15.5.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlum við verðum ekki að segja að Vallarstrætið liggi fyrir aftan Café Paris, þar sem þetta fróma kaffihús er í Austurstræti 14. Ég efast um að nokkur hús séu sögð standa við Vallarstrætið og það er nú hálfgert Séstvallastræti.

Þorsteinn Briem, 15.5.2008 kl. 14:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eina húsið sem virðist ennþá tilheyra Vallarstætinu er númer 4, sem stendur við Ingólfstorg, en þar er Pizza Pronto til húsa.

Þorsteinn Briem, 15.5.2008 kl. 15:03

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verð að koma því að, að ég kaus Nýjan vettvang og þá aðallega vegna þín kona góð.

Ég hélt sum sé fram hjá Alþýðubandalaginu og sé ekki baun eftir því.

Auðvitað á að loka, borgir eiga að vera fyrir lifandi fólk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.5.2008 kl. 15:25

5 Smámynd: Tiger

  Mér finnst að það mætti vel loka algerlega fyrir umferð bíla í miðbænum. Það eru góðar leiðir allt um kring svo það má komast allar leiðir án þess að vera að æða í gegnum miðbæjargöturnar. Allavega myndi ég vilja láta loka götunum alla sólarsambadaga. Eigðu ljúfan dag mín kæra..

Tiger, 15.5.2008 kl. 15:48

6 Smámynd: Sævar Helgason

Mér finnst að  það eigi að loka miðbænum í Reykjavík fyrir bílaumferð - ágætt að byrja á Austurstræti-Pósthússtræti - Hafnarstræti- Skólabrú- Aðalstræti og Kirkjustræti, allan ársins hring.  Það er nákvæmlega enginn þörf fyrir fólk að aka þessar götur.

Á síðustu öld voru þessar götur einmitt þekktustu göngugötur höfuðborgarinnar- skáldin ortu ljóð um þær, sem lifa- nú yrkir enginn ljóð um þessar bílagötur.

Þessi bílanotkun okkar er orðin alveg yfirþyrmandi , mannlífsfjandsamleg og leiðinleg.

Þetta er svona það sem mér finnst 

Sævar Helgason, 15.5.2008 kl. 16:40

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það verður örugglega lokað á morgun, verri spá.  En það var góð hugmynd.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:21

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þoli ekki svona málvillur hjá mér. Þetta var góð hugmynd, ætlaði ég að skrifa.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.5.2008 kl. 20:22

9 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nú get ég ekki setið á strák mínum..

Hérna játar hispurslaus,

hátt þó kosti gjaldið.

Jenný bara "Köld" sér kaus,

konu í framhjáhaldið!

Magnús Geir Guðmundsson, 15.5.2008 kl. 21:48

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 16.5.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband